Tíminn - 19.07.1961, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.07.1961, Blaðsíða 1
161. tbl. — 45. árgangur. Miðvikudagsgrein bls. 8—9. Miðvikudagur 19. júlí 1961. Hrímaðir gluggar í Þykkvabæ Frá fréttaritara Tímans í Þykkvabæ. Miklir kuldar hafa verið hér í sveit það sem af er vori og sumri, og er kartöfluspretta því óvenju hægfara þetta sumarið. Ekki munu þó kartöflurnar hafa orðið fyrir miklum skemmdum vegna kuldans, en hann hefur staðið fyr- ir vexti þeirra. í júnímánuði var samt dálítið frost í görðum, en lítið var komið upp af kartöflum, svo að skemmd ir urðu litlar. Sem dæmi um kuldana má nefna, að aðfaranótt síðastliðins miðvikudags voru gluggar hrímað- ir. Um síðustu helgi hlýnaði tölu- vert í veðri, og ef svo heldur áfram, ætti kartöfluuppskeran ekki að verða slæm nú í ár. Keppnisför á vegum U.M.S.I. Fjörutíu manna íþrótta- flokkur er lagður af stað til Danmerkur, til þess aS taka þátt í norrænu íþróttamóti, sem haldið verður í Vejle dag- ana 19. til 20. júíí. fslenzku þátttakendurnir eru frá tólf héraðssamböndum, og er ætl- unin, að keppendur í frjáls- íþróttagreinum verði þrjátíu, en auk þess munu íslendingar sýna glímu. Mót af þessu tagi eru haldin sjöunda hvert ár, ^en þetta er í fyrsta sinn, sem íslendingum er boðin þátttaka. Keppendur móts- ins eru frá öllum Norðurlöndun- um, ,og er áætlað, að um þrettán þúsund manns taki þátt í mótinu. Eru þátttakendur eingöngu úr röðum sveitaæsku þéssara landa. íslenzka íþr'óttafólkið var valið í sanyæmi við þann árangur, sem það náði á landsmótinu að Laug- um. Fararstjórar verða þeir Stefán Ól. Jónsson, Sigurður Helgason og Þórir Þorgeirsson, en Skúli Þorsteinsson mun fara sem fulltrúi U.M.S.f. Nær annarhver stúd- ent féll í efnafræöi Þau tíðindi gerðust á skrif-[ lega efnafræðiprófinu, sem læknastúdentar á fyrsta náms-j ári í háskólanum gengu undir, nú í vor, að 11 af 25 féllu. VILJA ÁBYRGÐ Stjórn Félags síldarsaltenda á Norðurlandi og Austurlandi hefur snúið sér til sjávarút- vegsmálaráðherra og farið þess á leit, að þeir fái með; bráðabirgðalögum ábyrgð rík-j isins á bráðabirgðaláni í bönk-, um landsins, að f járhæð fimm- tíu milljónir króna. Þetta fé vilja þeir fá út á salt-, aða síld upp í fyrirfram gerða, samninga. Þetta fé nemur kostn-: aði við söltun í sextíu þúsund tunnur. Ríkisstjórnin mun hafa rættj þetta mál á fundi í fyrradag, en endanleg svör voru ekki gefin að loknum þeim fundi. HumarveiSarnar eru aS verSa taisverS atvinnugrein. Hér sjáum viS humarinn liggja blóSrauSan í Uösum, tllbúinn tll vinnsiu. Þetta þyklr herramannsmatur 1 útlandinu, en þaS liggur viS aS mörgu af fólki, sem hér vlnnur viS humar í sjóþorpunum flökrl, ef það er spurt, hvort þaS hafl ekkl bragSaS góSgætiS. Og satt er þaS, aS ekki er humarinn beinlínis fríSur. En hitt mun ei bregSist, aS öllum, sem eitt sinn hafa yfirunniS viSbjóS slnn á skepnunni, þykir hann lostæti. — (Ljósmynd: TÍMINN — G.E.). GORDON-BANKI - ný mið, þar sem áfengi aflast Bát hvolfdi - pilti bjargað Á laugardaginn var komst ungur piltur í hann krappan í Syðrasundi við Akranes, er litlum báti, sem hann ætlaði að róa inn í Lambhúsasund, hvolfdi í öldugangi. Pilturinn, sem heitir Vésteinn Vésteinsson, reri á báti sínum frá hafnargarðinum á Akranesi og ætlaði inn í Lambhúsasund. Lítill bróðir Vésteins fylgdist með ferð- (Framhald á 15. siðu). Frá íréttaritara Tímans í Vestmannaeyjum. Svo virðist nú sem Eyjabát- ar hafi fundið ný og óvenju- leg mið, sem þegar hafa hlotið nafn meðal sjómanna í Vest- mannaeyjum. Kallast þau Gordon-banki, og er það nafn ekki út í bláinn. Þegar nokkrir bátar frá Eyjum voru á humarveiðum á siglinga- leiðinni út af Krísuvíkurbjargi, brá svo við að í nót eins bátanna jsom heldur einkennilegur fengur. Var þá þegar ljóst, ag fleira en krabba var að hafa á þessum miðum, því að við nánari athugun kom á dag- inn, að hér var um að ræða áfengiskassa. Það var báturinn Leó, sem dró feng þenna og þarf ekki ag hafa mörg orð um það, að margar hend ur hjálpuðust við að skoða inni- haldið. Heldur urðu menn þó fyrir vonbrigðum, því að í ljós kom, að Ægir leitar norðan iands Ægir leitar stöðugt sQdar fyrir Norðurlandi, en hefur orðið lítils var. — í fyrrinótt var hann vestur af Sporða- i grunni og sá sfld, en hún var i mjög þunnum torfum o.g hvarf algerlega í gærmorgun. Þar var heldur ekki neina átíi | að sjá. — Við Kolbeinsey hafði Ægir orðig var sfldar í gær, en hún stóð mjög djúpt, ! allt að 50 faðma. — Er því ekki útlit fyrir, að flotinn færi sig norður fyrir á næstunni. aðeins ein eða tvær flöskur voru heilar, en í þeim reyndist reyndar vera Gordon-gin. Ekki voru flöskurnar merk'<» Áfengisverzlun ríkisins, og eru menn ekki á eitt sáttir um, hvern ig drykkjarföng þessi eru komin á mið þeirra Eyjamanna. Dettur mönnum helzt í hug, að hér geti veriff um smyglvaming að ræða, sem ekki hafi náð að komast til áfangastaðar. Þá i»».n vélbáturinn Lundinn hafa fengið í dragnót sína tvær lausar flöskur, og kunnugt er um fleiri báta ,sem hafa orðið „varir“ en um afla þeirra er ekki vitað Varla þarf ag fara í grafgötur um það, hvernig afli þessi var nýttur, en eitt er víst, að veiði- svæðið var þegar skýrt Gordon- banki. Ekki er að vita, hvort Ægir karl inn gerir vinum sínum svo glaðan dag oft á ári eða hefur slík veizlu- fön« á borðum daglega. Þetta mun vera algert einsdæmi. Þetta próf hefur aldrei verið tal- inn neinn farartálmi á hinni erf- iðu braut læknanemanna. Yfirleitt hafa ekki fallið nema tveir eða þrír á þessu prófi á hverju vori. Þeim, sem falla, veldur þetta miklum óþægindum, þar sem sam kvæmt nýju reglugerðinni er $kki unnt að taka prófið upp aftur fyrr en eftir ár, og missa þeir þar af' leiðandi af miklum tíma til lestr- ar undir fyrsta hluta prófið, sem þeir verða að taka í síðasta lagi þremur og hálfu ári eftir byrjun námsins. Yfirleitt hefur það próf reynzt hin versta fallgryfja, þótt ekki þurfi að hugsa um önnur próf á sama tíma, eins og fallmenn í efnafræðiprófinu verða að gera. Hin nýja reglugerð læknadeild- arinnar hefur á ýmsan hátt þyngt þetta próf. Því hefur verið breytt í skriflegt próf, lágmarkseinkunn hefur verið hækkuð úr fimm í sjö, og nú er ekki hægt að endurtaka prófið fyrr en að ári. Prófið í vor mun einnig hafa verið með allt öðru sniði en áður var venja og um leið þyngra, en hvort tveggja hefur komið mörg- um prófmönnum alveg á óvart. Úr þrotahúi viðreisnarínnar Nýjum álögum til ríkissjóðs j var mokað á þjóðina í byrjun > ; „viðreisnarinnar“ 1960. Þær) áttu að gefa a.m.k. 450 millj. króna tekjuauka fyrir ríkis-} sjóð, miðað við fyrirhugaðan í samdrátt. Þessar álögur áttuí ; einnig, að dómi stjórnarinnar, í ; að tryggja stórfelldan greiðslu í afgang 1960, sem átti svo aðí „frysta“ í þágu samdráttarins. i Bráðabirgðauppgjör fyrir ( 1960 fæst ekki fram, gagnstætt j ! venju. Talið er að greiðsluaf- j 1 gangur hafi lítill orðið, þrátt j | fyrir hinar gífurlegu nýju á- j ; lögur. j Hallað mun þó hafa ennj meira undan fæti fyrir ríkis- j sjóð á þessu ári, þótt brotinj væni fyrirheitin um ag fellaj niður innflutningssöluskattinn j (180 milljónir). Svo ömurleg-j ; ar eru afleiðingar samdráttar- j ’ ins. j Er lítil von um að þetta réttij ; sig, ef ríkisstjórnin heldur fastj við kreppustefnuna. Sumirl ; telja, að þarna sé að leita ráðn j jingar á gengislækkunartali fjár-j málaráðherra, og því ofboði, j ! sem hefur gripið hann. Hún j ! eigi að rétta ríkissjóðsbúskap- j I inn í bili! j Á hinn bóginn myndi vandij ríkissjóðs lagast skjótt og vel j ! með auknum viðskiptum og j ! þar með stórauknum ríkistekj-j I um — ef ríkisstjórnin lækkaði j ! vextina, linaði lánsfjárhöftin j ! og greiddi á annan hátt fyrir j : atvinnuvegunum, svo að hin j nýja kaupgeta kæmi almenn-j : ingi að fullum notum. j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.