Tíminn - 16.08.1961, Síða 6
e
TÍMINN,,miavikudaginn 16. ágúst 1961.
MINNING:
Ástríður Oddsdóttir
F. 12.11. 1888 — D. 13.7. 1961
Hinn 13. júlí síðastliðinn andað-
ist hér 1 bæ, Ástríður Oddsdóttir,
Hringbraut 88 í Reykjavík, eigin-
kona Þorsteins Guðlaugssonar sjó-
manns.
Frú Ástríður Oddsdóttir var
fædd í Reykjavík, þann 12. nóv-
ember árið 1888 og var því sjötíu
og þriggja ára, ef hén lézt eftir
erfiða sjúkdómslegu . Hún var af
góðu, íslenzkai bergi brotin, dóttir
hjónanna Guðrúnar Árnadóttur og
Odds Jónssonar í Brautarholti á
Bráðræðisholti í Reykjavík. Guð-
rún móðir Ástríðar var frá Guðna-
bæ í Selvogi, f. 31. ágúst 1859, d.
31. október, 1939. Foreldrar Guð-
rúnar voru Steinunn Þorkelsdótt-
ir.( f. 26. des. 1828) bónda á Hellu
og Selparti í Flóa, Valdasyni á
Hellum Mai'kússonar á Haugi og
Ámi, bóndi í Guðnabæ I Selvogi
Guðnason, er byggði Guðnabæ,
Guðmundssonar (Bergsætt). Odd-
ur Jónsson, faðir Ástríðar, var
fæddur 1886 og var skaftfellskrar
ættar. Hann drukknaði í fiskiróðri
í Faxaflóa árið 1902. Þá var yngsta
bam þeirra hjóna aðeins tveggja
ára. En alls voru börn þeirra 8.
Eitt lézt í æsku, og eru nú 6 á
lífi.
Ástríður ólst up á heimili for-
eldra sinna í Brautarholti, í systi-
kinahópi, og í Vesturbænum bjó
hún alla tíð síðan.
Þann 2. febrúar árið 1908 giftist
hún eftirlifandi manni sínum Þor-
steini Guðlaugssyni, sjómanni Þor-
steinssonar í Reykjavík, en Þor-
steinn er ættaður úr Ytra-Hreppi
í Ámessýslu.
Þorsteinn og Ástríður eignuðust
10 börn, en átta era á lífi, þau
eru: Guðlaugur, stýrimaður í
Reykjavík, Víglundur (dó ung-
barn), Þorsteinn, fisksali í Reykja-
vík, Haraldur, trésmíðameistari,
Rvk, Bryndis, hjúkrunarkona, bú-
sett í New York, Guðrún frú í
Rvk, Margrét (dó ung), Margrét
húsmóðir í Bandaríkjunum, og
Ásta Ingibjörg og Steinunn, sem
einnig eru giftar í Reykjavík.
Em afkomendur þeirra Þorsteins
og Ástríðar orðnir fjölmargir og
hið myndarlegasta fólk.
Ástríður var Reykvíkingur í húð
og hár. í Vesturbænum átti hún
heima alla tíð, fyrst á æskuheim-
ili sinu í Brautarholti, síðan lengst
af á Hringbraut 88, sem aðeins er
steinsnar frá Brautarholti. Hennar
kynslóð hefur lifað umbrotatíma,
séð ísland vaxa úr fátækt og
ánauð í sjálfstætt ríki, úr dönsk-
um verzlunarbæ í nútíma borg,
með þrótt miklu íslenzka atvinnu-
lífi og stórhug.
Innan veggja heimilisins var
hennar starf. Bóndinn á sjó, hún
með barnahópinn sinn í landi.
Hljóðlátt starf sjómannskonunnar
verður aldrei ofmetið í þessu
í landi, og Ástríður hafði vissulega
J þá kosti, er hverri sjómanns-
S konu eru og og vom nauð-
| synlegir. Stilling, ráðdeild og
’ stjómsemi. Reglusemi og umhirða
á heimili hennar var með fádaqm-
um góð, og börn hennar hlutu gott
uppeldi. Þorsteinn stundaði sjóinn
í nær 35 ár af búskap þeirra, eða
allt til ársins 1942, en heilsan fór
að gefa sig. Þau hjón voru óvenju
samhent og yfir heiimili þei.l'a
og lífi öllu var óvenjuleg birta. Ég
minnist, að Þorsteinn sagði mér
eitt sinn, á þessa leið, þegar sjó-
sókn bar á góma og áhrif þess á
heimilislífið. Ég var alltaf heima
þegar ég átti þess kost og hún
alltaf. í þessum orðum felst ef til
vill lykillinn að hamingju þeirra.
Já, Ástríður helgaði sig heimili
sínu fyrst og fremst. Þar var henn
ar starfssvið. Hún tók ekki þátt í
félagsmálum, en í Slysavarnafélag-
inu var hún alla tíð og unni þeim
félagsskap mikið og reyndar þau
| hjón bæði.
Eftir að börnin uxu úr grasi og
stofnuðu sín eigin heimili, héldust
böndin milli foreldra og barna og
tengdabarna.
Jafnvel þó að tvær dætur þeirra
settust að í annarri heimsálfu,
| slitnuðu böndin við föðurhúsin
1 ekki, og fyrir fáeinum árum buðu
þær foreldrum sínum í ferðalag til
Bandaríkijanna og höfðu þau af
mikla gleði og ánægju. Sama var
að segja um börn þeirra hér
heima, þau héldu einnig tryggð
við foreldra sína, svo að orð er á
gerandi.
Ég vil að lokum votta eftirlif-
andi eiginmanni Ástríðar og börn-
um hluttekningu.
Jónas Guðmundsson.
Drengjajakkaföt, frá 6—
14 ára.
Stakir drengjajakkar
Stakar drengjabuxur
Buxnaefni (ull) kr. 185 m
Drengjapeysur
Drengjaskyrtur
Drengjasokkar
Enska Patton ullargarnið
í 5 grófleikum. Litaúrval.
Nælonsokkar, gamalt verð.
Æðardúnssængur
Vöggusængur (æðardúnn)
Danskur hálfdúnn
Sendum gegn póstkröfu.
Vesturg. 12 Sími 13570
JarSarför móður okkar,
Ingibjargar ísaksdóttur
fer fram föstudaginn 18. þessa mánaSar frá kirkju ÓháSa safnað-
Sveinn Sveinsson frá Fossi ræðir hér
m. a. um búskap, lækna og presta
í sveitum landsins:
Síðastliðnar vikur eða mánuði kom
hver greinin af annarri í Morgun-
blaðinu eftir ýmsa merka lækna
og þar á meðal dr. Sigurð Sig-
urðsson, l'andlækni. Allar hljóð-
uðu þessar greinar um lækna-
skipun og iæknaleysi I dreifbýli
sveitanna. Enda er þetta ekkert
hégómamál, heldur er það mjög
aðkallandi mál, sem þarf að
reyna að bæta úr sem allra fyrst.
Mér skildist á þessum greinum
læknanna, að það væri engu síð-
ur fólksfæðin i sumum læknis-
héruðum en Jaunamálin, sem þeir
settu fyrir sig að sækja um þau
héruð, sem fámennust eru og
aðstaðan verst með sjúkraskýli í
dreifbýlinu, þvl að á þeim stöð-
um hefðu þeir alltof l'itla æfingu
í sínu starfi. Enda er það eitt
með öðru, sem rekur búendur úr
dreifbýlinu í þéttbýlið eru erfið-
leikar með læknishjálp. Ég þyk-
ist vita, að dr. Sigurður Sigurðs-
son landiæknir haldi þessu máli
vakandi og geri í því við ríkis-
stjórn og Alþingi, að eitthvað
raunhæft sé gert í þessu vanda-
máli. Mér finnst það tiiheyra
embætti hans að vera með í þeim
úrræðum og þótt lakari maður
væri en dr. Sigurður Sigurðsson,
sem er þjóðkunnur maður fyrir
læknisstörf sín, sem hann leysti
svo vel af hendi, með viti og
dugnaði, þjóðinni til heilla og
bl'essunar.
Ég hef áður skrifað í blöðin um
embættismenn í sveitum landsins
og bent á, að ekki borgaði sig fyr
ir unga embættismenn í sveit að
búa við skepnur eða fénað og
hirða um það, þvi að nú á tímum
er ekki að tala um vinnufólk og
útlit fyrir að svo verði í fram-
tíðinni, enda alltof dýrt. Það er
allt annað með gróna eidri emb-
ættismenn, þótt þeir geti búið
sæmilega vel, eða bændaefni,
sem eiga fénað og fá nýbýla-
styrki og hagkvæm lán og geta
unni,ð algerlega að þessu sjálfir
við búskapinn. En það er önnur
saga, að flestir emþættismenn í
sveitunum hafa alltof litið að
starfa við sitt eigið embætti og
það þarf að bæta þeim það upp
á annan hátt en við búskap. Það
þarf að stækka umdæmi þeirra
og hækka l'aun þeirra. Á þessum
ttmum mælir allt með þvi og l>að
er skylda ráðamanna þjóðarinnar
að fylgja tímanum. Annað er aft-
urför, eins og flestir vita. Hvort
sem það er ríkið, félagsskapur
eöa einstaklingar, sem ekki nota
sér tæknina til framfara og þæg-
inda, hljóta þeir að dragast aftur
úr hinum, sem nota sér það. Svo
ég viki nú máli mínu aftur beint
tii læknanna, ætla ég að koma
með eitt dæmi. Fyrir nokkrum
árum var ég samnátta ungum
læknishjónum, sem voru að flytja
í sveitalæknishérað. Gaf ég mig
á tal við þau, svona til að stytta
kvöldið. M. a. benti ég þessum
ungu hjónum á af minni þekk-
ingu og reynslu, að/þau skyldu
ekki búa við skepnur, heldur
kaupa það, sem þfau þyrftu af
landbúnaðarvörum, mjólk og ann-
að af nábúum sínum eða bænd-
um, því að það mundi margborga
sig. En læknirinn var nú ekki
aldeilis á sama máli og ég og
sagði sem svo: — Það má þó ekki
minna en að maður hafi svona
tvær kýr. En svo frétti ég síðar,
að það voru einmitt þessar tvær
kýr, sem gerðu þessum hjónum
mestan baga og erfiðleika á ýms-
an hátt, svo sem að geta farið
bæði að heiman yfir heila nótt,
og yfirleitt að hugsa um þær og
annast, enda sízt ódýrar í rekstri
en kaupa mjólkina — öðru nær.
Læknarnir þurfa eiginlega alltaf
að flýta sér. Þeir mega því ekki
binda sig við annað starf en sitt
eigið. Það þarf því að hlynna vel
að þeim með góða aðbúð og pen-
ingaráð. Þó má ekki byggja of
stórt fyrir embættismenn í sveit-*
um landsins. Það getur verið of
dýrt í rekstri með uphitun og
hreingerningar o. s. frv.
En það má segja með búskap-
inn, að það sé þó nokkuð annað
með presta, sem þjóna í sveita-
prestaköilum, að þeirra, starf sé
öðru vísi en lækna, því að þeir
eru ekki eins bundnir við sitt
starf. Óg ef þeir vilja braska við
búskap, þá geta þeir undir viss-
um kringumstæðum, ef þeir
þurfa þess, haft prestverkin í
hjáverkum við búskapinn. Og
með messuföll gerir ekki svo mik-
ið til, þvi að það fólk, sem vant
er aS sækja kirkjur, kann sem
faðirvorið mest af þvi, sem prest
arnir venjulega segja, kenna og
biðja um í bænum sínum af pré-
dikunarstólnum. Svo er enn ann-
að, að allt fólk, sem viil, getur
þá líka hlustað á útvarpsmessur.
En fyrir það fólk, sem ekki sækir
kirkjur á annað borð, þá vita
prestarnir manna bezt, að fyrir
það fólk er ekkert hægt að gera
í kirkjum sínum. Og ég segi fyr-;
ir mitt leyti, að ég er hrifnari
af því, sem prestamir skrifa
um kristindóminn í sínum helgi-
dagapistlum í dagblöðunum Tím-
anum og Morgunblaðinu en þeg-
ar þeir hinir sömu mætu menn
og fleiri prestar eru komnir í
prédikunarstólinn. Þá er eins og
þeir trúi á fleiri guði en guð al-!
máttugan. í þessu sambandi er
rétt að minnast á tón prestanna.
Ég er bara farinn að kunna svo
vel við, þegar séra Gunnar Árna-
son les, en tónar ekki blessunar-
orðin fyrir altari, og söngfólk
hans er prýðilega æft í að svara
honum, þótt hann lesi en tóni
ekki „þau heilögu orð“. Þó þekk-
ir maður presta, sem hafa betri
málróm til að iesa en séra Gunn-
ar, sem í raun geta ekki tónað,
en tóna þó. Það er min eindregna
skoðun, að þeir prestar. sem erf-
itt eiga með tónið, ættu að lesa
blessunarorðin eins og séra Gunn
ar Árnason gerir, hvort sem það
eru eldri prestar eða nýbakaðir
En það er skylt að geta þess, að
það er ánægjulegt og hressandi,
að hlusta á þá presta fyrir altari,
sem tóna reglulega vel. Svo eru
aðrir, sem tóna sæmilega vel og
enn aðrir, sem ættu að lesa orðin
en, ekki að tóna þau, þótt það
væri ekki nema fyrir fólkið, sem
hlustar á messur. — Sveinn
Sveinsson frá Fossi. .
arins, kl. 10.30 f. h.
Athöfninn verður útvarpað.
Margrét Jónsdóttir. Guðlín Jónsdóttlr.
Þökkum vinarhug og samúð við andlát og jarðarför eiginmanns
míns, föður og fósturföður okkar,
Kristjáns Valdimarssonar
símamanns.
Sigrún Arthursdóttir
Gunnhildur Kristjánsdóttir
Katrín Rögnvaldsdóttir
ÞAKKARÁVÖRP
Öllum þeim, sem glöddu mig á sjötugsafmæli
mínu í sumar með heimsóknum, gjöfum og skeyt-
um, eða á annan hátt gerðu mér daginn ógleym-
anlegan, sendi ég innilegasta þakklæti.
Árni Þorvaldsson,
Hólkoti, Reykjaströnd.
Kæru Saurbæingar, vinir og vandamenn, sem
heimsóttu mig að Ólafsdal á sjötugsafmæli mínu
27. júlí s. 1. og gerðu mér daginn ógleymanlegan,
þakka ég af alhug skeyti og stórgjafir.
Sömuleiðis þakka ég vinnufélögum mínum hjá
Bæjarútgerð Reykjavíkur skeyti og gjafir.
Guð blessi ykkur öll.
Guðjón Guðmundsson,
Brekkustíg 4, Reykjavík.
Hjartans þakkir mínar færi ég öllu því fólki,
skyldu og vandalausu, samferðamönnum mínum,
sem af hlýhug og fórnfýsi heiðruðu mig og glöddu
á svo margvíslegan hátt, á 75 ára afmælisdegi mín-
um 12. iúlí s. 1.
Mig bresta nógsamleg þakkarorð, en bið gjafara
lífs og ljóss, að glæða og efla líf og ljós þessa
fólks þegar því liggur mest á.
Gísli Þórðarson,
Ölkeldu.
I