Tíminn - 18.10.1961, Side 6

Tíminn - 18.10.1961, Side 6
6 TÍMINN, miSvikudaginn 18. október 1961 MINNING: BJörgviei Vigfússon Kefiissföðum Á þeim árum, sem Björgvin Vigfússon hóf búskap að Ketils- stöðum, íéllu verzlunarviðskipti Hlíðarbænda mest til Seyðisfjarð- ar. Þá var enginn bílvegur kominn um Fjarðarheiði eða Jökulsárhlíð- ina, og varð ekki á því breyting fyrr en löngu síðar. Fóru því allir vöruaðdrættir fram á hestum, en fyrir kom ,þó, þegar mikil vand- ræði urðu af vöruskorti að vetri eða vori, að vörur voru fluttar sjó- leiðina á allstórum vélbát frá Seyð- isfirði að Keri, sem er bri'mlend- ing við Hlíðarfjöll nyrzt við Hér- aðsflóa. Máttu slikir- flutningar teljast til undantekninga, því að ekki þótti fýsileg sjóleið fyrir Víkur, Borgarfjörð og Héraðs- flóa að keri og óvís fær lending þar eftir svo langa siglingu, þótt fært væri talið, þegar upp var lagt frá Seyðisfirði. Nokkru síðar en Björgvin hóf búskap sin*n, tófc ég við Kaupfélagi Borgarfjarðar og vann hjá mér fyrstu árin, meira og minna, vinur minn og skólabróðir, Magnús Guð- mundsson frá Sleðbrjótsseli í Jök- ulsárhlíð. Mun það hafa verið að hans frumkvæði, að Björn, bróðir Magnúsar, sem þá bjó og býr enn rausnarbúi á föðurleifð þeirra bræðra, og Björgvin á Ketilstöðum leituðu eftir auknum viðskiptum fyrir Úthlíðarmenn við Kf. Borg- arfjarðar, en áður höfðu átt sér stað nokkur vetrarviðskipti þeirra um Unaós, sem var vöruuppskip- unarstaður kaupfélagsins austan- vert við Héraðsflóa, en þangað sóttu þeir á vetrum á þessum ár- um og löngu síðar nokkuð af nauð- synjum, þegar ísar voru og gott sleðafæri um „Eyjar“. Varð að samkomulagi milli þess- ara manna og kaupfélagsins, að reynt skyldi að halda uppi vöru- fiutningum frá Borgarfirði á Ker á vori hverju og síðla sumars. Tvennt féð mestu um, að í þetta var ráðizt. Fyrst það, að borgfirzkir sjómenn voru ýmsu vanir og ægði ekki að fara frá Borgarfirði með hafnlausri strönd á fullfermdum bátum, opinni trillu með hlaðinn uppskipunarbát í eftirdragi, alla leið að Keri, sem er tæplega fært nema í stöðugri landátt. Hitt var, að Bjöfgvin tók að sér vörumóttöku og alla forustu á Keri. Á þeim árum var enginn sími í Úthlíð nema á Ketilstöðum hjá Björgvin, og við hann hafði því kaupfélagið allt samband um þessi viðskipti og vöruflutninga. Það lenti því í hlut hans, með aðstoð Björns frænda hans að Sleðbrjóts- seli, að annast um viðskiptin af hálfu Úthlíðarmanna. Safna vöru- pöntunum hjá þeim, sem tóku þátt r þessum viðskiptum, en það voru aðallega bændur utan Kaldár, sjá um, að vorull væri á sínum-tíma tilbúin til flutnings og annað, sem flytja þurfti frá bændum til Borg- arfjarðar. Þá féll það í hlut Björg- vins, að segja fyrir um sjóleiði á Ker, smala saman mönnum af næstu bæjum til uppskipunar og veita henni forstöðu. Oft var af mikilli nauðsyn teflt á tæpasta vaðið með þessa vöruflutninga og löngum erfitt og vossamt við upp- skipunina, en allt tókst giftusam- lega undir öruggri forustu Björg- vins og bátsverja. Þessir vöruflutningar og við- skipti héldust svo ætíð, meðan ég var við Kaupfélag Borgarfjarðar, þótt nokkuð yrðu þau umfangs- minni á síðustu árunum sökum þess, að þá var skröltfær bílvegur smátt og smátt lagður út Jökulsár- hlíðina, og dró þá úr brýnustu þörfinni á þessum sjóflutningum. Það lætur að líkum, að ég þurfti árlega að fara ferðir frá Borgar firði norður í Jökulsárhlíð í við- skiptaerindum. Voru þá fastir við- komustaðir mínir Sleðbrjótssel og Ketilsstaðir. Var gott að njóta gest risni og góðrar fyrirgreiðslu á þessum bæjum, sem aldrei brást, en mesta iystisemdin var jafnan að njóta samfylgdar Björgvins um Úthlíðina og fá að sitja einhvern gæðing hans, meðan á ferðinni stóð bæ frá bæ að hitta viðskipta- vinina. En reiðhestar Björgvins voru að vonum víðfrægir um Fljótsdalshérað og næstu fjörðu. Báru sumir þeiira af öllum hest- um, sem ég hef þekkt. Og ekki taldi Björgvin það eftir að skjóta góðhesti undir mig yfir Hellis- heiði, eftir að ég var fluttur til Vopnafjarðar og kaus fyrstu árin, að fara þá leið á hesti til Héraðs og Borgarfjarðar. Með Björgvin sem samferða- mann fannst mér ætíð leiðin stutt, þótt um langan veg væri að fara og á gæðingum hans varð hver vegur greiður og góður. Björgvin var í vina hóp hrókur alls fagnað- ar, greiðvikinn svo að af bar og höfðingi i lund, og því þótti mér ætið gott að heimsækja hann og hans góðu konu. Björgvin var mikið karlmenni og fullhugi við hvað, sem við var að etja og því vel til forustu fall- inn við hvað eina, þar sem slíks þurfti við. Og aldrei otaði hann öðrum fram, en gekk sjálfur fyrir og valdi sér þá gjarnan erfiðasta verkið. Var þetta einkenni hans. hvar sem hann gekk að störfum, hvort sem það t. d. var við selveið- ar við eða á sjó, eða sinnti fjár- gæzlu um kletta og skriður í Ket- iisstaðalandi. Og á vorm, þegar allt kallaði að samtímis, fjárgæzla á sauðburði og sela- og refaveiðar, en Björgvin var frábær skytta, var svefn- og hvíldartíminn oft lítill á Ketils- staðaheimili, eða svo var það venju lega á fyrri búskaparárum Björg- vins. Eins og að líkum lætur, var Björgvin ör í lund og skjótur til ákvarðana og athafna. Ekki er ó- trúlegt, að hann hafi hent það, sem flesta aðra menn að gera á lífsleiðinni meira eða minna á hlut einhverra samferðamanna, þótt ég þekki það ekki af eigin raun. En hafi svo verið. þá hef ég engan mann þekkt, sem mér finnst lík- legri til að viija bæta þar aftur um, eftir því, sem í hans valdi ! stóð Slíkur drengur var Björgvin ! Vigfússon Og nú er þessi garpur til foldar fallinn. og má segja, að slíkt hafi orðið fyrir aldur fram, miðað við endingu hraustra manna nú á tím- um. Hans mikla bújörð var frá náttúiunnar hendi mörgum kost- um búin, en sérlega erfitt að njóta ýmissa hlunninda hennar til lands og sjávar. Björgvin færðist það í fang og tókst það, studdur af góðri og dug- mikilli konu og atorkusömum börn um. En að því kom þó, þegar ald- ur færðist yfir, að heilsuna þraut, þótt kjarkur og áhugi bilaði ekki. Björgvin hef'ði sennilega getað lengt lífdaga sína um nokkur ár, ef hann hefði hætt búskap á Ket- ilsstöðum og lagt niður alla erfið- isvinnu og búumsvif. En slíkt var ekki að hans skapi. Hann gat ekki sætt sig við að lifa sem athafna- laus aumingi, eins og hann orðaði það við mig eitt sinn, og ég þekkti skapgerð hans svo vel, að ég skildi hann fyllilega í því efni. Og nú er bóndinn á Ketilsstöð- um í Jökulsárhlfð horfinn af sjón- arsviðinu og tjaldið dregið fyrir. Sex dætur báru kistu föður síns síðustu skrefin að kirkju sveitár- innar, þeirrar sveitar, sem honum þótti svo vænt um og þar sem hann hafði eytt sinni miklu starfs- orku í þágu síns stóra barnahóps og síns sveitarfélags og enn frem- ur þeirra, sem i framtíðinni fá að njóta hans miklu umbóta á eign- arjörð hans, Ketilsstöðum. Og ég kveð þennan gamla vin minn hinztu kveðju með virðingu og þökk fyrir samstarf og ótal ánægjulegar samverustundir á liðnum áratugum. Halldór Ásgrímsson. Aldrei deyr, þó allt um þrotni, endurminnlng þess, sem var. G. Th. Þegar horft er yfir tímabil, sem nemur nokkrum árátúgum og þeg- ar litazt er um, þótt ekki sé víðar en í einni sveit, þá koma í ljós stórfelldar breytingar sökum horf inna og tilkominna einstaklinga. Tíminn er iðinn og breytinga- gjarn, og sést meðal annars á því, að þeir bændur og húsfreyjur, sem fyrir 40 árum réðu mestu í þess- ar'i sveit eru flest horfin, dáin. Það er tímans rás, óstöðvandi, kyn slóð eftir kynslóð. Hinn 3. ágúst s.l. barst hingað frá Landsspítglanum andlátsfregn Björgvins Vigfússonar bónda, Ket ilsstöðum. Kom hún að vísu ekki á óvart, þar sem heilsu hans hafði mjög hrakað undanfarið, ep þó er það svo, að við burtför mikilhæfs stéttarbróðurs, frænda og ná- granna um fjörutíu ára skeið, að við eigum erfitt með að sætta okk ur við minninguna eina saman. Hann átti mikil ítök í hugum manná, ungrá og gamalla, og einn af helztu máttarstólpum sveitar- innar hafði hann verið full 40 ár. Björgvin Vigfússon var fæddur að Fjarðarseli í Seyðisfirði 16. október 1896. Foreldrar hans voru Vigfús Ólafsson, Sigurðssonr ar frá Straumi í Hróarstungu og Elísabet Ólafsdóttir frá Mjóanesi á Völlum. Bjuggu þau í Fjarðar- seli. Vigfús varð skammlífur, lézt árið 1900, aðeins 35 ára að aldri. Móðir Vigfúsar, föður Björgvins, var merkiskonan Guðný Tómas- dóttir frá Fjarðarseli. Tómas, fað- ir Guðnýjar og Sveinn bóndi í Vestdal, Seyðisfirði, voru bræður. nafnkunnir menn á sínum tíma áttu margar jarðir og miklar eigr.- ir. Er frá þeim kominn mikill ætt leggur, bæði á Héraði og um Aust fjörðu og víðar. Eftir lát Vigfúsar fæddist Björg vin upp með móður sinni til 15 ára aldurs. en fer þá að vinna fyr- ir sér. Elísabet var mikilhæf kona, en efnahagur óhægur. Dvaldi Björgvin ýmist á Héraði eða Fjör* um fram yfir tvítugsaldur. Árið 1919 fluttist hann hingað í sveit-1 ina, en vorið 1920 kvæntist hann Stefaníu Stefánsdóttur prests frál Hofteigi á Jökpldal og fer að búa á Ketilsstöðum. Fyrir 40 áirum var búskapur rekinn með nokkuð öðrum hætti en nú er. Tæki bónd- ans voru rekan, orfið, hrífan og kláran, áhöld húsfreyjunnar voru álíka frumstæð. Með þessum tækj um varð sveitafólk að sjá sér og sínum farborða. Fyrstu búskaparárin eru oft erf- ið efnalitlum hjónum, en þau voru bæði dugleg og atorkusöm, jörð- in var niðurnídd að húsum, en all góð til heyöflunar og nokkur hlunnindajörð. En Björgvin vildi verða efnalega sjálfstæður. Því var það, að hann lagði kapp á að nota sem bezt hlunnindi jarðar- innar af meiri dugnaði en áður hafði þekkzt. Kom svo, að Ketils- staðir, sem hafði þótt léleg bújörð um skeið, komst allt í einu í álit aftur. Jafnhliða kom hann upp af- urðagóðu fjárbúi, enda mátti segja að fé hans lifði í fagnaði þann tíma, sem það var á húsi. Þá var hrossahald einnig til fyrirmyndar svo að af bar. Hann var góðúr hestamaður og hafði yndi af hest- um. Ó1 hann upp marga ágæta gæðinga, tamdi sjálfur, og spar- aði ekkert til þess að þeir mættu verða sem beztir. Fengu þeir marg an mjólkursopann og kornlúkuna. Er ekki ofsagt, að orðstír þeirra úrvals gæðinga hafi borizt um Hér að og nágrannafirði. Minningin um Björgvin á Ket- ilsstöðum verður fyrir mínum hug skotssjónum eitthvað á þessa leið: Hann var vel viti boririn, nátt- úrúgreindur, sem kallað er. Ekki skólalærður nema úr unglinga- skóla, en þó vel menntur. Hann var vel heima í fornum ritum íslendinga og Ijóðelskur á fornan og nýjan kveðskap, enda átti hann mikið safn ljóðabóka og annarra bóka. Um þjóðmál mynd- aði hann sér ákveðnar skoðanir, og hafði að engu hvaðan vindur- inn blés. Hann var höfðingi heim að sækja og vildi hvers manns vandkvæði leysa, þeirra, er til hans sóttu. Jörðina bætti hann stórum með ræktun og bygging- um yfir fólk og fénað. Hann stóð jafnt báðum fótum í gamla og nýja tímanum, báru búskaparhætt- ir hans vott um það. Hann vildi eigi kasta fyrir borð öllum búskap arvenjum gamla tímans, sem vel höfðu reynzt honum á fyrri ár- um, en vélarnar notaði hann líkt og aðrir. Mér virtist, að á síðari árum ykist alúð hans við vinnuna, en þegar heilsu hans hrakaði, gengu verkin þó fram á heimilinu líkt og áður, að vísu með hjálp barna hans, sem heima voru. Og þegar kraftarnir þurru, svo að eigi varð unnið, heyrðist aldrei æðúuorð. Hin meðfædda karlmennska Björg vins Vigfússonar varð eigi buguð. Vissulega hefur hann hugsað eins og Skarphéðinn, er hann mælti: Eigi hræðist ek dauða minn. Þau hjónin, Björgvin og Stef- anía, áttu 9 börn. Þau eruý Elsa Ágústa, gift Geir Stefáns- syni, Sieðbrjót. Guðný, gift Sig- fúsi Árnasyni ,Egilsstaðaþorpi. Þórhalla, gift Pétri Stefánssyni s. st. Dögg, gift Sæmundi Sveinssyni, Reykjavíik. Fregn, gift Þorvaldi Jónssyni, Háafelli. Stefán, kvænt- ur Birnu Jónsdóttur, Akureyi'i. Guðmundur, kvæntur Svanhvíti Hannesdóttur, Egilsstaðaþorpi; Jónheiður, heima. Björgvin, heima. Öll eru þessi systkin myndar- leg og manndómsleg. Og að lokum þetta. Með Björgvini á Ketilsstöðum er horfinn vitur maður, góður bóndi, hiklaus í hverri raun, rót- fastur fslendingur, sjálfstæður að efnum og hugsun. Björn Guðmundsson. Utboð Tilboð óskast í að framlengja hafnargarðana í Þor- lákshöfn. Útboðslýsing ásamt uppdrætti fæst í Vitamálaskrifstofunni gegn 1000 kr. skilatrygg- ingu. Vita- og hafnarmálastjóri ÞAKKARÁVÖRP Hugheilar þakkir sendum vi3 öilum þeim, er auðsýndu okk- ur samúð og aðstoð vegna fráfalls og minningarathafnar ástvina okkar, er fórust með v/b Helga frá Hornafirði hinn 15. september 1961. Sigurborg Ágústsdóttir, Runólfur Bjarnason, Ásdís Jónatansdóttir, Haukur Runólfsson, Nanna Ólafsdótt- ir, Ágjst Runólfsson, Ingibjörg Sigjónsdóttir og börn, Ragna Guðmundsdóttir og börn, Hulda Bjarna- dóttir, Finnbogi Ólafsson og börn, Steinunn Runólfs- dóttir og börn, Mafthildur Gísladóttir, Eyjólfur Run- ólfsson og börn, Sigurborg Einarsdóttir, Páll Páls- son, Ingunn Pálsdóttir, Jónína Jónsdóttir, Gunnar Snjólfsson og börn, Sigurborg Gísiadóttir, Jóhann Kl. Björnsson og börn. Hjartans þakkir til barna minna, tengdabarna, ættingja og vina, fyrir gleðistund á 90 ára afmæli mínu 11. okt. s. 1. Enn fremur þakka ég vina- '■°ðiur er mér bhrust í tilefni dagsins. Ketill Helgason, Álfsstöðum, Skeiðum. Alúðarþakkir færi ég öllum þeim, sem sýndu mér 'náttu á sjötugsafmæli mínu. með gjöfum, heim- ’ num og hlýjum kveðjum. Guð blessi ykkur öll. HólmfríSur Bjarnadóttir, Svertingsstöðum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.