Tíminn - 16.08.1961, Qupperneq 11

Tíminn - 16.08.1961, Qupperneq 11
11 IIN N, miðvikudaginn 16. ágúst 1961. í gær var í Kaupmannahöfn frumsýning á nýrri danskri mynd, sem heitir „Barn Péturs". í aðalhlutverkum eru þau Ghita Nörby, Ebbe Langberg og Dirch Passer, sem er af- burða snjall gamanleikari. Myndin sýnir þessi þrjú í einu atriði kvikmyndarinnar. Athugasemd um holdanaut í byrjun júlí átti blaðamaður frá Tímaaum viðtal við mig. Við- talið birtist 6.7. Mér var í gær bent á einkennilega málsgrein í viðtalinu, þar sem vikið er að holdanautamálinu. Hún hljóðar svo: „Tilraunirnar í Laugardælum voru misheppnaðar og samanburð artölurnar þaðan hafa enga merk- ingu.“ Hér hefur blaðamaðurinn gert mér upp orð. Er þó við mig ein- an að sakast, því að viðtalið var lesið upp fyrir mig í síma, áður en það birtist, en þetta hefur farið fram hjá mér. Það, sem ég sagði um þessar tilraunir eða a. m. k. vildi sagt hafa, var, að óþarfi væri að gefa holdanautum á annan vet- ur kjarnfóður, ef þau fengju miðlungs gott íslenzkt hey, og þess vegna mætti ekki leggja til- raunina í Laugardælum til grund- vallar koslnaðaráætlun við fram- leiðslu á kjöti af holdanautum nema með gagnrýni. Þetta styðst við norskar tilraunir og að nokkru við íslenzka reynslu. Mér er hins vegar tjáð, að heyið, sem grip- irnir fengu, hafi verið lélegt og því nauðsyn að bæta það með kjarnfóðri. Efnagreiningar á hey- inu voru ekki gerðar, svo að fóð- urnotkunin er að nokkru á huldu. Eg vona, að þetta þyki nægileg skýring og að ummælin, sem til- greind voru, verði af máttarvöld- um í tilraunamálum búfjár fremur talin yfgirsjón en ásetningssynd. Eeykjavík, 12.8. Björn Stefánsson MOLAR eru líka brauð Hver segir, að leikarahjónabönd geti aldreí blessazt! Hér eru þau Janet Leigh og Tony Curtls, sem eiga 10 ára brúðkaupsafmæli á þessu ári. Og enn eru þau glft, og verður ekki séð á þeim annað en þeim líki það bara harla vell Þessi maður BEn hann er svoná stökkva í fallhlíf út úr flugvél ein hvers staðar hátt uppi í háloftun- 'úní: Én þáð ér auðvitað allt í Svona fór um sjóferð þá. Svo bar til á dögunum, að börn úr leikskóla einum í Danmörku áttu að fara í skemmtiferð út í eina dönsku eyjanna, — en þær eru býsna margar, sem kunnugt er. — Og þegar Ieið að því, að síðustu bátsfarm-' arnir kæmust á leiðarenda, var orðið svo mikið útfirí, að bátinn tók niður langt frá ströndinni. Ferjumaðurinn varð því að ganga fyrir borð og ösla í land með farminn. Sem betur fer, var hann svo forsjáll að vera í klofháum stígvél- um og einnig svo sterkur, að geta haldið á rollingunum teimur í einu. Eða kannske að þeir hafi bara verið svona léttir. Framtíðaráætlanir í rafmagnsmálum Nú líður óðum að berjatímanum, bláberin eru farin að blána, þótt ennþá séu þau súr á bragðið, en það þykir sumum jafn- vel ennþá betra bragð en af fullþroska bláberjum. Kræki- berin eru líka orðin dökk, en vantar alla fyllingu ennþá. — Á síðari tímum hafa alls konar ber rutt sér mjög til rúms sem álegg á brauð. Það er hollt og nærandi, er gott á bragð- ið og engin hætta á að þau hlaði óæsktri fitu á líkamann. Á þessari mynd sjáið þið, hvað hægt er að nota berin á fjöl- breyttan hátt, bæði til bragðbætis og fegurðarauka. Nítjánda ársþing Sambands ís- j lenzkra rafveitna var haldið að Laugarvatni dagana 9.—13. ágúst.! Þiíigið sóttu fulltrúar 20 raf-1 veitna þeirra tuttugu og tveggja sem eru meðlimir sambandsins.; Þingið sóttu og margir aðrir for- ustumenn raforkumála og raf- veitna í landinu, og konur margra þeirra, er þingið sóttu. Alls voru þátttakendur 85. Raforkumálaráðherra, Ingólfur Jónsson, ýmsir alþingismenn Suð urlandskjördæmis og forustumenn - þar í héraði voru gestir rafveitna- sambandsins, er aðalfyrirlestrar þingsins voru fluttir. Á þinginu voru alls fluttir 10 fyrirlestrar um virkjunarmál og raffræðileg efni. Er þar fyrst að nefna mjög merka yfirlitsfyrir-: lestra um framtíðarvatnsaflsvirkj- anir á Suðuriandi, er þeir. fluttu Sigurður Thoroddsen, verkfræð- ingur, og Jakob Gíslason, raforku- málastjóri. Raforkumálaskrifstofan hefur undanfarin ár, sem kunnugt er, i haft mefy höndum vatnsvirkjanir,! er til greina kæmi að ráðast í til þess að fullnægja raforkuþörfinni á Suðvesturlandi áratuginn 1960— 70. f erindum þessum var rætt um helztu virkjanir, er til greina( komu. Sveinn Einarsson, vélaverkfræð ingur, flutti á þinginu fyrirlestur um virkjun hveragufu til raforku- vinnslu, og þá sérstaklega með til- liti til byggingar 30.000 kw gufu- aflsorkuvers í Hveragerði. Það kom mönnum nokkuð á óvart hve mikla orku hér er um að ræða í þessum ónumdu orkulindum lands. ins, sem jarðhitasvæðin eru, en mælingar í nýju borholunum í Hveragerði hafa sannað, að þar er fyrir hendi ótrúlegt orkumagn, sem hægt væri að nýta bæði sem gufu til orkuvinnslu og heitt vatn til iðnaðarnota o.sv. frv. Eiríkur Briem, rafveitustjóri rík isins, flutti erindi um sæstreng til raforkuflutnings frá kerfi Sogs- virkjunarinnar til Vestmannaeyja, en fastráðið mun vera að leggja hann á næsta ári. Þá voru flutt erindi um flutn- ing og dreifingu raforku um Suð vesturland frá fyrirhuguðum stór- virkjunum í Hvítá og Þjórsá. Margvísleg almenn rafveitna- málefni voru einnig rædd á fund- um þingsins, svo sem samrekstur aflstöðva í eigu ríkis- og bæja, t.d. á Vesturlandi, gjaldskrármál, fjárfestingarmál, skipulagsmál eða stjórnunarmál rafveitna, rafmagns eftirlits- og reglugerðarmál, nor- rænt samstarf á sviði rafmagns- mála og fleira. Þingfulltrúar fóru í langar ferð ir að skoða virkjunarstaði í stór- ánum Hvítá og Þjórsá, svo sem í Hvítá við Hestsvatn og við Hvít- árvatn. og í Þjórsá við Urriðafoss og við Búrfell. Á síðasta degi þingsins var kos in stjórn rafveitnasambandsins fyrir næsta starfsár. Kosningu hlutu: Steingrímur Jónsson, fyrrv. raf- magnsstjóri, form., og aðrir í stjórn: Jakob Guðjohnsen, rafm.- stjóri, Eirikur Briem, rafveitustj. ríkisins. Helgi Hjartarson, rafv,- stjóri í Grindavík og Knut Otter- stedt, rafveitustj. á Akureyri. „plati”, því að þetta er bara á kvikmynd. Myndin heitir annars On the Double, og við höfum ekki yfir nógu tvöfeldnislegu orðalagi að ráða til að þýða það nafn. En við getum sagt ykkur það í fréttum, að síðan Danny byrjaði á þessari mynd, hefur hann orðið svo hrifjnn af flug- Iistinni, að hann hefur lært að fljúga og meira að segja gefið sjálfum sér tveggja hreyfla sport flugvél. ★ Bella Arbenz, 20 ára gömul dóttir forseta Guatemala, er nú við nám í Ieik- skóla Þjóðleik- hússins í París. Hún lék áður í myndinni Við af götusnni, og er nú meðleikari í annarri kvikmynd. Á síðkvöld- um — já, og góðviðrisdögum — sést hún aka um götur Parísar í sallafínum Mercedes Benz með diplomatamerkjum, og pabbi hennar sendir henni 300.000,00 franka á mánuði til þess að dirýgja tekjur hennar af kvik- myndaleiknum . . . ★ Sal Mineo fædd ist í New York 10. janúar 1939, en foreldrar hans voru ítalskir. Hann var aðeins 11 ára, þegar hann fór að leika, og nú hef- ur hann Ieikið í æði mörgum myndum, fyrst og fremst Ólgublóði, þá Jass og eit- urlyf, þar sem Gene Kruba er annars fremstur í flokki, og nú í haust er væntanleg með hon- um mynd, sem á eftir að verða mjög fræg, ef trúa skal fyrir- framdómum um hana, en hún heitir Exodus og er frá United Artists. Gdðtíð A-Eyjafjallasveit, 9. ágúst. Heyskapartíð er nú mjög góð hér um slóðir. Spretta var einnig ágæt, og spillir það ekki heyskapn um, sem segja má, að gangi eins og í sögu. Slætti er að ljúka á Skógasandi, en þar eiga allir bændur í A-Eyjafjaliah’,eppi sam- eiginlegt land, um 7—8 búsund hesta sléttu. Hátíðahöld verzluna-mannahelg arinnar og viðburðir hennar fóru að mestu fram hjá okkur hér, og sáum við aðeins ve-zlunarfólkið aka hjá garði í bílum sinum. Bíla- & búvélasalan Símar 2-31-36 & 15-0 14 HEFI KAUPFNDUR \ að Fe^uson benzín op disil dráttarvélum. einnig að öðrum tegundum. BlLA & BÚVÉLA$ALAN Ingólísstræti 11.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.