Tíminn - 18.10.1961, Side 3

Tíminn - 18.10.1961, Side 3
TÍMINN, miSvikudaginn 18. október 1961 Vesturlönd missa for- ustuna, en við sigrum sagði Krústjoff á flokksþingi NTB—Moskva 17. okt. — 22. flokksþing Kommúnista- flokks Ráðstjórnarríkjanna hófst í Moskvu í dag. Krúst- joff forsætisráðherra sagði í ræðu sinni við opnun þings- ins, að Sovétríkin mundu halda áfram kjarnorkuvopna- tilraunum sínum til loka þessa mánaðar og síðasta sprengjan yrði 50 megatonn að sprengi- mætti. „Við eigum líka 100 megatonna sprengju, en hana notum við ekki, því að þá mundum við sprengja vorar eigin gluggarúður", sagði hann. Hann gaf þessar upplýsingar í mjög langri ræðu um innan- og utanríkismál. Hann neitaði því, að Sovétrfkin hefðu sett nokkra úr- slitakosti í Berlínarmálinu, og sagði, að ef Vesturveldin sýndu, að þau væru fús til að leysa vanda málm, mundi frestur á undirritun friðarsamninga við Þýzkaland ekki skipta svo miklu máli. Og ef svo fer, munum við ekki krefjast þess, ag hann verði undirritaður fyrir áramót., en reynt verður þó að leysa málið eins fljótt og hægt er, bætti hann við. Rusk og Kennedy skilningsgóðir Við höfum ástæðu til að ætla, ag Kennedy Bandaríkjaforseti og Dean Rusk utanríkisráðherra hafi skilning á ástandinu og vilji reyna að finna lausn, sem báðir aðilar geti unað við, Hið sama er að segja um brezka stjórnmálamenn eftir viðræður Gromykos við þá, sem hér eru nefndir. Krustjoff gerði utanríkismáiln ag urnræðu- efni í ræðu sinni fyrir hádegið. Hann endurtók fyrri skoðun sína, að framtíðin væri framtíð komm- únismans og þag væri verkefni Sovétríkjanna að taka, forystuna á sem flestum sviðum. Hann sagði, að Sovétríkin óskuðu ekki eftir stríði. í ræðu sinni sagði forsætis ráherrann m.a., að S.þ. hefðu ekki notið sín eins og vera ætti vegna kalda stríðsins og krafðist þess, ag kínversnn alþýðulýðveldið fengi aðild að samtökunum. Enn frem- ur sagði hann, að tími væri til kominn, að ríkissamsteypurnar þrjár í heiminum, kommúnista- ríkin, kapítalistísku ríkin og hin hlutlausu skiptu á milli sín völd- unum innan S.þ. í samræmi við ástandið, eins oð það er nú. Sex atriSi Krustjoff benti á þessi sex at- riði til dæmis um stefnu Sovét- ríkjanna í utanríkismálum: '1. Fylgja skal grundvallarregl- um friðsamlegrar sambúðar. 2. Vinna skal að innbyrðis sam heldni kommúnistaríkjanna. 3. í utanríkismálum skal fylgja fast fram virkri utanríkippólitík með það fyrir augum að leysa heimsvandamálin með samninga- viðræðum og berjast gegn stríðs- æsingamönnum. 4. Hafa skal samvinnu við alla, sem vinna að friði í heiminum. 5. Unnið skal ag aukinni sam- heldni vinnandi fólks og að veita þeim þjóðum, sem eiga í höggi við heimsvaldasinna og nýlendu- kúgara, siðferðiiegan og raunhæf- an styrk eins fljótt og auðig er. 6. Haldið skal áfram að út- breiða verzlun og auka hana við öll lönd, sem því eru hlynnt. Vesturlönd ekki forysturíki lengur — sósíalisminn mun sigra Krustjoff gerði því næst grein fyrir ástandinu á Vesturlöndum frá sínum bæjardyrum, og sagði ag Bandari'kin væru ekki lengur sjálfsagt forysturíki annarra vest rænna iðnaðaríanda .Staða Breta og Frakka hefði einnig versnað. Hann fullyrti, að valdabarátta ætti sér stað milli Bretlands og V-Þýzkalands, og Frakkland hefði tekið sér stöðu með Þjóðverjum í því stríði. ,,En það er ekki leng- ur úlfapólitík kapítalismans, sem er afdrifaríkur þáttur í heims- stjórnmálunum, heldur er það sósíalisminn," sagði Krustjoff, og um leið heyrðist dynjandi lófatak nærri 5000 fulltrúa, sem þi.ngið sitja. Enn fremur sagði hann, að vel gæti verið, að heimsvaldasinn ar vildu fúsir brjóta upp á ein- hverju hættulegu ævintýri, en þag væri sama og sjálfsmorð. Banda- ríkin yrðu framvegis árásaraðili, og héimsvaldasinnar hefðu á síð- ustu mánuðum skapag hættulegt ástand í Mið-Evrópu. Hann endur- tók fyrri yfirlýsingu þess efnis, að S'ósíalisminn mundi sigra í bar- áttunni við kapítalismann. Sam- Aðalfundur Kennarafélags- ins Hússtjórn var haldinn í Húsmæðraskóla Reykjavíkur, dagana 24.—28. ágúst s.l. Aðalmál fundarins voru: Út- gáfa fræðslurits á vegum félagsins. Kjaramál. Stofnsetning fagbóka- safns fyrir félagskonur. Vinnu- bókagerð. Mikil óánægja ríkti á fundinum um launakjör húsmæðra kennara, sem starfa við húsmæðra- skólana. Töldu fundarkonur það nauðsynlegt réttindamál, að þær fengju sömu iaun og kennarar við gagnfræðaskólana. Óviðunandi væri það launamisrétti, sem ríkj- ar.di væri, enda mjög erfitt að fá kennara að húsmæðraskólun- um. Stjórnina skipa nú: Halldóra Eggertsdóttir, fórmaður, Bryndís Steinþórsdóttir, ritari, Jakobína Guðmundsdóttir, gjaldkeri. Helga Sigurðardóttir, Katrín Helgadóttir, Dagbjört Jónsdóttir og Jakobína Pálmadóttir. Þessi ermdi vorú flutt á fund- inum: Vaneldi og ofeldi, próf. Júlíus Sigurjónsson. Uppeldismál Sigurjón Björnsson. . sálfræðingur. Kvikmyndir sem kennslutæki, Gestur Þorgrímsson, kennari. Nýju gerfiefnin, Elsa Guðjónsson, mag- ister, Námskeið í tilraunamat- reiðslu, sem haldið var í júlímán- kvæmt sjónarmiðum Sovétríkj- anna verður ag hreinsa loftið 1 al- þjóðapólitík. Semja þarf um belti án kjarnorkuvopna í Evrópu og hinum fjarlægari Austurlöndum, og löndin í NATO og Varsjár- bandalaginu verða að semja um að ráðast ekki hver á önnur. Hann sagði, nð Albanía hefði vikið af þeirri braut, sem Kommúnista- flokkur Ráðstjórnarríkjanna hefði markað í sambandi við persónu- dýrkun, en folkkur vor mun gera allt, sem í hans valdi stendur til þess, að Albanía dragist ekki aftur úr öðrum sósíalistaríkjum. uði s.l. í Uppsölum, Halldóra Egg- ertsdóttir, námstjóri. Norrænn bú- sýsluháskóli, Steinunn Ingimund- ardóttir, skólastjóri. Kennsla í vefnaði og fréttir frá utanför, Guðrún Vigfúsdóttir. Kennsla í heimilishagfræði, Sigríður Haralds dóttir, húsmæðrakennari. Ferða- þáttur frá Ameríku, Gerður Jó- hannsdóttir, húsmæðrakennari. Farnar voru kynnisferðir í Raf- tækjaverksmiðju Hafnarfjarðar og málningarverksmiðjuna Hörpu. \ Næsti aðalfundur verður hald- inn í húsmæðraskóla ísafjarðar í júlimánuði 1962 í sambandi við fundinn var ákveðið að halda viku námskeið í fjölskyldufræði eða híbýlafræðikennslu. Einn bátiir í smátt Grím.sey, 17. okt. Hér var töluverður stormur í gær en ekki aftaka veður. Bátarnir liggja á legunni og voiu ekki ha^tt komnir, nema einn snurpunótarbát rak upp í fjöru og brotnaði hann í spón. í dag er hér hvasst og kalt, en sólskin og bjart yfir. Hauststörfin eru í fullum gangi, og eru bændur sem óð- ast að leggja inn sláturafurðir sínar. S. Mikil óánægja vegna launamála Grímur Gunnarsson, sonur Gunnars Gunnarssönar rithöfund- ar, er íþróttafréttastjóri hjá blað inu Aktuelt í Kaupmannahöfn, og er hann meðal kunningja þar nefndur íslenzka tröllið, þótt hann sé maður smár vexti. Nú fyrir skömmu gerði Grímur samning vig teiiknarann Franz Fiichsel, er þegar hefur teiknað hann til prófs í því skyni, að hann verði föst persóna í mynda sögu. Hér er ein af prófteikning- unum. Grímur er þar á reið við Heklu. Rafmagnið komið að Skógum A-Eyjafjöllum, 17. okt. — Eins og kunnugt er, brann smíðahúsið við Skógaskóla í haust, og þar með eyðilögðust rafalar skólans. Var þá lagt kapp á ag leggja raf- línu frá Soginu austur, og var straum frá henni hleypt á fyrir rúmri viku. Hinn 10. þ.m. komu nemendur þriðja bekkjar, og seink aði því setningu skólans ekki nema um 10 daga. í dag eru nem endur fyrsta og annars bekkjar að koma. Smíði verður í vetur kennd í handavinnustofu barnaskólans, sem stendur hér vestur undir Skógaá. Á.J. Þeir komu ekki fram NTB—Eiísabethville 17. okt. Samkvæmt yfirlýsingu frá full trúa Sameinuðu þjóðanna í Kongó, Connor 0,Brien, er ekki allt eins og til var ætl- azt að því er snertir samkomu lag S.Þ. og Katanga um vopna- hlé. O’Brien kveðst verða að fá tryggingu fyrir afhendingu S.Þ.- fanganna^ ef vopnahléið eigi að haldast. Ágreiningurinn milli Ka- tangastjórnar og S.Þ. virtist úr sögunni eftir vopnahléssáttmál- ann, sem undirritaður var sl. föstudag. En S.Þ.-hermennirnir 182, sem skipta átti á í gær, þ.á. m. norskur liðsforíngi, komu ekki á tiltekinn stað á réttum tíma. Dvalarstaður þeirra er ekki kunn- ur fulltrúum Sameinuðu þjóð- anna, en takið er þó, að þeir haf- ist við í herbúðum skammt frá Elizabethville. Beita öllum meðulum Utanríkisráðherra miðstjórnar- innar í Kongó, Justin Bomboko, sagði á blaðamannafundi í New York í dag, að ef S.Þ. færu ekki eftir óskum Kongóstjórnar, mundi hún grípa til allra meðala til að binda endi á aðskilnað Kongó og Katanga. Krústjoff fékk mis- jafnar undirtektir NTB—London, 17. okt. — Ræða Krústjoffs, forsætisráð- herra, við opnun 22. flokks- þings Kommúnistaflokks Ráð- stjórnarríkjanna hefur fengið misjafnar viðtökur í flestum höfuðborgum. Ummæli hans um, að Sovétríkin geti fallizt á að fresta undirritun friðar- samningsins við Austur-Þýzka land, eru talin benda til meiri sveigjanleika en áður, og gæti þetta orðið til þess að upp yrðu teknar árangursríkar við ræður milli austurs og vest- urs. Aftur á móti hefur fullyrðingu hans um, að Sovétríkin muni halda áfram tilraunum með kjarn- orkuvopn og þar á meðal 50 mega- tonna sprengju í nóvemberlok verið tekið með áhyggjum og ugg. Opinberar heimildir í Bonn segja, ag ákvörðun Krustjoffs um að halda ekki fast við að undirrita friðarsamninginn strax, muni gera auðveldara að finna viðræðugrund völl fyrir austur og vestur. Á það er þó jafnframt bent, að þessi tilslökun komi ekki alveg á óvart, þar eð áður hafi verið, á hana minnzt í viðræðum, sem átt hafi sér stað milli fulltrúa Breta og Bandaríkjamanna annars vegar og sovézkra fulltrúa hins vegar. Enn fremur er það álit manna í Bonn, að hinar óformlegu viðræður, sem fram hafa farið í New York milli austurs og vesturs eftir að alls- herjarþingið hófst, hafi greinilega haft áhrif í rétta átt. Bretar taka í sama streng f lopinberum heimildum frá Bretlandi kveður við svipaðan tón og í Bonn. Bretar telja, að Krúst- joff sé nú í senn sveiganlegur og harður, og það er talið mjög já- kvætt, að hann skuli vera fús til að fresta því, að undirrita friðar- samninginn við Austur-Þýzkaland. Ákvörðun Rússa um að halda á- fram kjarnorkuvopnatilraunum ei aftur á rpóti hörmuð mjög. Um mæli Krútsjoffs um nýlendupóli tík Breta eru skoðuð sem gamlai kerlingabækur, sem ekki eigi séi neina stoð í veruleikahum, Krúst joff hefði látið eins og hann viss ekki, að allur fjöldinn af íbúun nýlendnanna hefði nú öðlazt sjálf stæði. Pierre Salinger, blaðafull trúi Kennedys Bandai'íkjaforseta sagði í dag, að bandaríska stjórn- in vildi ekki alve.g strax láta í Ijós álit sitt á ræðu Krústjoffs. Vitaf er, að þau orð hafa verið látin falla vestan hafs, að þó að Sovét- ríkin hyggist gera tilraun með 5C megatonna sprengju í nóvember- lok, þurfi það ekki endilega að þýða, að þau standa Bandaríkjun- um framar um smíð kjamorku- vopna.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.