Tíminn - 17.01.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.01.1962, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAM3ÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ób), Andrés Kristjánsson,. Jón Helgason Frétta- ritstjóri: Indri'ði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýsingastjóri: Egill Bjarnason. Ritstjórnarskrifstof- ur í Edduhúsinu; afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur Bankastræti 7. Símar: 18300 — 18305. Auglýsingasími 19523 — Afgreiðslusími 12323. • — Prentsmiðjan Edda h.f. — Áskriftargjald kr. 55 á mán innan lands. í lausasölu kr. 3 eint. Meginstefnurnar Hér í blaðinu hafa nýlega verið birt tvö dæmi um við- reisn ríkisstjórnarinnar í verki. Annað þeirra sýnir, hvernig landbúnaðarvélar hafa hækkað í verði um meira en 90% síðan núv. stjórnarsamsteypa kom til valda. Hitt sýnir, að sala á sementi innanlands hefur minnkað um 35% á sama thna. Þetta eru aðeins tvö dæmi af mörgum, sem haldið verður áfram að rifja upp hér í blaðinu. Öll sýna þau, hvernig „viðreisnarstefnan“ hefur með tveimur gengis- fellingum og stórhækkuðum sölusköttum gert allar fram- kvæmdir miklu dýrari en áður og dregið þannig úr fram- kvæmdum og framförum, ásamt vaxtaokrinu og frystingu sparifjárins í Seðlabankanum. Alveg sérstaklega hefur þetta þó bitnað á framtaki hinna mörgu einstaklinga og dregið úr framkværndum þeirra. Það er með þessum hætti, sem brotið hefur verið blað í íslenzkri stjórnmálasögu með tilkomu „viðreisnarstefn- unnar“. Allt frá 1927, ér Framsóknarflokkurinn kom til valda og fram til þess, að „viðreisnarstefnan“ kom til sögu, hefur það verið eitt meginatriði ríkjandi stjórnar- stefnu að leitast við að efla framtak og framkvæmdir sem allra flestra einstaklinga — gera sem allra flesta einstak- inga efnalega sjáfbjarga og sjáfstæða. Með „viðreisnarstefnunni“ er tekin upp allt önnur stefna — gömul og úrelt stefna — stefna hinna „góðu og gömlu daga“, eins og forsætisráðherrann hefur orðað það. Þessi stefna beinist öll að því'að draga úr framtaki hinna mörgu en efla hina fáu stóru. Áðurnefnd dæmi sýna bezt, hvemig hún birtist í verki. Með því, sem hér héfur verið rifjað upp, hefur verið dregin upp mynd af þeim meginstefnum, sem nú takast á í landinu og einkum munu gera það i næstu kosningum. Það er annars vegar framkvæmda- og framfarastefnan, sem byggist á því að efla og auka framtak hinna mörgu, og hins vegar „viðreisnarstefna11 ríkisstjórnarinnar, er beinist að því að lama framtak hinna mörgu og draga auðinn og yfirráðin í hendur hinna fáu. Framsóknarflokkurinn er nú sem fyrr aðalfulltrúi framkvæmda- og framfarastefnunnar. Aðeins aukið fylgi við hann getur brotið íhaldsstefnuna á bak aftur. Til þess að ná því marki, þarf ekki meira en að stjórnarflokkarnir missi tvö þingsæti Þá geta þeir ekki lengur framfylgt afturhaldsstefnunni, nema þeir fái aðstoð kommúnista. Það verða því Ijósar og skýrar línur í næstu kosninga- baráttu. Einstök óheilindi Fátt er kátbroslegra en þegar stjórnarblöðin eru að reyna að gera þá Ólaf Thors og Bjarna Benediktsson, Emil Jónsson og Gylfa Þ. Gíslason, að einhverjum sérstökum krossferðariddurum í baráttu gegn kommúnistum. Sannleikurinn er sá, að það hefur aldrei staðið á þess- um mönnuin að vinna með kommúnistum, þegar þeir hafa talið sér minnsta hag 1 þvi. Fyrir réttum þremur árum, stóðu þeir Bjarni og Einar Olgeirsson hlið við hlið í verkfallsbaráttu, og ári síðar stóðu þeir Bjarni, Emil og Einar eins og fóstbræður að kjördæmabyltingunni. Enn í dag hefur Emil fóstbræðralag við kommúnista i bæjarstjórn Hafnarfjarðar og Bjarni sendir Einar 01 geirsson sem eins konar persónulegan fulltrúa sinn til Helsingfors. Hver tekur alvarlega yfirlýsingar slíkra manna, þegar þeir þykjast vera á móti kommúnistum? íandaríkin veittu Ghana lánið Vilja koma í veg fyrir, aí Nkruma verfti háíur Rússum ------- .. / í ■ ACfewvwa— > NOKKRU FYRIR áramótin var það endanlega tilkynnt í Wash- ington, að ríkisstjórnin myndi vinna að því að veita Ghana nauðsynlegt lánsfé til að koma upp hinni fyrirhuguðu stór- virkjun, sem er kennd við Volta. Hér er um að ræða eitt mesta mannvirki sinnar gerð- ar. Byggðir verða margir stíflu garðar og vatni veitt á mikið landsvæði. Þá verður reist 768 þús. k\v. orkuver og byggð al- uminiumverksmiðja, sem mun framleiða í fyrstu 120 þús. smál.. en síðar 220 þús. smál. árlega. Stíflurnar munu mynda eitt mesta stöðuvatn, sem gert er af mannahöndum, og mun þurfa að flytja nær 100 þús. manns af því landi, sem vatnið fer yf- ir. Orkuverið sjálft mun verða eign ríkisins, en gert er ráð fyr- ir, að það kosti um 170 millj. dollara. Stjórnir Bandaríkj- anna o,g Bretlands, aðallega Bandaríkjanna, hafa tekið að sór að útvega lán til fram- kvæmdarinnar. Aluminiumverksmiðjan verð- ur eign hlutafélags, Volta Alum inium Co., en bak við það standa amerisk fyrirtæki eins og Kaiser, Reynolds, Olin Matt hieson o. fl. Aðalstíflan, sem verður stór- kostlegt mannvirki. verður bvggð af ítolskum verktökum eöa hinum sörnu ög byggðu hina frægu Karibastíflu. ítalir virðast nú skara f.rarn úr öði'um í stíflugerð- Stíflugarðurinn verður 370 feta hár og 2100 feta langur. Á einum stað verð- ur hann grafinn niður ein 200 fet, vegna þess, hve jarðvegur- inn er laus, og hafa verið smíð- aðar sérstakar vélar til þessa verks. Stíflan verður gerð úr steini og leir, og byggist það á nýrri aðferð, sem Kaiser hefur fundið upp. UM alllangt skeið í haust lék nokkur vafi á því, hvort Banda- vikjastjórn myndi veita þá fjár- hagslegu aðstoð, sem hún var búin að gefa ádrátt um. Ástæð- an var sú, að talsvert var ótt- ast, að Nkrumah forseti, sem er raunverulega einvaldur í Ghana, væri alveg að snúast á sveif með kommúnistum. Hann dvaldi lengi i Sovétríkjunum á síða-stliðnu sumri og sat svo Belgradráðstefnu hlutlausu ríkj .’.I-tÉ; ..rvTv e/- ■< , 1 . v» y"'.-: ■ Áy- - Uppdráttur af Voitastíflunni anna, þar sem hann þótti mjög óvinvéittur vesturveldunum. Eftir að hann kom heim til Ghana, hóf hann mikla „hreins- un“ í ríkisstjórn sinni og flokki jafnframt því, sem ýmsir af helztu foringjum stjórnarand- stöðunnar voru handsamaðir. Allt stjórnarfarið í Ghana tók á sig enn meiri einræðissvip en áður. Sér til réttlætingar hélt Nkrumah því fram, að ýmsir samstarfsmenn hans hefðu gert sig seka um óeðlilega auðgunar starfsemi og því hefði honum verið nauðsynlegt að hreinsa til í stjórninni. Þá beitti stjórnar- andstaðan aðferðum, sem gætu leyst upp ríkið. Við því sé ekki hægt að búast, að unnt sé í hinum nýju Afríkuríkjum að stjórna að öllu leyti eftir fyrir- mynd vestræns lýðræðis. ALLT þetta gerði það hins veg- ar að verkum, að Bandaríkja- stjórn ákvað að fresta um sinn endanlegri ákvörðun um aðstoð við Voltavirkjunina. Það mál yrði tekið til nýrrar íhugunar. Af hálfu Breta voru Bandaríkja menn strax eindregið varaðir við því að hætta við þessa að- stoð, því að það myndi aðeins færa Nkrumah enn nær Rúss- um. Þeir myndu þá taka að sér að sjá um Voltavirkjunina og það mælast vel fyrir í Afríku. Bandaríkjamenn mættu ekki láta sömu skyssuna endurtaka sig og í Egyptalandi, þegar Dull es hrinti Nasser í fang Rússa og varð þannig óbeint upphafs- maður að Suezævintýrinu. Bret- ar telja, að Dulles hafi óbeint verið valdur að þessu, er hann afturkallaði aðstoðina við As- wanstífluna. Til þess að sýna þessa stefnu sína enn betur í verki, létu Bretar Elisabetu drottningu fara í heimsókn til Ghana, þótt ráðið væri frá því vegna óeirða, er þá voru í landinu. Það ferða- lag heppnaðist hins vegar mjög vel, og varð tvímælalaust til að styrkja tengslin milli Bretlands og Ghana. Eftir að hafa athugað málið til !hlítar, ákvað Bandaríkja- stjórn endanlega að veita að- stoð til að koma upp Voltavirkj uninni. Ástæðan er ekki talin sú, að hún treysti Nkrumah full komlega, heldur hitt, að hún tel ur þetta líklegustu leiðina til að koma í veg fyrir, að hann snúi sér alfarið að Rússum. Synjun um aðstoð af pólitískum ástæðum hefði og ekki aðeins mælzt illa fyrir í Ghana, heldur og sennilega í allri Afríku. Þ. Þ. Söguleg ályktun þings SÞ um himingeiminn í hinum rúmgóða sal Allsherjar- þingsins á aðalstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York gerðlst hinn 20. des. s.l. viðburður, sem leiddi marga inn á all óvenjulegar hugs- anabrautir- Þennan dag samþykkti Alisherjarþingið einróma ályktun um friðsamlegt samstarf í sam- bandi við nýtingu geimsins. f á- Jyktuninni segir m. a.: „ALLSHE5UARÞINGIÐ, sem viðurKennir sameiginlega hagsmuni mannkynsins af að styðja og efla friðsamlega nýtingu geimsins og gerir sér ljósa hina brýnu þörf á að stuðla að alþjóð- legu samstarfi á þessum mikil- væga vettvangi, sem er þeirrar skoðunar, að könnun og nýting geimsins megi aðeins eiga sér stað með hag mann kynsins fyrir augum og til hags- bóta fyrir öll ríki, án tillits til þess, hvar þau eru á vegi stödd í hinni efnahagslegu og vísindalegu þróun, 1. hvetur þjóðirnar til að hafa eftirfarandi grundvallaratriði í huga við könnun og nýtingu geims ins: (a) þjóðaréttinn, sem einnig fel ur í sér Stofnskrá Sameinuðu þjóð anna og tekur bæði til geimsins og himintunglanna, (b) geimurinn og himintunglin eru í samræmi við þjóðaréttinn frjáls öllum þjóðum til könnunar og nýtingar, en ekkert einstakt ríki getur tileinkað sér sérréttindi á þessurn vettvanai. 2. leggur til við nefndina, sen: fjallar um friðsamlega nýtingu geimsins, að hún rannsaki og gefi skýrslu um þau lögfræðilegu vandamál, sem upp kunna að koma í sambandi við könnun og nýtingu geimsins“. í ályktuninni er einnig látin í Ijós sú skoðun. að Sameinuðu þjóð irnar eigi að vera höfuðvettvangur alþjóðasamstarfs á þessu sviði. o'’ eru aðildarrikín hvött til að veit- (Framhald á 15 síðul 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.