Tíminn - 16.09.1961, Page 7
TÍMINN, laugardaginn 16. septcnAer 1961.
7
g hef alltaf ndgan tíma
— Ég hef alltaf nógan tíma,
sagði frú Sigurjóna Jakobsdóttir,
er ég bað hana leyfis að mega
spjalla við hana í tilefni af sjötugs
afmæli hennar.
Að hafa nógan tíma til að
gegna sínum skyldustörfum og
sinna fjölbreyttum hugðarefnum,
er list, sem ekki er öllum lagin,
en þá list hefur frú Sigurjóna
tamið sér. Hún hefur veitt mann-
mörgu heimili forstöðu, alið upp
stóran barnahóp, en samt alltaf
haft tíma til að sinna sönglist, leik
list og ýmisskonar félagsstarfi. Nú
er tekið að hljóðna í kringum
hana, samt er enn ein fósturdótt-
ir heima og börn og barnabörn
eiga oft erindi til hennar og eigin
manns hennar, Þorsteins M. Jóns-
sonar, fyrrum skólastjóra.
— Eruð þér fædd á Akureyri,
frú Sigurjóna?
— Nei, á nyrzta bæ landsins,
Básum í Grímsey. Þangað fluttu
foreldrar mínir árið áður en ég
fæddist. Ég man ákaflega vel
eftir mér í Grímsey, þá var ekki
svo margt. sem glapti fyrir börn-
um á slíkum stað. Árið 1898 flutt
um við svo til Grenivíkur. Þá gaf
hreppstjórinn í Grímsey mér
þessa biblíu, sem ég hef alltaf
varðveitt, segir frú Sigurjóna og
sýnir mér biblíu í fallegu skinn-
bandi.
— Ekki hefur verið fjölbýlt í
Grenivík á þeim árum?
— Ónei, það voru tvö býli og
nokkur hús, en árið sem við vor-
um þar, var verið að byggja
timburhús handa lækninum, en
Sigurður Hjörleifsson Kvaran sett
ist þá að á Grenivik. Til Akur-
eyrar fluttum við 1899 og þar var
ég þangað til ég giftist átján ára
gömul og fluttist norður í Borgar
fjörð haustið 1909.
Það haust stofnaði Þorsteinn
unglifigaskóla í Borgarfirði og
næsta haust tók hann líka við
barnaskólanum. Fyrsta árið
eystra vorum við aðeins tvö í
heimili, en næsta ár fluttu for-
eldrar Þorsteins til okkar og þá
•byrjuðum við búskap á hluta úr
jörðinni Hvoli, sem er skammt
frá þorpinu. Síðar keyptum við
jörðina Breiðuvík, en þar höfðum
við ráðsmann og bjuggum þar
aldrei sjálf.
— Svo heimilið hefur fljótlega
stækkað?
— Já. Á þeim árum urðu menn
að-hafa úti öll spjót til að hafa
ofan af fyrir sér og Þorsteinn fór
fljótt að fást við smá útgerð. Ég
held, að ég hafi kviðið einna mest
fyrir um dagana, þegar hann kom
heim að næturlagi frá Seyðisfirði
með tvær skipshafnir, og kvaðst
ekki einasta hafa ráðið sér skips-
höfn, heldur tekið líka á heimilið
aðra skipshöfn í félagi við Jón
Sveinsson, sem þá gerði út á Borg
arfirði. Þá kveið ég fyrir að eiga
að sjá öllum þessum fjölda fyrir
aðhlynningu. Ég var nú heldur
ekki nema 21 árs gömul og átti
tvö ung börn. Að vísu fylgdi ein
stúlka annarri skipshöfninni, en
hún var dálítið brokkgeng. En allt
blessaðist þetta samt.
— Varla hafa nútímaþægindi
verið í Borgarfirði á þessum ár-
um?
— Ungu konunum þætti víst
erfitt að búa við þau skilyrði, en
einn ómetanlegur kostur fylgdi
byggðarlaginu. Þar var gott fólk
og við Borgfirðinga binda okkur
alltaf síðan sterk bönd. En þæg-
indin —- ja — ekki var nú um
annan eldivið en svörð að ræða,
kolablað sást naumast fyrstu
árin okkar fyrir austan. Vatns-
leiðsla var auðvitað engin og dá-
lítið erfitt og langt að sækja vatn
Frú Sigríður Thorlacíus spjallar við
frú Sigurjónu Jakobsdóttur, sjötuga
Frú Sigurjóna Jakobsdóttir.
í læk. Til þess að létta fyrir okk-
ur við þvotta, þá höfðum við alltaf
stóran pott á hlóðum á sumrin úti
við á og þvoðum þvottinn þar.
Sími kom ekki fyrr en 1918. —
Fyrstu ár okkar á Borgarfirði var
læknir ekki nær en að Brekku
í Fljótsdal eða á Seyðisfirði, en
yfir erfiða fjallvegi að sækya og
snjóþyngsli mikil á vetrum. Lækni
ir fengum við á Borgarfjörð 1915.
Alloft kom fyrir að þessi eina
verzlun, sem var á staðnum, varð
algerlega uppiskroppa með mat-
vörur. Þá miðlaði fólkið því á
milli sín, sem til var, og einu
sinni man ég eftir, að hjá okkur
var bókstaflega ekkert til nema
hafragrjón', saltfiskur og mjólkin
úr kúnni. En það breyttist nú þeg
ar frá leið. Ég held að maður hafi
haft gott af þessari reynslu. Það
er ekki þroskandi að láta leggja
allt upp í hendurnar á sér. Maður
gerði ekki miklar kröfur umfram
það allra nauðsynlegasta.
—- Hvernig var félagslífið
eystra?
— Það var reglulega skemmti-
legt. Við höfum alltaf verið stúku
fólk hjónin og stúkan í Borgar-
firði var sú skemmtilegasta, sem
ég hef starfað í. Ég beitti mér
fyrir stofnun barnastúku og fyrir
því, að stofnað væri kvenfélag, og
lifa bæði þessi félög enn Það
var leikið og sitthvað fleira gert
til skemmtunar Einu sinni lék-
um við Skugga Svein. þá lék Þor-
steinn Svein, en ég Ástu. Já, það
er alltaf gott og nauðsynlegt að
hafa eitthvað annað framundan
en hversdagsstritið. Daglegu störf
in verða miklu léttari ef maður
hlakkar samtímis til þess að sinna
sínum hugðarmálum. i
— Maðurinn yðar átti sæti á Al
þingi frá 1916—23. Fóruð þér
aldrei með honum til eRykjavík-
ur?
— Ég fór að visu til Reykjavík-
ur sumarið 1919, en það var fyrst
og fremst til þess að fara með
veikan dreng til lækninga. Ég fór
heim aftur eftir mánaðardvöl i
Reykjavík og tók ferðin hálfan
mánuð með Sterling. Það var nú
hra^inn í þá daga.
— Var það kannski fyrsta ferð
yðar til Reykjavíkur?
— Nei, hingað kom ég fyrst
1913. Ég var nýlega búinn að taka
að mér að vera kirkjuorganisti og
þá áttu organistar utan af landi
rétt á ókeypis tilsögn hjá dóm-
kirkjuorganistanum í Reykjavík í
þrjár vikur og það notfærði ég
mér. Það var Brynjólfur Þorláks-
son, sem þá var hér organisti. Þeg
ar við komum austur var orgel-
garmurinn í kirkjunni eina hljóð-
færið í sveitinni, en ég keypti mér
fljótlega orgel.
— Lærðuð þér orgelleik á Akur
eyri?
— Já, hjá Magnúsi Einarssyni.
Hann var snildar kennari. Hann
kenndi söng í barnaskólanum og
efalaust hafa nú börnin þar verið
til með að glensa og glettast eins
og önnur börn, en ég man aldrei
eftir öðru en þau væru Ijúf og góð
í söngtímunum hjá Magnúsi. Hann
kenndi okkur að syngja þríraddað
og ég lærði alltaf allar raddirnaf,
og var fljót að því. Magnús var
áreiðanlega á undan sinni samtíð
um margt og ég fann bezt hvílíkur
afburða stjórnandi hann var, þeg
ar ég fór að heyra söng víðar og
reyna sjálf að stjórna.
Þegar ég var barn og ungling-,
ur var ég mörg sumur á Lóma-1
tjöm í Höfðahverfi. Húsfreyjan
þar, hún Valgerður blessunin,
hafði einhverja fegurstu kven-
mannsrödd, sem ég hef heyrt og
eftir því fór hún vel með Ijóð og
lög. Svo þegar ég fór að stálpast
og læra söng í barnaskplanum hjá
Magnúsi, þá sungum við tvíradd-
að, hvar sem við vorum í bænum.
f Höfðahverfinu var ungmennafé-
lag, sem ég gekk í og var það mín
fyrsta félagsstarfsemi. Mig minnir
að haldnir væru fundir á hverjum
sunnudegi, venjulega úti á túni
á einhverjum bænum ,og þá var
mikið sungið.
— Hvenær fluttuð þið frá Borg
arfirði?
— Það var haustið 1921. Þá átt-
um við f'imm börn á lífi og heim-
ilið þurfti mikils með. Þorsteini
þótti vænlegast að flytja til Akur
eyrar og ég held að við höfum
gert rétt í að skipta um. Þegar
við fluttum, var haugabrim.
Yngstu börnin voru á fyrsta, öðru
og þriðja ári og var hlaupið með
þau út í bátinn á milli ólaganna.
Það var glæfralegt, en bótin var,
hve margir voru fúsir til að að-
stoða.
Fyrstu tvö árin á 4kureyri
bjuggum við í húsi Magnúsar
Kristjánssonar alþingismanns, cn
svo keyptum við bæði hús og bóka
verzlun af Sigurði Sigurðssyni
bóksala og eftir það hafðí Þor-
steinn bókaverzlun; þangað til
hann varð skólastjóri Gagnfræða-
skóla Akureyrar árið 1935. Þá
fluttum við út að Svalbarði. Þar
bjuggum við í tvö ár og næstu
þrjú sumur var ég þar líka.
Þar var yndislegt að vera, en það
reyndist ógerlegt að búa þar,
vegna starfa mannsins míns. Svo
keyptum við „París“ 1937 og
bjuggum þar þangað til við flutt
'•n til Reykjavíkur.
— „París“ þótti fínt hús á sinni
tíð, en var það ekki dálítið erfitt
íbúðar?
— Það var byggt á þeim tím-
lun þegar sjálfsagt þótti að hafa
vinnukonur og það bar þess merki.
Það var til dæmis ekkert frá-
rennsli í þvottakjallaragólfinu,
svo að við urðurn að bera blaut
an þvottinn upp í baðherbergi. til
að skola hann þar. Eg hafði yfir-
leitt góðar stúlkur, oft tvær í
einu, enda heimilisfólkið oft frá
16—19. Karlinn, sem kom með
manntalsskýrslurnar sagði alltaf:
Það þýðir víst lítið að láta ykkur
hafa eitt blað í þessu húsi.
— Tókuð þér ekki snemma þátt
í starfsemi Leikfélags Akureyrar
eftir að þið fluttust þangað?
— Jú, ég lék stundum með
þeim, en ekki var það að stað-
aldri. Okkur fæddust fjögur börn
á Akureyri, svo að það féll úr
ár og ár, segir frú Sigurjóna
brosandi. En ég var lengi í stjórn
Leikfélagsins, og um nokkur ár
formaður þess.
— Átti félagið ekki mörgurn
góðum leikurum á að skipa?
— Æðimörgum. Það var félag-
inu mikil lyftistöng, þegar Ágúst
Kvaran flutti til Akureyrar. Jón
Norðfjörð var líka fjölhæfur og
góður leikari og sama var að
segja um Svöfu Jónsdóttur.
— Hvaða hlutverk höfðuð þér
mesta ánægju af að leika?
— Þó að það væru ekki stór
hlutverk, þótti mér mjög gaman
af hlutverki, sem ég lék í Landa-
fræði og ást, eftir Björnsson, og
svo Vilborgu grasakonu í Gullna
hliðinu.
— Þér voruð í fleiri félög-
um á Akureyri?
— Já, ég var í Kantötukórnum
frá því hann var stofnaður 1931
og var formaður hans um tíma.
Björgvin tónskáld Guðmundsson
stjórnaði honum alltaf. Hann var
að mörgu leyti framúrskarandi
maður og líklegt þykir mér, að
tónsmíðar hans verði metnar að
verðleikum þegar tímar líða. Hann
átti það til að vera óþægilega,
(Framhald á 13 síðuj. I
*
A víðavangi
Falsað nitJur á vií
Þegar verið var að lögfesta
„viðreisnina“ voru tölur falsað-
ar óspart til þess að sýna sem
dekksta mynd af efnahaigsað-
stöðu þjóðarinnar. Þessar fals-
anir voru gefnar út í livítri bók
á kostnað ríkissjóðs og sendar
inn á hvert heimili. Þessar fals
anir voru marg hraktar með rök
um af Framsóknarmönnum. Þá
beitti stjórnin og aðstöðu sinni
til að Iáta „reikna út“ stöðu út-
flutningssjóðs eins og liún taldi
heppilegast að hún væri í þann
svipinn. Stjórnin fullyrti að 120
milljón króna halli væri á sjóðn
um og voru það m.a. megin rök-
in fyrir öllu viðreisnarfargan-
inu. Síðar kom í Ijós, að það var
síður en svo halli á útflutninigs-
sjóði, heldur 60—70 milljón kr.
tekjuafgangur.
Núna er falsað upþ á vi'ð
Nú heldur stjórnin, að nægi-
iega langt sé um liðið, til að
menn hafi gleymt öllum tölun-
um og reikninigsmátanum í við-
reisnarbókinni hvítu og- enn er
tekið til við falsanirnar. En nú
er blaðinu snúið við, falsað upp
á við í stað niður áður. í stað
svartnættisins, sem umlukti
falsarana áður, ljómar nú við-
reisnarsól. En því miður eru
þeir cinir um að sjá dýrðina.
Falsanir játaíiar
Reyndar játar stjórnin fölsun
sína í nýju skýrslunni. Þar seg
ir: „Hér ber og að hafa það
hugfast, að bati gjaldeyrisstöð-
unnar stafaði ekki eingöngu af
bættum greiðslujöfnuði, heldur
einnig af tveimur öðrum ástæð-
um. í fyrsta lagi af aukinni notk
un greiðslufrests af hálfu inn-
flytjenda, og í öðru lagi af því
að óvenju miklar birgðir útflutn
ingsafurða voru í landinu“. —
í hinni „stórbættu gjaldeyris-
stöðu“, sem stjórnarblöðin guma
af sí og æ og á að vera árangur-
inn af öllum viðreisnarhörmung
unum og hinni miklu kjaraskerð
ingu almennings, er sem sé ekki
reiknað með stuttum lánum inn
flytjenda, en þau námu á árinu
1960, hvorki meira né minna en
215 milljónum króna. Minnkandi
útflutningsbirgðir eru heldur
ekki með í hinnf „stórbættu
gjaldeyrisstöðu“, en þær rýrn-
uðu á árinu um 205 milljónir
króna í falsreikningum ríkis-
stjórnarinnar er heldur ekki tek
in með aukning á erlendum Ián-
um, en þau jukust um 331 millj
ón á árinu 1960. — Þegar allir
þessir liðir eru teknir með er
240 milljón króna batnandi gjald
eyrisstiTa orðin að 511 milljón
króna versnandi gjaldeyrisstöðu.
Gjaldeyrisstaða Iandsins hefur
versnað um meira en 500 millj
ónir, eða meira en nokkru sinni
fyrr á einu ári. Það er árangur-
inn af öllu farganinu.
Hæg er leií til
Það væri áreiðanlega ýmsum
þeiin, sem fylgt hafa stjórnar-
flokkunum að málum, hollt að
hugleiða hvert lýðræðinu og
stjórnmálaþroskanum stefnir,
þegar beitt er svo siðlausum bar
áttuaðferðum og blekkingum
gagnvart kjósendum. Skörin fær
ist upp í bekknum, þegar þeir,
sem svívirðilegast traðka á lýð-
ræðinu, tala manna fjálglegast
um lýðræðisást sína. Þannig er
dómgreind almennings rugluð
og vatni ausið á myllu komm-
únista.