Tíminn - 18.10.1961, Side 16
- ræskir sig
■— fyrr
í febrúar árið 1874 upphófst
mikið gos í Öskju og fylgdu á
eftir jarðskjálftar, sem gengu á
með hryðjum út það ár. í febrúar
1875 var farið að Öskju og hafði
þá mikið jarðrask orðið þar, og
drunur miklar og brestir bárust
að eyrum manna. Jörðin var víða
sprtmgin, og í gígum og gjám vall
glóandi eldleðja, sem þeyttist hátt
í loft upp. Þarna hafði orðið mikið
jarðfall og gapandi gjár glottu í
hrauninu umhverfis það.
Og 29. marz varð eitt hið hrika-
le^asta eldgos, sem orðið ihefur
á íslandi í manna minnum. Askja
hleypti sér í tröllsham og spúði
eldi, ösku og brennisteini, og
engu var líkara en helvíti hefði
fæðzt á jörðu, — þrumur öskruðu
og drundu, eldingar skutust upp
í himininn og myrkrið vaið blý-
svart. Fólk af sautján jörðum í
Jökuldal efra neyddist til þess að
flýja jarðir sínar, því að allt vatn
þvarr og askan lá yfir gróðrinum
eins og svart líkklæði. Vikur þakti
allt svæðið milli Smjörvatnsheið-
ar og Berufjarðar og brennisteins-
fýlan sveimaði yfir.
— og nú
Síðan þá hefur Askja látið á
sér kræla. Á árunum 1920 til 1926
gaus á nokkrum stöðum við Öskju
og hraun rann. Og nú fyrir stuttu
hafa myndazt nokkrir gufu- og
lehhverir á sprungu við Öskju-
vatn. Landsvæðið umhverfis hver-
ina er víða sprungið, sums staðar
víðum og djúpum sprungum. Úr
hverunum vellur heitur og fúll
leir.
Leiðangur var gerðut til Öskju
um daginn eins og kunnugt er a^
fréttum. Fór þá hópur manna á-
samt Sigurði Þórarinssyni jarð-
fræðingi til Öskju og voru þá
gerðar fyrstu athuganirnar. Nú er
Tómas Tryggvason jarðfræðingur
staddur á svæðinu og fylgist hann
með framvindunni, en sumir telja,
að hreyfingin, sem þarna hefur
oiðið í jarðskorpunni, sé undan-
íari hraungoss.
Myndirnar
Myndirnar á síðunni tók Erling-
ur Davíðsson í leiðangri Sigurðar
Þórarinssonar. Á efstu myndinni
sést niður að einum hvernum. Leir
inn hefur myndað stóran, sléttan
fiöt fyrir neðah hann. Gufuna
leggur úr hvernum til hægri. Á
annarri myndinni sést, þegar Jón
Sigurgeirsson tekur sýnishorn úr
leirlæk og lætur í flösku. Á neðstu
myndinni er verið að athuga einn
nýja hverinn. Ólafur Jónsson er
næstur á myndinni og er að taka
myndavélina upp úr bakpokanum.
Aðalfundur
Framsóknarfélags Reykja-
víkur verður haldinn í
Framsóknarhúsinu í kvöld,
miðvikudagskvöld, og hefst
fundurinn klukkan 20,30.
Á dagskrá eru venjuleg
aðalfundarstörf.
Stjórnin