Tíminn - 18.10.1961, Síða 1
Biðu björgunar
okunum
BjörgunarmaSnr beið í skafli
um kílómeira frá þeim
Fjórum sinnum styttra yfir
heiðina en með ströndinni
Lítill tilkostnabur aí gera íæran sumarveg,
sagtSi Guðmundur Jónasson.
Húsavík, 17. okt. — Eins
og frá var skýrt í gær, urðu
tveir menn veðurtepptir uppi
á Reykjaheiði í Land Rover
bíl. Lögreglan á Húsavík
gerði út leiðangur eftir þeim,
en festi bíl sinn norðan við
Höskuldsstaðavatn.
Annar lögreglumannanna sótti
móti veðri og vindum tveggja og
hálfs tíma gang til Húsavíkur og
fékk í lið með sér Skarphéðinn
Jónasson bifreiðastjóra á 10 hjóla
trukk. Þeir fóru síðan og drógu
lögreglubíiinn lausan og héldu á-
fram til móts við félagana tvo í
Land Rover bílnum, sem reyndust
þá vera aðeins í eins kílómetra
fjarlægð frá þeim stað, þar sem
lögreglubíllinn festist!
Komnir í pokana
Mönnunum tveimur, William
Frans Pálssyni og Höskuldi Jóns-
syni, leið fremur vei í bílnum,
þótt kalt væri úti fyrir. Þeir voru
fremur illa fataðir, en höfðu svefn
poka meðferðis, og í þeim héldu
þeir á sér hita. Hins vegar mun
þá hafa verið farið að svengja,
því þeir höfðu lítinn eða engan
mat meðferðis.
Fór ekki í gang
Var nú reynt að korna Land
Rover bílnum í gang, en það tókst
ekki. Var honum þá hnýtt aftan
í annan björgunarleiðangursbíl-
inn og dreginn til Húsavíkur.
Þangað komust þeir um klukkan
11 í gærkvöldi, eða þremur tím-
um eftir að þeir Skarphéðinn
lögðu af stað á trukknum.
Gullfaxi á
mettíma til
Glasgow
Flaug á 2 klukkustundum
og 4 mínútum
Gullfaxi flaug á mettíma frá
Reykjavík til Glasgow í gærmorg
un. Vélin lagði af stag klukkan
8 og var lent í Glasgow eftir tvær
klukkustundir og fjórar mínútur.
Venjulegur flugtími á þessari leið
er 2 stundir og 45 mín.
Gullfaxi flaug í 23 þús. feta
hæð. Meðvindurirm var rúmlega
100 hnútar. Flugstjóri á Gullfaxa
var Skúli Magnússon. Meðalhraði
Gullfaxa var 645 km. á tolst.
AflögS leið
Þessi leið yfir Reykjaheiði er
mjög lítið notuð nú orðið og veg-
inum lítt eða ekki haldið við. Síð-
an vegurinn fyrir Tjörnes kom,
(Framhald á 2. síðu.)
Tíminn áífi í gær tal við
Guðmund Jónasson, sem gerði
tilraun til þess að fara á bíl
yfir Trékyllisheiði um síðustu
helgi.. eins og kunnugt er.
Sagðist Guðmundur hafa gert
þessa tilraun vegna sérleyfisins,
sem hann hefur norður á Strandir
i félagi við Guðjón Vigfússon.
Sagði hann, að oft hefði verið tal-
að utan að því, að eitthvað, yrði
gert fyrir íbúa Árneshrepps, sem
hafa ekki samgöngur nema eina
bátsferð i viku, sem stendur í
sambandi við áætlunarferðir að
sunnan.
Guðmundur fór við fjórða
mann héðan að sunnan á bil með
drifi á öllum hjólum og spili, og
fyrir norðan slógust þrír aðrir í
hópinn á rússneskum jeppa. En
þeir voru of seint á ferð, heiðin
var orðin blaut og illfær, auk
þess sem veður spillti fyrir þeim,
skúraveður og þoka skiptust á, en
bjart á milli. Einnig munu þeir
hafa lent vestar en heppilegt var.
Fjórum sinnum styttri leið
Taldi Guðmundur, að ekki
myndi þurfa miklu til að kosta til
þess að gera sumarfæran veg yfir
heiðina að minnsta kosti, og taldi
ekki tormerki á því að halda þá
áætlunarferðum allt norður í Ár-
nesshrepp, þar sem er talsverð
byggð. Vegur yfir heiðina yrði
auk þess um það bil fjórum sinn-
um styttri en vegur með strönd-
um fram, auk þess sem ekki eni
nema örfáir bæir á þeirri leið, í
kringum Kaldbak. Sá végur er
líka torlagður, um kletta og klif
Á heiðinni eru að vísu grjót og
urðir á köflum, en mun auðveld-
ara að gera þar veg en niður við
ströndilna. Þar við bætist, að
heiðin er ekki nema rúmlega 400
metra yfir sjávarmáli.
Aðdráttarafl fyrir ferðafólk
Virðist ekki fjarstæða, að lagn-
ing slíks sumarvegar yrði tekin
til rækilegrar athugunar, því ekki
er ólíldegt, að slíkur sumarvegur
yrði til þess að flýta fyrir góðum
vegi yfir heiðina. En hvort sá
i vegur yrði lagður þarna, þar sem
! Guðmundur fór, eða einhvers
staðar annars staðr/r, sagðist
hann ekki vilja segja neitt um,
,því hann væri ókunnugur á þess-
I um slóðum. En hins vegar hlyti
j að vera mikil bót að vegi yfir
i heiðina, því bæði er talsverð
byggð í Reykjarfirðinum og svo
hitt, að Strandirnar myndu hafa
geysilegt aðdráttarafl fyrir ferða-
jfólk, ef auðvelt væri að komast
'um þær.
Að lokum rómaði Guðmundur
mjög gestrisni Bjarnfirðinga, en
þeir veittu honum og mönnum
jhans húsaskjól og mat og alla
j fyrirgreiðslu á mjög rausnarlegan
! hátt.
Hætt við að
frost spilli
Hornafirði, 17. okt. — Hér er
komig frost, og er hætt við að
það skemmi í görðunum, ef það
heldur áfram næstu nætur. Marg-
ir eiga eftir óuppteknar kartöflur,
því allt hefur hjálpast að til að
tefja fyrir þvi, að þær næðust
upp, göngur og réttir heimta sinn
tíma og rigning var allan septem-
bermánuð og mestan hluta þess,
sem af er október. Vegna votviðris
ins hefur ekki verið fært með vél-
ar um garðana, og þeir eru svo
mikil flæmi, að ekki er gerlegt
að taka upp úr þeim öðru vísi
en með vélum. Þetta er þó nokk-
uð misjafnt, sumir garðar eru það
þurrir, að fært er um þá eftir
einn dag þurran, aðrir þurfa tvo
eða þrjá daga. Sumir Hornfirð-
ingar eru ekkert farnir ag taka
upp ennþá, sumir eru hálfnaðir
og nokkrir búnir. Er það mjög
bagalegt, ef uppskeran skemmist
í görðunum, því útlit var fyrir
góðá uppskeru í ár. A.A.
Ein sit ég og sauma
“v ”
í haust hafa verið stöðugar rigningar á Akureyri. Þá hafa
komið nokkrir þurrlr dagar og svalir og grípa þá börnin gjarnan
tækifærið til leikja útl. Sum þelrra eru nýbyrjuð í skólanum, þar
sem þau hafa lært leiki og dansa, eins og til dæmis: „Ein sft ég
og sauma".
9 þús. hestar
af einu túni
áSkógasandi
f \' ' ’ j
A.-Eyjafjöllum, 17. okt.
Sjaldan eða aldrei hefur fengizt 'betri uppskera af nýræktinni á
Skógasandi er í ár. Þar eru nú 220 hektarar túns, sem sagt eitt stræsta
samfellda tún á íslandi. Af túni þessu fengust eitthvað um 9000 hest-
burðir af heyi. 35 eða 36 bændur nytjuðu túnið, og hafði hver bóndi
mest 20 ha.., sumir minna, en skikastærðin á sandinum fer eftir þörf-
um þeirra, sem hann nytja. Á. J.
„Káetan”,
„Glaumbær”
og „Nætur-
klúbburinn”
í síðasta eintaki Lögbirtinga-
blaðsins gefur að líta eftirfar-
andi tilkynningu:
„Ég undirritaður, Ragnar
Þórðarson, Öldugötu 2, Rvík,
rek veitingastarfsemi hér í bæ
með ótakmarkaðri ábyrgð und-
ir nafninu Káetan.“
Önnur samhljóða tilkynning
fer á eftir, en þar segir, að
veitingastarfsemi sé rekin und-
ir nafninu Giaumbær. í þriðju
tilkynningunni ségir frá veit-
ingastarfsemi, sem er rekin
undir nafninu Næturklúbbur-
inn.
Þessir aðskildu veitingastað-
ir Itagnars verða allir í Fram-
sóknarhúsinu. Blaðið hefur
fregnað að í húsinu verði tíu
til fimmtán vistarverur, þar
sem veitingar verða á boQstól-
um.