Tíminn - 23.09.1961, Qupperneq 7

Tíminn - 23.09.1961, Qupperneq 7
7 ,.WAW.V.V.,.lW.,AVV.VAV.WASWW^%%Wi%%Wl\ | Verðlagseftirlit jj og álagning Verðlagseftirlit og álagning hefur nokkuð verið til umræðu í sumar. Hefur það vakið undr- un og jafnvel hneykslun, að forsvarsmenn samvinnufélag- anna hafa hiklaust látið það álit í Ijós, að þeir vildu, fyrir hönd kaupfélaganna, afnám verðlagshafta. Þykir sumum sem það muni stríða gegn eðli og tUgangi kaupfélaganna áð óska eftir slíku. Þeim beri að kappkosta, að hafa vöruverðið sem lægst og veita á þann hátt sem ríkasta þjónustu. Þetta þarf nokkurra skýringa. Kaupfélögin hafa ævinlega kappkostað að útvega sem ódýrasta vöru, hvort sem verð- lagsákvæðum hefur verið til að dreifa eða ekki. En rekstur eins kaupfélags kostar nokkuð. Tekjustofna hafa þau oft og tíðum litla sem enga utan álagningar á vöruna og umboðslauna af þeirri fram- leiðslu, sem þau hafa til sölu- með'ferðar. Nú eru ýmis félög- in, sem eru næstum eingöngu, eða að langmestu leyti neyt- endafélög og þeirra einu tekjur er álagningin. Það liggur í aug- um uppi, að til þess að rekstur félagsins beri sig, verður álagn- ingin að vera sem svarar rekstr arkostnaðinum. Verði halli á rekstrinum, hefur kaupfélagið engan tekjustofn upp á að hlaupa til þess að mæta hon- um. Sama gildir vitanlega um einkaverzianir, hvað þetta snertir. Komi það fyrir, að kaupfélag leggi meira á vöruna en það, sem kostnaði nemur, gildir sú regla, að kaupfélagið endur- greiðir félagsmönnunum það sem þelr hafa borgað meira fyrir vöruna en nauðsynlegt var. Það er því sannarlega eng- in áhætta fyrir félagsmennina, þótt svo færi, að reksturskostn- aður félagsins hefði verið áætl- aður óþarflega hár. Samkvæmt þessum reglum hafa sum kaup- félög landsins endurgreitt í stofnsjóði og reikninga félags- manna svo milljónum skiptir á undanförnum árum. En hvers vegna ekki öll félögin? í fyrsta lagi vegna þess, að þau hafa ekki gert ráð fyrir meiri álagn- ingu en því, sem reksturskostn- aði hefur numið, hafi álagn- ingarreglur verið frjálsar. í öð!ru lagi, að verðlagsákvæði hafa hamlað nægilegri tekju- öflun. f þriðja lagi, óhagstæð skUyrði. í fjórða lagi óhöpp, sem alltaf geta komið fyrir. Það er því Ijóst, ef að er gáð, að það er engin áhætta að leyfa kaupfélagi þá álagningu, sem forustumenn þess telja nauð- synlega. Og heilbrigð sam- keppni þess við kaupmanna- verzlanir á staðnum skapar eðlilegt vöruverð og kemur í stað verðlagsákvæða. PHJ Auglýsið í TiMANUM Haustmót í Bjarkarlundi Reykhólum, 17. sept. 1961. S.l. laugardagskvöld hélt hótel Bjarkalundur árlega kveðju- veizlu fyrir starfsfólk sitt, sem þýðir þó ekki að hótelið sé hætt störfum, heldur verður það opið gestum og gangandi fram um miðjan októbermán- uð eins og vanalega, en með færra starfsliði, þvi aðalanna- tíminn er nú liðinn hjá. í þessari veizlu skeði það, að Sigfús Halldórsson, tónskáld og listmálari, sem dvalið hefur um nokkurra daga skeið á Reykhólum, í orlofi sínu, afhenti hótelinu mál- verk eftir sig að gjöf, af Bjarka- lundi og umhverfi með Vaðalfjöll í baksýn. Er það hin fegursta mynd og hangir nú uppi í við- hafnarstofu hótelsins. Úr Reykjavík hafði komið vestur af þessu tilefni Vikar Davíðsson, gjaldkeri Barðstrendingafélags-1 ins, sem á hótelið og rekur það, og veitti hann málverkinu viðtöku fyrir hönd stjórnar félagsins. Hélt hann ræðu og þakkaði hina fögru gjöf og las þakkarávarp frá for- manni félagsins, Guðbjarti Egils- syni, sem ekki gat komið því við að fara vestur í Bjarkalund að þessu sinni. Sigfús Halldórsson hélt einnig ræðu og gat þess, að tilefni gjaf- arinnar væri það, að hann hefði tekið ástfóstri við staðinn og Reyk hólasveit. Þar hefði hann átt margar ijúfar stundir og friðsælar í fögru umhverfi og ætti hann sveitinni þakkarskuld að gjalda fyrir það og svo einnig hitt, sem ekki væri minnst um vert að kona sín væri þaðan upp runnin. Var veizla þessi hin ágætasta,1 mikill og góður matur á borðum og glaðværð töluverð. Stjóiuaði frú Ingigerður Guðjónsdóttir hót- elstýra hófinu. Var mikið sungið og lék Sigfús undir á píanó hót- elsins og skemmti gestum með söng og sögum, og skemmtu menn sér lengi nætur. Þ. Þór í A víðavangg Tvær leiðir Það er hægt að aflétta inn- flutningshöftum eftir tveimur leiðum. Annars vegar með því að auka framleiðsluna, hins veg ar með því að skerða lífskjör almennings, lama kaupgetuna og draga saman á sem flestum svið um. Framsóknarflokkurinn vill af- nám innfZutnings- og viðskipta- hafta, en flokkurinn viíl fara þá Icið að auka framleiðsluna sem mest. Flokkurinn hefur aldrei léð máls á því, að innflutnings- höftum væri létt með því að skerða lífskjör almennings og lama kaupgetuna. Framsóknar- fZokkurinn vilZ leita jafnvægis eftir hinni jákvæðu leið, fram- leiðsluauknimgarleiðinni, en hafn ar algjörlega samdráttarleiðinni. — Þar skiptir vötnum milZi stjórnarflokkanna og Framsókn arflokksins. Þetta er síður en svo að vera andstæður sem frjáls- ustum viðskiptaháttujn, heZdur er flokkurinn andvígur þeirri leið, sem núverandi ríkisstjórn fer til að koma þeim á, þvi eftir þeirri leið getur frelsið orðið harla Iítils virði. Svikafrelsi Með því að binda menn á höndum og fótum með skerðingu kaupmáttar launa, lánsfjár- kreppu og samdrætti í atvinnu- Zífi, verður frelsið aðeins sýnd veiði en ekki gefin. Það er svika frelsi. Slíkt frelsi er aðeins freZsi hinna ríku. f fjölmörgum löndum þar sem kjör alþýðunn- ar eru svo bág, að hún hefur ekki einu sinni til hnífs og skeið ar, ríkir algert viðskiptafrelsi, a.m.k. að nafninu til. Þar er það bundið við getuleysi almennings. Þar hefur viðskiptafrelsi verið komið á eftir neikvæðu leiðinni. Það skiptir því höfuð máli fyrir almenning með hvaða hætti unn ið er að því að koma á frjálsum viðskiptum. Framsóknarflokkur inn vilZ koma á frjálsum inn- flutningi eftir framlciðsluaukn- imgarleiðinni, þannig að jafn- framt innflutningsfrelsi verði tryggð mannsæmandi Iífskjör al mennings. Notalegt á gjárbotninum? Eins og kerlingin sagði, sem hrapaði niður stigann, gat SjáZf stæðisflokkurinn sagt: Ég ætlaði niður hvort sem var. Það er að minnsta kosti staðreynd, að frá því, að búa við beztu almennu lífskjör, komst þjóðin niður á það stig, að búa við Zökust lífs- kjör í Vestur-Evrópu. Á þessum gjárbotni kunna verkalýðsleiðtog ar Sjálfstæð’isflokksins vel við sig. Þar minnir allt svo nota- lega á hina gömlu góðu daga. Þeir fórnuðu því upp höndum í skeZfingu, þegar verkalýðsfé- lögin vildu fara að klífa eitt- hvað áleiðis upp úr gjánni aftur í vor og sumar. Gat aZmenning- ur ekki skilið það, að öruggast væri að vera kyrr niðri? Ef farið yrði uppá við aftur, mætti alltaf búast við hrapi á ný og þá gæti veZ svo farið, að einhver gæð- ingurinn kæmi illa niður. í'Framsóknarblaðið). „Viðreisnarkýrin(f Á fundinum við Brún í Bæjar sveit 27. ágúst s.I. sagði Daníel Ágústínusson sögu af kunnum Sjálfstæðismanni í þorpi einu á Vestfjörðum, sem keypti sér kú í fyrra inni í sveitinni. Skömmu eftir að kýrin var borin, spurði kunningi hans, hvernig kýrin hefði heppnazt. „Minnstu ekki á það“ sagði Sjálfstæðismaður- inn. „Hún étur þessi ósköp, er grindhoruð og mjólkar sáralítið, enda hef ég skýrt hana „við- reisn“. Þá varð einum fundarmanni að Brún að orði: „Étur beljan ókjör ein, engin spenahreyta, vöðvaZaus með visin bein, „viðreisn“ skal hún heita.“ ,-Msa FLUGFÉLAG ÍSLANDS BÝÐUR ÓDÝRAN SUMARAUKA LENGIÐ SÓLSKINS- DAGANA Fijúgið mót sumri og sól með Flugfélaginu á meðan skammdegi vetrarmánaðanna ræður ríkjum hér heima. þÉR SPARIÐ PENINGA FLUGFÉLAG ÍSLANDS lækkar fargjöldin til muna á tímabilinu frá 1. október til 31. maí.Verð- skráin gefur til kynna, hversu mikið Þér sparið með Því að ferðast eftir 1. október. Venjulegt verð Nýtt verð Afsláttur Rivieraströnd Nizza 11.254 8.440 2.794 Spánn Barcelona 11.873 8.838 3.035 Palma (Mallorca) 12.339 9.254 3.085 Ítalía Róm 12.590 9.441 3.149

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.