Tíminn - 18.08.1961, Blaðsíða 11

Tíminn - 18.08.1961, Blaðsíða 11
11 T í MIN N, föstudaginn 18. ágúst 1961. ”Góðan daginn hr. Bjössi" Framh. af 9. síðu með atómvopn og kallaðir eru „SAC-bases“. Þennan dag skoðuð- um við og þjóðgarð þann, þar sem fjallið er, sem hefur að geyma höggmyndir af fjórum frægustu forsetum Bandaríkjanna, þeim Washington, Jefferson, T. Roose- welt og A. Lincoln. Er mjög gam- an að sjá þetta minnismerki, en maður getur ekki annað en undr- ' azt, hvernig hægt var að höggva þetta svona inn í snarbrattan ham- arinn. Næsta dag skoðuðum við her- flugvöllinn og risaflugvirkið, sem . ber atómvopn og heitir B-52. . Stærð vélarinnar er ógurleg, stél- . ið eitt er hærra en fimm hæða . hús og væmgjahafið geysimikfð. Er þotan er á flugi, fara væng- irnir 13 fet upp og niður, eins og fugl á flugi. Vélin er knúin fjór- um þotuhreyflum og getur flogið hraðar en byssukúla. Fengum við að koma inn í flugstjórnarklefana og sjá alla þá takkaflækju, sem aðfaranótt mánudagsins 31. júlí. Ferð þessi var um tæp tutt-jgu j ríki á sex vikum, og er við komum ! til baka sýndi mílumælirinn 8.236 mílur. Ferðin hafði sýnt okkur inn á heimili milljónamæTÍnga, millistéttarmanna og fátækra. Við ; hittum hvíta, svarta og gula menn. ; Við hittum fólk af öllum þjóðern- , um og öllum mögulegum trúflokk- um. Við hittum fólk með ólíkustu stjórnmálaskoðanir. Við hittum fyrirmenn og valdhafa. Við sváf- um í dúnmjúkum rekkjum og úti undir berum himni. Við vorum á fundum hjá bissnissmönnum, kirkjuhópum, kvenfélögum, í kennslustundum á háskólum, og svona mætti lengi telja. Við feng- um sex vikna tækifæri til að kynn- ast bandarísku þjóðinni eins og hún er í raun og sannleika, ekki eins og við höfum séð hana á kvik myndatjaldinu eða í mynd her- manna og ríkra ferðamanna, sem ganga um með fimm eða sex myndavélar á maganum. Pétur Sigurðsson, erindreki: Umtalið um drykkjuskapinn þar er. Rúmið þar inni er fyrir sex manna áhöfn og svo lítið, að menn geta varla rúmazt þar. Spurði ég manninn, er sýndi okk- ur vélina, hvað væri gert við allt hitt rúmið, en hann vildi sem minnst um það tala. Vélin er eins stór og eitt stórt sambýlishús í Reykjavík. Þar næst skoðuðum við þotuna KC-135, er hefur það hlutverk að fylgja B-52 á flugi og er fljúgandi benzíngeymir. Getur þessi þota, sem er einnig risabákn, tekið fleiri þúsund lítra af benzíni og dælt _ því á flugi yfir í B-52. Þessi vél líkist mikið farþegaflugvélinni Boing 707, enda smíðuð hjá sömu ! verksmiðju. Er hún mun rúmbetri og getur tekið allt jpp í 300 far- . þega, ef mikið liggur við. Er þessi þota dælir benzíninu yfir, flýgur - hún 30—40 fetum fyrir ofan og framan B-52, rennir niður nokk- . urs konar spjóti, sem hægt er að festa rétt aftan við flugstjórnar- klefann á hinni þotunni. Var okkur sagt, að þessar vélar geti verið komnar á loft 15 mín- útum eftir að kallið kemur. Hafa _þeir þarna nokkuð margar vélar af báðum tegundum, sem eru allt- af tilbúnar, hvenær sem er. Ekki - gáfj þeir okkur neinar tölur. Það .kostar flugherinn 3 milljónir doll- ara að þjálfa og kenna sex manna áhöfn meðferð B-25. . Á heimleið ?- Næsta dag kvöddum við síðan _flugvöllinn og tókum síðan stefn- una á lokatakmarkið, St. Paul í Minnesota, sem við lögðum upp frá. Á leiðinni stönzuðum við á litlum bóndabæ, en þangað hafði okkur verið boðið í kvöldverð. Við komum svo til St. Paul kl. fimm Við höfðum tækifæri til að kynn ast þjóð á þann veg, sem bezt verður á kosið. Koma beint til fólksins, búa hjá því, tala við það, borða með því og vera einn af því. Það er sorgleg saga, að aðeins 72 útlendir námsmenn ferðast í ár sem „Ambassadors for Friend- ship“ af 60 þúáund erlendum náms mönnum hér í landi. Það er ótelj- andi, hve margir námsmenn fara frá þessu landi eftir árs dvöl eða meira, með þá hugmynd um Banda ríkin, sem þeir sáu í New York, Los Angeles, Chicago eða St. Paul eða einhverri annarri stórborg þessa stóra lands. Eg var svo lánssamur, að vera einn af 72, sem fóru þessa ferð, og ég er viss um, að ef ég hefði! farið heim til íslands, án hennar,! hefði ég tekið með mér hugmyndir: um þetta land, sem eiga enganj rétt á sér í raunveruleikanum., Fólkið í þessu landi, án tillits til litarháttar. efna, trúrnála og þess háttar, er eins og annað fólk. fólk, sem vill frið í heiminum og vill gera allt til að auka skilning i og vináttu Gestrisni er á mjög j háu stigi á meðal fólksins og allir tilbúnir að gera allt fyrir mann. Eins og ég hef reynt að sýna hér,1 þá hafa allir opnað dyr sinar upp á gátt fyrir okkur og tekið okkur! sem meðlimjm fjölskyldunnar. Að lokum vil ég bæta við niðurstöðu okkar félaganna, Eyessus, Roys, Hermanns og mína, að við lærð-1 uni meira um Bandaríkin á þess- um sex vikum heldur en við höfð- um lært allt s. 1. ár. Einnig vor- um við mjög þakklátir hjónunum Cathrine og Harry Morgan, sem voru fararstjórar okkar. Jón H. Magnússon, -l 5. ágúst, St. Paul, Minnesota.! Um síðustu verzlunarmanna-1 hel.gi blöskraði vist öllum drykkju skapurinn, og sitt af hverju er búið að segja um hann. Alþýðu-j blaðið getur þess 11. ágúst,, a?S ( „mörgum virðist sviða mest, að í þessi ágæta helgi fari ýmsum á- róðursmönnum ágæt spil á hendi“. I Já, hún virðist gera það, ef les- inn er hinn margendurtekni og illkvitnislegi áróður Velvakanda í Morgunblaðinu 12. ágúst sl. Þar, sem eins og áður í þeim dálkum, er reynt að kenna bindindismönn- um um allt sem afvega fer í áfeng ismálum. Þessi málflutningur er í senn bæði svo heimskulegur, ó- sannur og illkvittnislegur, að við hann er ekki unnt að eltast mik- ið. Til að sanna þetta, er nægi- legt að benda á eftirfarandi setn- ingar Velvakanda: „Honum (æsku manninum) er sagt einu sinni á ári, á bindindisdeginum f skólun- um, að áfengi sé eitur. Annarri fræðslu er honum ekki miðlað". Þessi þvættingur sýnir af hvaða skilningi og innræti Velvakandi skrifar um starf okkar bindindis- manna. Fólk sem þannig hugsar og talar um náunga sinn, mætti sannarlega skammast sín. — All- ar hömlur eru sagðar gera illt eitt, og auðvitað tal bindindis- manna líka, þótt margsannað sé meðal allra þjóða, að það eru einmitt hömlurnar, sem einna helzt geta dregið úr áfengisneyzlu þeirra, og er vandalaust að færa fram sterk dæmi, jafnvel frá ná- grannaþjóðunum því til sönnunar. Já, frásagnir blaðanna um drykkjuskapinn voru sannarlega krassandi. Fyrirsagnirnar voru feitletraðar á þessa leið: „Nýtt met í villimennsku. Skrflsæði í Atlavík." — „Dans og drykkja." — „Ölæði á Laugarvatni.“ — „Hrikaleg hópdrykkja.“ — „Hvers vegna allt þetta ógurlega svall?" í frásögnunum komu svo fyrir setningar eins og þessar: „æpandi ungmenni æddu um skóginn og þömbuðu brennivín. Á sunnudags morguninn lágu samkomugestir eins og hráviði hingað og þangað um skóginn, en um leið og þeir vöknuðu, hófst drykkjan að nýju, enda virtist aldrei skorta vínföng á hátið þessa.“ — Morgunbl. 9. ág. „Meiri hlutinn unglingar 14—17 ára .... mikið um áflog, velting og máttlaust tusk, org og hávaða og spýjur á almannafæri ........ Hundruð manna voru þannig á sig komnir." — Tíminn, 9. ágúst. Lýsing Nútímans á drykkju- skapnum er engu hrikalegri en hinna blaðanna, svo að óþarfi er fyrir Velvakanda að tala um „stór yrði“ blaðsins í vörn þess. LEIÐARI MORGUNBLADSINS víkur að drykkjuslarkinu í eftir- farandi ágætucn setningum: „Á mörgum þessara staða hefur taumlaust ölæði og skrílmennska sett svip sinn á framkomu. fólks- ins. Hundruð unglinga og fullorð inna hafa reikað um ofurölvi og valdið hneykslun siðaðra manna, sem gjarnan hafa viljað njóta sumars og sólar í faðmi íslenzkr- ar náttúru. Slík framkoma fjölda fólks set ur ómenningarstimpil á þjóðina í heild. Sá hópur er raunalega stór, sem ekki getur skemmt sér án þess að nálgast stig skynlausrar skepnu.“ (Skepnan hegðar sér ekki jafn illa). Og enn fremur segir í Ieiðaranum: Það verður að hefja herferð gegn hinum taum- lausa og siðlausa drykkjuskap, sem landlægur er orðinn á ein-1 stökum hátíðis- og frídögum. ís-' lendingar verða að skafa þennanj ómenningarstimpfl af sér.“ —! Seinna verður vikið að „amenn- ingsáliti, lagaboðum og bönnum," sem leiðarinn minnst á. Ágætt, ágætt! Morgunblað. Legg ið okkur lið við að „hefja slíka herferð." Seint í október nk. ætl ar stjórn Landssambandsins gegn áfengisbölinu að koma á bindind- isdegi um land allt. Það afréði; stjórn landssambandsins snemma, í sumar. Þá verður tækifæri til að hefja herferð. SVÖR ALÞÝÐUBLADSINS Alþýðublaðið hefur það eftir sjónarvotti, að svæðið þar sem, „þrjú þúsund ungmenna höfðu | haldið hátíð,“ hefði verið engu líkara en að gerð hefði verið á þa „lof.tárás.“ Svo leitar blaðið til nokkurra manna um svör við spurningunni: „Hvers vegna allt þetta ógurlega svall?“ Eitthvað má af svörunum læra, en róttæk eru þau ekki. Góð mein ing er þar sjálfsagt, en meira skal þó til. Furðuleg er ein setning forstöðumanns sálfræðideUdar Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur- bæjar: „Og það þýðir ekki að móralísera." — Skemmtilegri hefði setningin verið á íslenzku, en við skiljum orðið „móralísera.“ Þessi ágæti maður kennir, að ekki gagni nein siðaumvöndun. Á hverju byggir hann þessa skoðun sína? Við gömlu mennirnir höf- um nú séð sitt af hverju viðvíkj- andi þessu, séð hvernig uppeldi æsku manna lánast hjá einum og öðrum. Hér má t.d. nefna alla beztu sértrúarflokkana, sem eiga milljónir fylgismanna. Þar eru allir bindindismenn, algerir bind- indismenn, engu öðru að þakka er trúarlegu siðgæði. Þeir uppal- endur hafa „móralíserað", og náð prýðilegum árangri. Sérfræðingar áfengismála í Bandaríkjunum, hafa fullyrt, að arlegu siðgæði lánist betuT að með trúarlegum áhrifum og trú- bjarga ofdrykkjumönnum, en nokkrum þekktum vísindalegum aðferðum eða fræðslu. ALMENNIN GSÁLITIÐ Já, svo er það þetta margum- talaða blessaða almenningsálit. Eg spyr sem 70 ára gamall maður og áhorfandi margra viðburða og áratuga umbrota í þessum efn- um: Á hverju byggja menn þessa trú sína á almenningsáliti? bæði i svörum Alþýðublaðsins og leið- (Framhald á 12. siðu) Kaffi er Jcjördrykkur en reynið einnig — KAFFI-UPPSKRIFT NR. 1 JOHNSON & KAABER ÍS-KAFFl Sterkt lagað kaffi er sett í kælingu. Fyllið 1/3 af háu glasi með ískaldri mjólk og 2/3 af kaffinu. Sykur eftir vali. Bezt er að nota sykurlög, þ.e. 1 kg. sykur og 1 litri af vatni soðið saman og kælt) til að gera sætt með. Setjið síðan eina matskeið af vinlu-ís eða þeiyttum rjóma út I um leið og borið er fram. KAFFIBRENNSLA E . JQHNSON & KAABER %

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.