Tíminn - 24.12.1961, Side 5

Tíminn - 24.12.1961, Side 5
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóíi: Tómas Arnason Rit stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb ). Andrés Kristjánsson .Jón Helgason Fulltrúi rit stjórnar: Tómas Karlsson Auglýsinga- stjóri: Egil) Bjarnason - Skrifstofur 1 Edduhúsinu — Símar 18300—18305 Aug lýsingasími: 19523 Afgreiðslusími: 12323 — Prentsmiðjan Edda h.f — Áskriftargjaid kr 55.00 á mán innanlands í lausasöiu kr 3.00 eintakið í' jólafriði Enn einu sinni boða jólin hrjáðu mannkyni frið á jörð, flytja boðskap um nálægð guðs, þess sem sólina skóp, þess afls, sem er og á að vera í öllum hlutum og öllum skepnum, í hverri athöfn og hugsun manna, alisráðandi guð í alheimsgeimi og guð í sjálfum þér. Við getum kallað allt umstang manna hér á jörð, alla viðleitni til betra lífs, alla framþróun tækni og vísinda, allar tilraunir til betri sambúðarhátta mannfólksins leit að guði, þótt hann beri ekki sama nafn í öllum álfum heims. Allir menn eiga sinn guð og þjóna honum — leita hans. Jólin eru kristnum mönhum sem heimkoma í þessari leit, stund heimtanna, þegar menn skoða hug sinn af barnslegri einlægni og meta sinn hlut, það sem fundizt hefur á áfanga eins árs. Menn hafa háð mikið kapphlaup allt árið, einir sér eða í félögum, stórum eða litlum, allt upp í alheimsfélag Sameinuðu þjóðanna. Menn hafa brotið land, sáð og upp skorið, sótt björg í haf, barizt við sjúkdóma, stundað rann- sóknir og lagt sig alla fram um að ná nýjum sigrum í tækni og vísindum. Menn hafa setið að samningum og viðræðum um málefni manna, þjóða landa og heimsins alls. Reynt að forðast árekstra, lægja deilur, sefa stríð. bæta friðinn — sambúð mannanna. Við teljum, að ýmislegt hafi áunnizt í þessari guðsleit en vitum líka, að margt hefur mistekizt, við höfum goldið afhroð. farið villir vegar og týnt sumu, sem áður var fundið. Mat árangursins í heild er torvelt. En þegar við horfum í augu barnanna í jólagleðinni og skynjum einlægni þeirra og fögnuð, eða tökum undir efa- lausan söng þeirra um helg jól um öll heimsins bþl, vakn- ar áleitin spurning í huga okkar um orsakirnar til mistak- anna í guðsleit heimsins — spurning um hatrið, sem eitrar, banastungurnar, misklíðina, togstreituna. eigingh’nina -- um stríðið, sem sífellt geisar um allan heim, þótt það æði ekki ætíð sem eyðandi eldur. Við spyrjum áfram: Hefur þessi góðvilji okkar verið nógu staðfastur, nógu fórnfús, nógu siálfsafneitandi. nógu heill og kröfulaus og nógu laus við að réttlæta veilur sínar með illgirni annarra? Við vitum svörin — vitum hvað vantar. Við náum aldrei aðaláfanga guðsleitarinnar — frið á jörðu með öll- um mönnum, fyrr en þeir eru nógu margir — einstakling- ar og stjórnendur þjóða, sem eru reiðubúnir til þess að hætta lífi og lífshamingju til þess að halda leitinni hik- laust áfram í fótspor meistarans. sem fæddist á jólum. Þess vegna er jólagleði okkar niðurlút. fögnuður okkar meini blandinn. Okkur langar til að fagna og fvliíia ióla- syninum. mannsbarninu. í fölskvalausri einurð. en við vitum að flesta brestur djörfung til fylgdarinnar þegar vetur harðnar og gjár og fárviðri'mannlífs og sambúðar- hátta á jörðu sækja að okkur. Þá sveigjum við undan til þess að bjarga lífi okkar og skinni og látum mannssoninn fara einan í dauðann á föstudaginn langa — krossfestum hann á tré blevðimennsku og mannvonzku okkar siálfra. Þess vegna geisar stríð enn í heiminum. af bví við þorum ekki áð bióna lífinu af ótta við dauðann Þess ve^na revnum við að létta af okkur bun<?anum bví að ganga í hón barnanna á iólum bar sem pifðm er fölskvalaus. af því að börnin hafa ekki enn skvníað binn grimma sa'nnleik um endi ævintýrsins, sem hefst með fæðingu jólabarnsins. T f MIN N, sunnudaginn 24. desember 1961. Opinberum starfsmönnum ber að fá fullan samningsrétt r Ur ræðu Þórarins Þórarinssonar við 3. umræðu fjárlaganna ViS 3. umræðu fjárlag- anna flutti Þórarinn Þórar- insson ræðu, þar sem hann minntist nokkuS á viShorf ríkisins til starfsmanna þess. Útdráttur úr ræðunni fer hér á éftir: Afgreiðsla fjárlaganna — Fátt sýnir betur en af- greiðsla fjárlaganna, hvernig framkvæmdavaldið þ.e. ríkis- stjórnin, er búið að draga allt raunverulegt vald úr höndum löggjafarvaldsins þ.e. Alþingis. Ríkisstjórnin ræður orðið raun ver'ulega öllu við afgreiðslu fjárlaganna. Fjárveitingapefnd er látin fjalla um þau til mála- myndar, en meirihluti hennar fer í einu og öllu eftir fyrir- mælum fjármálaráðherra. Síð- an fara fram tvær umræður um fjár'lögin og tekur hvor þeirra einn kvöld- og nætur- fund. Önnur eru afskipti þings- jns ekki af því, hvernig nær tveimur milljörðum króna, sem lagðar eru á þjóðina, er ráð- stafað. Þessi vinnubrögð mættu vissulega vekja menn til um- húgsunar um þ?.ð, hvernig hlut A.lþingis er komið. Það er vissu lega orðið nauðsynlegt að skilja betur á mill'i fráfn- kvæmdavaldsins og löggjafar- valdsins, svo að hvort um sig veiti hinu meira eftirlit og að- hajd. Persónuleg .skoðun mín hefur verið og er sú, að í þess- um efnum sé bandaríska þing- ræðiskerfið meira til fyrir- myndar en hið evrópiska þing- ræðiskerfi. Hlutur opinberra starfs- manna versnar Ástæðan til þess, að ég kvaddi mér hljóðs, var annars sú, að ég vildi vekja athygli á þv' áður en fjárlögin eru end- anlega afgreidd, að hlutur op- inberra starfsmanna er mjög fyrir borð borinn. í febrúarmánuði síðastl. birti stjórn Bandalags staiísmanna ríkis og bæja, greinargerð, þar sem sýnt var fram á með glögg um rökum, að síðan 1944 hefði hlutur opinberra starfsmanna versnað um 16.5 %, miðað við aðrar hliðstæðar stéttir. Þessi munur hefur enn aukizt í sam- bandi við kauphækkanirnar í sumar. Opinberir starfsmenn fengu 13.8 % kauphækkun. en ríkisstjórnin hefur haldið. þvi fram í umræðum hér á Al- þingi, að kaup hafi hækkað hjá mörgum stéttum um 15— 18%. Óbreyttir verkamenn, bændur, verzlunarfólk og opin- berir starfsmenn báru minnst úr býtum í sumar Sé tekið til- lit til kauphækkananna í sum- ar, mun láta nærri að opin- berir starfsmenn séu nú alltaf 18—21 % lakar settir nú en 1944, þegar borið er saman við aðrar hliðstæðar stéttir. Þetta kann ekki göðri lukku að stýra. Það hefur fljótt áhrif, ef ríkið borgar lélegra kaup en einkareksturinn. Beztu starfs- kraftarnir leita þá annað. Op- berir starfsmenn verða að leita eftir alls konar aukastörfuní, og geta því ekki gegnt eins vel aðalstarfinu. Afleiðing þess að launa opinbera starfsmenn til lengdar illa, verður því ekki - spamaður. heldur lélegri vinnubrögð og aukið starfs- mannahald. Dæmið um kennarana Nýlega var í neðri deild rætt um launakjör dómara í Reykja vík, sem hafa verið hækkaðir í ár um tvo launaflokka. Öll- um kom þá saman um, að þeir væru of illa launaðir miðað við hin ábyrgðarmiklu störf þeirra. Því er ég fyllilega sammála. En hvað er þá að segja um þá opinberu starfsmenn, sem hafa lægri laun Tökum t.d kennar- ana. Eg efast um, að síðan hlut ur heimilanna minnkaði í sam bandi við uppeldi æskulýðsins, gegni önnur stétt öllu ábyrgðar meira starfi en einmtt kennar- arnir. Hámarkslaun gagnfræða skólakennara er nú 6500 kr. á mánuði og barnakennara 6000 kr. Fyrir þessi laun verður ekki lifað mannsæmandi nú- tímalífi. Hvernig er hægt að ætlazt til, að menn leggi á sig langt og erfitt nám til þess að fá störf, sern ekki eru betur launuð? En hvernig verður þjóðfélagið statt eftir lítinn tíma, ef við fáum ekki til kenn a; arfs menn, sem vilja rækja það hlutverk af áhuga og alúð? Fullnægjartdi samnings- réttur Þótt ég áliti samkvæmt fram ansögðu, að hlutur opinberra starfsmanna sé mjög fyrir borð borin, flyt ég ekki að sinni neina tillögu um launahækkun þeirn til handa Eg álít slíkt þýðingarlaust, þar sem vitað er fyrirfram, að slík tillaga er dauðadæmd Eg álít það líka árangursríkast eins og hlut opinberra starfsmanna er kom- ið, að hafin verð'i barátta fyrir því. að þeim verði veittur full nægjandi samnimgsréttur Þeg- ar til lengdar lætur, mun það ar þeimál? ETAOINETAOTN reynast vænlegast til að tryggja þeim iafnræði við aðra í þessum efnum. , Sem sönnun um þetta, skal ég aðeitis nefna það. að áhafnir á strandferðaskipum og varð skipum ríkisins tryggðu sér 27% kauphækkun á sdðastliðnu sumri meðan aðrir opinberir starfsmenn fengu ekki nema 13,8% Munurinn liggur í því. að sjómennimir á ríkisslcipun- u,m hafa fullnægjandi samnings rétt og krefjast sömu kjara og einkafyrirtækin veita. Þetta litla dæmi sýnir. að opinberir starfsmenn munu bezt geta tryggt jafnrétti sitt við aðrar stéttir með fullnægjandi samn ingsrétti. Það er líka ekkert annað en mannréttindamál, að þeir sitji við sama borð og aðr- ir í þeim efnum 13 ára afmæli mannreftindaskrár S.Þ. Hinn 10. desember s.l. voru 13 ár liðin síðan Mannréttindaskrá Sameinuðu Þjóðanna var sam- þykkt á Allsherjarþingi samtak- anna, sem haldið var j París 1948 Af þáverandi 58 aðildarríkjum greiddu 48í henni atkvæði, en 8 ríki sátu hjá og tvö voru fjarver- andi. í tilefni afmælisins sagði forseti Allsherjarþingsins, Mongi Slim: „Þegar við í dag höldum hátíð- legt 13 ára afmæli mannréttinda skrárinnar hérna í Sameinuð þióð- unum. þá hyllum við þessi sam- tök fyrir þolgæði beirra og óbrigð ula viðleitni við að fá bessi rétt indi endanleaa og almennt stað fest og viðurkennd í öllun-i heim- inum. Verðmætasta eign mannsins er án efa ,sæmd 'nans og sjálfsvirðing ásamt þeim náttúrlega rétti, sem hann, á tilkall til frá fæðingu af því að hann er mennsk vera, án tillits til kynþáttar, kyns eða hör undslitar. Við getum fagnað því að hafa þegar komizt álitlegan spöl af leiðinni. sem liggur í rétta átt, og á þessum vettvangi er mannkynið sífellt að ná nýjum áföngum á öllum breiddargráðum hnattarins. En þessi uppörvandi sigurganga er engan veginn komin að Ieiðar- lokum. Án þess að sýna á okkur nokkur þreytumerki verðum við að halda henni áfram. hvar svo sem þörfin kann að vera brýnust Ekkprt tillit til kvnþáttar hörunds litar eða kyns má koma í veg fyrir bað. Enginn siðgæðislega heilbrigður maður sem vill vera heiðarlegur gagnvart sjálfum sér, getur fylli- lega gert sér grein fyrir víðtæki eigin virðingar sem manneskja, fyrr en hann hefur lagt sinn per- sónulega skerf til þeirrar við leitni að koma á um gervailan heim þeim réttindum til handa meðbræðrum hans. sem hann tel ur sjálfur sjálfsagðan hlut í lífi sínu. Þegar hin stórkostlegu' og há- leitu markmið eru höfð í huga, er þetta verkefni sannarlega þess vert, að við leggjum af mörkum það sem við getum til að greiða fyrir og efla sanna hamingju mannkynsins. í dag get ég með stolti tilkynnt fyrir hönd Sameinuðu þjóðanna, að 16 bing þeirra hefur nú lokið við að ganga frá uppkasti að al- bjóðlegum sáttmálum um mann- réttindi. þar sem öll aðildarríkin hafa í óþreytandi samvinnu fellt (Framhaíd á 15. síðu). 5

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.