Tíminn - 27.07.1961, Qupperneq 11
TÍMINN, fimmtudaginn 27. júli 1961.
Ég skemmti mér
STÓRKOSTLEGA
11
T AUGARDAGSKVÖLD. Ég geng hægum skrefum inni
dauflýstan salinn. Þau eru byrjuð öll að drekka og dansa,
einbeitt og harðfrosin á svipinn.
Ég læt fallast í hægindastól og legg hversdagsleikann og
leiðindin til hliðar við stólinn, einsog töskuna mína. Lifið er
leiðinlegt, en í kvöld ætla ég að lifa Lifa. Undarlegar
myndir svífa mér fyrir hugskotssjónum. Þar er tortímingin
með vindling hangandi í munnvikinu, tortímingin drekkur
viskí úr stóru glasi, tortímingin í svörtum nærklæðum að
færa sig úr sokkunum; nú hnykkir hún höfðinu aftur á herðar
og sperrir brjóstkassann og hlær stórum, rauðmáluðum vör-
unum, og svo réttir hún fram varirnar. .. . Já, þetta er lífið.
Ég fæ mér vindling, ákveðin, hvítan og mjög langan, kveiki
í og nem snerpubragð fyrsta sogsins. Ég loka augunum og
dreg reykinn að mér djúpt einsog hann eigi að komast niðurí
tærnar. Þjónninn byrjar að hringsnúast og allur salurinn
hverfur í ljósa móðu. Fölvinn kemur fram í andlitið og hæg-
indastóllinn tekur vel við mér. Nú skal ég drekka. Nei, ekki
viskí, mér dugar vermútt í ölglas. Ég tek um það báðum hönd-
um og drekk mikið, svo fylli ég það aftur. Það er væmið bragð
af því, en eitthvað verður að dreklka.
Nú dansa ég, nú hr'ingsnýst ég, allt hringsnýst. Ég er víst
full, segi ég. Svo hlæ ég. Við dönsum þétt saman og líkamar
okkar fylgjast að. Við kyssumst meðan trompettinn snöktir.
Trompettar snökta alltaf.
1/"IÐ förum út til að kyssast, við kyssumst mikið, og síðast
' kyssumst við einsog annað hvort okkar ætti strax að
deyja og hitt aldrei að kyssa nokkra mannveru allt sitt líf.
Það er alveg dimmt í kringum okkur og mjög sársaukafullt
og dásamlegt.
Við komum inn í salinn og brosum flírulega, og einhver
segir við mig: — Nú, þú ert víst alveg komin í hann, ha?
Ég þarf að skreppa út, og þegar ég kem aftur er hann með
tennurnar í öxlunum á annarri, og ég flýti mér aftur fram
og hugsa á meðan hvort axlirnar á mér séu ekkl nógu góðar
og strýk þær af meðaumkun að hann skyldi móðga á mér axl-
irnar. 1
En hjálpin er nær og hendur grípa mig í myrkrinu. Ég dansa
aftur og kyssi andlit og hendur, sem láta vel að mér. Ég veit
ekki hvaða andlit og hendur, en það má einu gilda, það er
alveg eins hver sem það er, og ég er óhamingjusöm og allir
eru vondir og tilfinningalausir að hrærast í fúlum pytti, allir,
og ég vil fara heim.
Úti i garðinum hafa runnar vaxið í nóttinni undarlegir með
samanfléttaðar greinar, stofnar, sem hallast saman og stynja
og muídra. En um morguninn aðskilja runnarnir þessar grein-
ar og hverfa úr garðinum og breytast í mannverur, sem læðast
upp stiga með skóna sína í höndunum.
Ég, hin tortimda, reika heim í úthöerfið með svarta bauga
kringum augun og háhælaða skóna í hendinni. Bragðið uppí
mér minnir á veitingahús um lokunartímann. Ég borða epli,
kalt og þvalt af dögg. Svo smíða ég bros á andlitið og hleyp
heim. Við morgunverðarborðið segist ég hafa skemmt mér
stórkiostlega.
(Úr Weekend).
ÚTBOD
Tilboð óskast í gerð gangstéttar við Miklubraut.
Útboðslýsingar og teikninga má vitja í skrifstofu
vora, Tjarnargötu J2, III. hæð cfosn 200 kr. skila-
tryggingu.
Önnumst viðgerðir
og sprautun á reiðhjólum,
hjálparmótorhjólum, barna-
vögnum o. fl.
Uppgerð reiðhjól og barna-
vagnar til sölu.
Reiðhjólaverkstæðið
Leiknir
Innkaupastofnun Reykjavíkurbæjar.
Melgerði 29, Sogamýri.
Sími 35512.
Á LAUGARDALSVELLINUM
keppa í kvöld kl. 8.30
LYNGBY - Vi
SÍÐASTI LEIKUR — ENGIR BOÐSMIÐAR
Danski dómarinn Richard Sörensen dæmir.
VALUR.
■•V»V»X«V*V»V' V* V.* V.* X. • V- V.- V V* V.* X* V’ V* V- V X. • X • v