Tíminn - 14.12.1961, Blaðsíða 7
T f M I N N , fimmtudaginn 14. desember 1961
7
Síðari hluti nefndarálits um fjárSögin
Hér fer á eftir scinni hluti
nefndarálits þeirra Halldórs E.
Sigurðssonar, Halldórs Ásgríms-
sonar og Ingvars Gíslasonar um
fjárlagafrumvarpiS:
Eins og fram er tekið í upphafi
þessa nefndarálits, erum við að-
ilar að útgjaldatillögum meirihlut
ans, þó að við höfum fyrirvara
um fylgi við einstakar tillögur,
enda eru sumar þessara tillagna
hinar sömu og við höfum flutt til
breytinga á fjárlögum fyrri ára,
svo sem hækkun á framlagi til
haf- og fiskirannsókna, leit að nýj
um fiskimiðum o.fl.
SkólabvgJiingar
Um tillögur um skólabyggingar
er það að segja, að við lýstum
fylgi okkar og unnum að því að
leiðrétta rangar áætlanir um skóla
byggingar og féllumst á, að leið-
rétting á nokkrum skólum yrði
ekki gerð fyrr en við undirbúm
ing fjárlaga á næsta hausti. í
sambandi við þessar leiðféttingar
á rangri áætlun skólabygging-
anna viljum við leggja áherzlu á,
að við undirbúning skólafram-
kvæmda verði smávegis fylgt lög-
um og skipan þeirri, sem fjár-
málaeftirlit skóla hefur leitazt við
að koma á, enda hefur reynslan
sýnt, að öllum aðilum er það fyr-
ir beztu. Við viljum hins vegar
taka fram, að við höfum fyrirvara
í sambandi við nýjar skólabygg-
ingar og viljum leggja áherzlu á
það, að hinar dreifðu byggðir
verði þar ekki fyrir borð bornar
í framtíðinni.
Sumar tillögur meirihlutans
gengu of skammt að okkar áliti,
svo sem verklegar framkvsémdir,
og flytjum við breytingartilíögur
um að hækka framlag til þeirra.
Tekjuáætluíiin
Eins og sýnt er fram á hér að
framan, er fjárlagafrv. með halla,
þegar þess er gætt, að á frv. vant
ar lögboðna útgjaldaliði, eins og
þegar hefur lýst verið. Hjá því
verður ekki komizt að leiðrétta
þá útgjaldaliði, svo að fjárlög sýni
rétta mynd af útgjöldum ríkis-
sjóðs. Við flytjum því breytingar-
tillögur um, að þetta verði leiðrétt.
Við þá athugun, er við höfum
gert á tekjuáætlun fjárlagafrv.,
eftir að ráðuneytisstjórinn í efna-
hagsmálaráðuneytinu hafði skýrt
fyrir fjárveitinganefnd, hvernig
tekjuáætlun fjárlagafrv. væri upp
byggð, höfurn við komizt að þeirri
niðurstöðu að rikisstjóminni muni
ekki haldast uppi að kýta þjððar-
búskapinn svo saman, að gera
þurfi ráð fyrir lægri innflutningi
en 3.1—3.2 milljarða króna á
næsta ári. Samkvæmt því virðist
mega hækka tekjur fjárlagafrv.
frá tillögum meirihlutans um 100
—115 millj króna, eða svo, að
þau verði hallalaus, eftir að þess-
ar leiðréttingar hafa verið gerð-
ar. Um tillögugerð okkar að öðru
leyti er þetta að segja:
Við afgreiðslu fjárlaga fyrir ár-
ið 1961 gerðum við grein fyrir af-
stöðu okkar til tillöguflutmings til
útgjalda. Afstaða ríkisstjórnar og
þingmeirihluta til framfaramála
hjá þjóðinni er enn óbreytt frá
því, sem það var. Við leyfum okk-
ur því að prenta upp kaflann úr
nefndaráliti okkar við afgreiðslu
síðustu fjárlaga, er skýrir viðhorf
^kkar til slíþrar tillögugerðar.
Stefnubreytmff brýn
„Við afgreiðslu fjárlaga í fyrra
gerðum við mjög margar og ítrek
aðar tilraunir til að fá hækkun á
framkvæmdafé, þ. e. fjárveiting-
um til vega, brúa, hafna. raforku-
mála o. fl., enn fremur aukinn
stuðning við atvinnuvegina og
rannsóknir í þágu þeirra. Allar
árlögín komin
i 3. nmræðu
SvBiiat5 um allar leiÖréttingar, og sparnaíartil-
lögfur felltlar.
í gær fór fram atkvæðagreiðsla
eftir 2. umræðu. f stytztu máli af
atkvæðagreiðslunum er það að
segja, að allar tillögur breytinga-
tillögu stjórnarandstöðunnar um
lagfæringar og leiðréttingar á frv.
voru felldar — margar að viðli.
nafnakalli — og frumvarpið sam-
þykkt með þeim breytingum, sem
meirihluti fjárveitinganefndar
hafði lagt til og frumvarpinu vís-
að til þriðju og síðustu umræðu.
. í fyrrakvöld töluðu þessir þing-
menn, en umræunni lauk laust
fyrir miðnætti: Gunnar Thorodd-
Sen, Gísli Jónsson. Gylfi Þ. Gísla-
eon, Halldór E. Sigurðsson. Ein-
ar Olgeirsson og Hannibal Valde-
marsson, Ingvar Gíslason og Ág-
úst Þorvaldsson.
Meðal þeirra breytingatillagna.
sem stjórnarliðið felldi voru marg
ar tillögur til sparnaðar í, ríkis-
rekstrinum frá Framsóknarmönn
um, sem Samtals námu 18 millj
króna.
Þá voru felldar tillögur Fram-
sóknarmanna um aukaframlög til
nýrra akvega um tæpar 10 millj-
ónir framlög til brúargerða urn
3, milljónir og framlög til hafnar-
mannvirkja og lendingarbóta um
3 milljónir.
Þá var felld tillaga um að
hækka framlög til styrktar ísl.
námsmönnum og fól sú tillaga að-
eins í sér lagfæringu, sem miðaði
að því að gera lögin, sem sett
voru í fyrra gildandi.
Tillaga um að hækka framlag
til síldarleitar og fiskirannsókna
úr rúmum 2 milljónum í rúmar
3. var felld. Sömuleiðis tillaga um
að leggja fram fé í lögboðnar nið-
urgreiðslur á vöruverði og útflutn
tngsbætur á landbúnaarafurðir.
Tillaga Framsóknarmanna um
að auka framlag til atvinnu -og
framleiðsluaukningar um 5 millj
var felld að viðhöfðu nafnakalli
og greiddu allir stjórnarstuðnings
menn og Biörn Pálsson atkvæði
gegn tiílögunni.
Mjög margar aðrar tillögur um
leiðréttingu og sjálfsagðar endur-
bætur á fjárlagafrumvarpinu voru
felldar. en of langt mál er að
telja þær allar upp. en Framsókn-
armenn höfðu gert tillögur til
tekjuöflunar á móti útgjaldatillög
um.
| þessar tillögur voru þá felldar, þó
að stjórnarliðar gerðu þá ráð fyr-
ir verulegum greiðsluafgangi. Á-
stæðan til þess, að við flytjum
ekki þessar tillögur nú, er ekki
sú, að okkur þyki nóg að gert í
þessum málum. Það er fjarri
sanni. Það er vegna þess, að við
fengum þá staðfest viðhorf stjórn-
arliða til þeirra og ekki hefur orð
ið vart hugarfarsbreytingar í þeim
efnum. Það er því fyrir fram vit-
að um afdrif slíkra tillagna. Við
hefðum viljað auka hlut fleiri
málaflokka af fjárlagafé, ef við
hefðum mátt ráða um agreiðslu
fjárlaga, eins og t. d. vísinda og
lista. En auk þess sem öll slík
tillögugerð er dauðadæmd fyrir
fram vegna þeirrar forustu, er nú
er á Alþingi, þá hefur samdráttar
stefnan. sem er óskabarn þessarar
ríkisstjómar, keyrt fjármála- og
athafnalíf þjóðarinnar í kút ó-
vissu og getuleysis. Stefnubreyt-
ing í málefnum þjóðarinnar þarf
að vera undanfari þess, að eðli-
legt athafna- og framkvæmda-
tímabil geti hafizt á ný.“
Eins og við afgreiðslu fjárlaga
1961 leggjum við til nokkra lækk
un á útgjöldum fjárlaga, er nem-
ur samtals 17869358 kr.
Efnahai?smálará($uneytið
og sendirá<Sin
Um 10 gr.
1 Við leggjum til, að efnahags-
málaráðuneytið verði lagt niður.
Höfum við áður gert grein fyrir
i þeirri afstöðu okkar. Sparnaður
yrði 37 1683 kr.
Þá er það tillaga okkar að lækka
annan kostnað ráðuneytanna um
0.5 millj. kr.
Einnig leggjum við til, að stofn
að verði eitt sendiráð á Norður-
löndum. Mundi það leiða af sér
sparnað að upphæð 1886000 kr. á
næsta ári. og um 3 millj. kr. eftir-
leiðis, þegar breytingin er komin
í framkvæmd.
Þá er það tillaga okkar, að
sendiráðið í París verði eitt og
sparnaður við þá sameiningu
verði 0.5 millj. kr.
Um 11. gr.
Lagt er til, að eftirlit á vegum
verði kostað af tekjum bílaeftir-
litsins. Sparnaður nemur 311675
kr.
Vegirnir
Um 13. gr.
Við leggjum til, að framlag -til
nýbyggingar þjóðvega og til end-
urbyggingaar þjóðvega verði hækk
uð Æm 9 millj. kr. Er þessi tillaga
okkar við það miðuð, að franjkv.
geti haldizt eins og þær voru 1960,
aðeins færð upp um verðhækkun-
ina, er síðar hefur orðið. Fjárveit
ing, er fór til Mýrdalssands á sl.
ári, er tekin með í þessa fjárveit-
ingu. Hún var felld niður af fjár-
lagafrv., en við tökum tillit til
hennar í þessari leiðréttingu.
Fjárveiting til brúargerða leggj-
um við til að hækki um 3 millj.
eða svo að framkvæmdir haldist
frá 1960, en auknum kostnaði
mætt.
Einnig leggjum við til, að fram
lag til hafna hækki- um 3 millj.
kr. af sömu ástæðu. Hins vegar
skal það tekið fram, að hér er
ekki nóg að gert að okkar dómi,
aðeins reynt að ptöðva það undan
hald, sem verið hefur.
framl'ag samkvæmt lögum frá síð
asta þingi.
Um 16. gr.
Enn gerum við tillögu um, að
framlag til kaupa á jarðræktarvél-:
um verði hækkað, nú um 1 millj. |
kr. Enn fremur leggjum við til, j
að framlag til síldarleitar og fiski
rannsóikna hækki um 1 millj kr.
Um 17. gr.
Lagt er til, að lögboðið framlag
til atvinnuleysistryggingasjóðs.
28.5 millj, kr., verði tekið á þessa
grein fjárlagafrv., svo sem á að
vera.
Um 19. gr.
Gerð er tillaga um að taka 73.8
millj. kr. til niðurgreiðs'lna og út-
flutningsuppbóta, svo að hægt
verði að inna þær af hendi, svo
sem verið hefur. Hins vegar er
lagt til, að lækka óviss útgjöld um
5 millj. kr. og því treyst, að þar
verði fyllstu sparsemi gætt. Enn
fremur leggjum við til, að fjár-
veiting til fyrninga, 8 millj. kr„
falli niður. Er því um sparnað að
ræða á þessari grein að fjárhæð
13 millj. kr.
Um 20. gr.
Framlag til bygginga á jörðum
ríkisins leggjum við til að hækki
um 0.8 millj. kr. og aukið verði
framlag ti'l atvinnuaukningar um
5 millj. kr. Þá yrði sama fjárhæð
veitt nú og 1957. Mun ekki af
þeirri fjárh. veita vegna atvinnu-
framkv. víðs vegar um landið.
Við leggjum svo til, að niður
falli 0.8 millj. kr. á 20 gr., sem
ætlaðar eru til að endurnýja bíla
kost ríkisstofnana.
Tillögur þær til útgjalda, er við
flytjum, eru fyrst og fremst til
leiðréttingar á útgjaldahlið fjár-
lagafrv. Þeim er mætt með því að
leiðrétta tekjuáætlunina. Hins
vegar mætum við útgjaldatillög-
um okkar að mestu með tillögum
um sparnað á útgjöldum fjárlaga
frv., en flytjum tillögur um breyt-
ingar á tekjuhlið fjárlagafrv. til
að mæta þeim útgjöldum, sem við
leggjum til umfram lækkanir.
Eins og sýnt hefur verið fram
á í þessu nefndaráliti, einkennist
þ'Slta fjárlagafrumvarp af sam-
d ráttarstefnu ríkisst j ónjarinnar,
þar sem auknar álögur á almenn-
ing eru á aðra hlið, en aukin
rekstrarútgj öl'd ríkissjóðs á hina.
Það er Ijóst, að stefnubreyting hjá
ríkisstjóm er það, sem koma
þarf, svo að þjóðin geti tekið aft
ur þá stefnu að bæta land sitt og
búa í haginn fyrir þá, sem eiga
að erfa landið. En til þess að svo
verði, þuría þeir stjórnarflokkar,
er nú hafa meirihluta á Alþingi,
að tapa fylgi með þjóðinni. Fyrir
íslenzku þjóðiua verður það þeim
mun betra, því fyrr sem það ger-
ist.
Alþingi, 11. des. 1961.
Halldór E. Sigurðsson frsm.
Halldór Ásgrímsson.
Ingvar Gíslason.
Undrið mesta
Námsstyrkir
Um 14. gr.
Við leggjum tU, að framlag til
styrktar íslenzkum námsmönnum
hækki um 764 þúsund kr Er þessi
hækkun gerð til þess, að Lána-
sjóður íslenzkra námsmanna fái
Um þessa bók segir einn fræg-
asti bókmenntamaður Bandaríkj-
anna, Upton Sinclair: „Frábær bók
um frábæran mann“. Höfundurinn
leggur áherzlu á, að spíritisminn
sé ekki trúarbrögð eins og margir
virðast halda. Hann er aðeins sam-
tök manna, sem trúa á hinn sameig
inlega boðskap allra trúarbragða,
að viö lifum eftir dauðann. — Og
óneitanlega er það skoplegt þegar
kristnir rnenn telja sig andvíga
þessum boðskap.
Birtist ekki Kristur lærisvein-
um sínum til að sanna þeim, að
bann lifði eftir dáuðann? Um þetta
segir höfundur: „Eg hef í mörg ár
talið mig í hópi spíritistahreyfing-
arinnar. Þetta ber þó engan veginn
að skilja svo, að ég hafi sagt skilið
við kirkjuna eða bræðralag krist-
inna manna. Spiritisminn hefur
aldrei getað komið mér í stað trú-
arbragða, en ég er sannfærður uni
það, að fagnaðarboðskapurinn
væri harla vængstýfður, ef þar
væri ekki lögð áherzla á upprisu
Krists og ódauðleika sálarinnar“.
Þetta er kjarni málsins. Spíritism
inn er ekki trúarbrögð, til þess er|
hann of einhliða. Hann er aðeinsj
útskýring á grundvallaratriði trú-
arinnar, fr'amhaldslífinu. Höfund-
urínn ræðir einnig skynsamlega
um mikilvægi þess að trúa á líf
eftir dauðann og þá auknu ábyrgð,
sem sú vissa leggur mönnum á
herðar.
Ævisagan er fjörlega skrifuð og
miðillinn segir þar frá marghátt-
aðri reynslu sinni í þessum efnum.
Hann sagði undir votta frá mönn-
um, sem fallið höfðu í stríðinu áð-
ur en dánarlistarnir voru birtir.
Eftir dauða Conan Doyle gaf hinn
frægi rithöfundur fyrirmæli um
það á fundum Arthur Ford hvern-
ig ævisaga hins fyrrnefnda skyldi
skrifuð. Hér segir einnig frá við-
ureign miðilsins við töframanninn
Howard Thurstón. Thurston réðst
að Ford o.g bar upp á hann svik
en viðurkenndi síðar, er hann
hafði kynnt sér málið, áð Ford
væri áreiðanlegur.
Aðalsmerki þessarar bókar virð-
ist áreiðanleiki og sannsögli, en
það er ómetanlegur kostur, því
margar þær bækur, sem um þessi
mál eru skrifaðar, eru mjög óáreið
anlegar og höfundar þeirra falla
flestir fyrir þeirri freistingu. r*
gera bækurnar meir við a'þýðu-
skap með ýktum og ósönnum frá-
sögnum. Jafnvel gáfuðustu menn
og ágætir rithöfundar eins og
Brunton standast ekki þá freist-
ingu að vinna sér alþýðuhylli með
ævintýralegum og ósönnum frá-
sögnum.
Þessi bók Arthur Fords er ein
hinna fáu bóka um dulræn efni,
sem ég get með góðri samvizku
mælt með sem algjörlega heiðar-
legri tilraun til að útskýra sam-
bandið við framliðna. — Séra
Sveinn Víkingur hefur þýtt bókina
á ágætt mál. G. D.
Sigurf jr skurð-
lækninganna
Sigui'för skurðlækninganna heitir
bók, sem bókaútgáfan Hamar í
Hafnarfirði hefur gefið út. Þetta
er saga skurðlækninga, skrifuð af
þýzkum manni, Jiirgen Thorwald,
en þýdd af Hersteini Pálssyni. —
Formála hefur skrifað Páll Kólka,
læknir.
Fyrsta skurðaðgerðin var fram-
kvæmd við svæfingu árið 1846, og
eftir það fór slíkum læknisaðgerð-
um að fleygja fram. Læknarnir
réðust sífellt í vandasamari og
meiri skurðaðgerðir. og sú þróun
hefur ekki stöðvazt. Aldrei hefur
skurðlæknunum verið jafnmargt
megnugt og í dag.
Það er þessi saga, sem er sögð
á fjörlegan hátt í þessari bók. Sig-
urför skurðlækninganna íiún ber
nafn með rentu.