Tíminn - 09.01.1962, Blaðsíða 12
RITSTJORi HALLUR SIMONARSON
Frá Real til
Rotterdam
Miðherji sænska landsliðs-
íns í knattspyrnu, Agne Sim-
onsson, sem hefur samning
spánska liðið Real Madrid, er
nú að gera samning við hol-
lenzka 1 deildar liðið Feyen-
oord í Rotterdam. Samningar
standa nú yfir í Vínarborg, en
þar er yfirmaður Real Emil
Österreicher.
Simonsson vill fá 20 þúsund
dollara fyrir samning sinn við hol-
lenzka liðið til eins árs, en ekki
er víst, að Hollendingarnir fallist
á það.
Fyrii' tæpum tveimur árum réð-
ist Simonsson til Real Madxid og
átti þá að leysa de Stefano, hinn
fræga miðherja liðsins af hólmi.
Simonsson segir, að Real Madrid
hafi ekki staðið við samninginn við
sig og hann hafi aldrei fengið tæki-
færi til að spila sig inn í liðið, en
hins vegar verið lánaður til 1.
deildar liðsins Real Sociedad í San
Sebastian.
Gvlfi Hjálm-
arssoní ÍR
Hinn kunni handknattleiksmað-
ur Gylfi Hjálmarsson, sem er bróð-
ir Gunnlaugs Hjálmarssonar, eins
snjallasta handknattleiksmanns
okkar, hefur sagt sig úr Val og
mun byrja að leika með ÍR í fs-
landsmótinu. Kemur þetta sér
mjög vel fyrir ÍR-inga, sem hafa
misst einn bezta mann sinn, Matt-
hías Ásgeirsson, en hann er fluttur
til Keflavíkur og þjálfar hand-
knattleiksmenn þar, og mun leika
með Keflvíkingum í 2. deild á
næsta íslandsmóti.
Þá hefur einnig heyrzt, að
nokkrir af leikmönnum Aftureld-
ingar hafi gengið í ÍR, en blaðið
gat ekki fengið staðfestingu á því
í gær Eins og kunnugt er hefst
íslandmótið hinn 20. þessa mán-
aðar.
Reyndi við heims-
met Vilhjálms E.
— en tókst ekki ati hnekkja því
Björgvinjarbúinn Johan Chr. Evandt er enn á ferð-
inni í atrennulausu stökkunum. Rétt fyrir síðustu helgi
setti hann nýtt heimsmet í langstökki án atrennu, stökk
3.57 metra, en hann átti sjálfur gamla metið, sem var
3.54 metrá, svo hér er um þriggja sentimetra framför
að ræða.
Á sama móti keppti Evandt einnig í hástökki án
atrennu, en hann hefur sagt, að hann hafi mikinn hug
á því, að eignast að nýju heimsmetið í þeirri grein.
Evandt stökk vel yfir 1.70 metra, og lét síðan hækka í
1.76 metra, einum sentimetra hærra en heimsmet Vil-
hjálms Einarssonar er, en þessa hæð réð Norðmaður-
inn ekki við að þessu sinni.
ENSKA BIKARKEPPNIN
Þriðja umferð ensku bikarkeppn
innar fór frani á lauigardaginn, en
í þeirri umferð hófu liðin í 1. og
2. deild keppni. Vegna snjóa og
ísingar á völlum varð að fresta
nokkrum leikjum. Annars urðu
úrslit þessi:
Arsenal—Bradford City 3—0
Aston Villa—C. Palace 4—3
Birmingham—Tottenham 3—3
Blaökpool—W.B.A. 0—0
Brentford—Leyton Or. 1—1
Brighton—Blaekburn 0—3
Bristol City—WalsaM 0—0
Bristol Rov.—Oldham frestað
Burnley—Q.P.R. 6—1
Bury—Sheff. Utd. 0—0
Charlton—Scunthorpe 1—0
Everton—Kings Lynn 4—0
Fulham—Hartlepools 3—1
Huddersf. Rotherham frestað
Ipswich—Luton Town 1—11
Leeds—Derby County 2—2 * 1
Leicester—Stoke frestað
Liverpool—Chelsea 4—3
Maneh. Utd.—Bolton 2—1
Middles'bro—Cardiff
Morecomb—Weymouth
Newcastle—Peterboro
Norwich—Wrexham
Notts C.—Manch. City
Plymouth—West Ham
Port Vale—NortharntoAp
Preston—W atf ord
Sheff. W —Swansea
Southamton—Sundarland
Southport—Shrewsbury
Wolves—Carlisle
Workington—Nott Forest
frestað
0—1
0—1
frestað
0—1
3—0
-urt
^frestað'
2—2
frestað
frestað
1—2
Óli B. byrjar að
þjálfa Val í dag
Hinn kunni knattspyrnu-
þjálfari, Óli B. Jónsson, sem
undanfarin ár hefur verið
aðalþjálfari KR í knattspyrnu,
hefur verið ráðinn til Vals og
mun þjálfa Valsmenn í fyrsta
skipti í kvöld.
Óli B. hefur margra ára reynslu
að baki sem þjálfari. og hér fyrr á ‘
árum var hann einn okkar bezti
knattspyrnumaður Gera Valsmenn
sér miklar vonir með hann sem
þjálfara félagsjns. en hann hefur
sýnt það a undanförnum árum. að
hann er mjög snjall þjálfari. Ekki
er enn vitað hver tekur við starfi
hans hjá KR. I
Dregið í
bikarnum
í gær var dregið um það á Eng
landi hvaða lið leika saman í 4.
umferð bikarkeppninnar Sökum
rúmleysis er ekki hægt að birta
alla leikma, en það merkasta má
telja, að Manch Utd mætir Ars-
enal á heimavelli sínum. Wey-
mouth, liðið utan deildanna. leik-
ur í Preston, og Peterbro leikur
heima gegn Bury eða Sheff. Utd.
Bikarhafainir Tottenham höfðu
náð þriggja marka forustu í Birm
ingham, en misstu það forskot
niður. Verða liði.n því að leika að
nýju á leikvelli Tottenham í Lon-
don. Einna óvæntust urðu úrslit
í Plymouth, en heimaliðið gersigr
aði West Ham, eitt af efstu liðun
um í 1. deild. Einnig kom það á
óvart, að Ipswich skyldi aðeins
gera jafntefli við Luton á heima
velli. Lið úr 1. deild, sem féllu
úr í þessari umferð, eru Black-
pool, Chelsea, , Bolton og West
Ham, en mörg önnur verða að
leika aukaleiki, annaðhvort vegna
jafnteflis eða frestunar á leikj-
um.
Liðunum úr 2. deild gekk held-
ur ekki vel Úr féllu Brighton,
Scunthorpe, Newcastle, og mörg
eiga aukaleiki. Peterboro sigraði
hið gamalfræga bikarlið New-
castle, en framherjar Newcastle
gátu ekki skorað í leiknum, þrátt
fyrir mjög góð tækifæri. Bly skor
aði fyrir Peterboro, þegar langt
var liðið á síðarí hálfleik, en tví-
vegis áðnr hafði knötturinn lent
i marks'lánum.
Þau þrjú lið. sem komust í
þriðju umferð, og standa utan
deildanna, drógu að sér athygli
margra að venju. Tvö þeirra mætt
ust innbyrðis. Morecombe og Wey
mouth, og sigraði Weymouth og
þriðja Iiðið. Kinas Lynn tapaði í
Liverpool fyrir Everton.
Bikarmeistararnir Tottenham leika
í Plymouth ef þeir sigra Birming-
ham í aukaleikpum Efsta liðið í
1 deild Burnley leikur heima ann
aðhvort gegn Brentford eða Leyt-
on Orient.
Þessi skemmtilega mynd er af markmanni Blackpool, Gordon West, og
þótt hann sjáist þarna á hálfgerðum handahlaupum, tókst honum ekki
að hindra marlc aS þessu sinni.
St. Mirren
tapar enn
, \
Urslit í skozku deildarkeppn-
inni urðu þessi á lauigardag:
Airdrie—Th. Lanark 0—2
Celtic—Kilmarnock 2—2
Dundee—Falkirk 2—1
Dunferline—Dundee Utd. 4—1
Hiberian—Rangers 0—0
Partick Motherwell 1—0
St.Johnstone—Raith 0—0
St.Mirren—Hearts 0—1
Stirling—Aberdeen 3—0
Staðan er nú þannig:
Dundee 17 14 2 1 52—26
Partick 19 12 1 6 40—32
Celtic 17 10 3 4 46—21
Rangers 16 9 4 3 38—19
Dunferline 18 9 4 5 41—23
Kilmarnock 18 8 5 5 42—35
Th. Lamark 17 9 2 6 35—26
Hearts 15 9 2 3 29—22
Motherwell 17 8 3 6 39—28
Dund. Ltd. 17 7 2 8 35—38
Aberdeen 17 6 2 9 29—38
Hibierian 18 5 4 9 27—43
St. Mirren 18 5 3 10 27—46
Raith Rov. 17 4 4 9 27—36
19
St. Johnst. 18 4 4 10 13—30 12
Stirling 19 5 2 12 21—42 12
Falkirk 18 4 2 12 16—34 10
Airdrie 18 3 3 12 29—47 9
St. Mirren tapaði enn einu sinni,
á heimavelli sinum í Paisley gegn
Edinborgarliðinu Hearts, sem skor
aði eina markið í leiknum. Það
vekur mikla athygli í deildinni, að
Stirling Albion, sem var talið ör-
uggt um að falla, hefur unnið þrjá
síðustu leiki sína, Aberdeen á laug
ardaginn með 3—0, Falkirk í vik-
unni með sömu markatölu, og Air-
drie á útivelli með 1—0, og var
það fyrsti útisigur liðsins. Við
þessa sigra hefur Stirling skotið
þremur liðum aftur fyrir sig á töfl
unni.
Dundee hefur enn örugga for-
ustu í deildinni, en í annað sæti er
Glasgow-liðið Partick Thistle kom-
ið, lið George Young, en því hefur
gengið mjög vel að undanförnu og
unnið hvern leik Keppnin er nú
hálfnuð, en leiknii- eru 34 leikir 1
deildinni. Sum lið hafa leikið fleiri
en 17. leiki, öniiur færri.
12
TÍMINN, þriðjudaginn 9. janúar 1962.