Tíminn - 18.08.1961, Page 5
TÍMINN, föstudaginn 18. ágúst 1961.
5
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Tómas Amason Rit-
stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés
Kristjánsson, Jón Helgason Fulltrúi rit-
stjómar: Tómas Karlsson Auglýsinga
stjóri: Egil) Bjarnason — Skrifstofui
í Edduliúsinu. — Simar: 18300—18305
Auglýsingasimi: 19523 AfgreiSslusími:
12323. — Prentsmiðjan Edda h.f.
Kári skrií
ar:
ÚR BORG OG BYGGÐ
Afmæli Reykjavíkur
í dag eru liðin 175 ár síðan Reykjavík fékk kaup-
staðarréttindi. Þess afmælis verður minnzt með vegleg-
um hátíðahöldum næstu daga.
Reykjavík í dag er sannarlega ólík því, sem var fyrir
175 árum. Hán er meira að segja um margt ólík því,
sem hún var fyrir 20—30 árum. Reykjavík hefur stöð-
ugt verið að vaxa og stækka og er nú stærsta höfuðborg
í heiminum, ef miðað er við fólksfjölda, eins og margt
er stærst á íslandi, ef þessi viðmiðun er notuð.
Óhætt má segja, að tvennt sé jafn nauðsynlegt hverju
sjálfstæðu ríki: Höfuðborg, sem hvílir á traustum efna-
hagslegum og menningarlegum grunni, og blómleg lands-
byggð. Hvorugt má án hins vera, ef vel á að fara. í dreif-
býli verður aldrei haldið uppi ýmiss konar menningar-
starfsemi, sem fjölbýlið gerir mögulega. í fjölbýlinu er
hins vegar örðugra að verja og vernda ýmsa þjóðlega
háttu og menningarerfðir, sem oft skapa beztu kjölfest-
una. Þar hefur dreifbýið sitt verk að vinna.
Á þeim 175 árum síðap Reykjavík fékk kaupstaðar-
réttindi, hefur hún verið meginstaður ýmsrar helztu
menningarstarfsemi þjóðarinnar. Hér hafa ekki aðeins
setið Alþingi og ríkisstjórn, heldur forysta allra flokka
og helztu félagssamtaka landsins. Hér hafa starfað
margir helztu athafnamenn þjóðarinnar. Allt þetta hefur
hjálpað til þess, að Reykjavík hefur lagt fram stærsta
skerfinn í menningarlegri, félagslegri og efnahagslegri
framsókn þjóðarinnar.
Þegar á allt er litið, má óhætt segja, að Reykjavík
hafi verið farsæl höfuðborg.
Eins og þegar er vikið að, hefur Reykjavík gegnt
miklu hlutverki 1 þjóðlífi íslendinga seinustu tvær ald-
irnar. Þó CT hlutverkið, sem bíður Reykjavíkur enn
meira framundan. ísland er ekki lengur einangrað,
heldur komið í alfaraleið. Áhrifa þess mun gæta í sívax-
andi mæli á komandi árum. Þessu mun fylgja bæði gott
og illt. Þetta mun leggja þá kvöð á þjóðina, að hún
standi aukin vörð um menningu sína og sjálfstæði. í
þeim efnum mun reyna alveg sérstaklega á Reykjavík.
Þar mun allra slíkra áhrifa gæta fyrst og gæta mest.
Þetta hlutverk Reykjavíkur hefur aukizt við það, að
landsbyggðin er ekki lengur eins sterk og hún var áður.
Þetta hlutverk Reykjavíkur þurfa Reykvíkingar alveg
sérstaklega að gera sér ljóst. Því verður ekki fullnægt
með neinu sérstöku, heldur þarf að gera það á margan
hátt. Það þarf að byggja upp sem traustast og margþætt-
ast atvinnulíf í Reykjavík. Það þarf með starfi og sam-
vinnu heimila, skóla, kirkju og félagssamtaka að treysta
uppeldi reykvískrar æsku. Það þarf að styrkja og auka
þær menningarstoðir, sem gera Reykjavík að traustri
íslenzkri höfuðborg.
Með þær óskir í huga, að þetta megi takast, munu
landsmenn allir hylla höfuðborg sína á þessum merka
afmælisdegi hennar.
Stjórnarblöðín keppa
í frjálslyndum bandarískum blöðum eykst nú stöðugt
meira og meira fordæmingin á starfsemi John Birch-fé-
lagsskaparins svonefnda, sem er fólginn í því að setja
kommúnistastimpil á nær alla leiðtoga demókrata og
marga af leiðtogum repúblikana.
Stjórnarblöðin íslenzku keppast hins vegar um metið
í slíkum starfsháttum hér á landi. Alþbl. átti það í fyrra-
dag, en Mbl. náði því greinilega aftur í gær.
En sama dóminn munu þessir starfshættir stjórnar-
blaðanna fá hjá frjálslyndu fólki hérlendis og John Birch
félagsskapurinn hefur hlotið hjá frjálslyndu fólki vestra.
Gott árterði.
Nú er fyrri sláttur búinn um
mikinn hluta landsins. Heyfeng
ur er yfirleitt mikill og góður
á Suðurlandi og sums staðar á
Vesturlandi. En votviðri og
fremur lítil grasspretta víða á
Norður- og Austurlandi hafa
mjög dregið úr heyfeng manna
þar. .
Síldveiði hefur verið óvenju-
lega mikil, svo að um það bil
nálgast metveiði síðan íslend-
ingar fyrst byrjuðu þær veiðar.
Og fiskafli hefur einnig verið
sæmilegur. Árferði víða á land
inu má heita ágætt. En sorglegt
er, að búhyggja landsmanna
skuli ekki vera betri en það, að
þeir sbuli sífellt vera að lækka
okkar litlu krónu, þótt árgæzka
sé. Ótraust og stopult gengi er
plága hverri þjóð, þótt hún
skapi sér hana sjálf.
Forusta.
Núverandi valdhafar byrjuðu
stjórnarferil sinn með því að
gera aðalforustumann dýrtíðar
og gengisfellingar frá byrjun
að merkisbera sínum. Til þess
stofnuðu þeir nýtt, rándýrt og
óþarft embætti, að mestu leyti
án verkefna, nema ef helzt
væri til þess að halda skrum-
ræður fyrir aukinni dýrtíð og
gengislækkun. Og hefur líka
tekizt að auka dýrtíðina á rúm-
lega ári meira en nokkru sinni
áður, þegar frá er dreginn 3—4
mánaða tími einu sinni, er þessi
dýrtíðarkóngur sat við stjóm
og tókst þá að hækka vísitöluna
um 90 stig. Allir muna herópið
þá frá þessum jöfri dýrtíðar-
innar: „Aukum dýrtíðina og
dreifum með þvi stríðsgrúðan-
um“. Aðstöðu sinnar vegna
tókst ho'num og samherjum
hans I þremur flokkum að eyði-
leggja grundvöllinn undir heil-
brigðum atvinnurekstri lands-
manna, sem.aldrei hefur tekizt
að lækna síðan.
Hvað átti að gera?
Stjórnarblöðin eru sífellt að
skamma samvinnumenn fyrir að
þeir hafi gengizt fyrir sáttum
í vinnudeilunni stóru í sumar.
En hvað átti að gera? Ríkis-
stjórnin sat svipuðust reka-
drumb á fjöru, aðgerðalaus.
Komið var að sfldarvertíð: Og
hvað gat kostað að nota hana
ekki? Ef drengilegasti ritstjóri
Mbl. (S. Bj.) tæki nú rögg á
sig og léti blað sitt viðurkenna
og þakka samvinnumönnum fyr
ir að þeir komu á sáttum í
vinnudeilunni með tiltölulega
góðum kjörum eftir aðstæðum,
þá myndi vaxa tilírú til stærsta
dagblaðs landsins og minnka
trú almennings á því, að það
væri alltaf háð mesta gróða- og
braskaralýðnum.
Sparifé.
Enga hefur verið farið eins
illa með á landinu af hinu opin-
bera, síðan verðbólgutímarnir
hófust, eins og sparifjáreigend-
ur. Ráðdeildarsamt og spar’samt
fólk, sem dregið hafði saman
með vinnu sinni talsverða fjár-
muni í sparisjóðsbækur, hefur
bókstaflega verið féflett með
aukinni dýrtíð og sífelldri lækk
un krónunnar. Nú hafa lepp-
blöð stórbraskaranna sí og æ
verið að syngja lofsöng um það,
að ríkisstjórnin vær'i með háu
vöxtunum að styðja sparifjár-
eigendur. Hvílík hræsni! Þó að
fáeinar krónur fleiri safnist í
saprisjóðsbækur einstaklinga
fyrir háu vextina, þá verkar
það svipað og snuðtútta, þegar
alltaf er verið að lækba krún-
una miklu meira en fjölgun
þeirra nemur.
Ferðalög.
Mikil ferðalög eru nú innan
lands og til útlanda. Það er eðli-
legt og sjálfsagt að nota hið
stutta miðsumar til ferðalaga
hér innanlands, en heldur óeðli
legra að fara frá því til heitu-
landanna og kveljast þar í hita-
svælu og líða oft illa. Um verzl-
unarmannahelgina fór sá, er
þetta ritar, upp í Heiðmörk og
eyddi þar tímanum í friðsælli
náttúrunni, þegar margir aðrir
þeyttust eitthvað langt í burtu
og eyddu þar tíma og pening-
um sínum of oft sjálfum sér til
skaða og skammar við drykkju
skap og ólæti. Mér fannst næst
um einkennilega fáir Reykvík-
ingar sjást í Heiðmöi’k, þeirra
friðsæla og kyrrláta stað, sem
er tilvalið að dvelja á og losna
um stund við bæjarskröltið.
' J
Dýrkun eiturlyfja.
Ekki sjaldan sést dekrað við
eiturlyfin í dagblöðum landsins.
En oft er það gert í nokkurri
feimni. Þó ráðast einstaka blað-
skussar stundum opinberlega
fram á ritvöllinn og syngja
Bakkusi lof og dýrð. Kveða þeir
m. a. ekki verandi á skemmti-
samkomUm, nema þar sem
Bakkus hafi aðal tignarsætið.
Þar sem áfengi sé ekki um hönd
haft, sé leiðinlegt og ekki ver-
andi. Árangur af áróðri fyrir
dýrkun áfengis sést svo víða á
samkiomum, ekki sízt um verzl-
unarmannahelgar, þar sem Mbl.
tvítekur nú réttilega _ lýsingar
sínar m. a. þannig: „Óskaplegt
ölæði, aldrei sézt neitt þessu
líkt“, „æpandi ungmenni æddu
um skóginn þambandi brenni-
vín“ o. s. frv. Vesalingarnir
geta þarna glaðzt yfir árangri
áróðurs síns, þótt hann hafi ver
ið gerður í fáfræði og ofstæki.
„Undarlegt að allt hið versta
oftast hefur vængi bezta“.
Að svíkja loforð.
í gamla daga þótti ódrengi-
legt og ljótt að svíkja loforð
sín. Þegar íslendingar voru að
brjóta sér braut í Vesturheimi,
fengu þeir brátt orð á sig að
vera óvenjulega traustir og
áreiðanlegir og efna það, sem
þeir lofuðu. Og hefur þetta álit
jafnan fylgt þeim síðan. Það er
talið, að þetta álit hafi hjálpað
þeim flestu betur í Ameríku.
Úr því að hann er íslendingur,
þá er óhætt að reiða sig á orð
hans“, hefur oft verið orðtak
nágranna Íslendinga þar vestra.
En hvernig er þetta hér heima?
Hafa menn almennt tekið eftir
því, að sjálf ríkisstjómin hefur
brotið öll þau loforð, er mál-
svarar flokka hennar gáfu þjóð
inni fyrir síðustu kosningar?
Ef þessu heldur áfram méðal
æðstu ráðamanna landsins, verð
ur þá ekki senn tízka og þykir
fremd í að svíkja flest sín lof-
orð?
Karakúlfé og minkar.
Rekinn er vaxandi áróður fyr
ir því, hve ágætt væri að fá er-
lenda auðkarla til þess að reka
atvinnurekstur hér á landi.
Jafnvel er talað um, að lækka
sífellt krónuna og halda verka-
mannakaupi niðri til þess að
laða erlenda auðkónga að festa
fjármagn sitt hér í atvinnu-
rekstri, er þeir sjálfir réðu yfir.
Og forðazt er að minnast á þá
stórhættu, sem getur verið fal-
in í því að láta erlenda auðkýf-
inga stunda stóratvinnurekstur
á landi voru. Einu sinni var
geit glæsilegt með áróðri að
flytja inn karakúlfé og minka.
En nú eru menn búnir að kynn-
ast afleiðingunum.
/
'/
'/
'/
'(
(
/
'/
'/
'/
'(
(
/
'/
'/
'/
/
'/
'/
'/
'/
'/
'(
(
/
'/
/
'/
'/
/
'/
'/
'/
'/
‘/
'/
'/
'/
'/
/
'/
'/
'/
'/
'/
'/
• ■N. • 'V V ■ V. • "V. • V. ■
Niels Edwin vinnur við uppsetningu á Reykjavík 1786 á Reykjavíkurkynningunni, sem verður opnuð í kvöld.