Tíminn - 17.01.1962, Blaðsíða 3

Tíminn - 17.01.1962, Blaðsíða 3
Eitt af þeim málum, sem Kennedy Bandarikjaforseti talaðl um f rœSu sinni í samelnuðu Bandaríkjaþingi 11. þessa mánaSar, var samband Bandaríkjanna vlS Efnahagsbandalags Evrópu. Nó hefur náSst samkomulag milli Bandaríkjanna og Efnahagsbandalagsins um gagnkvæmar tollalækkanir. Á myndinni sést Kennedy skýra þinginu frá viSræSunum viS Efnahagsbandalagsríkin. Johnson varaforseti og hlnn nýkjörni þingforseti John McCormack sitja aS baki ræSustólsins. McCormack tók fyrir nokkru viS hinu valdamikla þingforsetaembætti, og er hann eftirmaSur hlns nýlátna Sam Rayburn. Fórst Hammarskjöld vegna mistaka flugmannsins? NDOLAl SAMA OG NDOLA EKKI NTB—Salisbury, 16. janúar. Ein síða í leiðarbók flugvél- arinnar, sem fórst með Hamm- arskjöld í Rhodesíu í sumar, var aðalumræðuefnið á fyrsta degi réttarhaldanna um flug- slysið, en þau hófust í dag í hæstarétti Rhodesíu. Vitnið G. F. Cooke frá dóms- málaráðuneyti Bhodesíu sagði, að leiðarbókin sem í voru allar upp- lýsingar um flugleið vélar Hamm arskjölds, hefði fundizt opin, þar sem lýsing var á Ndola í Kongó, en ekki Ndola í Bhodesíu. Hann benti á, að Ndola í Bhod- esíu, þangað sem flugvélin var að fara, væri í 6000 feta hæð yfir sjávarmáli, en Ndola í Kongó væri aðeins 3000 fet yfir sjávarmáli. Hafði flugmaðurinn því misreikn- Meira HB NTB-Karachi, 16. janúar. Indverski herinn eykur stöðugt liðsstyrk sinn við landamæri Ind- lands og Pakistan í hinu umdeilda Kasmírjhéraði. Flugherinn hefur stöðugt eftirlitsflug meðfram iandamærunum og nýjar herdeild ir eru á leiðinni til landamæranna. Hádegisklúbburinu kemur saman í dag á vcnjulegum stað og tíma. að hæðina og þess vegna flogið í strand. Cooke sagði, að DC-6B flugvélin, sem var eign Transair, hafi fengið skotgat á sig í Elisabethville áður Katangamaður í staS Gizenga NTB—Leopoldville, 16. janúar. Adoula forsætisrá'ðherra Kongó visaSi í dag Gizenga varaforsætisráðherra úr stjórninni og eru horfur á því, að hann taki Katangamann í hans stað, ef samkomulagið við Tsjombe Katangaforseta gefur tilefni til þess. Gizenga er enn í stofufangelsi í Stanleyville undir eftirliti Kongóhermanna Lundula hershöfðingja. Adoula kvað sennilegt, að þjóðþingið í Leopoldville afnæmi friðhelgi Gizenga, svo að hægt verði að handtaka hann fyrir blóðsúthellin.gar og upp reisnarlilraunir í Stanleyville. Það væri beint áframhald af van- traustsyfirlýsingu þingsins á Gizenga. Adoula var af blaðamanni spurður, hver yrði eftirmaður Giz- enga. Adoula sagði, að vel gæti komið til mála, að það yrði Kat- angamaður, cf Katanga héldi tryggð og vináttu við miðstjórnina í Leopoldville. Misheppnuð land- göngutilraun? en búið hafi verið að gera við vél ina. Hann sagði, að flugstjórinn hefði teiknað inn flugleiðina til Luluborgar en ekki lengra, senni j lega af öryggisástæðum. NTB—Haag og Djakarta, 16. janúar. Sjóorrustan við Irian í gær milli Hollendinga og Indónesa hefur gert allar samkomulags- horfur í deilunni a8 engu í bráSina. í dag kenndu báSir aSilar hinum um aS hafa hafiS bardagann, og Hollendingar halda því fram, aS hér hafi veriS um misheppnaSa land- göngutilraun Indónesa aS ræSa. Hollendingar segja, að um borð í hverjum tundurskeytabáti Indó- nesíumanna, sem í sjóorrustunni lentu, hafi verið 90 manns eða þrefalt fleira en eðlilegt sé. Auk þess höfðu bátarnir meðferðis gúmm.ílandgö'ngufleka. Á þetta að sanna, að hér hafi verið um land- göngutilraun Indónesa að ræða. Þeir byrjuSu Indónesía vísaði í dag því á bug að sín skip hefðu hafiff skothríð- ina. Hollendingár hefðu byrjað og þar með ggrt sig seka um hernað. Ef Indónesía hefði skotið fyrst og þar með hafið stríðið, þá hefðu bæði fleiri og stærri skip verið send en ekki tundurskeytabátar. Mestur floti Indónesíu er nú í (Framhald á 1ö. síðu) Skilrúmin halda skipinu fljótandi (Framhald af 1. siðu). Nokkru síðar kom önnur tilkynn-’ ing frá Bán: Sjáum annan bát skammt frá nokkru austar, 310 gráður réttvísandi frá Höskuldsey. Síðan sveimaði Bán yfir bátnum, þar til Jökulfell, sem varð fyrst á vettvang, kom skömmu síðar, og óskaði skipherrann á Bán þá eftir því að Jökulfell færi fyrst að bátn- um, sem siðar sásht, þótt lengra væri í hann. Jökulfell náði bátn- um, sem síðar sást, þótt lengra ar til bácsins sást frá Bán var hann á hvolfi, og þar sem ekki var vitað hvernig menn hefðu skipzt í bátana var óskað eftir því að þessi yrði athugaður fyrst. 4 tíma á reki Mb. Sigurfari kom að bátnum með blysið um klukkan 13.40 og reyndust allir þeir, sem frá skipi fóru, 9 að tölu, vera í honum. Tók Sigurfari þá um borð, og voru þeir sæmilega hressir, þótt þeir hefðu þá verið rúma fjóra tíma á reki, og var farið með skipsbrotsmenn- ina til Grafarness. Þór einn eftir Varðskipið Þór kom á vettvang milli klukkan fimm og sex, en taldi ekki fært að koma dælum yf- ir í Skjaldbreið. Klukkan 20 var ástandið um borð enn óbreytt, að allestin full, en tekizt hefur að halda vélarrúminu þurru að kalla. Baldur, Svanur og Jökulfell eru farin frá Strandstaðnum, og er Þór einn eftir hjá hinu nauðstadda skipi. Sjór er allmikill og gengur á með norðvestan hvassviðri og kafaldsélum. — Kristinn. Rafmagnslaust Aðalrafmrgnstafla skipsins blotn aði af sjó og því hefur ekki veiið rafmagn um borð í skipinu, engin ljós og aðeins neyðarsendir notað ur. Aðallestin er full af sjó, en ein- hver leki er í vélarrúmi og heldur skilrúmið milli vélar og lestar skipinu uppi. Ef það brestur, geta orðið snögg umskipti til hins verra en ekki er talin mikil hætta á því að óbreyttu ástandi um borð. Þrír gúmmíbjörgunaibátar voru um borð í Skjaldbreið, sem tóku samtals 40 manns. Tveir voru fyrir tíu manns hvor og einn fyrir tuttugu. Eins og fyrr segir slitnuðu þeir frá skipinu í gærmorgun, og tveir þeirra mannlausir. Eftir eru tveir venjulegir björgunarbátar, og má sjá af myndum af skipinu, sem teknar voru í gær, að annar þeirra er bundinn við skipið, en hinn sit- ur enn á bátadekki. Bara bíSa Mikill sjór er á þessum slóðum og um hádegið í gær voru þar um níu vindstig. Gerir veður og sjór það að verkum, að ekkert er hægt að gera nema bíða. Ekki er talið að veður læg; nokkuð að ráði í nótt. Að óbreyttu ástandi er engin hætta á ferðum, þar sem leki virð- ist acf mestu hafa stöðvast eftir að aðallesf skipsins fylltist af 'íjó strax eftir að skipið losnaði af Lág- boða. Er ekki ástæða til annars en vona það bezta og vænta þess að lægi sem fyrst veður og sjó, svo hasgt sé að fara að bjarga skipinu. Því er spáð að heldur lægi á morg- un á þessum slóðum. 2 farþegar eftir Fimmtán manna áhöfn er á Skjaldbreið, en farþegar þrir, svo að alls voru átján manns um borð í þessari Breiðafjarðarferð. Ein kona er í hópi farþeganna. Þeir, sem um borð eru heita: Högni Jónsson, skipstjóri, Guðlaug ur Gíslason, 2. stýrimaður, Lárus 1 Scheving, 1. vélstjóri, Þorvaldur ! Ólafsson, 2. vélstjóri, Aðalsteinn ! Gíslason, bátsmaður, Guðmundur Siggeirsson, háseti, Þorlákur Arn- órsson, matsveinn og Svcinn Jóns son frá Flatey. Um nafn konunn- ar er blaðinu ekki kunnugt. Hún kom um borð, í Grundarfirði og hafði í hyggju að fara suður með skipinu, þegar það hafði lokið af- fermingu. Guðjón Teitsson, forstjóri Slcipa útgerðarinnar, sagði í viðtali við blaðið í gær, að þetta væri mikið áfall, að missa skipið frá flutn- ingunum um óákveðinn tíma. Eins og stæði biði tvöfaldur farmur Skjaldbreiðar á hafnir Norðan- lands, en þangað átti hún að fara næst. Skjaldbreið er 366 brúttó- lestir að stærð, smíðuð í Greeu- ock í Bretlandi 1948. TfMINN, miðvikudaginn 17. janúar 1962. 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.