Tíminn - 24.12.1961, Síða 6
75 ára í dag:
Lúther Lárusson
bóndi á Ingunnarstöðum
Lút'her Lárusson, bóndi á Ing-
unnarstöðuTn í Kjós, er 75 ára
í dag, aðfangadag jóla. Hann er
Reykvíkingur að uppruna og smið
ur að mennt, einn hinna mörgu
bama Lárusar G. Ludvigssonar.
En fyrir um það bil fimmtíu ár-
um tók hann sig upp og fluttist
um set upp að Ingunnarstöðum,
þar sem hann hóf búskap, og hef
ur síðan átt þar heima. Litlu síðar
kvæntist hann Guðrúnu Sigtryggs
dóttur frá Þórustöðum, og búa
nú þrjú barna þeirra í Brynjudal,
en eitt í Reykjavík.
Lúther hefur tekið órofatryggð
við Ingunnarstaði og kýs sér
hvergi annars staðar dagstund að
vera, hvað þá lengur. Þar hefur
hann og aflað sér vináttu og virð-
ingar allra, sem honum hafa
kynnzt, enda glaðlyndur rausnar-
maður ,ríkur að hugmyndum og
áhugamálum, þótt lítt hafi hann
sinnt félagsstörfum um dagana.
Um langt skeið, meðan þau Ing-
unnarstaðahjón voru á léttara
skeiði, var heimilið umsetið gest
um ,nálega vetur sem sumar, og
oft var þar mikill mannfagnaður
og jafnan rausn í öllum hlutum.
Þaðan er margs góðs að minnast.
Gamlir vinir sénda Lúther
Lárussyni, jólabarninu, alúðar-
kveðjur og heillaóskir í dag.
J.H.
Hdsbúnaður h.f.
Við öil hreinlætisverk
er þessi sápa bezt
;i Notið Sólskinssápu
til þess aS gera
; matarílát ySar
; tandurhrein
aS nýju.
Notið hina freyðandi Sólskinssápu við
hcimilisþvottinn. gólfþvott og á málaða
veggi, í stuttu máli við öll þau störf,
þar sem sápa og vatn koma tij greina.
Hin freyðandi Sólskinssápa fjarlægir
þrálátustu óhreinindi á svipstundu, án
nokkurs nudds. Munið að Sólskinssápan
fer einnig vel með hendur yðar.
Notið Sólskinssápu
við öll hreinlætis-
verk heimilisins.
Allt harðleikið
nudd er hreln-
asti óþarfi.
Haldið gólfum og
máluðum veggjum
hreirium og björt.
um með Sól-
skinssápu.
Til athugunnar
Þegar fólk fær bækur að
gjöf. sem það vill skint.a. þá
spyrjið í bókabúðum eftir
aigulegum bókum, einkum
þeim sem verða ófáanlegar
sins og t. d. ferðabók Vig
fúsar um Brazilíu 4rgen
cínu. Chile, Perú o fl. eða
minningabók hans Æsku-
döqum Umhverfis inrðina
sr uppseld og hinar verða
það áður en margir vara
?ig á því.
Guðlaugur Einarsson
i<'rfivingötu 37 simi 1P74Ö
Málflutningsstofa.
ÞAKKARÁVÖRP
Fyrrverandi sóknarbörnum okkar til Kolbeins-
staða-, Fáskrúðarbakka- og Raúðamelssókna í
Miklaholtsprestakalli flytjum við hiónin okkar inni-
legustu jóla- og nýárskveðjur þökkum vináttu lið-
inna ára, ánægjulegt og ágætt samstarf.
Enn fremur þökkum við margvíslega auðsýnda
virðingu með kveðjusamsætum -og höfðinglegar
gjafir.
Vestmannaevjum á jólum 1961.
Júlía og Þorsteinn L. Jónsson.
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
Margrétar Sigurðardóttur.
Blönduhlíð 11
Sigurjón Eiriksson
Una Pálsdóttir
Eiríkur Sigurjónsson
Helgi Sigurjónsson
6
TÍMINN, sunnudaginn 24. desember 1961.