Tíminn - 11.10.1961, Síða 8

Tíminn - 11.10.1961, Síða 8
8 T í M IN N, mið'vikudaginn 11. októbcr 1961. Endurrit úr Sakadómsbók Reykjavíkur .... Ár 196.1, þriðjudaginn 29. ágúst, var dómþing sakadóms Reykja- víkur háð á Fríkirkjuvegi 11 af Halldóri Þorbjörnssyni, sakadóm- ara. Fyrir var tekið: Dómsrannsókn út af skrifum Frjálsrar þjóðar og Tímans um sjávarútvegsmálaráðherra. Fram eru lögð þessi skjöl: 1. Beiðni saksóknara um dóms- rannsókn. 2. Bréf sjávarútvegsmálaráð- herra til saksókmara. 3. Frjáls þjóð 29. tbl., 19. ágúst 1961. 4. Frjáls þjóð 30. tbl., 26. ágúst 1961. 5. Tíminn 187. tbl. 19. ágúst 1961. 6. Tíminn 191. tbl., 24. ágúst 1961. 7. Alþýðublaðið 184. tbl„ 19. ágúst 1961. Mættur er kl. 14 Þórarinn Gunn- leifur Jóhann Þórarinsson, rit- stjóri, Hofsvallagötu 57, hér í borg, fæddur 19. september 1914 i Ólafsvík. Mættum er kynnt tilefni rann- sóknarinnar og gætt ákvæða 2. mgr. 77. gr. 1. nr. 27/1951. Mættur kveðst vera ritstjóri dag blaðsins Tímans og ábyrgðarmað- ur og beri hann því ábyrgð á greinum þeim í blaðinu 19. og 24. þ. m., sem um ræðir í bréfi sjáv- arútvegsmálaráðherra. Mættur er spurður um heimildir Tímans að umræddum skrifum. Hann segir að greinin í blaðinu 19. ágúst byggist algjörlega á frá- sögninni i 29. tölublaði Frjálsrar þjóðar, en það blað kom út á föstu daginn 18. ágúst, þótt dagsett sé 19. ágúst. Ber greinin þetta líka með sér, þar sem hún er í raun og veru aðeins frétt um það, hvað Frjáls þjóð hafi sagt um mál þetta. Vakti það fyrir blaðinu að vekja athygli á þessum alvarlegu ásök- unum, án þess að taka sjálft af- stöðu til þess hvort þær væru sannar eða ekki, enda lýkur grein- inni með áskorun um, að rann- sókn fari fram um þær. Síðari greinin (191. tbl.) er svo framhald af fyrri greininni, með hliðsjón af grein í Alþýðublaðinu (184. tbl.), sem byggð er á við- tali við sjávarútvegsmálaráðherra. Mættur kveðst sjálfur ekki geta gefið neinar upplýsingar um þau viðskipti skreiðarsamlagsins, fiski- mats ríkisins og sjávarútvegsmála- ráðherra, sem gagnrýnd eru í um- ræddum blaðaskrifum, en kveðst óska þess, að þessi viðskipti séu krufin til mergjar í þessari rann- sókn. Upplesið, játað rétt. Vék frá. Vottar: Elísabet Guðjohnsen. Haraldur Jóhannesson. Magiiiís leggur fram bréfið Kl. 14,55 kemur í dóminn Magn- ús Bjarnfreðsson, ritstjóri, Haga- mel 41, fæddur 9. febr. 1934 að Efri-Steinsmýri í Meðallandi. Honum er kynnt tilefni rann- sóknarinnar og gætt ákvæða 2. mgr. 77. gr. 1. nr. 27/1951. Mættur kveðst vera ábyrgðar- maður Frjálsrar þjóðar og beri hann einn ábyrgð á grein þeirri í blaðinu 19. þ. m„ sem rannsókn þessi snýst um og svo greininni í blaðinu 26. þ. m. um sama efni. Mættur kveðst að svb stöddu ekki óska að greina frá heimildum blaðsins fyrir gagnrýni þeirri á hendur sjávarútvegsmálaráðherra, er fram keraur í blaðaskrifmitum, umfram það, sem greinarnar bera sjálfar með sér. Kveðst hann þurfa að ráðgast við lögfræðing áður en hann tjáir sig endanlega um þetta atriði. Mættur kveðst munu óska þess, að rannsakað verði rækilega hver ábyrgð hafi borið á því, að orðið Offal var numið úr merkingu á nokkru af úrgangsskreið og kveðst hann , nú þegar vilja benda á, að yfirheyra þurfi Kristján Eliasson, yfirfisk- matsmann, en síðar kann að vera, að mættur bendi á fleiri, er hann óski að yfirheyrðir séu og leggi fram frekari gögn. Mættur afhendir dóminum nú bréf það sem mynd er af í 30. tbl. Frjálsrar þjóðar. Bréf þetta er nú lagt fram sem nr. 8, bréf Fisk- mats ríkisins. Mættur kveðst að svo stöddu ekki hafa neitt frekar fram að fæia í þessu máli. Upplesið, játað rétt Vék frá. Dómþingi slitið. Halldór Þorbjörnsson. Vottar: Elísabet Guðjohnsen. Haraldur Jóhannesson. Ár 1961, mánudaginn 4. sept- ember, var dómþing sakadóms Reykjavíkur háð á Fríkirkjuvegi 11 af Halldóri Þorbjörnssyni, saka- dómara. Kristján Elíasson skýrir málavexti Fyrir var tekið: Dómsrannsókn út af skrifum Frjálsrar þjóðar og Tímans um sjávarútvegsmálaráðherra. Mættur er í dóminum kl. 14 sem vitni Kristján Elíasson, yfirfisk- matsmaður, Kleppsvegi 6, 50 ára að aldri. Brýndur á vitnaskyldu. Mættur er starfsmaður Fisk- mats ríkisins, og er yfirmaður skreiðarmatsins. Yfirmaður stofn- unarinnar í heild og þar á meðal yfirmaður mætts er Bergsteinn Bergsteinsson. fiskmatsstjóri. Dómurinn óskar nú skýringa vitnisins á merkingunni Offal á skreið. Offal — úrgangur Um þetta segir vitnið: Reglur þær sem Fiskmatið fer eftir um merkingu á skreið eru sniðnar’ skemmdir aðrar, svo sem verulega rotnun o. þ. h„ en í lakari flokk- inn kernur þá sú skreið, sem ekki fullnægir þessum skilyrðum. Þó getur skreiö verið svo gerónýt að hún sé alls ekki tekin til útflutn- ings. Fiskmatið heíur ekki sett regl- ur um merkingu til að greina að betri og verri flokk Offal-skreiðar, en látið útflytjendur um það. Hefur Skreiðarsamlagið auðkennt betri flokkinn með orðunum „Blaek Sk:nned“, svo og aðrir út- fiytjendur nema Þóroddur Jóns- son sem notar sérmerkinguna B & Y (það þýðir Black and Yell- ow). Fiskmatið hefur sem sagt ekki sett þessar reglur, heldur lagt áherzlu á að öll úrgangs- skreið, þ. e. sú skreið er ekki nær flokkun Afrika (III. fl.) væri merkt Offal. Merkingiin er sett á umbúða- striga vörunnar með gúmmí- stimpli eða málað gegnum plötu. Vitnið er nú spurt um það at- riði er um ræðir í skrifum Frjálsr- ar þjóðar og Tímans, þ e. breyt- ingu á merkingu Offal-skreiðar. Farií fram á breytingu Vitnið segir að í vor, líklega síðari hluta maí, hafi framkvæmda stjóri Skreiðarsamlagsins, Bragi Eiríksson, snúið sér til vitnisins með beiðm um að breytt yrði nafni á skárri flokknum af Offal- skreið, þannig að hann yrði ekki merktur orðinu Offal. Um þetta ræddi vitnið við þá Braga og Ingv- ar Vilhjálmsson, stjórnarformann Skreiðarsamlagsins. Skýrðu þeir svo frá að viðskiptafirma samlags- ins erlendis hefði farið fram á, að þessi flokkur skreiðar yrði fram- vegis ekki merktur Offal. Stungu þeir upp á að flokkurinn yrði fram vegis kallaður Blaek.Skiuned Round Cod. RæddU^-þeiYí'hú 'iim þetta frekar, en ekki kveðst vitnið liafa viljað fallast á þessi tilmæli. Vitnið kveðst hafa fengið að sjá ■ - * eftir norskum fiskmatsreglum. Samkvæmt reglum þessum er út- flutningsskreið flokkuð í 3. flokka: 1. fl. (prima), 2. fl. (secunda) og 3. fl. (Afrika). Upphaflega var ekki flutt út önnur skreið en sú sem komizt gat undir þessa flokk- un. Úrgangsskreið, er ekki náði 3. fl. var ekki flutt út. Framan af var úrgangsskreiðin aðeins lít- ill hluti skreiðarinnar. En hin síð- ari ár hefur úrgangsskreiðin verið verulegur hluti af skreið- inni, einkum í úrkomusömum ár- um. Þá var farið að athuga mögu- leika á að selja úrgangsskreiðina. Fiskmatið setti þá þær reglur, að slík úrgangsskreið skyldi merkt með enska orðinu OFFAL. Reglur þessar er að finna i skriflegum (fjölrituðum) leiðbein- ingum Fiskmatsins til fiskmats- manna, sbr. 8. gr. reglug. 124/ 1953. Hefur síðan á árinu 1954 eða 1955 eða þar um bil verið flutt út nokkurt magn af slíkri úrgangsskreið. Síðustu ca. 2 ár hefur fiskmatsmönnum verið sagt að greina Offal-skreiðina í tvo fiokka, og er þá gert ráð fyrir að i skárri flokkinn komi skreið sem hefur jarðslaga, en ekki veruilegar bréf viðskiptafirma samlagsins, og fékk afrit af því. Síðar átti Hjaiti Björnsson, um boðsmaður erlenda firmans, við- tal við vitnið, og mæltist eindregið til þess að orðið yrði við tilmæl- um firmans. Vitnið hélt við fyrri afstöðu. KrisJján synjar skriflega Nokkru síðar bað Bragi Eiríks- son vitnið um skriflega staðfest- ingu þess að ekki yrði orðið við tilmælum samlagsins, og kvaðst þurfa á henni að halda til að senda hinu erlenda firma. Vitnið sendi Skreiðarsamlaginu þá bréf, þar sem það rökstuddi afstöðu sína. Seinna fckk vitnið frá sam- Iaginu enska þýðingu þessa bréfs ásamt bréfi er samlagið sendi með því. Næst gerist það, að einhvern tíma um 10. júní biður ráðuneytis- stjóri í sjávarútvegsmálaráðuneyt- inu, Gunnlaugur Briem, vitnið að koma til fundar. og gerði vitnið það Á fundi þessum sem fram fór í ráðuneytinu voru auk vitnis- ins og Gunnlaugs þeir Bragi Ei- ríksson og Ingvar Vilhjálmsson. Þarna höfðu þeir Bragi og Ingvar enn uppi fyrri tilmæli um merk- ingu á betri tegund Offal-skreiðar, og skýrðu sjónarmið sín. Töldu þeir að verulegir erfiðleikar yrðu á sölu nefndrar tegundar skreiðar, ef hún yrði áfram kölluð Offal, og hætta á að hún seldist ekki nema þá eins og lélegri flokkur- inn af Offal-skreið. Vitnið skýrði einnig sjónarmið Fiskmatsins í samræmi við áðurnefnt bréf til Skreiðarsamlagsins. Ráðuneytis- stjóri virtíst styðja það, að leyst yrði úr vandræðum samlagsins með einhvers konar brgytingu, og vildi að athugað væri, hvernig það væri hægt. Hann tók þó fram að ráðuneytið vildi ekki taka fram fyrir hendur Fiskmatsins í mál- inu. Þarna var rætt um ýmsar leiðir um þetta við Jón Sigurðsson, full- trúa, því að ráðuneytisstjóri var ekki við. Síðan sendi vitnið ráðu- neytinu bréf, þar sem greint var frá þessu nýja viðhorfi og óskað úrskurðar ráðuneytisins um það, hvað gera skyldi í málinu. RÁÐU- NEYTIÐ STAÐFESTI f TVEIM- UR BRÉFUM, DAGS. 25. JÚLÍ AÐ HALDIÐ SKYLDI VIÐ FYRRÍ ÁKVÖRÐUN. EFTIR ÞETTA SENDI VITNIÐ ÚT TIL SKREIÐ- ARMATSMANNA OG ÚTFLYTJ- ENDA BRÉFIÐ Á DSKJ- NR. 8. Vitnið segir að nefndar breyt- ingar hafi alltaf verið miðaðar við eftirstöðvar á framleiðslu ársins 1960 og ekki annað, eða svo hefur vitninu skilizt. Þá v»r um það rætt á fundinum í ráðuneytinu að breytingin yrði fyrst um sinn til Rannsóknin / Rannsóknin staðfestir, að Emil Jóns- son, sjávarútvegsmálaráðherra, tók af skarið um merkisbreytinguna gegn vilja og ráðum Kristjáns Elías- sonar, yfirfiskimatsmanns. til lausnar á málinu en einkum kom tvennt til greina: Kristján neitar aS fella niíur 1) Að breyta flokkuninni á betri flokki Offalskreiðar, þannig að orðið OFFAL yrði numið úr nafni lians en hann auðkenndur ein- hverju öðru nafni, svo sem Black Skinned, eða Afrika 2. Af þessu hefði leitt að bæði væri breytt merkingu á vörunni og nafni hennar í matsvottorði því er vör- unni fylgir. Á þessa lausn kveðst vitnið alls ekki hafa viljað fallast. 2. Að nafni flokksins yrði ekki breytt, þannig að það væri fram- vegis óbreytt í matsvottorði, en orðið Offal yrði numið úr merk- ingu vörunnar sjálfrar. Kveðst vibnið að vísu enga® veginn hafa verið ánægt með þessa breytingu, en talið hana þó skömminni til skárri en hina fyrri, og varð sú niðurstaðan að vitnið kveðst hafa fallizt á hana, ófúst þó. Lauk svo fundinum. Kveðst vitnið hafa tekið fram, að það væri óánægt með ráðstafanir þessar, þótt það gengi inn á þær. Sjávarútvegsmálarn sinn- ir ekki víðvörunum Nokkru seinna fékk mættur bréf frá Iljalta Björnssyni, þar sem hann skýrir frá því að borizt hafi frá Nigeríu kvörtun út af Black Skinned Round Cod Offal, og óskar cftir athugun Fiskmats- ins á skreið úr þessum flokki, sem óútflutt var. Vithið átti eftir þetta tal við Braga Eiríksson er lét vitn- inu í té afrit af skoðunarvottorði frá Nigeríu. f vottorði þessu kem- ur fram, að skoðunarmenn hafi verið kvaddir til að skoða skreið merkt Black Skinned Round Cod Offal, en eftir því sem vitninu skildist, hafði verið beðið um að meta skreiðina sem „usual Ice- landic Africa quality and not Off- al-type stockfish.“ Þetta fannst vitninu benda til að verið væri að selja Offal-skreið sem III. fl. skreið (Africa). Fannst þvi nú breytt vera viðhorf til breytinga á merkingunni, þeirra er áður var um rætt. Fór vitnið því í sjávar útvegsmálaráðuneytið og talaði reynslu, og þannig kveðst vitnið hafa fallizt á ákvörðunina. Þegar bréfið barst frá Hjalta Björnssyni, hafði ekki enn verið gerð nein breyting á merkingu á skreið. í tilefni af ósk Hjalta Björns- sonar sendi vitnið matsmann með honum til að athuga magn af Black Skinned Round Cod Offal, sem var einhvers staðar suður með sjó. Ekkert reyndist athugavert við flokkun á þessari vöru. Aðspurt segir vitnið að til Afr- íku sé aðeins flutt skreið úr gæða- flokkuim Africa og Offal-skreið. Skreiðin sem er úr III, fl. (Afr- ica) er aðeins merkt Round Cod, (þegar um bolþorsk er að ræða) en í matsvottorði kölluð Round Cod, African quality. Uppl., játað rétt. Vék frá. Dómþingi slitið. Halldór Þorbjörnsson. Vottar: Emelía Úlfarsdóttir. Davíð Hálfdánarson. Ár 1961, þriðjudaginn 5 sept- ember, var dómþing sakadóms Reykjavíkur háð á Fríkirkjuvegi 11 af Halldóri Þorbjörnssyn., sakadómara. Fyrir var tekið: Dómsrannsókn út af skrifum Frjálsrar þjóðair og Tímans um sjávarútvegsmálaráðherra. Kl. 10 kemur í dóminn sem vitni Bragi Eiríksson, fram- kvæmdastjóri, Melhaga 16, 46 ára að aldri. Brýndur á vitnaskyld- unni. Vitnið er framkvæmdastjóri Samlags skreiðarframleiðenda (SSF). Þetta eru frjáls samtök skreiðaríramleiðenda, og mun um 65—75% skreiðarframleiðslunnar hér á landi vera í höndum með- lima samlagsins. SjónarmiÖ SkreiÖarsam- lagsins Vitninu er kynnt tilefni rann- sóknarinnar. Vitnið skýrir svo frá að undan- farin ár hafi samlagið verið að reyna að fá breytt merkingu á þeirri tegund skreiðar, er seld hefur verið undir nafninu Black Skinned Round Cod Offal. Hefur samlagið óskað þess að orðinu

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.