Alþýðublaðið - 17.10.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.10.1927, Blaðsíða 3
f ' e ALpVíiUBLAUlÖ Fnllt FMHFáisfiiiitdap verður haldinn priðjudaginn 18. p. m. (annað kvöid) kl. 8V2 í Kaup- pingssalnum. Fundarefniy AMnttnleisis^ýrslliF. Hætið stKndvísIegaí FramkTæmdapstjérnin. faun og aðrar Jægri. Enn fremur verða menn líka að athuga, eink- um um pær stéttir, er hærri Iaun hafa (t. d. við húsabyggingar og ýmsa útivinnu), að pá hafa menn ekki vinnu alt árið, eiga alt af á hættu að vera vinnulausir 2—4 mánuði á áii, en pað er tekið til- iit til pess, þegar launin eru á- kveðin. Það er oft talað um hin háu laun verkamanna — „blóðsugurn- ar í pjóðfélaginu'1 —, sem eigi aött í öliu pví öngpveiti, sem þjóðimar nú eigi í, en vel gæti ég pó trúað pví, að iönrekendur þættust illa settir, hefðu þeir ekki meir að bjóða fjölskyldu sinni ti) viðurværis en verkamenn verða að láta sér nægja með, — þrátt fyrir alt skvaídrið um hin gífurlegu laun þeirra! þorf. Kr. Khöfn, FB„ 15. okt. Endurreisn páfaríkisins. Frá Berlín er símað: Út af til- raunum þeim, sem gerðar hafa verið til þess að koma á sátt- um milli ítalska rikisins og páfa- stólsins, hefir aðalmálgagn páf- ans sagt, að það sé óhjákvæmi- íegt skilyrði, til þess að sættir komist á, að páfastóllinn fái yf- irráð yfir einhverju landssvæði, svo að 'hægt verði að endurreisa kirkjuríkið. Yfir Atlantshaf i Junker-flugvél. Frá Berlín er símað: Þýzk Jun- ker-flugvél lagði af stað í gær til Ameríku. Flugvélin hóf för- 'ina í Lissabon og kemur við á 'Azore-eyjum. Khöfn, FB„ 16. okt. Aibanskur sendiherra myrtur. Frá Prag er símað: Albanskur stúdent, nýkominn frá Rómaborg, hefir myrt Cena Bay, sendiherra Albaníu, á kaffihúsi í Pxag. Morð- jnginn var handtekinn. Kveðst hann hafa framið morðið vegna þéss, að sendiherrann hafi verið vinveittur Júgóslafíu. Neitaði liann því, að hann hefði framið morðið að undirlagi ítafa. Flogið yfir Atlantsíiaf milli Afríku og Brazilíu. Frá París er símað: Frakknesku flugmennirnir Costes og Brik hafa flogið yfir Atlantsbafið. Flugið hófu þeir á strönd Vestur-Afríku og lentu í Brazilíu. Skyldan kallar! Nýlega héldu IjósmæÖur þing í Kaupmanriahöfn. Eftir þingið héldu þær störa veizlu i einum bezta sal borgarinnar. Ljósmæð- urnar sátu glaðar og hreifar við matborðið. Forseti þingsins, frú Johanne Petersen, k\>addi sér hljóðs og byrjaði að taia. Alt í einu kemur maður hlaupandi inn 'í salinln, hattlaus, frakkalaus, flibbalaus. Hann leit flóttalegum augum á ljósmæðurnar, sem sátu brosandi, en rólegar, 300 talsins, við ílangt borðið. Alt í einu fínn- ur hann þá, sem hann leitar að. „Kæra ungfrú Sörensen!" stamar hamx, „Fyrirgefið þér, en konan mín —“. Ungfrú Sörensen stendur upp og fer. Frú Jóhanna Petersen heldur áfram að tala, en alt í einu verður hún aftur að hætta. Lítil telpa kemur ínn og segir: „Sylvía Mortensen! Mamma er . . .“ Syl- vía Mortensen fer. Frú Petersen heldur áfram, en aftur verður hún S»ð hætta. „Ég verð að hitta frú Nielsen. Konan mín er —“ heyrist hrópað úti á ganginum reiðilega, „— ég fer inn, hvað sem þér segið." Frú Nielsen varð að fara. 14 Ijósmæður urðu að fara frá veizlugleðinni, og frú Petersen varð alt af að vera að hætta. Að síðustu hæfti hún alveg, því að hún varð sú 14. Skyldan kallaði! ■/L páspilin með skýringum eftir hina heimsfrægu frönsku spákonu Lenormancl eru komin áftur. Einnig barnaspil á 50 aura og Whistspii frá 75 aurum. K. Einarsson & Björnsson, Baiskastrætl 11. * Simi 915. eru viðurkend um heim allan. Hafa hlotið | fjölda heiðurspeninga, þar á meðal tvo á I pessu ári. w örgel, með tvöföldum og þreföldum hljóðum, jafnan fyrirliggjandf. Reykjavik. Pósthússtræti 7. Innlend ííðindi. ísafirði, FB„ 15. okt. Héiaðsfundur. Prófastur Norður-ísafjarðar- sýslu boðaðí presta og sóknar- nefndir héraðsins á fund á ísa- firði. Fundurinn var haldinn 13. þ. m., og voru þar rædci ýms safnaðamál. Hraífsdalsmálið. Settur rannsóknardómari Hall- clör Júlíusson hafði í fyrra dag sjö stunda réttarhald yfir Hálf- dani Hálfclanarsyni og Eggert Halldórssyni í Hnífsdal. Réttar- haldið fór fram á heimili Hálf- öanar. Rannsöknardómarinn úr- skurðaði í dag, að þeir Hálfdan og Eggert skyldu fluttir. til ísa- fjarðar og settir í gæzluvarðhald, Eggert þó í sjúkrahús. Þeir Egg- ert og Hálfdan neituðu báðir að fara sjálfviljugir í varðhald. Hinn setti rannsóknardómari kvaddi menn til að taka þá með valdi, en enginn fékst tii þess. Á heimili þeirra Eggerts og Háifdanar, sem er sameiginlegt, eru ástæður mjög athyglisverðar. Eggert veikur af brjóstberklum, oftast illa haldinn, síðan hann var í gæzluvarðhald- inu í sumar, nú rúmfastur með hitasótt. Kona Itans óheil og kona Hálfdanar rúmföst oftast. „Vesturkmd.“ Alþýðuhlaðið hefir borið þessa „Vesturlands“-fregn unclir kunn- ugan mann á ísafirði, og kvað hann frásögn þess ýkta og lit- aða. Rannsóknardómarinn muni ekki hafa lagt neina áherzlu.á, að þeir Hálfdan væru teknir fastir, og einnig væri meira gert úr veik- indunum én efni væru til í því skyni að afla þejm Hálfdani með- aumkunar almennings. Seyðisfirði, FB„ 16. okt. Útflntningur kælds kjöts Þá er „Brúarfoss" fór frá Aust- fjöröum á sunnudaginn var, hafði hann ínnanborðs 19 000 kjöt- skrokka, frysta og kælda. Frá Reykjavík 2700, Hvammstanga 4COO, \Akureyri 9600, Húsavíkí 1300, Seyðisfirði 500, Reyðarfirði 1000. Sláturtið er nærri iokið. Útsöluverð á kjöti 90 aura kg„ mör 150 aura, slátur ftá 150 aur. Góðviðri undan farið, og hefir snjór hlán- að í fjöllum. Kaldara í dag. vegginm* Næturlæknir er í nótí Jón Hj. Sigurðsson, Laugavegi 40, sími 179. Kveikja ber á bifreiðum og reiðhjólum kl. 51/2 e. m. í dag og tvo næstu daga. Afengisieggjöíin. Samkomulag hefir orðið á milli ríkisstjómarinnar og Góðtemplar- reglunnar um samvlnnu v/ð að samræma og endurbæta áfengis- löggjöfina. — Þannig átti upphaf smágreinar þar um i siðasta blaði að vera. Þenna dag árið 1797 neyddist Franz Aust- urríkiskejsari til að semja frið við Frakka, þegar Napóleon Bóna- parte var næstum kominn iil Vfnarborgar með franska herinn. Friðarsamningur þessi, ef svo skyldi kalía, var gerður í Cam- po Formio á Italíu. Þá fengu Frakkar Belgíu í sinn hlut, en áður var hún undir Austurríki, en Langbarðaland varð lýðveldi um sinn, en það hafði áðux einn-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.