Tíminn - 16.07.1961, Blaðsíða 11

Tíminn - 16.07.1961, Blaðsíða 11
T í M I N N, sunnudaginn 16. júlí 1961. 11 Þormóöur Jönsson, frétta- ritari Tímans á Húsavik: hrincidi til okkar á fimmtu- dagskvöidið ng gaf snjalla lýsingu á viðureign Húsvík- inga við rottur. Fréttamaður punktaði niður það sem Þor móður las fyrir og vonar, að sem fæst orð hafi farið for- görðum. Hér er skeyti Þormóðar: „Rottum hefur enn ekki tekizt að nema land í Húsa- vík. Einstaka sinnum hafa þær borizt í land úr skipum en ætíð verið felldar áður en þær gátu náð fótfestu í kaup staðnum. Fyrir nokkrum árum var háður geysiharður bardagi við rottuskara á bryggjunni í Húsavík. Vár verið að af- ferma erlent skip, þegar i ljós kom, að rottur leynd- ust í hálmi í kössum með efni til miðstöðvarlagna. Röðuðu menn sér þá þvert yfir bryggjuna, svo þétt sem þeir máttu og höfðu barefli ýmiss konar að vopni. Kass- arnir voru síðan settir fremst á bryggjuna og opnaðir þar. Spruttu þá rotturnar upp úr kössunum hart og títt og sóttu upp bryggjuna. Stóð þar höggorrusta mikil lengi dags, en svo lauk, að Húsvík ingar fengu ágætan sigur. Urðu sumar rottur vopn- dauðar en aðrár hlupu af bryggjunni í sjóinn og lét- ust flestar af vosi bví veð- ur var hart af frosti og krap í sjónum. En aðrar voru felld ar í fjörunni er þær reyndu að skríða á land upp. Bílstjóri nokkur, sem starf aði við uppskipunina breiddi striga yfir vélarhús oíls sins um kvöldið. en morguninn eftir þegar hann tók strig ann af bílnum. sá hann að Teikning eftir BIRGI BRAGASON Rottur gersigraðar á Húsavík skemmunni þóttust sjá rottu bregða fyrir. Ekki var mikill gaumur gefinn að sögu hans, enda rafvirkinn ekki Þingeyingur. í gær sáu svo starfsmenn vöruskemm unnar rottu og var þá ekki l&ngÚF’úiri að villast. i í gærkvöldi tóku tveir menn sér stöðu í skemmunni og vildu freista þess að vinna vágestinn. Var annar búinn riffli að vopni en hinn haglabyssu. Voru þeir um klukkustund á verði en urðu einskis varir og hurfu þeir frá um stund. Þegar þeir komu aftur sáu þeir hvar rottan stökk ofan af bita í skemmunni og hvarf i stæðu 600—700 poka af hænsna- fóðri. Höfðu þeir nú hægt um sig og biðu. Rottan .Isom þá aftur fram og hljóp upp á bitann, en veiðin vaf/.í slæmu skotfæri því járnbiti hlífði rottunni að mestu. Annar skaut þó á hana úr haglabyssunni, en hún brá við og hvarf enn ofan í stæö una. í dag var stæðan rofin, en þegar um 100 pokar voru eft ir að henni, fannst rottan i dauð. Hafði hún látizt af í skotsárum." Þarmeð lauk frásögn Þor- | móðar af rottubardaga ' þeirra Húsvíkinga. Hertogaf rúin rotta hljóp undan honum og inn í vélarhúsið Bíls^iórinn brá á það ráð, sem viturleg- ast var að aka bílnum niður á bryggju. Þar var sleginn mannhringur um bílinn og sóttu nú að rottunni margir í senn. Rottan fékk lag á höfuðið þar sem hún húkti á pönnunni undir vél bíls- ins og varð það hennar bani. Síðan fara fáar eða engar sögur af rottum í Húsavík þar til i vor. Þá var það að starfsmenn í vöruskemmu KÞ sáu drit undarlegan í skemmunni og kenndu ekki. Töldu sumir vera fugladrit, en aðrir rottu og urðu menn ekki á eitt sáttir. Það bar enn til tíðinda að rafvirki sem var að vinna í 'i Framhaia aí 9 siðu ) þroska sinn og ritstörf lét hún sitja á hakanum, en sársaukalaust var það ekki. Daglega eyddi hún mikl- I um tíma vegna sinna nánustu, en ' erfiðast átti hún með að sætta sig I við þann sið kunningjakvenna sinna, ! að sitja um að heimsækja hana á þeim tíma, sem hún helzt hefði get- að sinnt hugðarmálum sínum. Hún hét því, að yrði hún einhvern tíma viðurkenndur rithöfundur, skyldi hún nota þá aðstöðu til að stofna til gestamóttöku á ákveðnum dög- um, en vera þess á milli laus við þess konar frátafir. Með beiskum sársauka hugsaði hún til þess, að rithöfundurinn á að öllum jafnaði sitt takmarkaða frjóa tímabil, jafn- vel ekki Iengur en tuttugu ára skeið, og hver dagur, sem hún glataði af þeim tíma fyrir áníðslu annarra og tillitsleysi samgilti raunverulega því. að ævistundum hennar væri fækk- að. Uppeldi og skapgerð Önnu Char- lottu var þannig, að hún hlaut að verða prýðismanneskja. skylduræk- in og nærfærin og gat ekki hamlað gegn þeim, sem voru viljasterkir og sérgæðislega kröfuharðir. Þess vegna var henni framan af árum ofrauú að rísa gegn umhverfi og lífsháttum, sem hún vissi þó, að voru henni fjötur um fót. Fyrstu hjúskaparárin snerti hún því naum- ast á ritstörfum, en þó gerðist sú undantekning, að hún knúin af óviðráðanlegri löngun, samdi leik- ritið Leikkonan, sem tekið var til leiks, hlaut miklar vinsældir og góða dóma. Nafns höfundar var ekki getið, og naut Anna Charlotta þess á frumsýningu leiksins, að sitja meðal áhorfendanna og finna hversu leiknum var fagnað, heyra, að hrópað var á höfundinn að leiks- lokum og vita það, að sjálf var hún óhult fyrir forvitni og ágengni. Hún hélt áfram að skrifa leikrit og í öllum þeim fyrstu skein í bar- áttu hennar sjálfrar, baráttu gáfu- konunnar fyrir því að losna undan fargi umhverfis og siðvenja, sem heftir þann sérstæða þroska og störf, er hún sóttist eftir. Hún fann það sjálf, þó að hún fengi eigl rönd við reist, að persónuleiki hennar var fangi og lífskröfur hennar stríddu gegn kröfum þeirra, sem töldu sig eiga tilkall til hennar. Hún, hin fína og fágaða frú Edgren- Leffler, sat sem fangi i gylltu búri, og þó vissi hún fullveí, að hún áttl annars konar hlutverki að gegna og henni bar að ávaxta sitt pund. Eftir því sem árin liöu, óx henni þó fiskur um hrygg, hún varpaði af sér dulklæðunum og tók að birta verk sín undir eigin nafni. Hún gerðist ekki aðeins mikilvirkur rit- höfundur, heldur tók hún sér stöðu í þeim stríða straumi, þar sem boðaföllin hlutu að skella á þeim, sem gerðist merkisberi nýrra og djarfra lifsskoðana. Hún, sem f nán- asta umhverfi sínu var vön að sýna tillitssemi og nærgætni, hlffði ekki nafni sínu og áliti, þegar um það var að tefla, að vinna þeirri lifs- stefnu gagn, er hún fylgdi. Einn stórvirkasti bókmenntafræð ingur Svía sagði um svonefndar áttundatugsbókmenntir þeirra (bók menntaskeið, sem talið er hefjast jum 1880), að búsorgir Mörtu hefðu tekið við af draumum Maríu. Með þessari táknrænu líkingu átti hann . við mismuninn á rómantík hinna fyrri skálda og raunsæið, er áttunda tugshöfundarnir aðhylltust, en verk t efni þeirra voru þjóðféiagsmál, i hjónabandið, fjölskyldumálefni og jraunar flest mannleg vandamál. iÞegar tilraun var gerð til þess að i gera upp reikningana við liðna tim- ■ ann, var sízt að undra, þó að mikil- hæfar og lífsreyndar gáfukonur eins og rithöfundarnir Anna Char- lotta Leffler og Viktoría Benedikts- son hefðu sitthvað eina til þeirra mála að leggja. í bók eftir Gustav af Geierstam, sem út kom í Svíþjóð árið 1885 og fjallaðl um þjóðfélagsmál og bók- menntir, er þessum orðum beint til lesandans: „Viljirðu kynnast alveg sérstaklega eindregnum fulltrúa fyr ir hina nýju Svíþjóð, þá er það frú Edgren. Sú mikla lýðhylli, er frú Edgren hefur hlotnazt'á skömmum tíma, er ekki hvað sízt þvi að þakka, að hún hefur greinilegar en nokkur annar rithöfundur endurspeglað hræringar nútímans". Hún var þannig nútimahöfundur á sfnum tima og mitt f straumi öldurótsins, en það var ekki aðeins lýðhylli, sem hún uppskar, heldur varð hún einnig fyrir aðkasti og I sleggjudómum. Hér verða ekki rakin þau áhrif, sem aðrir höfundar, til dæmis Ágúst Strindberg og Georg Brandes, höfðu á skáldskap hennar, né heldur Dofrakarlarnir, eins og Strindberg nefndi þá Ibsen og Björnson. Ekki verða heldur gerð ýtarleg skil þeim stefnum og straumum, sem hrifu hana, en skylt er að minnast á kven- réttindin, sem var stórt mál á þeim tíma, enda kom fram sú uppástunga, að líkindum frá Ellen Key, að kalla nítjándu öldina öld konunnar. I Kvenréttindin hlutu alveg sérstak j lega að verða hjartans mál þessa j höfundar, sem fann enga fullnægju | í barnlausu, tómlegu hjónabandi og undi sér fremur illa við þau störf, 1 sem að jafnaði eru talin í verkahring kvenna, en þó alveg sérstaklega þeirri sóun tíma, sem staða hennar hafði f för með sér. Eftir því sem stundir liðu fram, tókst henni betur að nálgast það takmark sitt, að hafa vinnufrið ákveðinn tfma dags og taka þátt í þeim félagsskap, er henni hæfði, en var ekki sérstaklega miðaður við þjóðfélagsstöðu hennar sem frú Ed- gren. Hún tók nú einnig að ferðast allmikið utanlands, fór oft til ná- grannalandanna, Noregs og Dan- merkur, en einnig Þýzkalands, Sviss, Frakklands og Englands. Hvar sem hún fór um, hafði hún augun opin fyrir kjörum fólksins, einkum verka lýðsins og skrifaði greinar um þau mál. Vinur hennar einn hafði sagt henni, að sá væri ei nema hálfur maður, sem ekki hefði til ítalfu komið, hún hafði þvi lengi hug á að komast þangað og með það fyrir augum stundaði hún nám i ítölsku. Ósk hennar rættist og orð vinar hennar urðu að spádómsorðum. Að- ur var eins og hana hefði sífellt vantað eitthvað í sjálfa sig. Á Ítalíu fann hún það allt og meira en hana hafði nokkru sinni órað fyrir, að henni mundi hlotnast. (Framhald).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.