Tíminn - 23.09.1961, Qupperneq 1

Tíminn - 23.09.1961, Qupperneq 1
ekki ymferðar- reglurnar? Lögreglustj «ri hefur nýlega boðað, að samkvapmt fyiirmælum nýju umferðarlaganna megi ekki 1 leggja bifreiðum hægra megin á tvístefnuakstursgötum. Lögreglu- ’ 'þjónar hafa að undanförnu sett aðvörunarmiða á bifreiðar, sem er þannig ranglega lagt. Ökumenn liafa þó ekki verið kærðir fyiir þessi brot, en fyrirmælin eru í þann veginn að komast til fram- kvæmda. Það vakti því athygli, að um tniðjan daginn í gær var einni af bifreiðum lögreglunnar ranglega lagt fyrir framan aðsetur rann- sóknarlögreglunnar að Fríkirkju- i veg 11. Bifreiðin sneri í norður ; bg stóð þannig við eystri gang- j stéttina um hálfa klukkustund. í kvöld verSa úrslitin f feg- urðarsamkeppninni Ungfrú NorS- urlönd kynnt á dansleik á Hótel Borg. Keppnin hefur verið mjög tvísýn, þar sem líkamlegt at- gerfi stúlknanna er ekki ólíkara en svo, að margir hafa átt fullt í fangi með að gera það upp við sig, hver honum þaetti falleg- ust, og þar sem tveir eru saman- komnir, eru þeir sjaldnast sam mála. Því miður verða úrslitin ekki kynnt fyrr en sunnudags- blaðið er langt til fullprentað, og verða því úrslitin að biða til blaðsins á þriðjudaginn. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Inger Lundquist, S., Rig- mor Trengereld, N„ María Guð- mundsdóttir, í„ Margarethe Schauman, F„ og Birgitte Hei- berg, D. Enn að slá tún Akureyri, 22. sept. Nú er ágætur heyþurrkur norð-, anlands, enda suðlteg átt og storm ur. Það kemur sér vel, því að vegna votviðra allan síðari hluta sumarsins, er heyskap enn viða ólokið. f sveitunum út með firð- inum mun ástandið vera verra, og þar er enn mjög víða verið að heyja. Sumir bændur eiga jafnvel enn eftir að slá talsvert af túnum sinum, og notast þeim nú vel þurrkurinn. Skutu 15 hreindýr • • uppi á Oxi Nokkrir menn úr Berufjarðar- hreppi eystra fóru fyrir nokkru upp á lieiði og skutu 15 hrein- dýr, en það var einmitt sá fjöidi, sem heimilaður var Berufjarðar- mönnum til fangs. Hreindýrin voru farin að ganga úr hárum, er þau voru skotin, og skinn þeirra því verðminni en el-la. Veiðimennixnir fóru upp á Öxi, isem er fjallvegur úr Berufirði, sem komast má á Suðurdal inn af Fljótsdalshéraði. Komust þeir á bifreið þangað upp, enda er þar nú vegur, sem aðeins er eftir að bera ofan í. Ungmennafélagið Djörfung, sem er annað af tveimur ungmenna- félögum í byggðarlaginu undir Öxi, hefur af mikilli bjartsýni og myndarskap ráðizt í að gera veg yfir Öxi og komið gerð hans þetta áleiðis, en stuðningur hefur ekki fengizt til þessa fyrirtækis af op- inbeiu fé fyrr en lítils háttar eitt eða tvö síðustu árin. Hefur ung- mennafélagið meðal annars efnt til happdrættis þessu þrifamáli byggðarlagsins til framdráttar. Frá fegurðarsamkeppnmni Nei, myndinni. Þessir menn skemmtu á fegurðarsamkeppninn^ Guð- mundur Jónsson meS söng léttra klassískra laga, en Hjálmar Gisla son með enn léttara hjali. Hurðarlaus vél í Grænlandsflugi í gær hringdi vegfarandi til blaðsins og sagði sögu, er hann var sjálfur furðu lostinn yfir. Hann hafði verið á gangi um miðbæinn um þrjú-leytið og heyrði þá yfir sér flugvélar- dyn, sem oft verður. Eigi að síður varð manninum litið upp í loftið og sá þá þá sýn, er vakti furðu hans. Hann sá inn í flugvélina um opnar dyr. Gerði hann sér þegar í hugar- lund, að þarna hefði orðið slys í flugvélinni. Hér var þó ekkert óttalegt á ferðinni. Varningi kastað útbyrðis Hér var um að ræða Skymaster flugvél Flugfélags íslands, sem hefur fast aðsetur á Grænlandi við ísleitarflug og flutninga til einangraðra staða á vegum dönsku Grænlandsverzlunarinnar. Kom flugvélin hingað í gær beint úr flutningaflugi innanlands í Græn landi. Þar hagar víða svo til, að einstök þorp eru einangruð allan veturinn vegna íss. Ekki er um akvegi að ræðji á landi, og þegar brýna nauðsyn ber til, eru ýmsar nauðsynjavörur fluttar til slíkra staða með flugvélum og einfald- lega kostað útbyrðis sem næst á- kvörðunarstaðnum. Þannig stóð á því, að Skymasterflugvélin flaug að flugbrautinni yfir cniðbæ Reykjavíkur með gat í hurðar stað. Hurðin var vel geymd inni i flugvélinni — og þar var reynd ar einnig einn farþegi frá Græn- landi auk áhafnarinnar, að því er starfsmaður flugfélagsins tjáði blaðinu. Aðfaranótt sl. þriðjudags var ekið á hest á Kleppsvegi móts við bifreiðastæði Laugar- ássbíós. Bifreiðin stórskemmd- ist, en hesturinn hvarf út í myrkrið. Kusina þeir Brak fauk af húsþaki olli skemmdum á bilum í fyrrinótt var ofsaveður Brakið fauk á bifreiðirnar víða um sunnanvert landið, I Svo Óheppilega vildi til, að brak Leigubifreið var á leið vestur rok og rigning. Ekki hafa þó í Framhald á 15. síðu. Kleppsveginn og vissi ökumaður- borizt fréttir af stórfelldum sköðum af völdum veðursins. í ! I Reykjavík bar þó svo til, að ýmislegt lauslegt fauk af þaki 11! hæða háhýsis ag Sólheimum 27, en hús þetta hefur félagið Fram- tak í byggingu. Er smíðinni ekki lokið og ógengið frá þaki hússins. BIFREIÐIN SKÆIO IST OG BROTNAOI - en hesturinn hvarf út í myrkrið inn ekki fyrr til, en tveir dökkir hestar þustu út á veginn í veg fyrir bifreiðina. Lausamöl var á götunni og bar þetta svo brátt að, að öku- manni tókst ekki að koma í veg fyrir árekstur, þótt hann notaði hemlana. Bifreiðin skall á hægri síðu annars hestsins, en síðan hurfu þeir í myrkrið. Framhald á 15. síðu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.