Tíminn - 16.08.1961, Side 8

Tíminn - 16.08.1961, Side 8
f 8 Ferðamannastaðir í Póllandi TÍMINN, miðvikudaginn 16. ágúst 1961. Pólland liggur í miðri Evrópu. Ef dregnar eru línur milli nyrzta og syðsta punktar meginlands Evr ópu — milli Nordkynskaga í Norð ur-Noregi og Matapan á Pelops- skaga, og miUi Lissabon og Neðri- Tagíl í Mið Úral, þá skerast þær nálægt höfuðborg. Póllands, Var- sjá. Það land er ekki fjarlægt: — tugir flugfélaga annast ferðir til þess og frá því: bæði pólsk og brezk, sovézk og belgísk, tékknesk, hollenzk og austur-þýzk. Járnbraut arlínur tengja Pólland við 14 lönd í Evrópu, við París, Moskvu, Leip zig, Stokkhólm, Vín og Feneyjar. Um landið liggja þjóðvegir frá vestri til austurs, til þess fallnir að fara eftir þeim í ferðalög á bif reiðum. f Póliandi getur ferðamaðurinn kynnzt hinu margvíslegasta lands- lagi, bæði skógarþykknum og víð- áttumi'klum vötnum, sendinni sjávarströnd og háum, klettóttum fjöllum. Landið hefur varðveitt vandlega minnismerki um margra alda gamla menningu og listir. Það hefur orðið að þola hörmung artíma í sögu sinni, en hefur ætíð reist sig við á ný með lífsþrótti og krafti. Við skulum fara í stutta ferð um Pólland, og veitum þá athygli fyrst og fremst því, sem ferða- manninum þykir mest varið í að kynnast. : Frá Varsjá til Kraków Það hæfir að sjálfsögðu að byrja á Varsjá. Sú borg, eins óg hún er í dag, er í rauninni furðu- j legt fyrirbrigði í sögunni. í Var-| sjá eru nú rúmlega milljón íbúar og öll borgin iðar af lífi. Þar eru 1400 verksmiðjur, miðstöð vísinda og mer.ningar í landinu með 14 æðri skólum. Fyrir 16 árum var borgin öll einn haugur af rústurn og ösku, þar stóð hvergi steinn yfir steini. Þessi villimannlega eyðilegging borgarinnar var framkvæmd að skipun Hitlers. Af hálfri milljón íbúða voru aðeins tæplega 80 þús-j undir heilar í stríðslok, a’f 900' sögulegum byggingum voru eftir um 60. Fyrir stríð hafði Varsjá rúml. 1 milljón íbúa, árið 1945 voru þeir um 22 þúsund. Þessi ósigrandi borg tekur hugj manna fanginn. Ástæðan til þessj er t.d. hraðinn við uppbyggingu nýrra íbúðahverfa eða sú alúð, sem lögð hefur verið við að byggja upp gamlar byggingar frá tímum endurreisnarstefnu og barok — gamlar hallir og kirkjur og einn- ig gamla bæinn. í Varsjá getum við meðal annars' kynnzt stofnun, sem er að byggja rafeindaheila, við getum heimsótt listaháskól- ann, sem hefur útskrifað marga heimsfræga málara, myndhöggv- ara og svartlistarmenn. Frá Varsjá er örskammt til Zelazowa Wola, fæðingarstaðar Friðriks Chopin. Hvern sunnudag leika þar ft-ægir píanóleikarar verk meistarans. Ef við höldum áfram lengra frá borginni, þá kom um við í Puzcza Bialowieska, svæði, sem líkist frumskógi. Þar lifa elgsdýr og úruxar, og ekki er heldur erfitt að hitta þar fyrir gaupur og birni. Ef við ferðumst lengra til suð- urs,' komum við til borgarinnar Kraków, hinnar fornu höfuðborg ar, sem er sjálf minnismerki um hina söguríku fortíð sína og menn ingu pólsku þjóðarinnar, en nú er hún jafnframt mikilvæg iðnað arborg. f þessari tíu alda gömlu borg vekur kastali Pólverjakon- unga — Wawel — ekki hvað sízt áhuga ferðamanna. Þar eru grafir konunga og fremstu manna þjóð- arinnar. Nýlega voru heimtir aft ur til Póllands þjóðardýrgripir, sem fluttir voru úr landi í sein- ustu heimsstyrjöldinni, og hefur þeim nú verið komið fyrir í Waw- el. f Kraków hlýtur hver ferða- maður að kynna sér Maríukirkj- una, sem geymir stórverk mynd- höggvarans Wit Stwosz — altari útskorið úr tré. Ekki er heldur hægt að ganga fram hjá háskól- anum, sem er einn elzti í Evrópu, stofnaður 1364. Þar stundaði nám Nikulás Kópernikus. Skammt frá Kraków er Nova Huta, málmiðnaðarborg, sem hef ur verið byggð upp á árunum frá 1949 og telur nú um 100 þúsund íbúa. Fyrir skíðamenn, fjallamenn oig veiðimenn. Enn lengra til suðurs rísa fjöll- in stöðugt hærra og hærra, til- valdir staðir fýrir fjallamenn og skíðamenn, fyrir þá sem leita sér hvíldar eða lækningar. í hinum nægri fjöllum, t.d. Súdetafjöllum og Beskidfjöllum eru margir hvíldar- og heilsúLindarstaðir, eins og t.d. Kudova, Duszniki, Wisla, eða hinn frægasti þeirra allra, Krynica. f Pieninfjöllum rennur áin Dunajec, og er það ógleyman- legt hverjum ferðamanni að renna sér niður eftir ánni á fleka. Héruð við suð-austur landamæri Pólands eru óskaland reyndra ferðamanna. Þar er víðáttumikið fjallasvæði, vaxið þéttum skógi, villt náttúra og erfið atgöngu, þar sem þrífast hirtir, gemsur og úlf- ar. Frá nóvembermánuðí og til 10. febrúar gefst erlendum ferða- mönnum að taka þátt í villidýra- veiðum á þessu svæði. Hæsti fjallgarður í Póllandi, Tatrafjöll, býður skíðamenn vel- komna á vetrum, göngumenn og fjallklífendur á sumrum. Þar er höfffuðborg vetraríþrótta í Pó- llandi, Zakopane; í þeirri borg koma saman árið 1962 beztu skíða menn heimsins á heimsmeistara- keppninni í skíðahlaupi. I suð-vesturhluta Póllands er Slask eða Slesía. Þar eru hlið við (Framhald á 13. síðu). Eftir eitt „viðreisnarár" var þannig komið dýrtíðar málunum, að kjaraskerð- ingin hjá launafólki og bændum nam orðið 15— 20% miðað við október 1958. Engin treysti sér til að halda því fram, að fjöl- skylda gæti lifað mann- sæmandi lífi af verka- mannakaupi fyrir venju- legan vinnudag, þótt vinna væri hvern virkan dag árs- ins, og þá ekki heldur af tekjum þeim, sem bændum voru ætlaðar í verðlagi af- urðanna. Jafnvel ráöherrarnir treystust ekki til að halda slíku fram, en dómsmála- SIÐARI HLUTI ráðherrann benti á það eitt úrræði, þegar ríkis- stjórnin var mjög að- þrengd orðin út af þessu, að menn yrðu að lifa á eft- irvinnunni. Ráðherrann vildi ekki muna þá í svip- inn, að einn höfuðþáttur „viðreisnarinnar" var etn- mitt sá, að minnka fram- kvæmdir og draga úr eftir- vinnunni og koma síðan á hæfilegu atvinnuleysi. — Ekki benti ráðherrann held ur á, hvert bændur ættu að sækja greiðslu fyrir eftirvinnu. Þannig voru kjaramálin komin í algera sjálfheldu. Alþýðusamtökin biðu og gáfu óvenjulegt tóm tll að fram kæmu öll áhrif „við- reisnarinnar" í fyrstu um- ferð. Mánuð eftir mánuð var síðan reynt að fá ríkis- stjórnina til að gera ráð- stafanir til kjarabóta, sem komið gætu í staðinn fyrir kauphækkanir. En allt reyndist það starf gersam- lega unnið fyrir gýg. Ríkis stjórnin sat við sinn keip og vildi engu breyta — ekk ert koma til móts við al- þýðusamtökin í þessu stór- fellda vandamáli. Þá skullu verkföllin á, einhver þau víðtækustu, sem hér hefur verið háð, og er óhætt að fullyrða að af- staða fólks í verkalýðsfélög unum til þeirra fór ekki eftir pólitík. Ríkisstjórnin hafði hald- ið því fram, að ekkert væri hægt að koma til móts við almenning. Nú, þegar verk föllin voru skollin á, var aftur á móti blaðinu snúið við og tekið að halda þvi fram, að „kerfið“ þyldi 6% kauphækkun ,og það boð- ið til sátta á vegum sátta- semjara. Sást nú, að ekk- ert var að marka það, sem úr stjómarherbúðunum kom um þetta mál. Eitt var sagt I dag og annað á morg un um það hvað „kerfið" þyldi. Jók þetta tortryggni í garð stjórnarinnar um all an helming og sættir náð- ust alls ekki á þeim grund- velli, sem sáttasemjarar lögðu til. Hörðnuðu nú á- tökin um allan helmlng. Sums staðar t.d. á Akur- Helgi Hjörvar ritar um íslenzka glímu Grikkurinn Forn-Egypzkt glímubragÖ komiÖ eitt sér til Islands? Einhverjar mestu graf- hvelfingar, sem fundizt hafa í Egyptalandi eru þar sem heitir Bení-Hasan. Sumar fundust nær nýlega, af því að bergrunninn foksandur hafði hulið með öllu grafar munnana. Þetta voru al- menningsgrafir meðalstétta. Þama eru margs konar á- let'ranir og myndir, málað ar á veggi. Þar með eru í einum. stað myndir af fang brögðum, talsvert á annað hundrað samstæðra mynda í röðum, sem geymzt hafa. Þessar raðir glímumynda hafa verið kallaðar „film- an“. Hvítur maður og svart ur eigast við á öllum mynd unum. Það er hið hvíta mannkyn og hið svarta suð urkyn í löndum Egypta. Báð ir kunna vel til sinnar íþrótt ar, en þó virðist sem hinum svarta manni veiti hvergi miður. Þessar veggmyndir í sölum hinna dauðu eru t^ld ar vera nær fjögur þúsund ára gamlar. Svo mun kallað, að í þessum myndum megi sjá vel flest höfuðbrögð í „frjálsum“ fangbrögðum að fornu og nýju. Myndin, sem hér fylgir er úr þessari ævafomu filmu. Þessi brögð hafa farið yfir- leitt inn í gríska glímu og orðið „grísk“. Enginn veit nöfn að greina á Hvít né Surt á þessari mynd. En nöfn 'kunnum vér með vissu á tveimur Borgfirðingum, sem beittust þessu ævaforna bragði á Hvítárbökkum í héraðsglímu sumarið 1898. Hvitsíðingur beitti bragð- inu; bóndi úr Andakíl reynd ist kunna eftir 4000 ár hina sömu vörn, sem hinn svarti Súdanmaður beitti á dögum faraós. Og bóndinn úr Anda kíl vann héraðsglímuna; það stendur prentað í ísa- fold. Hverja leið er þetta eld- HELGI HJÖRVAR forna bragð komið úr Egiptó í Andakíl? Það gat meir en svo orðið samferða hælkrók og vafningskrók, sem er á „filmunni". En vafningskrók ur er enn eftirlætisbragð brezkra þungaglímumanna, og hann var fram á þessa öld harla skæður í hinni mjúku glímu Mývetninga. En íslenzka nafnið á þessu gamla bragði er harla grun samlegt. Það heitir „grikk- ur“. Og hvað er svo sem við

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.