Tíminn - 09.01.1962, Blaðsíða 14
orð, hljóp hún að altarinu og
stóð þar með brugðinn rýting
inn í hendi.
„Hvað getum vér gefið yð-
ur, ó, drottning?“ spurði abba
dísin. „Vér höfum ekkert eftir
utan heiður vorn og lif“.
„Æ!“ svaraði dróttningin.
„Eg neyðist til að segja það,
að ég er hingað komin til þess
að biðja um líf einnar af systr
um yðar“.
„Hverrar? ó, drottning".
Sybilla lyfti upp hendinni
og benti á Rósamundu, er stóð
hærra en þær uppi við altarið.
Rósamunda skipti snöggv-
ast litum, en mælti svo föst-
um rómi:
„Segið drottning, hvaðá
gagn getur mitt veslings líf
gert yður og hver leitar eftir
því?“
Þrisvar reyndi Sybilla að
svara, en sagði loks:
„Eg get það ekki. Látum
sendimennina fá henni bréfið
ef hún getur lesið tungu
þeirra“.
„Eg get lesið það“, svaraði
Rósamunda og dró serkneski
emírinn þá upp bókfell, sam-
anvafið og brá því að enni
sér og fékk abbadísinni það,
sem rétti það til Rósamundu.
Hún skar nú silkibandið, er
bundið var utan um, með rýt
ingnum og las hátt og skýrt
með styrkri röddu og þýddi
jafnframt:
— í nafni Allah, hins eina,
almáttuga, til systurdóttur
minnar, fyrrverandi prinsessu
af Baalbec, Rósamundu d’
Arcy að nafni, sem í flótta er
leynd í klaustri Pranka í
hinni helgu borg Jerúsalem.
Systurdóttir! Eg hef haldið
öll mín loforð gagnvart yður,
og meira en það, því að yðar
vegna gaf ég frændum yðar,
tvíburabræðrunum, líf. En þér
hafið endurgoldið mér með
vanþakklæti og svikum, eins
og venja er til í yðar fölsku
og bölvuðu trú, og flúið frá
mér. Eg sór einnig, hvað eftir
annað, að ef þér reynduð að
flýja, skylduð þér hljóta dauð
ann að launum. Þér eruð því
ekki lengur prinsessa af Baal
bec, heldur burtsloppin, krist
in ambátt, og sem slík dæmd
til að deyja fyrir sverði mínu,
hvenær sem það nær yður.
Þér þekkið vel sýn mína, er
varð' þess valdandi, að ég
flutti yður eða lét flytja frá
Englandi til Austurlanda. End
urtakið hana í hjarta vðar.
áður en þér svarið. Sú sýn
fullvissaði mig um, að mörg
mannslíf yrðu spöruð vegna
göfuglyndis yðar og fórnfýsi.
Eg krafðist þess, að þér vrð-
uð send mér aftur. en þeirri
kröfu minni var neitað, hvers
vegna, má á sama standa. Eg
krefst þess ekki framar, að
valdi sé beitt. Eg krefst þess
aðeins að þér komið af frjáls
um og fúsum vilja, til þess að
líða hegning fyrir synd yðar,
eða, ef þér óskið þess frekar,
þá dveljið bér þar sem þér
eruð niður komin, oe bíðið
þess dóms, sem Guð hefur yð
ur ætlað. Þetta er undið yðar
eigin úrskurði komið. Ef þér
komið og biðjið mig, mun ég
íhuga málefni íbúa Terúsa-
lemsborgar og máske þyrma
þeim og borginni. En komið
þér ekki, mun ég án efa brytja
niður með sverði, að undan-
skildum konum og börnum, er
gerð verða að þrælum. Tak-
ið þér skjó'a ék-"örð’m hvort,
þér viljið koma með sendi-
mönnum mínum, eða dvelja
þar sem þér eruð. — Jusuf
Salhedín.
Þegar Rósamunda hafði
lokið lestrinum, flögraði bréf
ið úr hendi hennar niður á
marmaragólfið.
Þá mælti drottningin: ^
— Kona, vér biðjum yður
um þessa fórn í nafni allra
borgarbúa.
' i
anæva. T>'’<Tar Rösa.munda
. ,. f\ ■, ■■ ■■•s'brepinu,
vafði drottnin -ir: handleggj-
unum um háls hennar og
kyssti hana, en riddarar, kon
ur og börn þrýstu heitum koss
um á hendur hennar, hvíta
kyrtilinn, já, jafnvel fætur
hennar og kölluðu hana dýr-
ling og frelsara.
— Æ, sagði hún og benti
þeim burt. Enn er ég ekkert
af þessu, en ég vona að verða
það að lokum. Komið, við
H. RIDER HAGGARDÍ
BRÆÐURNIR
SAGA FRA KROSSF£RÐATÍMUNUM
— Hvað segir þú, frændi
minn, Vulf d’Arcy? Legðu mér
það ráð er sæmir í slíkum
kringumstæðum? bað Rósa-
munda.
Vulf, hinn gráeygði, hug-
rakki riddari. gekk inn að alt-
arinu og heilsaði henni.
— Þú hefur heyrt, sagði
Rósamunda. — Ráðlegðu mér
nú. Vilt bú að ég deyi?
— Æ. sagði hann hásum
rómi. — Það er sárt að þurfa
að tala. En þó, þeir eru marg
ir en þú ert aðeins ein.
Það heyrðist ánægjukliðnr
meðal hinna viðstöddu, því að
þeir vissu að þessi riddari elsk
aði Rósamundu, og hafði var
ið málstað hennar gagnvart
þeim, sem vildu selja hana í
hendur Salhedíns.
— Ó, sagði hún. — Vulf,
sem ætíð verður að segja
sannleikann, jafnvel þótt það
kosti hann allt. En ésr hefði
ekki óskað þess öðruvísi.
Drottning og þér allir grunn-
hyggnu borgarbúar, ég var
aðeins að prófa tilfinningar
vðar. Gátuð þér trúað mér til
shkrar löðurmennsku að hlífa
lífi mínu, sem er lítils nýtt,
og gleyma þeirri gleði. sem
Guð hefur mér búið. begar
líf þúsunda var því háð? Nei,
og aftur nei, vinir mínir.
Síðan stakk Rósamunda
rýtingnum í slíðrin, og um
leið og hún tók bréfið upp af
gólfinu, bar hún það að enni
sér sem merki um undirgefni
og sagði við hina arabisku
sendimenn:
— Eg er ambátt Salhedíns,
drottnara hinna trúuðu. Eg
er sem duftið fyrir fótum
hans. Minnist þess. emírar,
að í viðurvist allra sem hér
eru, ákveð ég af frjálsum vilja
að fylgja yður aftur til her-
búða Salhediris, til þess að
biðja íbúum Jerúsalem líknar
og síðan bola líflát. sem hegn
ingu fyrir flótta minn. eftir
ákvörðunum hans. Eina ósk
hef ég jafnframt fram að
bera, vildi hann uppfylla
hana, sem er sú. að líkami
minn verði aftur fluttur til
Jerúsalem og greftraður fvrir
framan betta altari. bar sem
ég fórna sjálfviliug lífi minu.
uimírar, ég er reiðubúln.
Sendimennirnir lutu henni
djúpt með mikilli aðdáun. og
blessunaróskir kváðu við hvað
skulum fara.
— Já, greip Vulf fram í um
leið og hann gekk til hennar,
— við skulum fara.
Rósamunda hrökk saman
við þessi orð og allir störðu
á þau.
— Drottning, emírar og
fólk, hélt hann áfram. — Eg
er ættingi þessarar konu og
riddari hennar, og ég hef
svarið að þjóna henní til áevi
loka. Sé hún að nokkru sek
við Salhedín, þá er ég það
enn frekar, og hefnd hans
hlýtur eins að hitta mig. Við
skulum fara.
— Vulf, Vulf, sagði hún. —
Það má ekki eigá sér stað.
Eitt líf er áskilið, ekkih'eg^ja.
— Og þó skulu bæði gefin,
svo að soldán hrærist til misk
unnar. Nei, bannaðu mér það
ekki. Eg hef lifað fyrir þig. og
fyrir þig vil ég deyja. Þó að
þeir vilji aftra mér með valdi,
skal ég samt deyja. ef þörf
krefur, fyrir mínu eigin
sverði. Gaztu ímyndað þér, að
ég mundi láta þig fara aleina,
þegar ég gat létt dóm þinn
með því að taka minn hluta?
Þau gengu svo af stað út
um borgarhliðið, og þar sem
sendimennirnir bönnuðu að
þeim yrði fylgt lengra, gengu
þau einmana áfram, áleiðis
til herbúða Salhedíns, í tungls
ljósinu.
Þannig komu þau fram fyr
ir Salhedín og krupu á kné
fyrir honum, Rósamunda í
hinum hvíta nunnubúningi,
en Vulf 1 sundurhöggnum her
klæðum.
Salhedín horfði á þau án
þess að heilsa þeim, og mælti
svo:
— Kona, hvers vegna eruð
þér komin hingað?
— Eg er komin, anzaði Rósa
munda, til þess að biðja íbú-
um Jerúsalemsborgar griða,
því að mér var sagt, að þér
vilduð ekki hlusta á aðra, en
þessa ambátt yðar. Ó, herra,
verið miskunnsamur, eins og
þér eruð voldugur. Hvað mun
það gagna yður á degi dóms-
ins, að þér bætið áttatiu þús-
undum við fórnartölu þá. sem
þegar er komin auk þeirra
búsunda af yðar her, sem
falla munu, því að hermenn
•Terúsalemsborgar munu eigi
falla óhefndir. Þvrmið þess-
um mannslífum og gefið þeim
Ljóð, Seikrit og rímur
Ódýra bóksalan hefur á boðstólum neðantaldar ljóða-
bækur, leikrit og rímur á lágu verði Af mörgum þess-
ara bóka eru aðeins til fá eintök.
Ljóðmæli, e. Jóhann M Bjarnason, hinn þjóðkunna vestur-ís-
lenzka skáldsagnahöfund. Útg. 1898. 128 bls. Ób. kr. 40,00
Sól og menn, e Vilhiálm frá Skáholti 96 bls Ób. kr. 50,00
Úlfablóð, e Álf frá Klettstíu. (Guðm. Frímann) 90 bls. Ób.
kr. 25.00.
Bóndadóttir, e. Guttorm J. Guttormssor. 92 bls. Ób. kr. 200.00.
Hunangsflugur, e. sama höf. Ib. kr. 30,00.
Gaman og alvara. e sama höf. Ób. kr 25'.00.
Ljóðmæli, e. Benedikt Þ. Gröndal. 228 bls. Ób. kr 30,00.
Ljóðmál, e próf Richard Beck. 100 bls Ób kr. 15,00.
Hjarðir, e. Jón Magnússon. 168 bls. Ób kr. 35.00.
Heimhugi e. Þ. Þ. Þorsteinsson. 96 bls. Ób. kr 15.00.
Ljóðaþættir, e. sama höf. 92 bls. Ób. kr 15.00.
Kvæði, e. Jens Sæmundsson. 240 bls. Ób kr. 20.00.
Ljóðmæli, e. M. Markússon Winnipeg 1907, 128. bls. Ób. kr.20.00
Leiðangursljóð, e. Valdimar Briem, sálmaskáld. Ób kr. 10.00
Dægurflugur, e. Þorstein Gíslason, ritstj 128 bls. Ób. kr. 25.00.
íslenzk ástaljóð, 230 bls. &b. kr. 20.00. Ib kr. 35.00.
Tvístyrnið, e. Jónas Guðlaugsson og Sig Sigurðsson frá Arnar-
holti. 62 bls. &b. kr. 25.00.
Jón Arason. leikrit e. Matth. Jochumsson 228 bls. Ób. kr. 40.00.
Skipið sekkur, leikrit e. Indriða Einarsson. 200 bls. Ób. kr. 40.00
Tvö leikrit. Þiðrandi og Brennuvargarnir. e. Sigurjón Jónsson,
158 bls. Óh kr 30.00. .
Vötn á himni, e. Brimar Orms (dulnefni). Tölusett og áritað
af höf. Fáséð. Ób. kr. 100.00.
Rímur af Perusi meistara, e Bólu-Hjálmar 48 bls. Ób. kr. 15.00.
Bændaríma úr Svarfaðardal, e. Harald á Jaðri. Ób. kr. 15.00.
Rímur.af Goðleifi prúða, e. Ásmund Gíslason. 134 bls. Ób. kr.
25.00.
Rímur af Karneval konungi og köppum hans. Ób. kr. 10.00.
Redd-Hannesarríma, e. Steingr. Thorsteinsson. 92. bls. Ób. kr.
15.00
Rímnasafn 1—2. Átta rímur eftir þjóðkunn rímnaskáld m. a. Sig.
Breiðfiörð. 592 Ws. Óh. kr. 80.00.
Fernir fornísl. rímnaflokkar. Útg. af Finni Jónssyni. Ób. br.
20.00.
Ólafs ríma Grænlendings, eftir Einar Benediktsson. Örfá eintök.
66 bls. Ób. kr. 50.00.
Klippið auglýsinguna úr blaðinu ,og merkið X við þær bækur
er þér óskið að fá sendar.
Nafn ...........................................
Heimili ........................................
Hreppur og sýsla ...............................
Ódýra hóksalan Box 1%. Reykjavík
Verksmiðjustjóri óskast
Síldarverksmiðjur ríkisins óska að ráða mann til
þess að sjá um daglegan rekstur og verkstjórn í
nýrri verkmiðju á Siglufirði, þar sem fyrirhugað
er að leggja niður síld í dósir til útflutnings.
Umsóknir sendist skrifstofu vorri á Siglufirði fyrir
20. janúar n.k.
Síldarverksmiðjur ríkisins.
Jörð til söEu
Jörðin Kross á Barðaströnd, er til sölu. Upplýsing-
ar gefa Valdimar Valdimarsson Krossi (Sími um
Haga) og Sæmundur Valdimarsson, sími 18338.
14
T í MIN N, þriðjudaginn 9. ja?:úar 1962.