Tíminn - 03.01.1962, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.01.1962, Blaðsíða 5
Útgefandl: FRAMSOKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjári: Tómas Arnason Rit stjórar- Þórarinn Þórarinsson (áb ). Andrés Kristjánsson Jón Helgason Fulltrúi rit stjórnar- Tómas Karlsson Auglýsinga- stjóri: Egil) Bjamasoíi - Skrifstofui 1 Edduhúsinu — Simar- 18300—18305 Aug lýsingasimi: 19523 Afgreiðslusími: 12323 — Prentsmiðjan Edda h.f — Askriftargjaid fct 55.00 á mán innanlands í lausasölis kr 3.00 eintakið Nýr , ,friðarengiir ’ Um leið og gamla árið kvaddi, lauk forsætisráðherra- dómi Bjarna Benediktssonar. Seinasta embættisverk hans var að flytja hina venjulegu áramótaræðu forsætisráð- herra. Þegar Bjarni stundaði framhaldsnám í Þýzkalandi fór þar með völd stjórnmálamaður, sem öðru hvoru klæddist gervi mikils friðarengils og þó einkum þegar hann haíði allt annað í huga eða var búinn aö vinna verk, er sízt horfðu til friðar. Áramótaræða Bjarna var mjög í anda þessa lærimeist- ara. Bjarni kom að vísu allvíða við. Hann réðst óbeint á dómarastétt landsins og lagði til að skertur yrði réttur Alþingis til gagnrýni á stjórnarathöfnum. Aðalkjarninn í ræðu hans var þó sá að látast vera mikill friðarengill. Hann sagði, að lágtekjufólk ætti ekki að krefjast ótímabærra kjarabóta, og stéttirnar ættu að reyna að koma sér saman um slík mál, án þess að til alvarlegra átaka þyrfti að koma. Þetta er vissulega ekki illa mælt. En það er ekki nóg að tala fallega um frið, heldur verða menn að sýna vilj- ann í verki. Og hver hefur verið vilji Bjarna og nánustu samherja hans í þessum efnum að undanförnu? Ótímabærustu kauphækkanir, sem hér hefur verið bar- izt fyrir um langt skeið, voru kauphækkanirnar, sem voru knúðar fram sumarið 1958. Hverjir voru aðalforsprakkar þeirra: Ólafur Thors, Bjarni Benediktsson og Einar 01- geirsson. Tilgangurinn var ekki að bæta lífskjörin, heldur að fella vinstri stjórnina. Eftir að það hafði tekizt, gerðu Ólafur og Bjarni þessa kauphækkun strax að engu með lagasetningu. í framhaldi af því, voru svo kjör lágtekjufólks enn stórkostlega skert með „viðreisninni“. Þegar lágtekju- menn fóru fram á kjarabætur, var það aldeilis ekki hljóð- ið í Bjarna, að nú ættu stéttirnar að reyna að semja og lialda friðinn. Ríkisstjórnin reið á vaðið og neitaði um allar kjarabætur og lét atvinnurekendur síðan gera hið sama. Þetta var orsök verkfallanna á síðastl. sumri. Þá voru það ekki friðarenglar, sem sátu í ráðherrastólunum, heldur stríðsmenn, sem ætluðu að ganga milli bols og höfuðs á verkalýðssamtökunum með löngu verkfalli, en ef það tækist ekki, þá með bráðabirgðalögum um kaup- bindingu. Þessari viðureign lauk þannig, að samið var um mjög hóflegar launabætur fyrir tilstuðlan samvinnufélaganna. Á grundvelli þeirra samninga var hægt að tryggja vinnu- frið og hagstæðan rekstur atvinnuveganna um lengri tíma. En ríkisstjórnin var þá sannarlega ekki í friðarhug og Bjarni allt annað en friðarengill. Með því að sniðganga ákvæði stjórnarskrárinnar og fara á bak við Alþingi, vann stjórnin það ofbeldisverk að fella enn gengi íslenzkrar krónu og taka þannig aftur allt það. sem lágtekjumenn höfðu áunnið með hinum nýju launasamningum. Reynslan sýnir nú alltaf betur og betur, að þessi gengislækkun var með öllu óþörf og ekkert annað en hefndarráðstöfun ríkis- stjórnar, sem vill gera þá ríku ríkari á kostnað almenn- irigs. Meiri óheilla- og ófriðarráðstöfun er ekki hægt að hugsa sér. Það er eftir slíkan verknað, sem Bjarni flytur svo ára- mótaræðu ,um stéttafrið! Sjá ekki allir heilindin og tilganginn, sem hér býr á Waltér Lippmann skrifar um alþjóðamál: Sameinuðu þjóðirnar ómissandi, þrátt fyrir vanmátt þeirra ÞAÐ VÆRI erfitt að taka ágreiningi vesturveldanna í Sameinuðu þjóðunum og Atl- antshafsbandalaginu með þögn og þolinmæði, ef við vissum ekki, að Sovétríkin og Kína skrokkskjóðast áfram eftir enn grýttari vegi. Fram hjá því verður þó ekki gengið, að á- greiningur vesturveldanna er uggvænlegur. Hvernig geta hin ar vestrænu þjóðir leyft sér alla þessa sauðþráu einþykkni, andspænis þungri ásækni kommúnistaveldanna? Ég held að svarið hljóti að vera það, að innst inni í hugskoti sínu trúi hinar einstöku þjóðir því ekki, að ógnunin að austan sá jafn alvarleg og þær láta þó í veðri vaka. Ef þær tryðu því, að ógnunin væri mikil og yfir- vofandi, þá myndu þær láta ágreininginn hverfa og samein- ast Undir eins, án þess að hirða um jafn fánýta hluti og metn- að, hetjuskap, áhrifavald, frægðarljóma og þrengstu sér- hagsmuni. ' Sennilega er hægt að segja, og það með miklum rétti, að vesturveldin treysti því, að jafn vægi skelfingarinnar viðhaldi friðinum. Þar sem hin skelfi- lega ógn kjarnorkustyrjaldar sé örlítið fjarlægari en áður, þá sé miklu minna knýjandi að sameinast um aðra hluti. JAPNVÉL þó segja megi að kjarnorkustyrjöld sé ósennileg eins og sakir standa, þá eru mikilvæg viðfangsefni, sem þarf að leysa og stórvægileg mál, sem horfast þarf í augu við. Ábyrgð Bandaríkjanna er mjög mikil, og undan henni verður ekki komizt. Nauðsyn- legt er fyrir okkur að gera okk- ur þess fulla grein, hvers vegna Atlantshafsbandalagið og Sam- einuðu þjóðirnar eru Banda- ríkjunum nauðsynleg til þess að þau geti staðið við ábyrgðar- skuldbindingar sínar. Atlantshafsbandalagið er hinn hernaðarlegi miðdepill samfé- lags Atlantshafsins, en það nær til Norður- og Suður-Ameríku, þess hluta Evrópu, sem andvíg- ur er kommúnismanum, og fylgiríkja þeirra í Afríku. Væri Atlantshafsbandalagið ekki til, þá yrði að stofna það til varna samfélagi Atlantshafsins. Hvort sem einstakt ríki eins og t. d. Sviss, er meðlimur Atlantshafs- bandalagsins eða ekki, þá er ör- yggi þess og á að vera mikið áhugaefni Bandaríkjanna. Vegna þess getum við ekki þolað gliðnun í einingu Atlants hafsbandalagsins, og þegar HAMMARSKJÖLD og U THANT fram líða stundir og búið er að hlýða á allan ágreining, ræða hann og jafna, hlýtur áhrifa- vald okkar að beinast ákveðið gegn allri sérdrægni. Komi nokkurn tíma til þess, þá munu áhrif okkar ráða úrslitum. VIÐ GETUM 'ekki skotið okk ur undan skyldunni til að varð- veita Sameinuðu þjóðimar. Við erum ekki lengur óumdeildir leiðtogar Sameinuðu þjóðanna, eins og var áður en um 50 nýj- um ríkjum var veitt viðtaka. Okkur hefur gengið ágætlega í Kínadeilunni, en við getum ekki ætlazt til þess, að við sé- um alltaf ofaná, eins og við fengum sannanir fyrir í Goa- deilunni. Sumir Bandaríkja- menn eru þannig sinnaðir, að þeir vilja hætta leiknum ef þeir sigra ekki alltaf í honum, eins og skemmdu eftirlætis- börnin. Ég vil halda því fram, að „fullorðins“-viðhorf Samein- uðu þjóðanna byggist á þeirri skoðun, að ef fimmtíu ný ríki séu okkur ósammála á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna, þá mundi þau sennilega einnig greina á við okkur utan sam- takanna, og það jafnvel enn á- kafar. Þessi nýju ríki væru til, þó að engar Sameinaðar þjóð- bak við? Það á að stimpla þá ófriðarmenn, sem vilja fá það aftur, sem tekið var ranglega af þeim með gengis- lækkuninni! Þeir, sem stóðu að henni, eru friðarenglarnir! Er hægt að fara betur í fótspor þýzka meistarans? En svona friðarhjal mun fáa blekkja. Ef friðartal Bjarna er sprottið af einhverri alvöru, ber honum og ríkisstjórninni að skila aftur því, sem var rænt af bænd- um, launamönnum og útgerðarmönnum með hinni óþörfu gengislækkun, t. d. með lækkun tolla og skatta. Annars eru orð hans ekki annað en ógeðslegasta hræsni. ir væru til handa þeim að ganga í. ÞRÁTT FYRIR ALLT, sem sagt er um Sameinuðu þjóðirn- ar, þá eru þær ómissandi vegna þess, að þær halda opinni sam- skiptaleiðinni milli gömlu stór- veldanna og nýju ríkjanna, og milli fjarlægra heimsálfa. Ræð- urnar og ályktanimar í alls- herjarþinginu eru manni oft til armæðu. Framkvæmdir Sam- einuðu þjóðanna eru stundum ófullnægjandi eins og t. d. í Kongó, og í einstökum tilfell- um eru þær langt frá því að vera æskilegar, eins og t. d. gagnvart Goa. En það, sem mesta þýðingu hefur, er sú staðreynd, að svo margar þjóð- ir, sem raun ber vitni, eiga full trúa í einni og sömu borg sam- tímis, þeir hafa viðurkenndan stað, þar sem þeir geta hitzt og þeir geta talað hver við annan oft og óformlega í forsölum og göngum almennra staða og í einkaíbúðum og liúsum. Eng- inn getur nokkru sinni mælt, hve mikið gott þetta kann að leiða af sér. Á því getur enginn vafi leikið, að vegna þess, að Sameinuðu þjóðimar eru í New York, er ástandið mjög miklu betra en það væri, ef ekki væri til neinn samastaður, þar sem svo að segja allur heimurinn getur hitzt. ÞAÐ ER OFT mjög erfitt að fá bandalög og alþjóðastofn- anir til þess að vinna sitt verk, og þau valda oft höfuðverk, sem aldrei virðist ætla að talca enda. Heimurinn er í endur- mótun. En ef við stöldrum við og ireynum að hugsa okkur hvernig hann liti út ef Sam- einuðu þjóðirnar væru ekki til, þá verður okkur ljóst, að við komumst ekki af án þeirra. TÍMINN, miðvikudaginn 3. janúar 1962. 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.