Tíminn - 03.01.1962, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.01.1962, Blaðsíða 3
1 Ekki nauðsynlegt að Irian fái sjálfstæði NTB—Haag, 2. janúar. Hollendingar eru reiðubún- ir að falla frá því sem skilyrði fyrir samningum við Indónesa um framtíð Irian, að nýlendan hljóti sjálfstæði, sagði Jan De Quay forsætisráðherra Hol- lands í þinginu í dag, þegar Irian-deilan var þar á dagskrá. Hann sagði jafnframt, að í við- ræðum við Indónesa mundi hollenzka stjórnin leggja aðal- áherzluna á velferð Papúanna, sem byggja Irian. Á meðan rætt var £ hollenzka þinginu um Irian, stöðvaði Indó- nesía allt póst- og símasamband við Holland. Nasution landvarna ráðherra Indónesíu, sagði í dag, Eldur í verkfæraskúr Þingeyri, 2. jan. Daginn fyrir gamlársdag kvikn- aði í verkfæraskúr, sem áfastur er við fjós á bænum Húsatúni í Haukadal. Bóndinn þar, Valdimar Þórarinsson, hafði um morguninn verið að þíða þar frost í vatnspíp- um með mótorlampa, en skrapp síðan að Þingeyri. Skömmu eftir að hann kom þangað, brauzt eldur út í skúrnum. Húsadalur stendur ásamt fleiri bæjum í hvirfingu, og tókst fólki af þessum bæjum fljót- lega að slökkva eldinn. Skúrinn stendur enn, en talsvert brann af verkfærum, sem Valdimar geymdi í skúrnum, og voru þau öll óvá- tryggð. ÁHS Arnór GuSmtmds- son lætur af starfi að Irian mundi rerða hertekin, ef Hollendingar afhentu hana ekki þegar í stað. Súkarnó forseti Indónesíu, sagði, að hér eftir væri Irian hérað í Indónesíu. Kæra Indónesíu ekki Jan Kuay forsætisráðherra sagði í þinginu, að stjórnin hefði verið að huigsa um að kæra Indónesíu fyrir Öryggisráðinu eftir hótana- ræðu Súkarnós 19. desember, en hefði hætt við kæruna, þar sem útlit væri fyrir friðsamlega lausn. Kuay kvað hollenzku stjórnina hafa skipulagt endurnýjunarþróun £ Irian, sem ekki mætti rifa niður strax. Hann sagði, að Holland vildi hjálpa landinu úr einangr- un sinni og þróa efnahagslega möguleika þess, um leið og þjóðin þroskaðist til sjálfstjórnar. Súkarnó svaraði ekki Thant Hann lagði á það áherzlu, að Súkarnó hefði ekki enn svarað umleitunum. U Thant framkvstj. SÞ um að reyna samninga. Hann. THOMPSON. kvað hollenzku stjórnina hafa bundið miklar vonir við milli- göngu U Thant. Prentuðu byltingar fréttina fyrirfram NTB—Beirut, 2. janúar. 1000 manns hafa verið tekn- ir höndum í Líbanon eftir hina misheppnuðu uppreisnartil- raun, sem þar var gerð á laug- ardaginn._________________ Spónbrotið hús í fyrrakvöld sást jeppi utan veg- ar skammt austan við Hveragerði, og hafði auðsýnilega oltið. Hús jeppans var gersamlega brotið í spón, og trúðu þeir, sem sáu, ekki öðru en að stórslys hefði orðið. En þrátt fyrir eftirgrennslanir i gær tókst blaðinu ekki að afla sér vitneskju um, hvað að höndum hafði borið. — Jeppinn bar númer úr Kópavogi. Lögreglan gerði i dag húsleit hjá tveimur dagblöðum í Líbanon, sem höfðu skrifað og prentað nákvæm- ar lýsingar á gangi uppreisnarinn- ar áður en hún var gerð. Hafa rit- stjórar þessara dagblaða verið handteknir. Meðal þeirra, sem handteknir voru í dag, eru margir foringjar sýrlenzka þjóðaiflokksins og blaða- menn flokksblaðanna. Stjórnin tel- ' ur, að sá flokkur hafi staðið á bak við byítingartiiraunina. i í Madhi-héraðinu, þar sem sýr- ,lenzki þjóðarflokkurinn er sterk- astur, hafa fundizt vopnabirgðir og ýmis skjöl, sem varpa ljósi á bylt- ingartilraunina. ARNÓR GUÐMUNDSSON Um áramótin lét Arnór Guð- munds'son af starfi skrifstofustjóra hjá Fiskifélaginu. Hefur hann gegnt því i 27 ár, en í meira en 37 ár hefur hann unnið hjá fé- laginu, Arnór verður sjötugur í febrúar. Frá sama tíma heíur verið ráð inn skrifstofustjóri Már Elisson. Már, sem er 33 ára, er hagfræðing ur að menntun, stundaði nám £ Brctlandi og Þýzkalandi og hefur síðan 1954 starfað á skrifstofu Fiskifélagsins. Gott gamlaárskvöld < Framhald ai I'l siðu segir, þar af 4 konur. 30 manns fengu aðstoð á læknavarðstofunni. Sumir þeirra höfðu brennt sig á púðurkerlingum, aðrir hlotið skrokkskjóður á hálkunni; þar af voni þrír beinbrotnir. Erlingur kvaðst telja þetta ró- legt gamlaárskvöld og sannkall- aða friðarhátíð miðað við þau gamlaárskvöld, þegar menn veltu bílum og konur flúðu felmtursfull ar undan sprengjuleasti, og minnstu munaði að þær yrðu sprengdar i loft upp. Á nýársmorgun voru nokkur rúðubrot kærð t.il rannsóknarlög- reglunnar. Rúður höfðu verið brotnar í vefnaðarvörudeild KRON á Skólavörðustíg, ritfangaverzlun ísafoldar í Bankastræti, Manchest’ er við Skólavörðustíg og i verzlun P Bernburg á Vitastíg. Ein rúð- anna hafði verið brotin til gam- ans einvörðungu. Úr hinum glugg unum var stolið. Tveir þjófnað- anna báru vott um tækifæris- sinni, kjólföt, sem stolið var úr glugga Manchester og munnhörp ur frá Bernburg. Sá, sem braut gluggann hjá KRON, var hvers- dagslegur í sér og stal skóm. Einhverjir slógust og útdeildu glóðaraugum og þiggjendur voru að koma með þau til rannsóknar- lögreglunnar í gær. Aðrir höfðu fengið kjaftshögg og gerðu um- kvörtun á sama stað. Lögreglan hafði yfirleitt í nógu að snúast, nema umferðardeild rannsóknar- lögreglunnar; hún fékk að hvíla sig um nýárið. Slátrarar í NTB—París, 2. janúar. Hinir 2000 slátrarar Parísar- borgar samþykktu í dag með mikl- um meirihluta að halda áfram kjötsöluverkfalli sínu, þrátt fyrir handtöku sjö foringja sinna. Verk- fallið er tveggja vikna gamalt, en slátrararnir eru að mótmæla því, að ríkisstjórnin hafi eftirlit með kjötverðinu. í dag var verzlun eins slátrarans eyðilögð af plastsprengju. Hann hafði neitað að taka þátt i verk- fallinu. Fríðsæl áramót Vestmannaeyjum, 2. janúar — Áramótahátíðin fór vel fram í Vestmannaeyjum að þessu sinni og má segja, að gamla árið hafi verið kvatt og hinu nýja fagnað af virðuleik. Út voru gefin rúm- 'lega 40 brennuleyfi og voru brenn- urnar jafnmargar, en ekki nema 2—3 stórar. Engin spjöll voru unnin og lögreglan þurfti lítil af- skipti að hafa af fagnaðinum. SamstætSa frá Vopnafirði (Framhald ai 1 siðuj nótt eða morgun kom svo rafvéla samstæða, sem rafmagnsveitur rik isins áttu á Vopnafirði, og verður hún fljótlega tengd inn á bæjar- kerfið ásamt þessari litlu, og verða þá framleidd hér 120—30 kv., og ætti það að nægja í bili. Nú er hér skikkanlegasta veður, var til skamms tíma hláka og tók upp snjó, en nú er aðeins tekið að frysta á ný. Óli. Ánægöur meö sam- taliö viö Gromyko NTB—Moskva, 2. janúar. í skýrslu Thompson sendi- herra Bandaríkjanna í Moskvu til Bandaríkjastjórnar segist hann vera mjög ánægður með viðræður sínar við Gromyko utanríkisráðherra Sovétríkj- anna í morgun, þegar þeir ræddu Berlín og Þýzkaland. Hvorki Thompson né Gromyko hafa vUjað láta neitt uppi um viðræðumar £ bili, en sögja, að þeir muni hittast aftur. Það telja margir út af fyrir sig vera þó nokkurn árangur. Samræður þeirra Thompson og Gromyko áttu sér langan aðdrag- anda, en fundurinn sjálfur stóð yfir í hálfan þriðja klukkutíma. Thompson sagði i dag, að rík- isstjómum Bretlands og Frakk- lands og annarra vestrænna ríkja verði skýrt frá árangrinum af þessum fyrsta fundi þeirra. Á morgun á hann von á heimsókn sendiherra Bretlands, Frakklands og Vestur-Þýzkalands, en hann hefur beðið þá um að koma til fundar við sig. Viðræður Thompsons og Gromy ko miða aðallega að þvi að kanna jarðveginn fyrir fundi leiðtoga austurs og vesturs. GROMYKO. erkamenn hófu upp reisnina í Portúgal Síldarhaugur á bryggjunni Vestmannaeyjum, 2. jan. í morgun stóð til að róa, en gaf ekki á sjó. Búizt er við, að bátar fari út í kvöld. Talsverð síld kom hingað fyrir áramótin og þrær fylltust, og um tíma var meira að segja síldarhaugur á bryggjunni. ÍÞað er nóg að bræða sem stendur. SK NTB—Lissabon, 2. janúar. Handteknir hafa verið 28 menn í Portúgal eftir hina misheppnuðu byltingartilraun þar að morgni nýársdags. Að- allega eru þetta verkamenn frá bænum Almada, sem er nálægt Lissabon, en í þeim bæ er eitt helzta vígi róttækra í landinu. Uppreisnarmenn reyndu að ná á sitt vald herbúðum í Beja í suð- urhluta landsiiis. Þar varð snarpur en stuttur bardagi, sem lauk með sigri stjórnarsinna. Þrir féllu í átökunum og fimm særðust. Meðal Iþeirra. sem féllu, var aðstoðarher- málaráðherra landsins. Gomez, leiðtogi uppreisnarmanna, var tek- inn höndum. Formaður kaþólsku æskulýðs- samtakanna, Diario De Manha, var handtekinn á flótta til spönsku landamæranna. Hann hefur áður , verið dæmdur i fjarveru fyrir að hafa tekið þátt í uppreisn gegn stjórninni 1959. Talið er, að uppreisnarmenn hafi reiknað með, að stjórnarand- stæðingar um allt land mundu grípa til vopna, ef uppreisnar- mönnum hefði tekizt að ná her- ; stöðinni í Beja á sitt vald. rkWoSar kosta mörg mannslíf NTB—New York, 2. janúar. 11.700 Bandaríkjamenn fórust í eldsvoðum á síðastliðnu ári. Skað- ar af völdum bruna námu 42 millj örðum íslenzkra króna á árinu. JT fjIII N N, miðvikudaginn 3. janúar 1962. 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.