Tíminn - 18.08.1961, Blaðsíða 6
6
TÍMINN, fostudaginn 18. ágúst 1961.
M I N N I N Q:
Ingibjörg ísaksdóttir
f dag, þann 18. ágúst, verður
jarðsungin frá kirkju Óháða safn
aðarins í Reykjavík, sæmdarkon-|
an Ingibjörg ísaksdóttir frá Lind-
arbrekku á Vesturvallagötu, er
andaðist þann 9. þ.m.
Hún var fædd að Miðkoti í Vest,
ur-Landeyjum 2. marz 1884. Voru
foreldrar hennar Guðlín Guð-
mundsdóttir og fsak Siguxðsson,
bóndi, síðar vitavörður á Garðs-
skaga. Ingibjörg sál. átti eina syst
ur, Elínu fsaksdóttur, eiginkonu
Jóns bónda Tómassonar, Hvíta-
nesi Vestur-Landeyjum.
Ingibjörg sál. fluttist til Reykja-
víkur árið 1903, og giftist 20/5
1904 Jóni yfirfiskmatsmanni Magn
ússyni. Jón var fæddur 26/6 1874.
og andaðist 24/5 1948. Ingibjörg
og Jón munu hafa stofnsett hekn-
ili sitt á Bræðraborgarstígnum og
búið þar um eins árs skeið. En
að því liðnu byggðu þau sér hús
á Vesturvallagötu 6, sem nefnt
var Lindarbrekka, og þar átti Ingi
björg sál. heima alla tíð.
Þar reistu þau líka fénaðarhús,
því aff þau ráku búskap langa tíð.
Þau áttu sauðfé, hesta og naut-
gripi. Þessi velgefnu og sámhentu
hjón virtust hafa tíma til alls.
Eigi naut Ingibjörg sál. skóla-
menntunar utan þess að hún lærði
fatasaum, og hannyrðakona var
hún með ágætum. Hún var stjórn
söm húsmóðir, enda veitti ekki
af, þv íað á heimilinu var stund-
um um 20 manns. Allir virtu hana
og elskuðu. Ástrík og umhyggju-
söm móðir var hún til hinztu
stundar, og ekki síður barnabörn-
unum, sem hún ték þátt í uppeldi
á, enda öll .með henni frá fæð-
ingu. Þá upnni hún heitt barna-
barnabörnunum litlu, sem eru orð
in sex, og 2 nöfnur hennar.
Oft var gestkvæmt á heimili
þeirra hjóna, og ungt fólk dvaldi
þar lengri og skemri tíma, bæði
skyldir og vandalausir, og nokkr-
ir námsmenn dvöldu þar langdvöl-
um, sem nú eru orðnir mætir
menntamenn. Ingibjörg var fríð
kona, talin stórglæsileg. Hjóna-
band þeirra Jóns og Ingibjargar
á yngri árum, var ástríkt, ánægju-
legt og farsælt, þar var gestrisni
í bezta lagi, glaðværð og hjálp-
semi við fátæklinga. Þeir voru
stundum nokkuð margir jólapakk
arnir, sem Ingibjörg sál. útbjó og
sendi frá sér.
Þessi merku hjón, Jón og Ingi-
björg, eignuðust tvær dætur,
Margréti Ingiríði, f. 20/8 1909,
gift Tómasi Hallgrímssyni, og Guð
línu Ingiríð'i, f. 20/9 1911, gift
Theódóri Skúlasyni lækni.
Auk sinna eigin barna ólu þau
upp työ systkin, Björgu og Guð-
jón, bæði látin fyrir fáum árum.
Þau voru tekin í fóstur eftir and-
lát foreldra sinna 1919, sem dóu
úr spönsku veikinni.
Svo sem að líkum lætur um svo
mikilhæfa konu, sem Ingibjörg
sál. var, lét hún ekki undir höfuð
leggjast að verða virkur þátttak-
andi í ýmsum framfara og menn
ingarfélagsskap. Hún var heiðurs-
félagi í Stórstúku íslands, enda
störfuðu þau hjón mikið fyrir regl
una. Hún var í Thorvaldsensfélag-
inu, Kvenfélagi Hvíta bandsins,
I
kvenfélagi Fríkirkjusafnaðarins,
og gjaldkeri þess um langa tíð. Og
nú síðustu 12 árin eftir að stofn-
aður var Óháði söfnuðurinn, var
hún í stjórn hans, og beitti sér
af miklum áhuga fyrir velgengni
hans, og kirkjubyggingarmálig lét
hún sérstaklega til sín taka, bæði
með gjöfum, hvatningarorðum til
annarra og starfsemi sinni á allan
hátt.
Hér er horfin kona, kostum búin
og miklum hæfileikum. Hún bar
það með sér, að göfgi, stilling og
aðrar manndyggðir voru ríkar í
eðli hennar og öllu hátterni. Það
er venjulega fagurt sélarlag að
liðnum björtum degi, svo er og
hér að æfikvöldi ástkærrar móð-
ur.
Æfidagurinn var langur, heils-
an og kraftarnir á þrotum. Allt
er þér að þakka, en margt að minn
ast og sakna. Vinir og kunningj-
ar samhryggjast fjölskyldunni við
brottför þessarar góðu konu, og
minnast hennar með þökkum fyrir
gæfuríka starfsævi, ogmargvísleg-
ar ánægjustundir. Börnin og vin-
irnir blessa minningu þína.
H. Siig.
Við andlát frú Ingibjargar
fsaksdóttur á Lindarbrekku, kýs ég
að biðja Tímann fyrir nokkur
hversdagsleg minningarorð.
Það var á Hallgeirseyjarárun
um, sem okkur Matthildi tók að
berast afspurn af þeim Jóni
Magnússyni yfirfiskimatsmanni og
Ingibjörgu konu hans, en Vestur-
Landeyjar voru hennar ættar-
byggð.
Áður en hraðinn kom inn í líf
þjóðarinnar, fjöldi stórvatna enn
óbrúaður, en höfuðstaðurinn að
verða aðsóttur til viðskipta, tók
meir til kynna og frændsemi milli
sveitafólks og höfuðstaðarbúa, og
þá einni.g með öðrum hætti en
nú. — Er mér minnistætt hversu
stórt hlutfall Vestur-Landeyjar til
dæmis áttu athvarf hjá þeim Lind
arbrekkuhjónum í Reykjavík, en
gistivináttunni fylgdi þá einatt
margs konar fyrirgreiðsla, og var
þetta sveitaheimilunum á þessum
tímum enn mikilsverðara, en nokk
ur utanríkisþjónusta löndunum í
dag.
En í bæjarlífinu varð Lindar-
brekka þá einnig eitt af höfuð-
bólunum. Segja má að lengi hafi
umsvifin þar verið til sjós og
lands. Áttu þau Lindarbrekkuhjón
m.a. með öðrum hjónum mikla og
athafnasama fiskverkunarstöð,
hlutdeild í útgerð og höfðu, með-
an þurfti, nokkurn landbúnað,
einkum kýr og hesta.
Svo liðsterkt var Lindarbrekku-
heimilið, að ekki þurfti frú Ingi-
björg að dýfa hendi í kalt vatn,
meðan enn naut við tengdamóður
herinar
En þar kom að frú Ingibjörg
hlaut að taka alla bústjóm í eigin
hendur, og var síður en svo að
hið umsvifamikla heimili setti nið,
ur við það, meðan bæði hjónin
lifðu, heldur reis það f þá aðstöðu
að verða eitt af stórheimilum
höfuðborgarinnar.
Þá tóku þau Lindarbrekkuhjón
þátt í félagslífi höfuðstaðarins,
einkum tóku þau mikinn þátt í
safnaðarlífi Fríkirkjunnar og Góð
templarareglunni, og hlut áttu
þau að margs konar öðrum fé-
lagsskap.
Tvær dætur eignuðust þau Jón
og Ingibjörg; Margréti konu Tóm-
asar Hallgrímssonar bankafulltrúa,
og Guðlínu konu Theódórs Skúla
sonar læknis.
Frú Ingibjörg var á allan hátt
vel ag manni, fríð og fönguleg,
góðlynd og glaðlynd og mikill vin
ur vina sinna, enda höfðingi í
lund, sem víða lagði lið, mönnum
og málefnum.
Guðbrandur Magnússon.
Nauðungaruppboð
það, sem auglýst var í 62., 63. og 65. tölublaði
Lögbirtingablaðsins 1961, á eignarhluta Fríðu
Ágústsdóttur í Hlíðarvegi 36, fer fram á eigninni
sjálfri, samkvæmt kröfu Ingólfs Isebarn, föstu-
daginn 18. ágúst 1961 kl. 14.
Bæjarfógetinn í KópavogskaupstaS
Iðnskólinn
í Reykjavík
Innritun fyrir skólaárið 1961—1962 og námskeið
í september, fer fram í skrifstofu skólans dagana
21. til 26. ágúst kl. 10—12 og 14—19, nema laug-
ardaginn 26. ágúst kl. 10—1-2.
Námskeið til undirbúnings inntökuprófum og öðr-
um haustprófum hefjast 1. september næst kom-
andi. — Við innritun skal greiða skólagjald kr.
400,00 og námskeiðsgjöld kr. 100,00 fyrir hverja
námsgrein. Nýir umsækjendur um skólavist skulu
einnig leggja fram prófvottorð frá fyrri skóla.
Skólastjóri
ÞAKKARÁVÖRP
Innilegt þakklæti færi ég öllum vinum og vanda-
mönnum fyrir heillaóskir og gjafir, er mér bár-
ust á sextugsafmælinu. Ég þakka rausnarlegt vina-
heimboð í Vatnsdalinn og öllum þeim, er gerðu
okkúr þá stund ógleymanlega. Eg þakka ykkur
hinir nýju vinir mínir á Selfossi, góðar gjafir og
auðsýnda vináttu.
Gæfan fylgi ykkur öllum.
Skúli Jónsson
og fjölskylda.
SKILAR YÐUR
ÞVOTTI I
HEIMI
Hugheilar þakkir sendi ég öllum þeim nær og fjær, er auðsýndu
samúð og vinarhug vlð andlát og jarðarför móður minnar,
Guðbjargar Guðnadóttur
frá Brekkum.
Björgvin Guðjónsson.
Móðlr okkar,
Ólafía Gróa Jónsdóttir
sem andaðlst að helmlli sínu, Efri-Brúnavöllum, Skeiðum, 11. ágúst,
verður jarðsungin 19. ágúst. Hefst með bæn helma kl. 1 eftir hádegl.
Jarðsett verður að Ólafsvöllum.
Kristbjörg Jóhannsdóttir,
Jón Jóhannsson
Bróðir okkar,
Jón Kristinn Gunnarsson
verður jarðsunginn laugardaginn 19. ágúst. Athöfnin hefst með
húskveðju frá heimili hans, Gunnarshúsi, Eyrarbakka, kl. 1,30.
Systkinin.
Þökkum öllum nær og fjær auðsýnda samúð og vináttu við fráfall
og jarðarför eiginmanns og föður okkar,
Alfons Kristjánssonar,
Ólafsvík.
Áshildur Guðmundsdóttir
og börn.
rvvv'X* X'
W'V>V*V*V*V