Tíminn - 27.09.1961, Qupperneq 9

Tíminn - 27.09.1961, Qupperneq 9
Skipadeild SIS hefur starfað í 15 ár. Þar hefur rætzt ein höfuðósk samvinnumanna fyrr og síðar - draumur, sem Einar í Nesi orðaði eins og fyrirsögnin til hliðar greinir Hafið með ógnum sínum og auði hafði mótað skap- gerð hennar að hálfu. Að vanta skip var aldagamalt böl, að eiga skip var óska- draumur. Arnarfell, keypt 1949, heimahöfn Húsavík Jökulfell, keypt 1951, heimahöfn ReySarfjörður Dísarfell, keypt 1953, skipum Sambandsins. Og nú túlkar þetta ljóð afmælis- óskir þjóðarinnar til sigl- ingaflota Sambandsins og áhafna þeirra, hvar sem þau sigla um heimshöfin. Þessi viðhorf komu vel í ljós, þegar samvinnumenn fögnuðu Hvassafelli í fyrsta sinn. í mannfagnaði við það' tækifæri sagði Vilhjálmur Þór, þáverandi forstjóri SÍS: „Með kaupum þessa skips og komu þess hefur Sam- bandið hafið nýja starfs- grein. Starfsgrein, sem ætl azt er til, að geti orðið einn lið'ur enn í starfinu að því markmiði samvinnunnar, að skapa betri lífsskilyrði og gera lífið ■ léttara og betra fyrir fólkið í þessu landi.“ j Og einnig sagði hann:, „En ríkast er mér í huga að ( biðja þessu skipi guðs bless unar. Megi máttur hans allt1 af vera með því og vernda skipið og þá menn, sem nú eru á því, eða á því verða á komandi tímum og gefa þeim styrk til þess að sigr- ast á erfiðleikum og ógnum hafsins og gefa gæfu til þess að það megi alltaf heilt í höfn koma.“ Við sama tækifæri sagði' Einar Árnason á Eyrarlandi,' formaður stjórnar Sam-j bandsins: „Með komu þessa skips. eru að rætast margra áraj óskir samvinnumanna lands ins og vonir lifa um það, að fleiri skip komi síðar á veg-, um þess félagsskapar til að fylla þær þarfir, sem þetta; eina skip að sjálfsögðu get-| ur ekki fúllnægt. Eg trúi því, að félagslegt framtak einstaklinganna, þar sem allir njóta ávaxtanna jafnt, verði þjóðinni farsælt í bráð og lengd og í þeirri trú býð ég Hvassafell velkomið til starfa og bið þess að guð og gæfan fylgi þvi og áhöfn( þess, hvar sem það fer um heimsins höf.“ Þessi orð samvinnuleið- toganna við þetta tækifæri fengu sterkan hljómgrunn í brjósti allra samvinnu- manna og undir þeirra góðu óskir og fyrirbænir tók fólk ið í landinu. Hvassafell er fagurt skip. Það var smíðað í Genua á Ítalíu og er 2300 smál. að stærð. Fyrsti skipstjóri sam; vinnumanna var Gísli Ey-j lands og 1. stýrimaður Sverrir Þór. Eins og koma Hvassafells var sögulegur viðburður, varð hún einnig upphaf ann arra sams konar, sem á eft ir fóru. I Á næstu árum bættust í siglingarflota SÍS hvert skip ið af öðru. Voru þeim gefn- ar heimahafnir á ýmsum stöðum, eða sem hér segir: heimahöfn Þorlákshöfn Litlafell, keypt 1954, ' heimahöfn ísafjörður Helgafell, keypt 1954, heimahöfn Reykjavík Hamrafell, keypt 1956, heimahöfn HafnarfjörSur, Þegar Hvassafell kom til landsins, var það stærsta, skip íslenzka siglingaflotans og yngsta skip SÍS. Olíuskip ið Hamrafell er nú lang- stærst allra skipa þjóðarinn ar, 16730 lestir. Árið 1960 sigldu skip sam- vinnumanna samtals 319477 i sjómílur, fluttu samtals, 419.700 smálestir af vörumj og komu 1283 sinnum á ís-, lenzkar hafnir allt í kring, um landið. Erlendis komu, þau til hafna 243 sinnum. , Skipverjar á Sambands-| skipunum eru 171. Upphaflega þegar Skipa- deild SÍS var stofnuð 1946, heyrði hún beint undir for- stjóra skrifstofu Sambands ins, en 1952 var hún gerð sjálfstæð og Hjörtur Hjartar ráðinn framkvstjóri hennar. Hefur hann verið það síðan. Ef Einar í Nesi og aðrir spámenn og frumherjar sam vinnustefnunnar á íslandi mættu lita upp úr gröfum sínum, mundi þeim bregða í brún og verða ríkt fagnað- arefni að þvi, hve vel hefur tekizt að ávaxta þann arf hugsjóna og ráðdeildar, sem þeir fengu þjóðinni í hend- ur. Þótt Skipadeild Sam- bandsins sé ung að árum, hefur samvinnufólkið í land inu og þjóð'in öll ástæðu til að þakka þeim, sem hafa veitt henni forstöðu og öll- um þeim, sem unnið hafa að eflingu hennar og fram- gangi. Ekki sfzt skyldu menn minnast með hlýhug og holl um óskum áhafna skipanna, sem svo farsællega hafa unn ið störf sín. Hinn fjölgáfaði og list- fengi maður, Sveinn Bjar- man á Akureyri, orti eftir- farandi erindi í tilefnl af komu Hvassafells 1946 og sendi þáverandi forstjóra SÍS: íslands árguðir lýsi alla tið Hvassafelli. Hossi hamingja og blessi happaskeið á sœ breiðum. Mölvist bylgjur, þó bölvi bólgin hrönn i rokólgu. íslands árguðir lýsi alla tið Hvassafelli. Undir þessar óskir og fögru fyrirheit tóku allir landsmenn. Erincji Sveins hefur orðið að áhrinsorðum. Hamingja hefur verið með, Helgafell

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.