Tíminn - 11.10.1961, Síða 1

Tíminn - 11.10.1961, Síða 1
ALÞINGI SETT í GÆR Alþingi, 82. löggjafarþing, var sett í gær. Þingsetningar- athöfnin hófst meö guðsþjón- ustu í dómkirkjunni kl. 1.30. Jón Auöuns, dómprófastur, prédikaði. Að lokinni messu gengu þing- menn^ í Alþingishúsið og las for- seti íslands upp bréf handhafa forsetavalds um samkomudag reglulegs Alþingis og sagði þingið sett. Gísli Jónsson, aldursforseti, tók síðan við stjórn fundar. Minntist hann fjögurra fyrrverandi þing- manna, sem látizt höfðu frá slitum síðasta þings, þeirra Jóhanns Þ. Jósefssonar, Gunnars lafssonar, Angantýs Guðjónssonar og Ásgeirs Sigurðssonar. Fjórir varaþingmenn tóku sæti á þessu þingi. Þeir eru Jón Pálma- son, er tekur sæti Gunnars Gísla- sonar, Hjörtur Hjálmarsson í stað Birgis Finnssonar, er situr á alls- herjarþingi Sþ., Einar Sigurðsson fyrir Jónas Pétursson, sem í önn- um á heima, og Sveinn S. Einars- son, er tekur sæti Ólafs Thors. Rannsaka þurfti kjörbréf Sveins r ■ a ■ r a einu ari a Patreksfirði Patreksfirði, 10. október. Hér ríkir bjartsýni og fram- kvæmdahugur, enda er atvinna meiri en nóg að venju. Meðal ann- ars eru 18 íbúðarhús í smíðum, en þau gera ekki betur en að taka við hefur nefnilega fjölgað um meira fjölguninni á staðnum. íbúunum en hundrað á einu ári og eru þeir nú orðnir 950. Verður varla langt að bíða þess, að Patreksfjörður losi þúsundið Bátaútgerðin er vaxandi. Nýir bátar bætast stöðugt við, enda hef- ur gengið vel fiskiríið undanfarið. (Framhald a z siðu.' Einarssonar, og var þinginu skipt í kjördeildir. Kjörbréf Sveins reyndist lítils háttar gallað, en kosning hans dæmd lögmæt og kjörbréf hans samþykkt. Fleira var ekki tekið fyrir á þessum fundi, og var honum frestað. í dag fer fram kosning forseta og annarra embættismanna þings- ins. Akureyri,10. október. Á laugardaginn bar svo við, að tveir ungir sjómenn á danska fisktökuskipinu Axel Siff, sem lá við bryggju á Odd- eyri, struku frá borði og lögðu af stað fótgangandi inn Eyja- f jörð. Þeir héldu alla leið fram að Núpufelli i Saurbæjarhreppi, sem er lörig leið. Knúðu þeir þar dyra fyrri hluta nætur. Þar býr Daníel Pálmason og kona hans Ingibjörg. Tóku þau á móti gestunum. Dan- irnir vildu óðir og uppvægir ráða sig í vinnu hjá þeim og hætta allri sjómennsku. Kornuppskeru lýkur í vikunni Egiil&stöðum, 10. október — Kornuppskera er nú langt kom in og aðeins er eftir að slá brot af ökrunuim. Sennilega lýkur upp- skeruinni í þessari viku, því að veður er meg bezta móti, sólskin og aldrei frost. E. St. Skipstjórinn á Axel Siff saknaði háseta sinna og fann þá hvergi. Leitaði hann þá til lögreglunnar á Akureyri. Hún fann þá á Núpu- felli, þar sep þeir voru í bezta yfirlæti. Voru þeir teknir og flutt- ir til Akureyrar og afhentir skip- stjóra. Var þar með íslandsdvöl þeirra lokið. Skipið lagði frá bryggju á súnnu dagskvöldið og fór út Eyjafjörð. Strandaði það síðan laglega á Lauf- ásgrunni. Morguninn eftir tókst Laxá að draga það af grynningun- um, enda var sandbotn á strand- staðnum. Má segja, að Dönunum hafi þótt þetta söguleg sjóferð. E.D. * „A varamönnum er vaxandi trú,, Við þimgsetningu í gær kvaddi Skúli Guðmundsson sér hljðs utan dagskrár og benti á, að lögum samkvæmt og að réttum þingsköpum ætti elzti þingmaðurinn að gegna störfum aldurs- forseta. Þá sat í forsetastóli Gísli Jónsson. Sagðist Skúli Guð- mundsson ekki vita betur en að Jón Pálmason á Akri sem sæti á þiniginu, væri maður eldri en Gísli Jónsson og væri því ald- ursforseti þingsins og ætti að gegna störfum aldursforseta, ef réttum lögum og þingsköpum væri fylgt. Gísli Jónsson svaraði því til, að Jón hafi komið til þings sem varamaður Gunnars Gíslasonar og hefði því formlega ekki tal- izt þingmaður fyrr en bréfið um forföll Gunnars Gíslasonar hefði verið lesið upp. — (Nokkuð var þá umliðið síðan bréf þetta hafði verið lesið upp, en Gísli hafði gegnt forsetastörf- um áfram og stjórnað skiptingu þingsins í kjördeildir og rann- sókn kjörbréfs). Gísli Jónsson sagðist gerla vita um aldur Jóns á Akri, en ekki hefði verið talið rétt að skipta um forseta, og sat Gísli sem fastast í forsetastól áfram, en Jón Pálmason kímdi í sæti sínu skör lægra. Áður en fundi var frestað, gat Gísli þess, að fyrir næsta fund myndi þetta aldursforsetamál hafa verið tek- ið til rækilegrar athugunar. —Flugu ýmsum í hug vísuorð Jóns Pálmasonar sem fram sögumanns kjörbréfanefndar á síðasta þingi: „Á varamönnum er vaxandi trú“. — f Ijós mun koma í dag, hvort telja megi þessi orð Jóns Pálmasonar áhrínsorð. Hásetarnir struku og fóru í sveitina — en skipið strandaði

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.