Tíminn - 18.08.1961, Side 3

Tíminn - 18.08.1961, Side 3
T í MIN N, föstudaginn 18. ágúst 1961. 3 Bretar verða að taka frumkvæði í Berlínarmálinu. Krafa Verka- mannaflokksins Vesturveldin mót- mæltu viö Rússa NTB—London, 17. ágúst. — Bretum ber að eiga frum- kvæSi að samningum um Berl- ínarmálið, sagði Denis Healey, málsvari brezka verkamanna- flokksins um utanríkismál, í dag. í yfirlýsingu sagði hann, að meða-n vesturveldin nefndu ekki samninga, væri hætta á, að Berlín yrði leikfáng stjórnmálamanna í kosningabaráttunni í Vestur-Þýzka landi. Skítkastsherferð Adenauers forsætisráðherra gegn Brandt borgarstjóra sýndi, hvemig fýsn til persónutegra valda gætu sleg- ið menn blindu á allt annað. — Á meðan hefur Krustjoff skrúfað lokið á Austur-Þýzkaland, og potturinn getur sprungið í loft, þegar minnst varir, sagð'i Healey' ennfremur. — Ef við bíðum til þýzku kosninganna eftir mánuð, getur það verið orðið of seint. Einmitt nú eigum við skoðun al- mennings um heim allan að styðj- ast við, vegna ógnarstjórnarinnar í A-Þýzkalandi. Hið fullkomna gjaldþrot stjórnarfarsins a-þýzka er nú játað fyrir opnum tjöldum. Vill taka frumkvæðið En fram að þessu eru það ekki aðrir en Ráðstjórnin, sem komið' hafa fram með heilsteyptar tillög- ur um samninga. Það er engin af- sökun fyrir því að vesturlönd fresti málinu frekar. Við verðum að setja fram á nýjan leik tillög- ur okkar frá því fyrir tveimur árum um bráðabirgðalausn Berlín armálsins, gegn örugggri trygg- ingu fyrir því, að umferðin milli V-Þýzkalands og V-Berlínar verði óhindruð. — En við verðum einn ig að koma fram með tillögur um frambúðarlausn, ef við eigum ekki að lifa við kreppuástandið. Vestur veldin eiga umfram allt að reyna að stöðva hervæðingarkapphlaup- ið í Mið-Evrópu. NATO verður að verða minna háð kjarnorku- vopnum í V-Þýzkalandi. Krustjoff hefur sýnt, að hann vill ekki láta hermáttarjafnvægið verða hag- stætt NATO. Samningar austurs og vesturs um að herirnir á kjarn orkuvopnalausu belti í Mið-Evrópu verði takmarkaðir, veitir báðum aðilum langtum meira öryggi en þótt þeir haldi áfram hlaupi, sem aðeins getur leitt til áreksturs og ófara. Allt, sem minnkar hernaðarlega þýðingu Þýzkalands, auðveldar samkomuiag á stjórnmálasviðinu, sagði Healey, sem að lokum segir, að ef Macmillan forsætisráðherra hafi ekki misst alla von um að Bretiand skuli halda forustuhlut- verki í heimspólitfkinni, verði hann að minnsta kosti að sýna, að hann hafi eitthvað til síns máls. Leggja allt kapp á rósemi ogf estu NTB—Washington, London, og Bonn, 17. ágúst. — Afstaða vesturveldanna er nú sú, að sýna ró og hlédrægni í núver- andi stöðu Berlínarmálsins, segja bandarískir stjórnmála- Fréttamenn í Washington eftir að mótmæli vesturveldanna voru afhent í dag. Stjórnmálamenn í Bonn eru ánægðir vegna þess að mótmælin leggja áherzlu á ábyrgð Sovétríkj- anna á núverandi ástandi í borg- (Framhald á 15. siðul NTB—London, Washington og París, 17. ágúst. — Ríkis- stjórnir Bandaríkjanna, Bret- lands og Frakklands sendu ráðstjórninni í dag orðsend- ingar til að mótmæla aðgerð- um A-Þjóðverja í Berlín. Vest rænu stórveldin þrjú kalla hömlur þær, er austur-þýzk yfirvöld hafa sett milli borgar- hlutanna, opin og alvarleg brot á stöðu borgarinnar eins og hún er samkvæmt samn- ingi hernámsveldanna fjög- urra. í samhljóða orðsendingum ríkj- anna þriggja, sem afhentar voru í utanríkisráðuneytinu í Moskvu í dag, segja ríkin, að hernáms- svæðamörkin í Berlín séu ekki xikislandamæri, og þær ráðstaf- anir, sem gerðar hafi verið til að loka þeim, séu ólöglegar. Með því að mæla með slíkum ráðstöfun- um hafi ríki Varsjárbandalagsins ! ráðizt til afskipta á svæði, þar sem þau hafa ekkert vald, og vestur- |Veldin gera Ráðstjórnarríkin ábyrg um þetta. Aukinn herstyrkur Bæði Bretar og Frakkar gerðu í dag ráðstafanir til að styrkja her- mátt sinn í Þýzkalandi. Frakka- stjórn sagði í yfirlýsingu, að vegna þeirrar spennu, sem orðin sé eftir aðgerðir A-Þjóðverja í Berlín, hafi. hún ákveðið að auka hern- aðarlegan víðbúnað Frakka, bæði í Frakklandi og Vestur-Þýzka- landi. Ákvörðun þessi var tekinj á fundi æðstu yfirmanna land-; varna, og sat de Gaulle hershöfð- ingi sjálfur í forsæti. Brezka flugmálaráðuneytið til- kynnti í dag, að tekin hefði verið, ákvörðun um vissa styrkingu orr- ustuflugvélasveita Breta í Þýzka- landi. Haft er einnig eftir áreiðan- legum heimildum i London, að þrjár orrustuflugvéladeildir, sem ákveðið hafði verið, að yrðu tekn- ar undan yfirherstjórn NATO í Evrópu, myndu verða um kyrrt á meginlandinu fyrst um sinn. Herútboð kommúnista Æskulýðsfylking kommúnista í A-Þýzkalandi skoraði í dag á með- limi sína að bjóða sig fram sem sjálfboðaliða í hernum. Blað fylk- ingarinnar, Junge Welt, sagði, að „Loksins rétta orðalagið“, sagði Brandt auglýsing um þetta yrði birt í öll- um verksmiðjum, skólum og há- skólum á morgun. Um tvær millj- ónir eru í æskulýðsfylkingu þess- ari, helmingurinn piltar. Frétta- menn telja, að hér verði um að ræða nokkra kennslu í vopnaburði fyrir meðlimi hreyfingarinnar, en ekki fullkomna herþjónustu. Brezkur hervörður var í morg- un stöðvaður og honum snúið aft- ur af vopnuðum Austur-Þjóðverj- um á markalínunni í Berlín. Slíkir atburðir hafa oft komið fyrir sið- ustu dagana. Mótmælaorðsendingar vestur- veldanna voru samdar í samráði við Bonnstjórnina. f textanum er tckið frarn, að aðgerðir aust- ur-þýzkra stjórnarvalda í Berlín hafi takmarkað umferðina milli hernámssvæðanna í þeim mæli, að það jafngildi fullkomnu um- ferðarbanni. Vesturveldin geta ekki fallizt á, að umferðin milli hernámssvæðis Rússa og vestur- veldanna sé hindruð og mótmæla hið harðasta þessum aðgerðum, sem aðeins geti aukið á þá spennu og hættur, sem fyrir séu. í orðsendingunum er ekki minnzt á gagnráðstafanir, og ef marka má blaðið France-Soir í París, hafa vesturveldin ákveðið að grípa ekki til gagnaðgerða fyrst um sinn. Blaðið segir, að það séu fyrst og fremst Bretar, sem hafi verið ófúsir að fallast á ga^nráðstafanir eins og til dæmis að setja ferðabann á Austur-Þjóð- veija í NATO-ríkjum. En einnig hefur það verið álit ríkisstjórna Frakka og Bandaríkjanna, ag slíkt komi ekki til álita fyrst um sinn. Loksins rétta orðalagið' A.-þýzk frétta- stofa sagði frá | því í dag, að Walt | er Ulbricht, fram kvstj. kommún- istaflokks lands- ins, muni halda útvarps- og sjón- jj varpsræðu síð- degis á föstudag- inn. Christopher Steel, ambassa- dor Bretlands í Bonn, sagði í <jag á fundi með blaðamönnum í Berl- ín, að vesturveldin myndu standa sem fastast í V-Berlín, hvað sem gerðist fyrir austan. Fyrr um dag- inn átti hann tal við Willy Brandt borgarstjóra og sagði honum orð- sendingu vesturveldanna. „Loks- ins rétta orðalagið", segir Lundúna útvarpið, að Brandt hafi þá orðið að orði. Á blaðamannafundinum sagði Steel, að það væri engin furða, að V-Berlínarbúar væru beizkir í skapi. Hann var oftar en einu sinni spurður, hvers vegna það hefði tekið svo langan tíma fyrir vesturveldin að semja mót- mæli til Ráðstjórnarinnar. Hann svaraði, að það tæki vesturveldin ætíð nokkurn tíma að ráðfæra sig innbyrðis. Spurður var hann, hvort vesturveldin hefðu ekki getað gert eitthvað meira en senda mótmæli, og sagði hann, að það hefðu þau víst getað, en það tæki ætíð tíma að taka ákvörðun um slíkt. ■ Brezkir hermenn reistu í dag [ gaddavírsgirðingu kringum sov- ézka styrjaldarminnismerkið, sem er vestan markanna, steinsnar frá Brandenborgarhliðinu. Við minnis imerki þetía áttu sér stað heift- |úðugir mótmælafundir gegn Sovét ríkjunum í innilokuninni 1948 og þegar uppreisnin varð í Ungverja landi 1956. Á sunnudaginn var safnaðist enn fólk að minnisvarð- anum, eftír að kunnugt varð um lokun hverfamarkanna. Við varða (þennan stendur rússneskur varð- flokkur með vélbyssur allan sólar- hringinn. Aðfaranótt fimmtudags- ins flýðu níu einkennisklæddir menn úr alþýðulögreglunni og einn einkennisbúinn verksmiðju- vörður vestur yfir mörkin. Menn þessir hlupust á brott úr varðstöð- um sínum. Þessl mynd var tekln vl® Brand- enborgarhllSIS á þrlSjudaglnn og sýnlr gerla alþýSulögregluvörS- inn meS alvæpnl, er snýr andllt- um mót vestrt, og bak vlS menn- ina eru bflar meS kröftugar vatns byssur, sem notaSar voru gegn reiSum Vestur-Berlinarbúum, sem létu í Ijós andúS sfna á aS- gerSum Austur-ÞjóSverja.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.