Tíminn - 16.08.1961, Síða 3

Tíminn - 16.08.1961, Síða 3
IN hi, miðvikudaginn 16. ágúst 1961. Alvarlegasta brot á samningum síðan 194$ NTB—Berlín 15. ágúst. — Hinir þrír vestrænu herstjór ar í Berlín mótmæltu í dag lokun austur-þýzkra stjórnar-! valda á landamærum her- námssvæSanna í Berlín og köll uðu aSgerSir Austur-ÞjóS-i verja alvarlegasta brotið á fjórveldasáttmálanum síðan í einangrunarumsátrinu 1948. Austurjþýzka stjórnin hótaði í dag að stöðva borgaralega vöru- flutninga til Vestur-Berlínar, ef| vestur-þýzka stjórnin rifti verzl- unarsamningi sínum við Austur- Þj.óðverja. Stjórn þeirra tilkynnti jafnframt, að hún myndi komast af án verzlunarviðskipta við Vest- ur-Þýzkaland. f V-Þýzkalandi hafa þær raddir verið háværar, sem krefjast þess, að sett verði við- skiptabann á Austur-Þjóðverja. Vöruflutaingar frá Vestur-Þýzka- landí til Vestur-Beriínar fara fram samkvæmt samningum Austur- og Vestur-Þýzkalands og koma því f jórveldasamningnum ekki beinlín is .við. f bréfi til sovézka herstjórans, Andrej 'Solovjeff, segja vestrænu herstjóramir, að austur-þýzku yf-( irvöldin hafi gert ólöglegar ráð- stafanir, sem hindri frelsi manna i tií" ferða milli hemámssvæðanna. f bréfinu segir enn fremur, að mót j mæli þessi séu borin fram fyrirj hönd ríkisstjórna landanna j þriggja. Því var haldið fram, að austur-þýzku yfirvöldin hafi aug- ijóslega gert ráðstafanir sínar eft ir að ibúamir á svæði þeirra flýðu í stórhópum til vesturhlutans, vegna þess að þeir hafi orðið kvíðafullir vegna hótana leiðtoga kommúnista í sambandi við Ber- línarmálið upp á síðkastið. „Við hljótum að mótmæla þeim aðgerð um, sem gerðar eru, og teljum yður bera ábyrgð á, að gildandi ákvæðum verði fylgt þegar í stað“, segir í bréfinu. anna, og þeir hafa fengið mikl-| um hluta launa sinna skipt í vest ur-þýzkan gjaldmiðil. Bonnstjórnin hafði ráðuneytis fund í dag til þess að ræða liugs- j anlegar gagnráðstafanir og mun halda annan fund á morgun. j Talsmaður hennar vildi ekki segja nánar til um, hvaða ráðstaf anir stjórnin hefði í huga. Hannj sagði aðeins, að náin samráð yrðu höfð við vesturveldin. ALLT MEÐ SPEKT | Austur-Þjóverjar hafa nú gefið mæravörð'um sínum heimild til að beita skotvopnum, ef til alvar-' legra atbuhða dragi. Brandenburg-1 hliðið var enn lokað með gadda- vír og lokum, en herbúnaður við j mörkin er nú áberandi minni en daginn áður. Skriðdrekar og bryn vagnar eru mun færri en áður. Allt hefur verið með friði og spekt við landamærin í dag. Flugu fregnir voru um, að landamærun- um yrði fullkomlega lokað í dag, en fyrir þeim var ekki fótur, og er haft eftir Rússum í Berlín, að landamærunum verði ekki lokað, ef áreitni verði engin af hálfu vestanbúa. Talsmaður austur- þýzka innanríkisráðuneytisins kvað ómögulegt að segja, hvenær Brandenburg-hliðið yrð'i aftur opn að, því væri aðeins lokað til bráða (Framhald a ld sidu* í kjölfar mótmæla herstjór- anna í Berlín er gert ráð fyrir, að formleg mótmæli ríkis- stjórna vesturveldanna verði af hent af sendiherrum þeirra í rússneska utanríkisráðuneytinu í Moskvu síðar í þessari viku. Þessum mótmælum mun svo enn verða fylgt eftir með svar orðsendingum vesturveldanna við erindi Ráð'stjórnarinnar um Berlínarmálið fyrir skömmu. Gera menn ráð fyrir, að svör þessi verði afhent eftir helg- ina. Nehru í spilið NTB—London, 15. ágúst. — Það er haft eftir allgóðum heimildum í London, að Nehru forsætisráðherra muni ef til vill gegna veigamiklu i hlutverki við að reyna að minnka spennuna út af Berlín. i i Nehru kemur til Moskvu 7. sept. Hafa utanrikisráðherrar vestur- | veldanna rætt um þetta. Bent er i á, að á miðvikudag muni Nehru , ræða við dr. Mandel, aðstoðarutan- I ríkisráðherra Austur-Þýzkalands. Þar að auki fékk hann í morgun einkabréf frá Krustjoff forsætis- ráðherra um Berlínarmálið. Kosið í Israel NTB — TEL AVIV, 15. ágúst. í dag var kosi fimmta þing ísra- ,els síðan landið fékk sjálfstæði 1948. Kosið er um öll 120 sætin á þingi landsins. Gert er ráð fyrir sigri flokks Ben Gurions, MAPAI, sem er stærstur 14 flokka, sem bjóða fram við kosningarnar. Hann hefur unnið á við tvennar síðustu kosningar. Reknetaveið- ar reyndar AKRANESI, 14. ágúst. Báturinn Svanur, einn af bátum Haraldar Böðvarssonar gerði í gær i tilraun með reknet, en fékk aðeins eina tunnu. Hann ætlar samt að reyna aftur. Sjómönnum lízt held- ur illa á, að mikla síld sé að fá núna, en það er venjulega ekki fyrr en í október, að reknetjaveið- ar hefjast. G.B. Austur-þýzkir lögregiumenn leggja gaddavír á Potsdamer-torgi, þar sem áður var eitt af hliðunum milli Austur-1 og Vestur-Berlínar. Setur NATO ferðabann á Austur-Þjóðverja Þingið í Vestur-Berlín sendi í dag bréf til vestrænu herstjórn- anna þriggja, þar sem minnzt er á víssar gagnráðstafanir við lok un hernámsmarkanna. Lagt er til, að nefnd með þátttöku fulltrúa þingsins og herstjóranna skuli taka til endurskoðunar þau ákvæði sem leggja stjórn járnbrauta borg arinnar í hendur austur-þýzkra stjórnarvalda, einnig í vesturhlut- anum. Þingið sagði einnig í bréf- inu, að eftir þess skilningi ætti það sér ekki lengur neinn laga- legan grundvöll að skipta austur- þýzkum gjaldmiðli, sem Vestur- Berlínarbúar hefðu unnið sér inn í austurhlutanum. Um 13 þúsund ir þeirra hafa atvinnu austan mark NTB—París 15. ágúst. — Fastaráð Atlantshafsbanda- lagsins mun að líkindum taka til meðferðar, hvort banna skuli austur-þýzkum borgur- um ferðalög til eða um með- limalönd bandalagsins, sögðu allgóðar heimildir í París í dag. Næsti fundur ráðsins verður á miðvíkudag. Fasta- fúlltrúar bandalagsins í París höfðu lokaðan fund á mánu- daginn, sem kallaður var sam- an í miklum flýti, og á þess- um fundi var rætt um hugs- anlegar gagnráðstafanir eftir lokun markanna í Berlín. í París er sagt, að ráðið muni ekki hafasl neitt að, fyrr en Banda ríkin, Bretland og Frakkland hafi lagt fram formlegar tillögur um 1 gagnráðstafanir. Ferðabann á A.- ' Þjóðverja myndi koma niður á opinberum fulltrúum, svo sem verzlunar- og menningarsendi- nefndir, einnig íþróttamenn, en ekki yrði það látið ná til flótta- manna, sem flýja af pólitískum orsökum. Talið er, að slíkt ferða- bann yrði samþykkt af ríkisstjórn- um Nato-ríkjanna. 1 Couve de Murville, utanríkisráð- herra Frakka, sagði í dag, að að- gerðir kommúnista í Berlín væru augljóst 'brot á samningi fjórveld- anna, og yrðu vesturveldin að taka á málinu með hinni mestu alvöru. Hann kvaðst ekki efast hið minnsta um, að vesturveldin stæðu algerlega saman um sjónarmið sín varðandi Berlínarvandann, | enda þótt talað væri um greinir með þeim um einstök atriði. Pravda, málgagn sovézka komm únistaflokksins, sagði í dag í frétt um frá Berlín, að íbúar Vestur- Beriínar hefðu tekið aðgerðum Austur-Þjóðverja með ró og still- ingu. í annarri frásögn segir blað- ið, að aðgerðirnar hafi leitt af sér nýtt styrjaldarmóðursýkiskast í þeim herbúðum, sem ekki vilji gera friðarsamninga við Þýzka- land. Sagði Pravda, að verið væri að gera Vestur-Þýzkaland að mikil vægasta stökkpalli árásarstefnu At lantshafsbandalagsins. Moskvuút- varpið hélt því fram, að stríðs- móðursýkin stafaði af því, að A,- Þjóðverjar hefðu lokað smugu fyrir óvir.um friðarins. Langvinn kreppa Willy Brandt sagði í viðtali við fréttamann AFP, að lokun mark- anna hefði ekki óhjákvæmilega leitt af sér eldfimt ástand. Hann ^var þó ekki frá því, að þetta kynni að versna vegna vaxandi óánægju með kommúnistastjórnina í Aust- Pósthús á hátíðinni í tilefni Reykjavíkurhátlðarinn- ar verður höfð opin póststofa í Melaskólakringlunni. Póst- og símamálastjórnin mun gefa út sérstakt frímerki í tilefni hátíðarinnar, og verður það til sölu þarna og sömuleiðis merki sýningarinnar. Sérstakur stimpill verður notaður á póststofu sýning- arinnar. ur-Þýzkalandi. Það væri fullljóst, að lokun markanna væri fyrsti liður í þeirri áætlun kommúnist- anna að gera Berlín að svokall- aðri frjálsri borg. Kreppa sú, sem nú væri risin, myndi halda vest- urveldunum önnum köfnum mán- uðum saman. Enda þótt segja mætti, að kyirð ríkti í Vestur-Ber- lín, þýddi það ekki, að íbúarnir létu sér fátt um, hvað gerðist. Brandt sagðist bera fullt traust til bandamannanna í vestri. Hvað, ,'Framh a bls. 15.)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.