Tíminn - 16.12.1961, Síða 2

Tíminn - 16.12.1961, Síða 2
T í MIN N , laugardagimi 16. desember 1961 Átta cfagar tíl jóla Staphorst er lítill bœr í Hollandi. Sú umsögn gefur lítið til kynna, en þessi litli bær hefur nýlega vakið á sér alheimsathygli. Og hver er orsökin? Jú, það merkilega er, að þarna hafa menn uppgötvað samfélag, sem fremur hefði getað verið til á miðöldum heldur en á því herrans ári 1961. Að íbúarnir eru íklæddir gam- aldags búningum, vekur minni undrun en þær staðreyndir, að .. .. þar er stranglega bannað að nota púður eða varalit, .. .þegar ókunnugir koma til bæjarins-, kasta konurnar svört- um, skósíðum pilsum sínum fram yfir höfuð, .. þar er bannað að nota farar- tæki á hjólum á helgum dögum, .. karlmennirnir ógna forvitn- um ferðamönnum með kvíslum, .. sjónvarpstæki eru þar álitin gægjugöt djöfulsins, .. strangar reglur gilda þar um, að á sunnudögum sé öllum myndum snúið við á veggjunum, MAARTHE SCHOENMAKER siðasta fórnardýr siðferSisvarð- anna í Staphorst og „játningar“ eru píndar út úr þeim „hneykslanlegu". •k Maarte Schoenmaker, 42 ára að aldri, gift og tveggja sona móðir, og nágranni hennar, Derek Timm og á þeim dögum eru hanarnir aðskildir frá hænunum, .. aðeins ófrískar konur mega giftast, .. mað'ur, sem á ógiftar dætur, tilkynnir bað með því að setja koparhjörtu á útihurðina hjá sér, og glugginn á herbergi þeirra er látinn standa opinn á næturnar, til þess að þeir, sem vilja kynna sér möguleika á hjónabandi, geti komizt inn til þeirra. .. krafa um hjónaband milli verðandi föður og móður er leidd til lykta með einræðisvaldi. k Þegar út í hjónabandið er komið, eru siðferðiskröfurnar strangar. Eigínkonan má ekki horfa á eða brosa til annars en eiginmanns síns. Og vinátta milli karls og konu, sem ekki eru gift hvort öðru, er álitin ósæmileg með öllu. Þannig líta str'öng augu hins ríkjandi siðferðis i Stap- horst á málið. Liggi nú einhver undir grun um, að þau ali á vináttu hvort til annars. taka siðferðisverðir bæj- arins til sinna ráða. Hin „seku“ eiu sótt heim og þeim ekið í grísakerru eða áburðarkerru í gegnum ’oæinn, meðan íbúarnir gera hróp að þeim og hæða þau, ermann, einnig kvæntur maður, voru nýjustu fórnadýr siðferðis- varðanna. Að næturlagi voru þau sótt heim og dregin út með valdi. Þeim var troðið í gdsakerru, og þegar þau höfðu verið keyrð um bæinn í marga tima, tókst loksins að pína út úr þeim „játningu". Þau voru látin laus, meidd og auðmýkt, illa farin á líkama og sál. Það hefur aldrei verið neitt okkar á milli, sór frú Schoen- maker á eftir, en nú er ég eyði- lögð manneskja. Eiginmaður minn yfirgaf mig eftir hneykslið, og ég hef ekki hugmynd um, -hvernig ég á að komast af í fram- tíðinni. Ég þori ekki einu sinni að sýna mig úti á götu. ★ Lögreglan i bænum hefur fram að þessu ekkeit getað aðhafzt. Það er margt annað en ökuferð- irnar í grisakerrunni, sem komið hefur við sögu. Eitt sinn var t. d. rifið til grunna hús fyrir manni, sem gerzt hafði sekur um að greiða atkvæði með svo djöf- ullegri framkvæmd sem að leggja vatn í hús. En nú hefur ríkisstjórnin loks- ins látið málið til sín taka og kallað bæjarstjórann í Staphorst á sinn fund til þess að gefa skýr- ingu á því. Og nú eru siðferðis- verðirnir og trúarofstækismenn- irnir í Staphorst teknir að óttast um sinn hag. Saklausa sagan Fullur maður asnaðist inn í kirkjugarð og lét sig ekki muna um að stingast á haus- inn ofan í opna gröf. Þar lá hann síðan skjálfandi, þegar annar fylliraftur kom slag- andi að gröfinni. Sá leit nið- ur í hana og spurði: — Gengur nokkuð að þér? — Nú, ég er alveg að sál- ast úr kulda, maður! — Er það furða — búinn að róta ofan af þér allri mold inni!!! Heimkoma Mývetninga Hér eru til viðbótar við forsíðu- myndirnar tvær myndir, sem Arn- þór Björnsson í Reynihlíð tók, þeg- ar Mývetningar komu með fé sitt af fjöllunum. Önnur myndin er af gangnaforingjanum, Jóni P. Þor- steinssyni, kvöldið, sem hann kom heim eftir tíu daga útivist á fjöll- um, en hin er heima við fjárhús, þegar verið var að koma fénu í hús. Sá flmmtl, Pottaskeflll, var skrftið kuldastrá. Þegar börnin féngu skófir, barði hann dyrnar á. Eins og í fyrra birtum við nú fram að jólum myndir af jólasvein- unum ásamt vísum Jóhannesar úr Kötlum, hvoit tveggja úr bókinni Jólin koma, sem hefur verið vin- sæl barnabók á þriðja áratug og er það ennþá. Teikningarnar eru eftir Tryggva heitinn Magnússon. Þess varð vart í fyrra, að fáir af yngri kynslóðinni þekkja nú orðið þessa gömlu jólasveina, sem áður fyrr voru svo snar þáttur í þjóðlífi íslendinga. Þess vegna þykir okkur tilefni til að rifja þetta upp, áður Þau ruku upp tll að gá að, hvort gestur værl á ferð. Þá flýttl hann sér að pottfnum og fékk sér góðan verð. en þeir falla í algera fyrnsku og gleymast, fyrir áhrif hinna rauð- klæddu, innfluttu jólasveina, sem rutt hafa sér rúm hérlendis hin siðari árin. Samkvæmt gömlu þjóðtrúnni kemur hinn fyrsti, Stekkjarstaur, 12. desember, og siðan hver af öðr- um, unz Kcrtasníkir kemur síðast- ur á aðfangadagskvöld. — Rétthaf- ar myndanna og vísnanna hafa góð- fúslega léð okkur birtingarréttinn, og vonum við — og reyndar vitum — að þetta muni falla í góðan jarðveg.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.