Tíminn - 09.01.1962, Side 7

Tíminn - 09.01.1962, Side 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason. Frétta- ritstjóri: Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýsingastjóri: Egill Bjarnason. Ritstjórnarskrifstof- ur í Edduhúsinu; afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur Bankastræti 7. Simar: 18300 — 18305. Auglýsingasími 19523. — Afgreiðslusími 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Áskriftargjald kr. 55 á mán. innan lands. f lausasölu kr. 3 eint. Er þetta leið vinstri manna? í blað kommúnista á Austurlandi, sem gefið er út á Norðfirði, ritar Lúðvík Jósepsson, alþingismaður áramóta- grein. Ástæða er til að veita þessu áramótaspjalli nokkra athygli, ekki sízt fyrir þá sök, að þetta er fyrsta stefnu- greinin, sem Lúðvík skrifar eftir að hann varð formaður þingflokks Alþýðubandalagsins. Ýmsir munu hafa vænzt þess,'að í áramótagrein hins nýja formanns mundi kveða við einhvern nýjan tón, eink- um í afstöðu til utanríkismála, og að nokkru yrði vikið frá þeirri rússnesku plötu, sem Einar OJgeirsson hefur leikið árum saman. Þessar vonir eru nú að engu orðnar eftir að áramóta- grein Lúðvíks birtist. Hann gefur Einari ekkert eftir um Rússadekrið, gengur meira að segja svo langt og veður þvílíkan reyk, að flestum hlýtur að blöskra. Lúðvík ræðir allmjög heimsmálin, telur Rússa hina einu sönnu friðarpostula og stefnu þeirra og aðgerðir hina einu sönnu lausn. Allt, sem aflaga fer, er sök vest- rænna ríkja. Þeir eiga meira að segja alla sök á Berlínar- deilunni og vetnissprengingum Rússa!! Aðdáunin er svo fölskvalaus, að þar ber engan skugga á. Rússar eru algóðir, og ekkert af því, sem miður fór í heiminum á liðnu ári, var þeim að kenna. Að minnsta kosti kemur Lúðvík ekki auga á það, enda örlar ekki á neinni gagnrýni eða aðfinnslum í þá átt. Þessi fyrri hluti greinarinnar gæti alveg eins verið forystugrein í Isveztia eða Pravda. Eftir að Lúðvík hefur afgreitt heimsmálin með þessum hætti, snýr hann sér að innanlandsmálum. Lætur hann sér ekki nægja að hirta íhaldsstjórnina og gerðir hennar, heldur ræðst einnig allharkalega á Framsóknarflokkinn, sem honum var raunar ekki of gott. Eftir það setur hann upp í allmörgum liðum og feitum eins konar prógramm fyrir vinstri menn og vinstra sam- starf í landinu. Bæði af því og eins hinu, sem sagt er um heimsmálin, verður ljóst, að Lúðvík telur forsendu þess dygga Rússaþjónustu en opinn fjandskap við vestræn ríki. Séu ekki allir vinstri menn hæstánægðir með framkomu Rússa í S.Þ., Kongó eða Berlín og telji ekki vetnisspreng- ingar þeirra alveg sjálfsagðar og jafnvel vestrænum ríkj- um að kenna — ja, þá eru þeir engir vinstri menn og geta ekki staðið að vinstra samstarfi i landinu!! Þetta er sem sagt mælikvarðinn, sem Lúðvík leggur á vinstrimennsku og grundvöllurinn, sem hann telur, að menn verði að standa á til þess að berjast gegn og brjóta niður afturhaldsstefnuna, sem nú ríkir í stjórn landsins og lamar framtak og framfarir en sverfur að afkomu alls almennings!! í grein Lúðvíks kemur kommúnistinn berstrípaður fram. Það er ekki vinstra samstarf um framfarir og umbætur, sem máli skiptir, heldur þjónustan við kommúnismann og Rússa. Rækilegar er varla hægt að löðrunga vinstrisinnaða umbótamenn í landinu, því að versti þrándur í götu heilbrigðs vinstra samstarfs og framfarastefnu hefur verið og er Rússadekur komm- únita, ósjálfstæði þeirra gagnvart erlendu valdi og þjónusta við erlend sjónarmið. Lúðvík er ekki í mun að lækka þá hindrun fyrir vinstra samstarfi. Hann bætir á þann múr óhikað. Þjónk un við Rússa og aðdáun á öllu þeirra framferði, en for dæming á vestrænum þjóðum skal vera forsenda og skil- yrði vinstra samstarfs í landinu. En sá boðskapur í þágu íslenzku þjóðarinnar?Er þetta leið isienzkra vinstri manna til að ná höndum saman um íslenzka umbótastefnu gegn afturhaldinu í landinu? Er meiri hluti fólks i Alþýðu- bandalaginu sammála Lúðvík Jósepssyni um þetta? JOHN J. CLOY: Samningar hafnir um Berlín Sennilega verftur reynt semja um óbreytt ástand fyrst um sinn t;. . ' : r; h EINS OG búizt hafði verið við, hófust strax eftir áramótin viðtöl milli stjóma Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna um lausn Berlínardeilunnar. Þetta gerðist með þeim hætti að Llewellyn Thompson, sendi- herra Bandaríkjanna í Moskvu, gekk á fund Gr'omikos, utanrík- isráðiherra Sovétrikjanna, og ræddi við hann alllanga stund. Síðan gaf Thompson sendi- herrum Breta, Frakka og Vest- ur-Þjóðverja skýrslur um við- ræðurnar og hafa þær síðan verið til athugunar í utaniíkis- ráðuneytum vesturveldanna. Opinberlega hefur enn ekki verið birt neitt um þær, en það ihins vegar gefið í skyn, að þeim verði haldið áfram. Ekki þykir líklegt, að efnt verði til neinnar meiriháttar ráðstefnu, t.d. fundar utanr'íkisráðherr- anna, fyrr en ljóst er, hvaða á- rangur hlýzt af þessum viðræð- um. Það virðist nú samkomu- lag milli Rússa og Bandaríkja- manna að ræða þessi mál í kyrrþey eftir diplomatiskum leiðum en ekki á meiriháttar ráðstefnum, sem mikil athygli beinist að. Margir telja þetta góðs vita, þar sem slík vinnu- aðaðferð sé vænlegri til árang- urs, þegar allt kemur til alls. „ . virðist annars álit ' uestra, sem fylgjast bezt með þessum málum, að ekki sé rétt að búast við miklum árangri af þessum viðræðum fyrst um sinn. Báðir aðilar séu búnir að gefa svo ákveðnar yfirlýsingar að undanförnu, að þeir hafi að sinni litla möguleika til til- slökunar og meiriháttar samn- inga. Það geti jafnvel verið hið ákjósanlegasta að reyna ekki að gera neina meiriháttar samn inga að sinni, heldur að láta komast á þegjandi samkomu- lag um að halda ástandinu sem mest óbreyttu næstu mánuðina eða meðan að spennan, sem reis á síðasta ári er að minnka. Takist það, geti síðar á þessu ári eða jafnvel ekki fyrr á næsta ári, orðið betri jarðveg- ur fyrir meiriháttar samkomu- lag. ÞAÐ kemur frarn í greiaum margra kunnugra blaðamanna, að Rússar muni nú vera heldur fúsari til tilhliðrunar en áður Þessu valdi einkum tvennt. Hin aukna spenna í Berlínardeii- unni hafi haft í för með sér stóraukin útgjöld fyrir þá, m.a vegna aukins vígbúnaðar í Aust ur-Þýzkalandi, og þeir vilji gjarnan draga úr þeim. Hitt er það, að þeir þurfi í vaxandi mæli að sinna Afríku og Asíu vegna aukinnar samkeppni af hálfu Kínverja. Aðrir eða þeir, sem eru cor tryggnari á Rússa, telja þá aðeins vilja skapa svikaiogn með því að látast verða samn- ingafúsari en áður. Það hefur ýtt undir tor- tryggni þeirra, sem þannig lita á málin, að fyrir áramótih lét rússneska stjórnin ræða við Kroll, sendiherra Vestur-Þýzka lands í Moskvu, og afhenda hon um orðsendingu til vestur- þýzku stjórnarinnar. Efni henn najn -'i |híí|P i, ■*é;I ■■ ¥é Thompson, sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu. ar hefur enn ekki verið birt. Þeir tortryggnu telja þetta merki þess, að Rússar séu að reyna að vekja sundrung rnilli vesturveldanna með því að ræða þannig við bæði sendi- herra Bandaríkjanna og Vest- ur-Þýzkalands í senn. Um þetta verður þó ekki dæmt fyrr en vitað er um efni orðsend- ingarinnar, sem vestur-þýzku stjórninni var send. Áramóta- boðskapurinn, sem Adenauer birti rétt eftir að honum barst orðsendingin, bendir ekki til þess, að orðsendingin hafi ver- ið óvinsamleg, því að hann lét þar ákveðið þá skoðun í ijós, að ekki myndi koma til styrj- aldar út af Berlín. LANGFLESTUM þeirra, sem um þessi mál rita kemur sam- an um, að múrinn mikli, sem Rússar hafa látið byggja milli Austur- og Vestur-Berlínar, hafi breytt verulega aðstöðunni í Berlín. Hann geri það ekki eins aðkallandi fyrir Rússa að knýja fram samninga um Beri- ín og ella, þar sem hann hafi stöðvað að mestu flóttamanna- strauminn til Vestur-Þýzka- lands. Múrinn geii það jafn- framt að verkum að miklu minna svigrúm sé til samninga en ella. Erfitt sé fyrir vestur- veldin að gera samninga, sem viðurkenni múrinn að ein- hverju eða öliu Ieyti. Á sama hátt geti Rússar ekki fallizt á að rífa hann niður, nema þeir fái eitthvað verulegt í staðinn, t.d. tryggingu fyrir því, að flóttamannastraumur haldi ekki áfram um Berlín. Slíka tryggingu geti vesturveldin erf- iðlega veitt. Líklegasta og vænlegasta nið urstaðan verði því að líkindum sú, ef vesturveldin og Rússar geti komið sér saman um að láta óbreytt ástand haldast um sinn og slikt sé hægt að gera án formlegra samninga. Það þýðir, að múrinn kemur til með að standa, en vesturveldin halda áfram stöðu sinni í Vest- ur-Berlín. Öllum kemur þó saman um, að ekki sé æskilegt að búa við slíkt ástand til langframa, því að miklar hættur verði jafnan samfara því. Þess vegna verði að leita varanlegri samninga síðar. Hins vegar geti verið heppilegt að undirbúa þá með því að láta allt óbreytt um skeið í þeirri von, að eitthvað dragi úr spennunni. AÐ SJÁLFSÖGÐU er mest rætt um það, hvort það verði heldur til hags fyrir vestur- veldin eða Rússa, ef þegandi samkomulag verður um að halda óbreyttu ástandi um sinn. Þetta ástand er Rússum að því leyti til hags, að flótta- mannastraumurinn er úr sög- unni og því ætti að vera auð- veldara að byggja upp efna- hagskerfi Austur-Þýzkalands, sem varð stöðugt fyrir mikilli blóðtöku meðan flóttamanna- straumurinn helzt. Þá geta Rússar vænzt þess, að afstaða vesturveldanna veikist í Vest- ur-Berlín af þeim ástæðum, að ibúarnir þar missi trúna á fram tíðina og leiti því í vaxandi mæli til Vestur-Þýzkalands. Talsvert hefur borið á þessu síðan múrinn kom til sögunnar. Það vegur hins vegar á rnóti þessu, að múrinn verður komrn únistum jafnan erfiður í áróðr- inum, því að hann verður tal- inn táknrænasta minnismerkið um ósigur hins austræna skipu lags í friðsamlegri samkeppni við hið vestræna. Hætt er Iíka ' við, að mikið óánægja haldist í Austur-Þýzkalandi meðan íbú arnir þar verða eins og lokaðir inni í fangabúðum. Þessi óá- nægja gæti vel leitt til uppþota líkt og í Austur-Berlín 1953. Seinustu fregnir herma líka, að Rússar hafi nú um áramótin aukið herstyrk sinn í Austur- Berlín til þess að vera þar við öllu búnir, ef til uppþota þar kynni að koma. ÞÓTT það geti orðið bráða- birgðalausn um stundarsakir að láta óbreytt ástand haldast í Berlín, getur það aldrei orðið nein framtíðárlausn. Því verð- (Framhald a >5 st'Au TÍMINN, þriðjudaginn 9. janúar 1962. 7

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.