Tíminn - 16.08.1961, Page 14
TÍMINN, miðvikudaginn 16. ágúst 1961.
Öðru hverju rauf þó' Óskar
þögnina. Varpaði fram einni
'og einni spurningu. Og er
henni var svarað, var aftur
þögn.
En er þau gengu fram hjá
Lækjarbrekku, komu tveir
hundar í veg fyrir þau með
hávaða og grimmdarlátum.
Óskar hastaði á þá.
— Lætur fólkið hundana
liggja úti um hávetur? sagð'i
Hallfríður.
— Pólkið er enn á fótum.
Þetta er nýársnótt, svaraði
Óskar.
Þetta atvik reif þau upp úr
hugleiðingum sínum, og tóku
þau nú að talast við.
Óskar hafði fyrst orðið.
Hann sagði Hallfríði að nú
hefði hann sagt jörðinni
lausri, færi næsta vor til
Ameríku.
Hún hlustaði, en lagði ekk-
ert til málanna.
— Ertu hætt að hlakka til
ferðarinnar? spurði hann.
— Eg veit það ekki. Það er
svo margt breytt í seinni tíð,
sagði hún. — Eg er hætt að
hlakka til nokkurs,- Missirinn
hefur gert mig gamla.
— Elskarðu mig ekki enn?
spurði hann.
— Jú, elsku vinur minn. Eg
hefi aldrei þráð þig meira en
nú, sagði hún.
— Blessuð sértu fyrir það.
í Ameríku geng ég að eiga
þig. Og við tvö verðum' eitt.
Það er bæn mín, sagði hann.
— En mormónatrúin? Það
eru svo margir hræddir við
hana, sagði hún.
— Og foreldrar þínir eru í
þeirra hópi? sagði hann.
— Já. En þau segja þar
minna en margir aðrir, sagði
hún.
Trú mormóna er alls ekki
slæm, sagði Óskar. — Og ég
blessa hana fyrir það, að hún
gefur mér þig, bætti hann
við. — Eg þrái þig svo heitt.
• Og hugsaðu þér þann fagnað-
ardag, er ég á þig. Þegar við
göngum frjáls að öllu, sem við
elskum. Það verð'ur blessaður
dagur. Aldrei skal ástgjöf mín
verða" heitari en þá, aldrei
sælli samverustundir okkar.
Eg blessa landið, byggðina og
heimilið, sem tekur á móti
okkur. Þar sem þú ræður ríkj
um í fullri sæmd og frelsi. Og
ég geng glaður á hönd hinum
nýja sið. í lúterskri trú hefur
mér verið þröngvað til ævi-
langrar skuldbindingar, sem
ég var ekki maður til að
halda. Að verða að drepa heit
ustu tilfinningar, svo að lífs-
viðhorfi fjöldans sé ekki mis-
boðið, ganga um I mannfélag-
inu eins og óhreinn maður,
vita það, að börnin mín verði
fyrir aðkasti sakir þess, að
manni tekst ekki að þræða
meðalveginn, stýra milli skers
og báru. Þeirrar báru, sem rís1
vegna undirstraumsins, sem |
mannskepnan magnar með
vanköntum sínum. Eg er viss
um, að ég stend í meiri skuld
við skapara lífsins fyrir það
að fóma lífsneistanum, sem
okkur er báðum gefinn, á alt-
dómsins. Og kvíði engu.
Þau höfðu ósjálfrátt færst
nær hvort öðru. Þegar þaú
fóru yfir Hálsana, tók Óskar
í hönd ástvinu sinnar. Þau
leiddust upp frá því spölinn,
sem eftir var að' Sj ávarbakka,
og gistu í nýja bænum.
XXXIV.
Tveir atburðir gerðust í jan
úarmánuði, sem vöktu umtal
í sveitinni.
Sá fyrri, að Óskar aflífaði
II BJARNI ÚR FIRÐI:
| ÁST 1 1 I MEINUM
33
ari siðfágunarinnar, heldur
en hlúa að ávextinum, til
gleði fyrir okkur bæði og bless
unar fyrir aldna og óborna.
Við elskumst heitt. Við erum
enn ung óg rík af starfsorku,
fundvís á fagrar kenndir. Og
þess vegna eigum við að'
ganga lífinu á hönd og bjóða
því liðveizlu samstilltra elsk-
enda. Eg er viss um, að lífið
vinnur við samhjálp okkar.
Það vinnur við samhjálp allra
sem elskast eins og við. Sá
siður, sem losar fjötrana,
sem kvelja mann og hrjá og
uppfyllir óskir hjartans, — er
góður. Þú mátt ekki halda, að
ég afneiti guðdóminum, þó að
ég yfirgefi lúterska kirkju-
deild. Eg trúi á guð. Eg veit,
að guð er góður og frelsarinn
er góður. Eg er viss um, að
, þrenning guð'dómsins skilur
heitustu þrár og virðir þær,1
þegar þær eru elskuhót
| mannsins, runnar frá tærri
I uppsprettu, sem sjálfur
I himnafaðirinn hefur vígt og
heitið þúsundfaldri blessun.
Þeir segja, að ég hafi táldreg
ið þig. En guð veit, að þú ert
sólskin ævi minnar. Og Krist
ur sagði: „Þeim, sem mikið
J elska, verður mikið fyrirgef-
, ið“. Blessuð séu þau orð. Á
þeim byggi ég vo nmína og
trú. Þú elskar mig. Það er mér
allt. Þú ert svo góð, falleg og
elskurík. Eg vitna í það á degi
góðhestinn sinn og bjó hon-
um gröf á nesinu, þar sem
hann hafði komið upp æðar-
varpinu. Hann hefði helzt
viljað heygja hann með reið
tygjum öllum, en óttaðist að
þá yrði hann grafinn upp,
vegna hnakks og beizlis, sem
hvort tveggja voru eigulegir
gripir, slegnir látúni og silfri.
Ásrún taldi það hofmóðs-
hátt að nýta hvorki húðina í
skó né feitina til eldsneytis.
En Óskar lét sig ekki. Kvað
hann skæði nóg og ljósmeti
myndi endast þennan vetur
sem aðra, þó að' ekki yrði bætt
þar við. Og þessu réð hann.
Hitt umtalsefnið kom upp
seint í mánuðinum. Þá seldi
Óskar bú sitt allt hreppstjór-
anum gamla á Sjónarhóli. i
Var um það gerður kaupsamn \
ingur. Talið var að búiö hefð'i j
farið fyrir fremur lítið verð.j
En það skyldi greitt að fullu;
á næstu sumarmálum. Og af- j
hent kaupanda um leið, en
vera þó í umsjá Óskars fram'
í miðjan maímánuð.
Þá náði sá orðrómur tals-
verðri útbreiðslu í sveitinni, ■
að Óskar hefði náttað sig í.
nýja bænum marga nóttinai
þennan vetur. Hvað hæft varj
í þeim orðrómi, gat enginn|
sagt um. En sjálfsagt var að'l
afgreiða á viðeigandi hátt slík
an orðróm, og um það var
ekki svikizt.
Ekkert vakti þó jafnmiklar
umræður og Ameríkuför
Óskars. Til voru þeir menn,
sem töldu ,að Óskar hefði
misskilið aðvörun drottins.
Barnadauðann á Sjávarbakka
hefði einhver tekið sem orð
hins hæsta. En ef svo var, þá
höfðu fleiri en Óskar fengið
aðvörunarorð. Eitt heimilið
hafði misst öll börnin sín,
þrjú að tölu, og þar var þó
ekki hugsað til Ameríkufarar
né á trúarskipti. Þannig var
það. Skaparinn lét til sín
heyra. Sumir reyndu að átta
sig á hinu volduga orði, sem
lét brjóstin þrútna. En hver
gat vitað ráð hins hæsta.
En ekkert heimili var sem ^
Sjávarbakkaheimilið, og þá
var sjálfsagt að afgreiða það,
sérstaklega. Og um það vár
ekki svikizt.
Um páskana fór Ásrún að
heimsækj a fósturforeldra
sína, hin öldnu og virðulegu
hjón á Sjónarhóli. Og var hún
þar um kyrrt í nokkra daga.
Hún fór ekki dult með það, að
hún væri mótfallin Ameríku-
förinni.
Vildi þá Ásmundur, a*ð hún
segð'i skilið við Óskar og færi
hvergi. Gæti hún þá kyrr'sett
það af börnum sínum, er hún
vildi. Og ef hún skildi við Ósk
ar, væri ekki óhugsandi, að
hann hætti við ferðina vest- 1
ur, flytti í eitthvert sjávar-
þorpið og settist þar að. Um
Siávarbakka var ekki lengur
að tala fyrir hvorugt beirraJ
Jörðin var þegar byggð öðr-j
um. Og vel gæti svo farið, aði
begar allt væri frjálst. yrðii
Óskar leiður á Hallfríði, slíkt ■
væri ekkert einsdæmi, eða j
hún á honum. Hvað þá tæki
við, væri er'fitt að' sjá. En skeð
gæti. að hann hyrfi til henn-
ar aftur. Ekki sízt, ef hún
byggi góðu búi með börnum
beirra. Nú kvaðst Ásmundur
hafa ráð á góðu jarðnæði,
konungsjörð, þar sem hún
gæti fengið iífstíðarábúð.
Tveir væru búnir að sækja
um jörðina. En hún skyldi
ganga fyrir. Og Ásmundur
sagði Ásrúnu, að Óskar hefði
selt búið með því skilyrði, að
hún fengi það af skepnunum
og búslóðinni, sem henni
bæri, ef henni snerist hugur
og vildi verða eftir. Og lagðij
hreppstj órinn fast að henni
að taka þann kostinn heldur,
Ef hún vildi, gæti hún hvoru
tveggja neityð, skilnaðinum
og Ameríkuförinni. Með því
að neita hvoru tveggja, gæti
hún ekki stöðvað Óskar, en
haldið sínu óskertu og tryggt
sér börnin og sambúðina við
þau. Og þá væri ekki með
öllu útilokað, að Óskar bæri
aftur að landi og hann ílent-
mála. Að vfir'gefa hann ekki
þeirra. *
En hvað sem hreppstjórinn
sagði og lagði til málanna,
Var Ásrún ósveigjanleg og
sjálfri sér samkvæm. Að
skilja við Óskar kom ekki til
mála. Að yfirgefa hann, ekki
heldur. Ef hann yrði ekki
stöðvaður, færi hún með hon-
um til Vesturheims.
Ásrún var enn við það hey-
garðshornið, að hreppstjórinn
bannaði Óskari að fara. Það
leyfðist engum að fara með
konuna nauð'uga. Ekki sízt, er
allir vissu fráhvarf hans frá
trúnni. Ekki kvaðst Ásmund
ur sjá sér það fært. Og með
sjálfum sér var hann feginn
því, að Óskar færi. Enginn
óbreyttur almúgamaður hafði
staðið uppi í hárinu á honum
sem Óskar. Svo var ek-ki laust
við, að hann hefði gaman að
hildarl/iknum, og fannst auk
þess allmjög til um þennan
þybbna náunga, sem guð
hafði gefið meira af lífsorku
og snilli en öllum fjöldanum.
Engan hafði hann þekkt. sem
Miðvikudagur 16. ágúst:
8,00 Morgunútvarp
12,00 Hádegisútvarp.
12,55 „Við vinnuna": Tónleikar.
15,00 Miðdegisútvarp.
18.30 Tónleikar: Óperettulög.
19.20 Veðurfregnir.
19.30 Fréttir.
20,00 Tónl'eikar: Píanósónata nr. 11
í B-dúr op. 22 eftir Beethoven.
Wilhelm Kempff leikur.
20,25 Frásöguþáttur: Kvöld í Arnar-
firði (Hallgrímur Jónasson
kennari).
20,45 Léttir kvöldtónleikar:
a) Hilde Giiden syngur óper-
ettulög með kór og hljómsveit
Ríkisóperunnar í Vínarborg.
b) Þrjú stutt hljómsveitarverk
eftir Stravinskij: 1) Sirkus-
polki og Flugeldar, fantasía
Fílharmoníusveitin í Nevv York
leikur; höf. stjórnar. 2) „Iben-
holt-konsert". — Woody Her-
man leikur á klarínettu ásamt
hljómsveit sinni; höf. stjórnar.
21.20 Um sl'ysavarnamál — siðara
erindi (Garðar Viborg erindr.).
21,40 Tónleikar: Strengjakvartett í
D-dúr op. 64 nr. 5 („Lævirkja
kvartettinn) eftir Haydn. —
Janacek-kvartettinn leikur.
22,00 Fréttir og veðurfregnir.
22,10 Kvöldsagan: „Ósýnilegi maður
inn“ eftir H.G. Wells; XVI.
(Indriði G. Þorsteinsson, rith.)
22.30 „Stefnumót í Stokkhólmi":
Norrænir skemmtikraftar
flytja gömul lög og ný.
23,00 Dagskrárlok.
EIRÍKUR
VÍÐFFÖRLI
Úlfurinn og
Fálkinn
20
— Hver skollinn er þetta eigin-
lega? hugsaði Eiríkur, og reyndi
að komast til botns í því með sjálf-
um sér. Hann fylgdi sporum úlf-
anna, (þar til hann kom í opið rjóð-
ur. Enn á ný stóð hann augliti til
auglitis við stóra úlfinn, sem hann
hafði hitt í kastalarústunum. Úlf-
urinn leit ekki út fyrir að vera
hættulegur, en það var eins og
hann vildi vara Eirík við að tooma
of nálægt. Það hefði verið barna-
leikur fyrir Eirík að vinna á úlfin-
um, en hann gat ekki fengið sig
til að meiða hann. Hann var viss
um, að hann gerði ekkert nema
gæta maka síns og afkomenda. En
það álit hans breyttist, þegar hann
tók eftir því, að skepnan fylgdi
honum eftir.