Tíminn - 18.08.1961, Síða 1
Lokið er rannsóknum og teikning-
um að nýrrihöfn í Reykjavík
Ekki er úr vegi aS birta þessa
loftmynd af Reykjavík á þessum
mikla hátíðisdegi borgarbúa, 175
ára afmæli Reykjavíkur. Gamli
bærinn er orðinn IftHI I saman-
burðl vlð- úthverfin, sem teygja
skanka sína óravegu. Á myndinni
sést einnig hafnarstæðið, þar sem
i framtíðinni verður reist stór og
myndarleg höfn. En hvenær það
verður, er undir atorku fbúanna
komið.
Þar munu stæstu hafskip geta lagzt at$ bryggju.
Helztu hafnarmannvirkin ver<$i á svæfönu frá
Kletti inn at$ Kleppi. — Bátahöfn veríur gerí
i Grafarvogi. Rannsóknir á botnlögum stalJ-
festa, aÖ hafnargerÖin muni verÖa tiltölulega
ódýr og uppgröftur auÖveldur, þar sem þess
þarf metS. — Almenna byggingafélagiÖ hefur
haft undirbúning þennan me<$ höndum. „Eng-
eyjarsamþykkt" íhaldsins gertJ hlægileg. —
Gerð nýrrar hafnar í Reykjavík
hefur verið lengi á döfinni og er
mál, sem brýn nauðsyn er að leysa
sem fyrst. Margar hugmyndir hafa
Kjötstríð
Ákveðið hefur verið verð á
sumarslátruðu dilkakjöti og
slátri. Verð á dilkakjöti í heild
sölu var ákveðið kr. 38,00 kg.,
en var í fyrr'a kr. 22,47. Hækk-
un tæplega 70%. í smásölu er
verðið sem hér segir: Súpukijöt
kr. 45,10, í fyrra kr. 27,47, heil
læri kr. 52,40, í fyrra 30,97,
hryggur kr. 54,10, í fyrra kr.
31,97, heilt slátur kr. 55, í fyrra
kr. 50
Verzlunarálagningin hefur
verið lækkuð úr 18% í 16%,
eða 5,60 á kg. en álagningar-
prósentan mun fara hækkandi,
þegar vertSið á kjötinu lækkar,
er haustslátrun hefst. Kaup-
menn krefjast 25% álagningar
og hafa samtök kjötkiaupmanna
samþykkt að halda fast við þá
kröfu og ætla ekki að taka kjöt-
ið til sölu á hinu auglýsta
verði Framleiðsluráðs. — Ekki
er séð fyrir endann á þessu
kjötstriði.
komið fram um það, hvar fram-
tíðarhöfn Reykjavikurborgar
skyldi standa. Þetta brýna hags-
munamál hefur verið vanrækt af
bæjaryfirvöldunum. Nýrri höfn
hefur verið lofað í hverri nýrri
blárri bók við bæjarstjórnarkosn-
ingar. í síðustu bláu bók var sagt,
að ákveðið væri að hefjast handa
um byggingu nýrrar hafnar og
sýndur uppdráttur af garði út í
Engey. Þetta var ekki annað en
svívirðileg kosningabrella og þar
að auki ekkert vit í framkvæmd-
inni, þótt hugur hefði fylgt máli.
1958 var Almenna byggingafé-
laginu falin rannsókn og tillögu-
gerð um nýja höfn í Reykjavík.
Tók félagið málið föstum tökum
og rannsakaði möguleika á hafnar-
stæði á ytri höfninni allt yfir í
Elliðaárvog og Grafarvog. Gerðar
voru víðtækar rannsóknir og mæl-
ingar svo og kostnaðaráætlanir.
Rannsóknir á lausum botnlögum
annaðist Tómas Tryggvason, jarð-
fræðingur. Rannsóknir hans hafa
leitt í Ijós, að hafnargerð á þess-
um stað muni verða tiltölulega
ódýr og uppgröftur auðveldur, þar
sem þess er þörf. Rannsóknum
þessum er nú lokið og hefur Al-
menna byggingarfélagið afhent
hafnarstjórn skýrsluna, sem er álit
leg bók. Yfirumsjón með þessu
verki höfðu verkfræðingarnir
(Framhald á 4. síðu).
„Endirinn á ferð-
inni til Grænlands”
vart$ upphaf endalokanna í Mývatni
BRUNI Á FÁSKRÚÐSFIRÐI
Frá fréttaritara TÍMANS,* 1
Akureyri: — Siðdegis á mið-
vikudaginn lauk vestur-þýzkur
iðjuhöldur ævi sinni í Mý-
’vatni- Nafn hans var Peter
Hellenthal. Hann var frá Bad
Oodesberg.
Peter Hellenthal hafði dvalizt
1 við Mývatn með syni sínum, 17
ára gömlum. Þeir feðgar ætluðu
í síðustu skemmtiferðina með
fiugvél Flugfélags íslands á mið-
vikudagsmorguninn og biðu fars
til Reykjavíkur á flugvellinum á
Akureyri á þriðjudagskvöld. Flug
vélin, sem þá átti að fljúga til
Akureyrar, komst ekki og varð að
snúa við. Þegar Hellenthal frétti
þetta, varð honum að orði, er hann
gekk út úr flugstöðinni á Akur-
eyri: „Þetta varð endirinn á ferð-
inni til Grænlands".
Feðgarnir sneru þá aftur aust-
ur að Mývatni. Síðdegis á mið-
vikudaginn fengu þeir mann frá
(Framhald á 2. síðu.)
Frá fréttaritara Tímans á
Fáskrúðsfirði, 17. ágúst.
Klukkan hálffjögur síðdegis
í gær kviknaði í fiskimjöls-
verksmiðjunni á Fáskrúðs-
firði. Eldurinn breiddist mjög
snögglega út og varð geysi-
legt reykhaf. Þrátt fyrir mikla
elju við slökkvistörf, tókst
ekki að hefta eldinn. Brann
fiskimjölsverksmiðjan til
kaldra kola á mjög skömmum
tíma. Aðliggjandi húsum,
frystihúsi og mjölskemmu,
tókst að bjarga.
Eldsupptök eru ókunn, en sum
ir telja, að bilað hafi olíuspíss á
þurrkara, sem stóð nálægt kynd-
ara einum, sem mikill eldur logaði
í. Hafi hitinn frá kyndaranum far
ið í þurrkarann með þeim afleið
ingum, að spíssinn brotnaði sem
fyrr greinir. Kviknaði strax í olíu.
Gaus upp þarna mikill eldur,
svo mikill á skömmum tíma, að
starfsmenn verksmiðjunar áttu
fótum sínum fjör að launa, er þeir
sluppu naumlega út. Olía flæddi
stöðugt úr tank og mataði eldinn.
Eldurinn komst einnig í lýsi, sem
þarna var og bætti það ekki úr
skák.
Á Fáskrúðsfirð'i er mjög góður
slökkviliðsbíll með dælu. Kom
hann strax á vettvang. Var reynt
fyrst að hafa hemil á eldinum í
verksmiðjunni, en allt kom fyrir
ekki. Var þá snúið að því ráði að
reyna að verja næstu hús, þar á
meðal áfasta mjölskemmu. Tókst
að verja hana og hjálpaði til, að
hellirigning var og gola stóð af
skemmunni. Hinum megin var
(Framhald ð 15. siðu).
Fannst látinn í bragga
í gær var tilkynnt á lögregluvarðstofuna af yfirframfærslu-
fuUtrúa Reykjavíkurbæjar, að maður hefði fundizt látinn í
bragga C-33 í Kamp Knox.
Maðurinn, Ingi Þór Guðmundsson, hafði unnið hjá bænum,
en ekki mætt til vinnu í nokkra daga. f gær fóru bæjarstarfs-
menn að svipast um eftir honum og fundu hann látinn í bragg-
anum. Rannsókn á dánarorsök er ekki lokið. Ingi Þór Guðmunds-
son var miðaldra maður, einhleypur og bjó einn í bragganum.
f fyrrakvöld var tilkynflt á slökkvistöðina, að liðið hefði yfir
mann í strætisvagnaskýli í Kópavogi. Hann var fluttur í sjúkra-
bíl á slysavarðstofuna, en var látinn, áður en komizt var þangað.
Maðurinn var Baldvin Baldvinsson, Hólmgarði 14 hér í Reykja-
vík. Hann var rúmlega fimmtugur. Úrskurður um dánarorsök
var ekki fyrirliggjandi hjá lögreglunni í gærkveldi.