Tíminn - 19.07.1961, Blaðsíða 11

Tíminn - 19.07.1961, Blaðsíða 11
11 |l, f MIN N, ímoviKuaaginn 19. júlí 1961. ■V.V.V.’.V Hvað segið þið um svolitla sól- skinstertu, af því að sumarið er heldur dumbungslegt? Hér er upp skriftin: 3 egg, 3 dl. sykur, 1% dl. smjör eða smjörlíki, 3 dl. mjólk, 1 tesk. gerduft. f skreytingu: 1 dl. appelsinu- marmelaði, 2 dl. rjómi, % dós ferskjur, % dós ananas, 50 gr. rif- ið’ súkkulaði. Egg og sykur þeytt saman bræddu smjöri hrært út í. Hveiti og gerduft blandað saman og sáldr að saman við. Deigið látið í smurt,' aflangt mót og bakað í 30—40 min. i við fremur vægan hita. Þegar kak- er orðin köld, er appelsínu-, marmelaði smurt ofan á hana, síð'- an þeyttur rjómi, ferskjur, ananas og súkkulaði, eins og sýnt er á myndinni. Þurrkgrind, sem hafa má úti á svölum eða í baðherbergi. Hand- lagnir menn geta auðveldlega smíðað svona grind, aðeins verður að gæta þess, að vel sé gengið frá festingunni á fótunum, svo að ekki sé hætta á að allt hrynji sam an, þegar búið er að hengja á snúrurnar. Svona grind er hægt að leggja saman, svo að lítið fari fyr- ir henni, þegar hún er ekki í notk- un. Mörgum, sem eru með barna- þvott, myndi þykja hagræði að þessurn grip. Sólskins- tertan Agnar Ingólfsson frá Reykjavík lauk prófl i dýrafræSi við háskólann í Aberdeen nýlega. Prófritgeróir hans fjölluSu um örninn og teistuna, en rannsóknirnar voru aS mestu gerðar hér heima. Agnar lætur vel af Skotum. — Þegar prófessor O'Dell (sem komið hefur til íslands) fréttl aS íslendingur væri kom. inn í dýrafræðideild Háskólans, lét hann leita hann uppi og bauð til miðdegisverðar — og ekkl bara einu sinni. — Agnar hefur snæft miðdegisvcrð hjá O'Dell hjónunum á hverjum miðvikudegi síðan, all- an námstímann, fjögur árl Við profborð í Aberdeen 6. júlí s. 1. luku um 120 ungir vísindamenn prófi við háskól- ann í Aberdeen, þ. á m. einn íslendingur. Við háskólanám á Bretlandseyjum haldast enn ýmsar fornar siðvenjur, eins og fram kemur í bréfi íslenzkrar stúlku, sem var viðstödd fyrr- nefnda athöfn: „Um morgun- inn var messa í kapellu háskól- ans fyrir „graduantana", þ. e. þá, sem útskrifuðust. Guðsþjón ustan var mjög hátíðleg. Kl. 3% hófst svo athöfnin í hátíða- sal háskólans, sem er mjög fallegur, líkastur kirkju, með útskornum viði, háum hvelf- ingum og allur blómum skreytt- ur. Allir voru og með blóm í hnappagatinu. Leikin voru verk eftir Bach meðan fólkið gekk inn og kom sér fyrir í sætum. Síðan gengu prófessorarnir inn í halarófu, allir í marglitum skikkjum og báru háskólahatt- ana á höfði. Sumir voru með mjög skrautlega stafi, sem þeir báru eins og heilagan grip. Á eftir komu „gradúantarnir" í svörtum skikkjum og með krag- ann og hattinn í hendinni. Síð- an var spilafj „Gaudeamus igitur" og allir risu úr sætum sínum. Voru síðan „gradúant- arnir kallaðir upp — einn eftir einn — til formanns, sem sat í hásæti með húfu í hendinni, sem hann sló í kollinn á þeim á meðan hann sagði með hátíð- legum orðum á latínu, að nú væru þeir orðnir „Bachelor of Science“ Svo gengu þeir til annars manns, sem setti á þá kragann og siðan settu þeir hattinn á sig sjálfir (en hann er sérkennilegur mjög — sjá mynd). Nú var klappað fyrir hinum fullkrýndu, ungu vís- indamönnum, sem gengu til sætis síns og hlustuðu á ræðu eins prófessorsins. Kvað hann þá verða að nema margt utan sinnar sérgreinar, til þess að geta kallast fullmenntaðir og f.ærir til starfa í opinberu lífi. Raunvísindamenn yrðu og' að kynnast „humanisma" Flestir ráðamenn og embættismenn okkar og stjórnmálamenn, sagði prófessorinn, hafa á hinn bóg- inn aðeins fengið húmanistiska menntun, eða þá nær enga. Og fæstir vita þeir nokkuð að gagni i raunvísindum, því mið- ur og er að því hinn mesti bagi fyrir þjóðina alla. — Eftir að leikinn hafði verið þjóðsöngur- inn lauk athöfninni. Við íslend- ingarnir o. fl. fórum á kín- verskt veitingahús, fengum fín- asta mat, drukkum bjór og sungum íslenzka ættjarðar- söngva. Kvöldið eftir var svo „the reception", heilmikið stúd- entaball, mjög virðulegt, kon- urnar í síðkjólum, karlmennirn- ir í skikkjum. Svo fengum við stúlkurnar miða, þar sem dans- arnir voru prentaðir á og síðan komu mennirnir og pöntuðu dans hjá pranni. Sem sagt alveg eins og f kvikmyndum! Borð- aður var fínn matur alveg ó- keypis. Lokið kl. 11% og fóru þá margir á annan dansstað úti á ströndinni. Tekin kynstur af myndum allan tímann.“ .■.".■.v.v.v.v.w.v.w.v.v.v.v.v.v.v.v.vw.w.v.w.v.v.w.v.v.v.v.v.v.v.v.v.* Mikið mannfall Á hverjum degi allt árið ferst þúsund manns í umferðarslysum víðs vegar um heim. í Bandaríkj- unum er talið, að á hvern kíló- meti'a kosti umferðarslysin um 60 þúsund ísl. króna og um sex þúsund á hvern skrásettan bíl. í Norðurálfunni farast 70 þúsund ár hvert í umferðarslysum. Mjög mannikæðar styrjaldir þarf til að jafnast á við þetta mannfall í um- ferðinni, t. d. á hverjum 10 árum. Mest af slysunum er að ksnúa kæmleysi, hraðaæði, glannaskap og ölvun. Öll slysin, sem verða af völdum áfengisneyzlu, eru að kenna þeim, sem dálkar Velvak- anda í Morgunblaðinu kalla þrosk aða og mannaða „hófdrykkju- menn“. Það er einmitt þessi mann tegund, sem viðheldur áfengisvið- skiptunum og öllu því böli, sem þeim fylgir, því að væri ekki um aðra að ræða en ofdrykkjumenn, væri lítið eða ekkert um umferð- arslys af völdum áfengisneyzlu, og l^á væri áfengi alls ekki selt held- ur, ef allir yrðu ofdrykkjumenn, sem neyta áfengis. Það eru hinir marglofuðu „hófdrykkjumenn", sem viðhalda drykkjusiðunum, kenna ungmennum að drekka, af- veg.lsiða aðra og eru ábyrgðar- lausir gagnvart böli náungans, sem verður áfenginu að bráð. Það er einmitt þessi manntegund, sem stendur í veginum fyrir hinni nauðsynlegu siðbót og útrýmingu áfengisbölsins. Pétur Sigurðsson. SNOGH0J ■ ll 0 ■ 1 I B I 1 ■ aröiai FOLKEHBJSKOLE pr. Fredericio DANMARK Almennur lýðháskóli í mál- um og öðrum venjulegum námsgreinum. Kennarar og nemenöur frá öllum Norð- urlöndunum. Paul Engberg. 'N.*,X.*^.*‘X.«*V.*-V.**V.--V.»'V.»*V.»*V.»*V.«*X.-,X.*

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.