Tíminn - 09.01.1962, Blaðsíða 9
Það bar svo til fyrir
nær tveim mánuðum, að
Stefán Jónsson fréttamaður,
átti viðtal við tvo duglega
menn, þá Jakob Jakobsson,
fiskifræðing og Pétur Þor-
björnsson, skipstjóra á Pétri
Halldórssyni, sem er einn af
bæjartogurunum. En Pétur er
einn þeirra togaraskipstjóra,
sem æ ofan í æ hefur orðið
fyrir því, að veiða „drauganet"
full af rotnandi eða lifandi
fiski, á skip sitt, og er hann
að sjálfsögðu í hópi þeirra fiski
manna, er þungar áhyggjur
ber'a fyrir brjósti, vegna hinnar
nýju samkeppni í fiskiðnaðin-
ljúga þessu öllu, enda þótt tekn
ar hafi verið myndir og netin
rannsökuð af fiskifélaginu. —
Annars gerðist þetta þannig, að
við vorum síðastliðið vor að
veiðum á því svæði, er menn
nefna Selvogsfor. Þegar verið
var að draga inn vörpuna, ber
það við, að netatrossa kemur
upp á afturhlei'anum, en skip-
ið hafði togað í 82 faðma dýpi.
Trossan var flækt í göndul eða
hnút og morandi í fiski, rotn-
uðum, lifandi og nýdauðum og
gaus upp mikill ódaunn. Þessi
trossa var eftir öllum merkjum
að dærna a.m.k. eins árs göm-
ul, sennilega frá vertíðinni árið
vörpur sínar á öllum tímum
árs, og það er sama sagan, þau
em morandi af fiski, nýjum
fiski, dauðum fiski, morknum
fiski, úldnum og grotnandi
beinagrindum. Spurningin er
bara þessi: Hver hefur gagn af
slíkum málflutningi? Þetta er
eins og að neita staðreyndum.
Það getur valdið mikilli óham
ingju, ef moldviðri er þyrlað
upp í þessu máli og því haldið
fram, að allt sé í lagi með
drauganetin.
ORSÖK OG AFLEIÐING
— Því er stundum haldið
fram, að togaramenn séu öðr-
rauganetin
um. Því miður veit enginn í
raun og veru, hversu alvarleg
þessi drauganet eni, hvort þau
valda verulegu tjóni, en ástæða
er til þess að ætla, að þau geti
í framtíðinni stórlega spillt fyr
ir vertíðarveiði íslenzkra fiski-
manna. Þeim til glöggvunar, er
ókunnir eru, skal það upplýst,
að drauganet nefna fiskimenn
töpuð nælonþorskanet, net,
sem bólfærin hafa slitnað frá,
og vegna mikillar endingar
nælonsins þá halda netin áfram
að fiska — hver veit hvað
lengi — og fiskur gengur í þau
og grotnar þar. Án efa veldur
þetta íslenzkum sjómönnum
miklu aflatjóni, þótt ekki beri
öllum saman um það. Við
hittum að máli Pétur Þorbjörns
son, skipstjóra, en svo hefur
borið við, að í stærsta málgagni
landsins, hefur því verið haldið
fram, að hann hafi nú hi'ein-
lega logið þessu upp með
drauganetaveiðar sínar.
— Hvað vilt þú segja okkur
um drauganetin, Pétur?
— Ja, það er víst bezt að
gæta sín í orðum, því að það
er orðið vandlifað í þessu
landi. Þó að ég hafi fengið
þessi net í trollið, full af neta-
morka og lifandi fiski, þá er
maður nú hreinlega sagður
áður. Við reyndum að ná þessu
inn, en svo mikil þyngsli voiu
í þessu, að við náðum aðeins
hluta þess á skip.
Sólarhring síðar komum við
til Reykjavikur, þá afhenti ég
Fiskifélaginu fenginn og blaða-
menn voru kvaddir til að
mynda og segja frá. Því að ég
tel, að þetta sé eitt brýnasta
hagsmunamál þjóðarinnar í
dag, að ráða bót á þessu vanda
máli, sem nú hefur skapazt.
Hvers virði er fyrir okkur að
færa út landhelgina, ef hún
rotnar í höndunum á okkur á
þennan hátt?
ÞAU VEIÐA
— Því hefur verið haldið
fram, að netin missi hæfni sína
til veiða eftir nokkra notkun,
jafnvel verði bátaformenn að
taka i land nærri ný net af þess
um ástæðum?
—• Já, þetta hef ég heyrt. Ég
vil þó taka það fram, að sé
þetta i'étt, þá hefðu netin, sem
við veiddum, verið fisklaus, en
þau voru full af fiski. Hver get-
ur þá haldið því fram, að þau
séu búin að missa hæfni til
veiða? Það er að vísu hægt að
segja það allt lygi, sem borið
hefur fyrir ýmsa togarasjó-
menn. Þeir fá þessa vágesti i
um fremur ábyrgir fyrir þeim
netum, sem eru uppistaðan í
drauganeta-„kerfinu“. Það séu
einkum net, sem togararnir
hafa slitið upp fyrir bátunum?
— Hvaða máli skiptir það?
Út af fyrir sig er það hörmu-
legt, þegar það ber við, að
fiskimenn spilla veiðarfæmm
hver annars. En ég vil undir-
strika það, að drauganet eru
jafn hættuleg, hvernig svo sem
þau kunna að hafa tapazt. Hitt
vil ég þó taká fram, að mér
þykir ósennilegt að slíkur áburð
ur á togaramenn sé kominn xrá
bátasjómönnum. A.m.k. trúi ég
því ekki, að til séu bátaskipstjór
ar, sem ekki vita, að net slitna
oft upp í stormi og straumi,
þar sem _ þaldbotn er slæmur.
T.d. misstu Vestmannaeyingar
hundrað fietja vestur af Geir-
fuglaskeri í stormi. Þar kom
enginn togari til og þótt fiski-
fræðingar reyndu að hafa uppi
á þessum netjum síðar, tókst
ekki að finna þiu.
ÚRRÆÐI
— Hvað telur þú, Pétur, að
hægt sé að gera til að firra
vandræðum?
— Það á að banna þorska-
netaveiðarnar. Þetta er þó ekki
mín tillaga. Margir hafa óttazt
Ljósmynd af drauganetjunum. Hér sést, hvernig umhorfs er i
drauganetjunum, sem daglangt og náftlangt um árabll halda áfram
aS veiða fisk, sem síðan grotnar niður engum til gagns. Kannske
fara þarna þúsundir iesta af fiski á ári hverju og ófyrirsjáanlegt
er, hvaða afleiðingar þetta getur haft í framtiðinni fyrir flski-
menn og þjóðarbúið i helld, meðan ekki eru gerðar ráðstafanir
til úrbóta. — Myndirnar eru teknar á þilfarl b.v. Péturs Halldórs-
sonar.
þessar miklu veiðar á aðal
hrygningatíma þorsksins fyr'ir
Suðurlandi. Vestmannaeyingar
komu t.d. með tillögu á síðasta
þingi FFSI um friðun vissra
svæða. Segir það nokkuð um
álit okkar fiskimanna. Líka
kemur til greina að breyta um
efni til uppsetningar á netjun-
um, þannig, að þau verði end-
ingameiri en núna er. Ég fyrir
mitt leyti hef aðeins, eins og
skyldan býður, bent á, að þessi
net eru skaðræðisgripir, eftir að
þau hafa tapazt, en svo virðist,
að margir haldi því fram, að
þau séu það líka í höndum okk
ar. Svo mikið er víst, að við
erum að eitra sjóinn með þessu,
eins og nú standa sakir. Allir
vita, að þegar lífverur rotna í
botni, þá sést ekki fiskur þar
í langan tíma á eftir, segir Pét
ur Þorbjörnsson, skipstjóri að
lokum, — og hér hefurðu ljós-
mynd af lyginni, bætti hann við
og rétti fram myndir af drauga
netavöndlinum, sem þeir á
Pétri Halldórssyni fengu á
Selvogsbanka. jg.
Lénharður fógeti sýndur
i Aratungu og víðar
Á þriðja í jólum frumsýndi
U.m.f. Biskupstungna Lenharð fó-
geta eftir Einar H. Kvaran í fé-
lagsheimili sveitarinnar, Ara-
tungu. Á fimmta hundrað manns
sóttu sýninguna og var leiknum
mjög vel tekið, leikendur klapp-
aðir fram hvað eftir annað, svo og
leikstjórinn Eyvindur Erlendsson
frá Dalsmynni. Lénharð fógeta
leikur Sigurður Þorsteinsson,
Torfa sýslumann í Klofa, Arnór
Karlsson, Ingólf bónda á Selfossi,
Jóhann Eyþórsson, Guðnýju, dótt-
hans, Halla Bjarnadóttir, Eystein
úr Mörk, Sigurður Erlendsson,
Magnús Ólafsson, Bragi Þorsteins-
son, Helgu konu Torfa, Kristrún
Sæmundsdóttir, Hólm fylgdarmann
Lénharðs,- Skarphéðinn Njálsson,
Freystein bónda á Kotströnd,
Sigurjón Kristinsson, Snjólaugu á
Galtalæk, Málfríður Jónsdóttir,
Ingiríði í Hvammi, Ólöf Friða
Gísladóttir. Bændurna: Jón,
Bjarna og Ólaf, leika þeir Erlend-
ur Gíslason, Gústaf Jónasson og
Magnús Sveinsson. Liðsmenn
Torfa: Björn Sigurðsson og Egill
Egilsson og sveina Lénharðs: Jó-
hannes Jónsson og Sveinn Skúla-
son . Leiktjöld gerði Eyvindur
Erlendsson og hann teiknaði líka
búningana, en sauma á þeim ann-
aðist kona hans. Sjöfn Halldórs-
dóttir, og Elín Ólafsdóttir, Garð-
ar Hannesson sá um Ijósin.
Laugardaginn 30. des var leik-
urinn aftur sýndur í Aratungu
við góða aðsókn og 3. jan. í fé-
lagsheimili Hrunamanna að Flúð-
um. Auk þess eru 4 sýningar á-
kveðnar: Að Laugarvatni 7. jan. I
og Félagslundi kvöldið eftir 8. |
þ m. Þá verður sýning, sem á-1
kveðin er í Hveragerði laugard.'
13. þ.m. og síðasta sýning, sem \
ákveðin er i Hveragerði iaugard.
20. jan. í sambandi við Skarp-
héðinsþingið, sem haldið veiður:
þar um þá helgi.
Fréttaritari. i
MÚtUr 9 Veiðiaðferð arnarins
™ ® ® B ® TT.ftÍr Ócf I,Qf?(Í illÚtt Q fvi.it*. Iinn ÚnQ Öl*ninn tinvfSi ni
NTB—Stokkhólmur, 8. janúar.
Saksóknari sænska ríkisins hef-
ur ákveðið að hefja rannsókn á
kringumstæöum flugferðar 60
þekktra Svia í boði flugfélagsins
Transair. Meðal gestanna voru
margir embættismenn ríkisins,
einkum úr samgöngumálaráðu-
neytinu, flugferðadeildinni og loft-
hernum. Með rannsókninni á að
ganga úr skugga um, hvort menn
þessir hafi brugðizt embættis
skyldu sinni með því að taka boð-
inu.
Borgardómarar
Fulltrúarntr ísleifur Árnason,
Guðmundur Jónsson, Bjarni K.
Bjarnason, Emil Ágústsson og Þór
Vilhjálmsson hafa verið settir
borgardómarar i Reykjavík frá 1.
þ. m. að telja í samræmi við lög
nr. 98 23. desember 1961. Sam-
kvæmt þeim lögum skulu vera
5—7 borgardómarar í Reykjavík
og er einn þeirra yfirborgardóm-
ari. Áður hefur verið tilkynnt, að
Einar Arnalds hafi verið skipað-
ur yfirborgardómari.
Eftir að ég hafði hlýtt á fyrir-
lestur Agnars Ingólfssonar um
örninn mánud. síðastan í nóvember
rifjuðust upp hjá mér mörg atriði
úr lífi arnarins. Ég átti því láni að
fagna að hafa erni í kringum mig
1 i full 11 ár, og voru þeir næstum
jafn handgengnir að sumrinu og
| heimilisfólkið. Þannig var háttað,
þar sem örninn hélt til, að það
var við fjarðarbotn. Strax og að-
fallið rann inn á leiruna. fylgdu
æðarkollurnar með ungahópana á
eftir sér inn með flóðinu. Þá flaug
örninn upp af steininum, sem hann
• hafði setið' á í 3—4 klukkutíma og
sveif nokkra hringi hátt í lofti.
Stundum mátti segja fugla hæst.
Allt í einu sveif hann niður og
hnitmiðaði á einhvern andahópinn.
Þegar hann var rétt yfir fuglunum,
lét hann sig falla niður og stóð á
botni í vatni upp undir fiður með
einn eða tvo unga í klónum. Vatnið
var venjulega ekki dýpra. Þá var
stundum busl og vængjablak, þegar
hann tók sig á loft aftur og flaug
upp á bakkana rétt hjá.
Það kom oft fyrir, að hann sat
á dálitlum steini á fjörunni. Með
aðfallinu kom silungur, sem fór
upp í ána. Orninn horfði niður í
j vatnið allt í kringum sig. Þegar sil-
;ungurinn synti með steininum,
Jleitaði hann stundum í marflónni,
j sem lá undir þangflygslunum við
: steininn. Þá i'ak hann aðra klóna
; niður í vatnið og flaug upp af stein-
inum með silung.
Aldrei sá ég örninn eta neitt
: annars staðar en á þeim sama stað
:á bökkunum. í þessum bökkum
j voru bleytuseilar og héldu þar til
músarrindlar. Þá er örninn fló lágt
jyfir fóru einn eða fleiri músar-
rindlar á eftir honum og kroppuðu
aftan í hann. Þetta varð til þess,
að örninn kastaði sér niður og sat
; og sat tímunum saman.
; Ernirnir voru orðnir svo spakir,
; að við gátum riðið hjá þeim í 15—
20 m. fjarlægð. Þeir þekktu hest-
ana og voru öruggir í nálægð
þeirra. Ef við fórum gangandi
fóru þeir af stað þó miklu' lengri
fjarlægð væri á milli okkar.
Annars voru þeir afar langsætn-
ir, fram úr öllu hófi. Máltækið
l segir líka: Sætin eins og assa
(kvenkynsorð, sennilega vest-
firzkt).
Jón Arnfinnsson.
T í MIN N, þriðjudaginn 9. janúar 1962.
9