Tíminn - 03.01.1962, Blaðsíða 12

Tíminn - 03.01.1962, Blaðsíða 12
Miðvikudagur 3. janúar 1962 . •jmaimitttnní.; iaöflffHRmi 1 Ljósmyndarar Ttmans voru á þönum á gamlárskvöld. Efsta myndin á fremri dálkunum er af föSur meS börnin sín vlð brennu í Kringdumýri. Þar fyrir neðan er mynd frá brennunni í Skjól- unum. Efst á aftari dálkunum er drengur á Melunum með blysið sitt. Eindálka myndin var tekirí af sólunum, sem skotið var á loft í Kvisthaga, en neðst eru for- söngvarar við Skjólabrennuna, því að þar, var söngur haður uppi sem vera bar. LJÓSMYNDIR: TÍMINN — GE og ÞI. verið brotnar, 10 strákar teknir úr umferð fyrir ærsl o.g sprengingai' og 43 fyrir ölvun frá því á hádegi á gamlárs'dag þar til á nýársdags- morgun, og jafnvel þótt 30 manns hafi leitað á læknavarðstofuna til að láta plástra sig eða spelka eftir minniháttar skrokkskjóður. Slíkt ætti engum að ofbjóða í 70 þúsund manna bæ, þar sem fast er drukk- ið og dans stiginn og mikið brallað á "nýjársnótt. Blaðið ræddi að venju við Erling Pálsson, yfirlögregluþjón, um atburði þessa kvölds og nætur. Eriingur sagði, að 101 bálköstur hefði logað í Reykjavík. í flestum var kveikt um klukkan hálf ellefu, en í stærstu brennunum um hálf- tíma síðar. Stærsta brennan var í Kringlumýri. Þá voru tvær stórar brennur við Ægissíðu og ein við Sörlaskjól. Veður var milt og mannfjáldi horfði á brennurnar og virtist skemmta sér vel. Mikil umferð var milli brennustaðanna, en hún gekk slysalaust. Unglingar fóru með nokkra háreysti um miðbæinn eins og títt er á gamlaárskvöld, og köstuðu smásprengjum. 10 strákar (Framhald á 3. siðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.