Tíminn - 17.01.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.01.1962, Blaðsíða 9
ins fyrs't og fremst með lár.tökum til langs tíma, en leigutekjurnar e;m notaðar til þsss að greiða af- borganir, vexti og önnur slík út- gjöld. Sums staðar Iileypur ríkis- valdið undir bagga, þar sem skil- yrðum þess er fullnægt. Lán þe:si eru aðallega fengin frá bygginga- félögum, tryggingafélögum og stundum með skuldabréfaútboði á fijálsum markaði. í Derby hefur sá háttur verið á hafður, að þess- um stóru lánum er velt áfram hvern áratuginn af öðrum og þeg- ar að einum gjalddaganum líður, er nýtt lán tekið og fyrra lánið boi'gað. Ekki verður annað séð en það sé tiltölulega auðvelt fyrir ungt fólk í Bretlandi að eignast þak yfir höf- uðið. Byggingafélög lána undir flestum kringumstæðum 90—95% af köstnaðarverði hvers íbúðar- húss, oftast til 25—30 ára með 6% % vöxtum. Ung hjón, sem t. d. vilja kaupa 2000 punda íbúð, þurfa því ekki að leggja fram nema 100 pund, en greiða afganginn og vexti af honum með jöfnum, vikulegum afborgunum á 25—30 árum. Stund- um hlaupa bæjarfélögin undir bagga að auki og ábyrgjast hluta af láni byggingafélagsins, sem aft- ur verður til þess, að lánveitandinn lætur sér nægja minni útborgun. —0— Hér hefur verið rakið að nokkru fyrirkomulag og ástand húsnæðis- mála hjá nágrönnum okkar Bret- um. Ekki er þó með öllu einhlítt að bera þetta saman við þá sögu, er við þekkjum hér heima — til þess eru aðstæður of ólíkar. Þó má sumt af þessu vera okkur umhugsunarefni, þar sem hér mun algengt, að menn borgi a. m. k. þriðjung launa sinna í leigu og fjöldinn allur af ungu fólki eygir, a. m. k. ekki í bráð, þau lifsins þægindi að eignast þak yfir höf- uðið. h. h. Það mun nú komið upp í 300 milijónir, og fer sífellt vaxandi, sem ríkisstjórnin er búin að láta Seðlabankann innheimta til sín af sparifé, sem lagt er inn í banka, sparirjóði og inn- lánsdei'dir kaupfélaga. Hvaðanæva af landinu senda menn þetta „skattfé". Allt þeita fjármagn er dreg- ið úr umferð. Sett í Seðlabank- ann til að koma í veg fyrir, að það verði lánað út (bankar og sparisjóðir) eöa notað sem rekstrarfé (innlánsdeildir kaup félaga). Seðlabankinn borgar kostnað- inn við að láta féð liggja dautt. Hann er ekkert sináræði, því að borgaðir eru 9% vextir. Það’ kostar því 27 milljónir á ári, að loka inni 300 milljónir. Framleiðendur og almenning ur í Iandinu borga þó kostnað- inn í raun og veru, því hann er innheimtur m. a. með hinum háu vöxtum, sem Seðlabankinn er Iátinn taka af lánum sínum út á framleiðsluvörur lands- manna. Er hér að finna nokkra skýringu á vöxtum þeim, sem innheimtir eru af afurð'alánun- um. Það er skattur, sem inn- heimtur er m. a. til að gera Seðlabankanum kleift að halda sparifénu frá því að vera í um- ferð í atvinnulífi landsmanna. Á þennan hátt eru tmörg hundruð milljónir af fjármagni þjóðarinnar teknar úr umferð og stórfelldri skattheimtu haldið uppi til að halda þessu fé ó- virku. Samtímis er mönnum í stór- hópum neitað um lán, m. a. til að auka framleiðni með aukinni tækni og hagnýtingu og til að efla framleið lu og iðn að. Mörg iðnaðar- og fram- leiðslufyrirtæki eru þannig sett, að þau njóta sín ekki til fuils vegna rekstursfjárskorts. Ríkisstjórnin, sem stendur fyrir þessari innilokun fjár- magns, sem safnazt fyrir í land inu, segist yfirleitt ekki hafa aðgang að peningum þegar eft- ir er leitað vegna fjárútvegun- ar til nýrra framkvæmda eða framleiðslu. Viðskiptabankar og spari- sjóðir neyðast til að synja um lán, sem þjóðhagslega séð væri stór ávinningur að veita, vegna þess, að ríkisstjórnin lætur taka féð af þeim í frystinguna. Rekstrarfé samvinnufélaga er minnkað, því að þau „njóta" EYSTEINN JÓNSSON er ein helzta leiðin út úr sjálf- heldu kjaramálanna í landinu.: Veltufé þjóðarinnar á að nota til að efla atvinnurekstur og framleiðslu í landinu, til að útflutningur og innflutningur geti aukizt og viðskipti yfirieitt og lífskjör batnað. Það’ er skýlaus krafa sívax- andi fjölda manna, að svo verði gert og tafarlaust hætt að draga úr umferð hundruð milljóna af því fé sem lagt er fyrir í Iandinu. Það er skilyrðislaus krafa þús- unda og aftur þúsunda, að spari féð sé haft í umferð' og notað til þess að efla heilbrigt ein- staklingsframtak og félags- framtak með þjóðinni. Það er svo annar þáttur þess- ara mála, sem þó ekki verður ræddur af mér í dag, að oían á 300 milljónir þeirrar sérstöku „náðar“ að vera meðal þeirra stofnana, sem fé er rakað af í frystinguna. Það er sagt allt í einu nú, að sparifé landsmanna megi ekki vera allt í umferð, því að það auki of niiki'ð innflutninginn til landsins. Það er nýstárlegt bjargráð þeirri þjóð, sem alls staðar á óunnin verkefni, sem bíða fjár- magns og auka mundu fram- leiðni, framleiðslu og þjóðar tekjur, — að taka úr umferð og gera óvirkt sparifé sitt með þessu móti. Ríkisstjórninni virðist fyrir- munað að skilja, að stórauka má framleiðslu og þjóðartekjur með því að lána athafnasömu fólki þetta fé í skynsamlegan rekstur. Um þetta er ólygnust reynsla íslendinga undanfarna áratugi. Mætti þá Iíka losa sig við þau ósköp, að skattleggja þá framleiðslu, sem fyrir er » landinu eins og nú er gert, til að bera kostnað af því að loka inni utan umferðar, verulegan hluta af eðlilegu veltufé þjóð- arinnar. Stórfé vantar víða til að auka framlciðni (tækni og hagnýt- ingu) hjá fyrirtækjum, sem fyr ir eru í landinu, að ekki sé tal- að um nýtt, sem við þarf að bætast. En einmitt aukin fram- Jeiðni í sem flestum greinum þessa innilokun sparifjárins, hefur verið bætt við ráð’stöfun- um til þess að Iækka Ián Seðla bankans út á sjávar- og land- búnaðarafurðir og drag'a með því enn fé úr umferð. Loks er það nýjast, að ríkisstjórnin hef- ur skattlagt sjávarútveginn um 120—140 milljónir til að ná enn fé úr umferð og leggja í sam- dráttarhólfið í Scðlabankanum. Svo er viðkvæðið, að fé sé ekki til í framfaramálin. Furð- ar nokkurn þótt mörgnm blöskri svo óviturlegar aðfar- ir og til langframa verður þetta ekki þolað. Eysteinn Jónsson. J setja í að nýju. Andi loftsins lék því lítt hindrað um hið virðulega guðshús, svo að ut an sem innan. Ofn mátti sín lítils í viðskiptum við hann. Söfnuður hlýddi messu. Einn miðaldra karlmaður, hann var líka meðhjálpari, og 13 tilvonandi fermingar- börn. Falleg börn og mynd- arleg í grábláu „gæjabuxun- um“ sínum, í popplínmuss- um og gúmmíhosum, áreiðan lega líkleg til þess í fylling tímans að draga vænan þorsk úr sjó og leggja síld í tunnur af miklum hraða. Þar að auki tveir gestir úr fjarlægu héraði, að öðrum þræði komnir fyrir forvitni, að hinum, til að leita sér hvildar og hughreistingar. Falleg væntanleg fermingar stúlka lánaði þeim sálmabók ina sína, því að kirkjan átti ekki sálmabók. II. Jólahringing kirkjuklukkn anna í höfuðborginni hljóm aði út í svalviðri síðdegisins á jóladag. Þær kölluðu menn til heilagrar messu. Friður á jörðu, svo sem boðað hafði verið, ríkti á götum og stræt um. Lítil umferð. Hljóðlát borg. Gott var að koma í hlýja kirkjuna. Uppljómuð var hún. Nýmáluð; allir hlut ir nýir, enda kirkjan enn i æskubúningi og ekki hálf- vaxin. Allt vitnaði um alls- nægtir á veraldarvísu og ör læti mannanna gagnvart guðshúsi. Orgelig stórbrotið veraldarundur. Um kirkjuna fór titringur ljúfrar sælu við volduga hljóma þess. Söng- flokkurinn velæfður og söng eins og sá, sem vald hefur. Söngfólk fastráðið til starf-' ans, að vísu á lágum laun- um, eins og vel á við í þjón- ustu kirkju Krists. Organist inn starfinu vaxinn. Presturinn með mikinn og óvenjulegan persónuleika. Lífsreynsla, gáfur og trúar- hiti lýstu af björtu enni hans. Hann predikaði svo fallega um blóm, að kirkjan angaði af ilmi hvítra rósa Maður fylltist í fullri alvöru löngun hjartans til þess að verða vitund betri maður undir ræðu hans. Söfnuður hlýddi messu. Fáeinar konur og nokkrir karlmenn, sátu vítt og dreift um auða bekki. Falleg og prúðbúin börn fylltu í fáein skörð. Orgelið, söngurinn, predikun prestsins og Krists likan, innblásig af heilögum anda stórbrotins listamanns, var það, sem fyllti kirkjuna þetta kvöld. Jú, — og lítil stúlka, líklega 12 ára, eins og frelsarinn í musterinu; hún sat á innstav bekk til hliðar við altarið. Hún söng hvern sálm, hún flutti bæn sína með luktum hvörmum og laut höfði, Vangasvipur-- inn minnti á gríska mar- maramynd frá Períklesar- tímanum. Hún lifði og hrærð ist í heilagri þjónustu. Hún var sem ein hinna hvítu rósa, sem prestinum tókst að láta ilminn berast frá. Ó- sjláfrátt komu í hugann orð, sem svo oft er vitnað til: hver sem ekki tekur á móti guðsríki ei.ns og barn .... “ III. Um aldaraðir hefnr kirkj- an lagt driúgan skerf til menningar íslendinga, sem og annarra kristinna þjóða. Hvað sem líður mismunandi skoðunum á kenningum hennar. hvað sem líður deil um og jafnvel trúleysi viti- borinna manna. er það við- urkennt, að kristinn siðalær dómur hafi átt slíkt erindi til einstaklinga og bjóða. að menning þeirra hafði ekki mátt og megi ekki án hans vera. En það eru líka fleiri hliðar á þvi máli, hversdags legri, en ef til vill ekki þýð- ingarlitlar. Dæmi þau, sem sögð eru hér að framan. eru ekki dreg in fram til þess að upnhefja neinn og baðan af siður til áfellinear beim. er bar koma vig sögu Þa.u eru söað vegna þess, að þau varpa liósi í all ar áttir og á margar hliðar kirkjulegra málefna i land- inu. Þau vitna um mót.ca.er ir og andstæður j kirk.iu- legri menningu þjóðarinnar og um leið í menningu henn ar almennt skoðað. Hér verð ur að mestu aðeins fjallað um eina hlið þess máls, frá sjónarmiði leikmanns. Kirkjur eru mjög misjafn ar að reisn og virðingu i landinu. Viðhald margra þeirra er vanrækt. Smáhlut ir verða þar að stórum. En hver kirkja hefur þó eitt- hvað til síns ágætis, ef á henni þarf ag halda. Marg- ar eru í ágætis ástandi, vitna um 'hirðusemi og reglu og gott veraldargengi þess safn aðar, sem annast hana. Margt er um ágæta presta, vel menntaða mannkosta- menn, sem rækja störf sín af trúmennsku. Góð hljóð- færi eru í mörgum kirk.ium og sæmileg í öðrum. Organ- istar vinna sín verk af fremsta megni. Yfir 200 kirkjukórar eru starfandi samkvæmt opinberum skýrsl um. Félagsskapur kristinna manna á íslandi hefur í sín um höndum mikil og góð tæki. ef svo mætti segja, til starfsemi sinnar, þótt víða þurfi að bæta um. enda allt af verið að vinna að úrbót- um. En þetta hrekkur ekki til. Kirkjurnar. hvort sem bær eru ríkar eða fátækar, vel hirtar eða vanhirtar, standa auðar og hálfauðar á helgi- dögum. Þar er engu betra á- stand í þéttbýli en í dreif- býli. Vegalengdir og torleíði virðast þar ekki skinta máli. Hitt, virðist aðalatriðið. að hinn fjölmenni félagsskapur íslendinga. hin íslenzka þ.ióð kirkja, sem í er meira en 90% allrar bjóðarinnar, virð ist hafa harla lítið með kirkj ur að gera Þrátt fyrir það er viðurkennd býðing krist- innar menninerar. eins og ég sagði áðan. Margt hefur verið rætt og ritað um auða kirkjubekki. Kennir þar hver öðrum um. prestar leikmönnum, leik- menn prestum. Leitað er or- saka f breyttum viðhorfum með breyttum tímum. Orsakanna skal ekki leit- að hér. Á hitt skal bent, að hverju og hverjum. sem þetta er að kenna, er aug- Ijóst, að söfnuðirnir hafa bað j hendi sinni, að bæta þar úr. Það eru þeir, sem sækja kirkjú, ef hún er sótt og sitja heima. þegar kirkan stendur auð. Veraldsgengi þeirra mundi ekki bíða neinn sjáanlegan hnekki við það að eyða einni stund f kirkju einstaka sinnum. Fram- leiðsla þjóðarinnar mundi ekki minnka svo um munaði Spurningin er sú ,hvar hinn kristni félagsmaður situr þá þá stund, sem messan stendur yfir, Þótt hvert sæti væri skipað í íslenskum kirkjum, þegar guðsþjónust ur fara fram, mundi þess ekki gæta utan kirkju, svo að nokkur hætta stafaði af. En hvað er þá að vinna? Og til hvers er að vinna? (Frarah, á 13. síðu ' T Í M I N N, miðvikudagiun 17. janúar 19fi2 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.