Tíminn - 16.09.1961, Qupperneq 14

Tíminn - 16.09.1961, Qupperneq 14
14 TÍMINN, laugardaginn 16, sentember 1961. vinum hénnar, þó að þau1 væru ekkert skyld. Oft hug- 1 leiddi hún það, sem Jóakim, hafði sagt um ástina. Stund, um fannst henni að það væri j sannmæli, oftar þó hið gagn-, stæða. Það var sitt hvað að elska börnin eða þroskaða menn. Hún vissi, að sumar stúlkur breiddu faðm gegn i mörgum karlpönnum, svo að: segja samtímis. Varla var llf þeirra auðugra en hinna grandvöru, nema síður væri. i Og tjónið af framferði þeirra var svo háskalegt, að það var viðurkennt af öllum, sem vel voru gerðir. Það var ekki ó- algengt ,að konur giftust oft ar en einu sinni. Þa& var því aðeins gott að hjónabönd vörp uðu ekki rýrð hvort á annað. Hún var ekki búin þeirri reisn áð gera ráð fyrir því um sig, að geta uppfyllt beggja skyldur svo vel, að á hvorugt hallaði. Svo var það einn dag, rúmri viku fyrir jólin, að Hallfrlð- ur var komin heim I miðdegis verð. Hún var í þann veginn að standa upp . frá borðum, er ekkjan kom inn og sagði: — Hér er kominn lítill mað- ur, sem vill finna þig. Má ég ekki láta hann koma. Hann stendur hér í anddyrinu. — Jú, sagði Hallfriður og fékk ákafan hjartslátt. Óljós grunur greip hana. — Gerðu svo vel, sagði ekkjan, hleypti gestinum inn og lét aftur hurðina. Brosandi drengur með út- breiddan faðminn trítlaði inn stofugólfið. — Palli, elsku Palli, sagði' — Pabbi minn. i — Er hann hér við dyrnar?, — Nei, hann fór eitthvað. — Bað hann þig að sækjaj mig? — Já. Viltu ekki koma? i — Hefur hann sagt þér, að: ég vildi ekki koma? — Já. Ekki samt alveg. — Bauðstu til að sækja mig? — Já, ég hef oft gert það og stundum hlaupið af stað og kallað á þig. — Blessaður drengurinn. — Hefur pabbi þinn ekki sagt, að ég vildi ekki koma með sér. — Nei, hann segir, að þú getir það ekki. Jórunn segir, að þú viljir ekki koma. Þú sért vond. Eg trúi því ekki. — Eg get ekki komið, ekki enn. Pabbi þinn hefur rétt að mæla. Viltu ekki vera hér hjá mér? — Jú, ef pabbi er hér Hka. — Hann getur komið oft að heimsækja okkur. — Já. 17 Hallfríður og greip drenginn í fangið. Hún var svo óstyrk(| að henni hefði verið um megn að rlsa á fætur. En j barnsarmarnir lukust um háls hennar og kinn snart kinn .Og nú sá hún það, sem hún hafði aldrei séð áður, drengurinn bar mikinn svip af föður sínum. En grannur var hann og hálseitlarnir við eyrun og undir öðrum vang- anum harðir, áberandi hnyklar. I — Þú þekkir mig, Palli minn? I — Já. -- Og þykir vænt um mig? — Já, alltaf. — Elsku drengurinn minn. Guð hjálpi okkur báðum tveim, sagði Hallfríður. — Eg er kominn að sækja þig- — Hver kom með þig hing að? Og hver hefur sótt þig? — Pabbi minn. Alltaf pabbi minn. — Hefur hann þá ekki ver ið góöur við þig? — Jú, pabbi er alltaf góður við mig. — Og samt hleypurðu frá honum. — Þú áttir að koma. Eng- inn vildi sækja þig. Hallfríður gat nú ekkert sagt. Tárin hrundu um hana. — Þú grætur, sagði drengur inn. — Eg hef lika grátið oft. Einu sinni var ég kominn langt, langt, en þá kom pabbi. Eg grét og kallaði á þig. Eg hélt að þú myndir heyra, en þú heyrðir ekki. Eg bað pabba að lofa mér að kalla áfram, en hann tók mig á bak og fór með mig heim, hvað sem ég sagði. — En nú hefur þú séð mig, og þú veizt, að mér þykir vænt um þig. Ætlarðu þá ekki að vera góður drengur, þó að ég komi ekki? — Hví getur þú ekki komið með mér? — Þú skilur það ekki, góði minn. — Þú mátt til að koma. Pabbi segir, að þú getir ekki komið með sér. Þú getur kom ið með mér. Lízt þér ekki vel á það?, — Jú, hann kemur á hverj um degi. — Þú varst ekki svona mik ið pabba barn, meðan ég var heima. — Þá varst þú svo góð. Hallfríður fékk sting í hjart að. Rataðist drengnum á rétt mæli. Hafði hún dregið dreng inn frá föður sínum? Og eitt örvæntingarorðið enn reis máttugt I huga henn ar. Synd mín er meiri en svo, að ég fái borið hana. — Hvar varstu í nótt? j — Einhvers staðar. Þar var. voðalega stór köttur, miklu stærri en kötturinn heima. Eg var hræddur við hann. Hann teygði sig svo voðalega, voðalega langt og reif stoðina með klónum. — Ertu ekki svangur, væni minn? — Jú, kannske. — Seztu hérna. Eg skal ná í meiri mat. — Þú mátt ekki fara alveg. — Nei, vinur minn. Eg skal vera fljót. En þó að hún flýtti sér, var j drengurinn að opna hurðina, er hún kom inn aftur. — Hélztu að ég væri farin?, sagði hún. I — Þú varst svo lengi, sagði í hann. Drengurinn borðaði vel. Hún hafði á borðum nýjan fisk, en hann var nýnæmi í Móum á jólaföstunni. Svo kom hann aftur til hennar og sofnaði við vanga hennar. Hún bjó um hann í rúmi sínu. Svo bar hún leir-1 inn fram og settist við’ aðj sauma. Boðum kom hún tilj saumákonunnar, að hún gætij ekki komið meira þennan j daginn. í rökkurbyrjun kom Jóa-j kim. Hann var hress að vanda. — Þú ert búin að svæfa strákinn. Það var eftir þér. — Hví varstu að koma með hann, Jóakim? — Eg hélt þér þætti gaman að sjá hann. — Það þykir mér að vissu leyti. Ætlarðu að lofa mér að hafa hann hjá mér til vors-! ins? — Já, og öll hans uppvaxt- , arár, ef þú kemur til mín og, gerist eiginkona mín. — Sérðu ekki, að drengur- inn er í hættu. Hann hefur | svo bólgna eitla, sagði Hall- fríður. _ Þetta eru skammdegis- kvillar, sem lagast sjálfkrafa við hækkandi sól. — Má ég koma og véra hjá ykkur um jólin? , — Þú átt það við sjálfa þig. Ef þú giftist mér, opn- arðu leiðina að heimili mínu, ást, vinum mínum, hjarta mínu, sem þráir þig, elsku minni. og umhyggju. í fáum orðum sagt, öllu, sem ég get veitt. — Geturðu aldrei lært að skilja mig? — Jú, ég skii þig. Og veik- leika þinn þekki ég, stóra fall ega stúlkan mín. Eg vil lækna hann, og ég get það. Eg er reiðubúinn að gefa þér fyllra og heilbrigðara líf en það, sem þú hefux búið þér í lífs- skel þinni. Skelina brýt ég að vísu, en þá er víðátta til allra hliða. Þú þarft að fá heil- brigða sjón og heilbrigt mat á gæðum lífsins. Eins og það er synd að fara illa með mat- inn, eins er það synd að úti- loka höfund lífsins frá lífs- byggingu, sem hann hefur búið til af svo mikilli snilld. Eg er sendur til að leys/ þig úr böndum, sækja þig í tit- legð og leiða þig inn í lífið, j sem þú vigðist með holdtekju þinni á helgri skapastund. við mig. Þú ferð alltaf inn á það, sem ég vil að óhreyft sé. En hitt, sem ég ann, læt- urðu kyrrt liggja. Og svo held ur þú því fram, að þú getir endurbætt líf mitt. Eg hef enga trú á því. — Þú elskar mig, Hallfríð- ur. Kannastu við það, þá er allt fengið. Þú elskar dreng- inn minn litla. En hann er um margt líkur mér. Ástúð hans býr líka í mér. Það, sem skilur okkur feðgana tvo, eru árin. Hann verður alveg eins og ég, eð'a mjög líkur mér, þeg ar hann kemst á minn aldur. Hví ertu hrædd við stóra drenginn, en elskar þann litla? Stóri drengurinn getur þó boðið þér margfalda elsku og lífsnautnir fram yfir snáð ann. — Þú trúir á forsjónina, sagði Hallfríður. — Já, og hún hefur leitt okkur saman til að unnast um alla ævidaga. Hallfríður UTVARPIÐ Laugardagur 16. september: 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleikar. — 10.10 VeSur- fregnir). 12.00 Hádegisútvarp (Tónl. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.55 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 14.30 Laugardagslögin. — (Fréttir kl'. 15.00 og 16.00). 16.30 Veðurfregnir. 18.30 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón-lfÉJsson) 18.55 Tilkynningar. — 19.20 Veður- ■ fregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Tónleikar: Flautukonzert eftir Peter Tanner (Joanne Dickin- son og Eastman-Hochester hljómsveitin leika. Stjórnandi: Howard Hanson). 20.20 Upplestur: „Það er margt stríðið‘,‘ smásaga eftir Coru Sandel, þýdd af Margréti Jónsdóttur/ skáldkonu (Svaia Hannesdóttir). 20.50 Kvöldtónleikar: a) John Charles Thomas syng- ur. b) Shura Cherkassky leikur Boogie-Woogie-etýðu fyrk pí- anó eftir Morton Gould. c) Cor de Groot og Residentie hljómsveitin í Haag leika „In- terplay", píanó- og hljómsveit- arverk eftir Morton Gould. 21.20 Leikrit: „Mislita bandið“: Alf Due samdi upp úr samnefndri sögu Arthurs Conans Doyle. Þýðandi: Hulda Valtýsdóttir. — Leikstjóri: Ævar R. Kvar- an. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög. — 24.00 Dagskrárlok. EIRÍKUR VÍÐFFÖRLI Ulfurinn og Fálkinn 47 Hestarnir voru nú orðnir svo óró- legir, að Eiríkyr ákvað, að betra væri að halda áfram fótgangandi. Rétt í sama bili heyrðu þeir hest- ana hneggja hátt, og í næstu andrá komu þeir þjótandi á harða- hann sl^ppti orðinu, kvað við sker- andi væl úr skóginum, og andar- taki síðar kom hópur úlfa þjótandi í átt til kastalarústanna. stökki eins og sá vond isjálfur væri á hælum þeirra með mikinn liðsauka. Undir kvöld náðu þeir ti) kastala Vígráms. — Hér er ekki að sjá, að neinn sé, sagði Sveinn, þegar þeir höfðu rannsakað stað- inn til hlítar. Nei, hér eru engin spor eftir varúlfinn eða Ervin. ságði Eiríkur, en samt fer ég ekki héðan, fyrr en ég hef komizt að því, hvað skrímslið er. Um leið og

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.