Alþýðublaðið - 19.10.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.10.1927, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐutsLAin Ð ALÞÝÐUBLAÐIÐ [ kemur út á hverjum virkum degi. ► Afgreiðsía í Alpýðuhúsinu við { Hveriisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. ► til kl. 7 síðd. ! Skrifstofa á sama stað opin kl. ► 9lya—lO'/'a árd. og kl. 8 — 9 síðd. ; Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ; (skrifstofan). í Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,5Ó á ; mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 ► hver mm. eindálka. ; Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan í (i sama húsi, sömu simar). ; TerkaMenn stórsigra í Noregi. Khöfn, FB., 18. okt. Frá" Osló er símað: Kosning- arnar til pingsins fóru fram í .gær. Úrslit eru kunn í nokkrum kjörclæmtim, aðallega í borgun- um. Fylgisaukning verkamanna er mikil, bændaflokks talsverð. Hægrimenn hafa stórtapað og vinstrimenn töluvert. Úrslitin munu verða kunn að mestu ann- að kvöld (p. e. í kvöld). Síðnsta fregnir. Alþýðub'aðið hringdi í morgun til norsku aðalræðismannsskrif- stofunnar og fékk hjá henni eftir- farandi upplýsingar: 1 þeim kjördæmum, sem búið er að lesa upp í, hefir sýnt sig, aö jafnaðarmenn hafa unnið Lang- mest á. Þeir hafa unnið 46 pús- undir atkvæða. Bændaflokkurinn hefir unnið 11 þúsundir atkvæða, hægrjmenn tapað 14 þúsundum, vinstrimenn 13 þúsundum og Moskva-sameignarsinnar 6 þús- undum. Púðiarkerlingar. ,Mgbl.“ heldur áfram að reyna að gera samhjálp danskra og ís- lenzkra jafnaðarmanna í barátt- unni gegn auðvaldinu að sundr- ■ungarefni meðal Islendinga og þykist svo sem hafa fundið upp púðrið, þegar Jón Kjartansson 'fékk lánaðar tölumar hjá Stef- áni Jóhanni. En hagnýting þessa púðurs ferst „Mgbl.“ álíka höndu- tega og annað. I uppþyrlun þess i gær kemst óðagotið og fumið Kvo í algleyming, að blaðið dett- ur i stafi yfir því, að Jón Bald- vinsson skuli ekki hafa lýst yfir því, að sendiför Óiafs Friðriks- sonar 1918 til að vinna sjálfstæð- ismáli Islendinga stuðning danskra jafnaðarmanna, sem varð til þess, að Island fékk fullveldi sitt viðurkent, hafi verið gerð í fjárbeiönarskyni. Það er leiðin- legt, að púður „Mgbl.“ skuli ekki vera svo sterkt, að púðurkerling- arnar, sem kallast ritstjórar }>ess, geti sprangið með dálítið mynd- arlegum hvelli. Með því að samkomulag hefir orðið um joað, að hr. kaupmaður Sigurður B. Runólfsson léti af umboðssölu fyrir h.f. mjólkurfélagið „Mjöll“ í Borgarnesi, tilkynnist hér með jafnfranit, að vér undirritaðir höfum nú tekið við aðalumb'oði á mjólk félagsins, og afgreiðum vér framvegis allar pantanir á Mjaliarmjólk og höfum jafnan birgðir af mjóikinni fyriiiiggjandi. Reykjavík, 18. okt. 1927. H.f. F. H. Kjartansson & Co Símar: 1520 og 2013. Hafnarstræti 19. Pósthólf 126. símskeyti* Khöfn, FB., 18. okt. Árásir á Mussolini. Frá Berlín er símað: Blöðin i Júgósiavíu og Tékkóslavíu hafa hafið ákafa árás gegn Italíu út af morðinu á Cena Bey, sendi- herra í Prag. Halda, blöðin því fram, að ítalska stjómin hafi stað- ið á bak við morðið- Stjórnm í þalíu hefir sent stjórninni j Júgó- slavíu mótmæli át af árásum blaðanna. Khöfn, FB„ 19. okt. Kolaverkfall í Þýzkalandi. Sjötíu þúsund námuverkamenn hætta vinnu. Frá Berlín er símað: Sjötíu þús- und kolanámumenn I Mið-Þýzka- landi hafa gert verkfal! út af kaupdeilu. Fulltrúaþing og hátiðahöld / í Rússlandi. Frá Moskwa er símað: Fulltrúa- þing ráðstjórnarsambandsins er nú haldið í Leningrad. Eru mikil hátiðahöld þar vegna tíu ára afmælis alþýðubyltingarinnar 1917. Frá sjómönnimum. „Karlsefni" í morgun, FB. Farnir af stað til Englands. Vel- ííðan. Kær kveðja. Skipshöfnin á ,JCarlsefni“. Næturlæknir ■ er í nótt Ólafur Þorsteinsson, SkóLabrú 2, sími 181. „ÍJJÖku“-fundur íer í kvöld. Verkakvennafélagið „Fram- sókn“ heldur fund annað kvöld kl. Sþð i Bárunni, uppí. Vetmrstarfsemi félagsins er nú að byrja. Hefir stjórnin trygt sér góða ræðumenn til að fiytja fyrirlestra öðru hverju á fundum félagsins um efni, sem allar félagskonur varða. Mörg verkefni og mikils verð liggja fyí- ir félaginu í vetur, meðal annars kaupgjaldsmálið. Ættu félagskon- ur að hafa þetta hugfast og fjöl- sækja jafnan fundi félagsins og sýna, að þær séu tilbúnar, hve- nær sem er, að verjast kauplækk- unartilraunum, ef þær koma fram. Þenna dag árið 1893 andaðist Einar al- þiHgismaður Ásmundsson í Nesi. Kveikja ber á bifreiðum og reiðhjólum kl. 51/2 e. m. í dag, en kl. 5y* á morgun. Mjölkurfélagið „MjölT\ Breyting hefir orðið á ráði fé- lagsins hér í borginni. Sigurðtir B. Runólfsson. hefir látið af hendi umboð sitt, er hann hefir haft fyrir félagið undan farið, en h.f. F. H. Kjartansson & Co. eru tekn- ir við, og afgreiða þeir allar pant- anir á Mjallarmjólk og hafa birgðir fyrirliggjandi. Kristján Kristjánsson söngvari symgur í kvöld kl. 71/2 í Gamla Bió. Múrarafélag Reykjavikur heldur fund kl. 8 í 'Wvöld í Bár- unni, uppi. Presta- og sóknarneinda-fund- urinn. Erindi séra Guðmundar Einars- sonar á Þingvöllum í fríkirkjunni hér um barnahælismál og séra Friðriks Hallgrímssonar í þjóð- kirkju Hafnarfjarðar byrja kl. 8y2 í kvöld. Á morgun verða umræð- ur á fundinum frá kl. 9—12 og 3-“-6y2. Verður rætt um altaris- göngur, kirkjusöng, kirkjugarða o. fl. Kl. 61/2. verður altarisganga í dómkirkjunni. Morgundagurinn verður síðasti dagur fundarins. Áttræður verður á morgun Jón Jónsson í Sölvhól, sem flestir Reykvíking- ar kannast við. Veðrið. Hiti mestur 1 stig, minstur 4 stiga frost. Norðlæg átt. Stinn- ingsgola hér. Annars staðar lygn- ara. Snjókoma á Norðurlandb Þurt annars staðar. Loftvægis- lægð við vesturströnd Noregs, en hæð yfir Grænlandi. Útlit: Norð- læg átt áfram, allhvöss á Vest- fjörðum og sums staðar á Suð- vesturlandi, hæg á Norðurlandi. Eljagangur á Austurlandi. Eggert Stefánsson syngur á föstudagskvöldið ki. 71/2 í Gamla Bíó þýzk og ítölsk lög. . \ Togararnír. „Njörður“ kom af veiðum í morgun og „Geir“ frá Englandi. Afli „Snorra goða“ var um 700 kassar ísfiskjar, en ,,ApríIs“ um 400 kassar. t Skipafréttir. „Qullfoss" fór í gærkveldi í austur- og utan-för. „Lyra“ fer héðan annað kvöld kl. 6 um Vest- mannaeyjar og Færeyjar til Nor- egs. 1 morgun kom kolaskip til „KoIa“ & Salts.“ ísfisksala. „Ari“ seldi afla sinn í Englandi fyrir 985 stpd. Gengið. Sterlingspund 100 kr. danskar 100 kr. sænskar 100 kr. norskar Dollftr kr. 22,15 — 121,94 — 122,61 — 119,86 - 4,55y2 100 frankar franskir — 18,05 100 gyilini hollenzk— 183,39 100 gulimörk þýzk — 108,77 Gagnfræðakensla. Kenslan er byrjuð í húsinu „Þrúðvangi" við Laufásveg (norð-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.