Tíminn - 16.07.1961, Qupperneq 12

Tíminn - 16.07.1961, Qupperneq 12
12 TIMINN, sunnudaginn 16 júlí 1961 r RITSTJÓRI HALLUR SÍMONARSON \ I Keflvíkingar unnu Þrótt i sín-' ubi riSli, 2. deiidartkeppninnar á föstudagskvöldið hér á Melavell inum, 5—2. Þessi úrslit þýða það að Keflvikingar munu leika til úrslita við isfirðinga um réttinn til að leika í fyrstu deild næsta keppnistímabil. Leikurjnn á föstudaginn var því þýðingarmikill fyrir þessi Jið, og gætti þess í leiknum. Bæði liðin gerðu sitt ýtrasta og börðust af miklum krafti. Kom þetta að sjálf. sögðu niður á því er kallast knatt spyrna, það var mikið um kýl- ingar út í bláinn og hreinsag af miklum krafti, og þá ekki hirt um, hvort knötturinn lenti hjá mótherja eð’a samherja. Keflvik ín^krhir voru virkari en Þróttar- Sf ', og' upphiaup þeirra hættulegri. Áberandi var líka að leikmenn Keflvikinga voru sterkari og þrótt meiri, því lið Þróttar var skipað mjög ungum mönnum, að undan- skildutn William Sherriff (Billy), en hann er kominn á fimmtugs- aldur og er ekkert farinn að gefa sig. Fyrri hiálfleiknum lauk með 2—1 fyrir Keflavík og skoruðu Þróttarar úr vítaspyrnu mark sitt. Akranes - Akureyri 4:1 Akranes sigraði Akuréyri, heima, í fyrrakvöld 4:1 Akur- nesingar eru ennþá efstir í deildinni eftir fjóra leiki, hafa 8 stig, skorað níu mörk gegn einu. í síðari hátfileik gerðu Keflvík- ingar 3 mörk, en Þróttur fékk vítaspyrnu á síðustu mínútum leiksins, sem var tvítdkin. Þannig var, að markmaður Keflvíkinga varði í fyrra skiptið, en dómar- inn, Guðbjörn Jónsson, lét taka hana aftur, markmaðurinn hreyfði sig víst á línunni, og í seklna skiptið skoraði Billy örugglega og þá var flautað af. í liði Keflvíikmga er Högni Gunnlaugsson áberandi beztur, hefur mikla yfirferð og virðist ekki skorta úthald. Hörður Guð- mundsson er einnig traustur í stöð'u miðframvarðar, en hættu legt var stundum, þegar hann ein lék með knöttinn fyrir framan markið. Guðmundur Guðmndsson er traustur varnarleikmaður, en vantar nákvæmnina til þess að byggja upp. Markmaður og hægri bakvörður eru lika leikm ^'. sem vöktu athygli fyrir góð tilþrif. Eins og áður segir virðist lið Þróttar skipað mjög ungum leik- mönnum ,en samt er það Billy, sem enn er bezti maður liðsins, og var það áberandi að það spil sem var, kom í kringum hann. Af pðrum leikmönnum Þróttar bar mest á innherjunum og Har- aldi Baldvinssyni, sem hef> hreinar spyrnur en er ekki nógu ákveðinn. Bakverðirnir gerðu sig seka um a?j sleppa sínum mönn- um of mikið lausum, og skapaði það oft mikla hættu við mark Þrótrar. hj. Leikir um helgina í kvöld keppa í 1. deild Valur og Akranes, og annað kvöld KR og Fram. Báðir þessir leikir verða á Laugardalsvellinum. Þetta verður seinni leikur Vals og Akraness í deildinni. Fyrri leiknum lauk sem kunnugt er 1—0 — í SÍÐASTA SINN — Þessi mynd hér aS efan er af þremur dönskum knattspyrnumönnum, og er birt í dönsku blaði vegna þess a3 þeir eiga ekki eftir að leika saman aftur knattspyrnu. Myndin er tekin fyrir framan háskólann í Moskvu, en þar voru danskir knattspyrnumenn á ferð nýlega. Þeir eru talið frá vinstrl: Ole Madsen, sem er sennilega á leiðinni að gera samninga við ítali, Henri From, hinn frægi markvörður, sem hefur nú lagt skóna á hill- una og Leif Mortensen, sem hefur gert samning við Undines, eins og frá var skýrt í blaðinu hér nýlega. • N -X-X-X • fyrir Akranes. .Valsmenu verða að breyta leikaðferð sinni ef þeir ætla að gera sér nokkrar vonir um árangur á móti Akurnesing- um. Það sýndi leikur Vals gegn Hafnfirðingum. Leikurinn milli Fram og KR ætti að geta orð’ig skemmtilegur. Þetta er seinni leikur þeirra í deildinni, sá fyrri varð jafntefli, ekkert mark var skorað. Noður á Akureyri keppa svo IBA og Hafnarfjörður klukkaji 5 í dag. Ingimundur Magnússon var staddur úti á KR-velli fyrir nokkru og náði þá þessari skemmtilegu Bjarna Fellxsyni, KR. mynd af, I. DEILD LAUGARDALSVÖLLUR í kvöld kl. 8.30 Valur — Akranes Dómari: Baldur Þórðarson Línuv.: Björn Árnason, Björn Karlsson. AKUREYRI í dag kl. 5 Akureyri — Hafnarfjörður Dómari: Þorlákur Þórðarson Línuv.: Guðmundur Guðmundsson, Ingi Eyvindsson. LAUGARDALSVÖLLUR Annað kvöld (mánud.) kl. 8.30 KR — Fram Dómari: Einar H. Hjartarson Línuv.: Örn Ingólfsson, Valur Benediktsson. I

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.