Tíminn - 18.01.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.01.1962, Blaðsíða 7
Utgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson- (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason. Frétta- ritstjóri: Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýsingastjóri: Egill Bjarnason. Ritstjórnarskrifstoí- ur í Edduhúsinu; afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur Bankastræti 7. Símar: 18300 — 18305. Auglýsingasími 19523. — Afgreiðslusími 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. — • Áskriftargjald kr. 55 á mán. innan lands. í lausasölu kr. 3 eint. Samningsréttur opin- berra starfsmanna VIÐTAL VIÐ KRISTJÁN THORLACIUS, FORMANN BANDALAGS STARFSMAN NA RÍKIS 0G BÆJ A 300 milljónir , Það má óhætt fullyrða, að fátt hefur vakið öllu meiri athygli um lengra skeið en þær upplýsingar Eysteins Jóns- sonar, að ríkisstjórnin sé búin að láta Seðlabankann „frysta“ 300 millj. kr. af sparifé landsmanna og dragi raunverulega sem þeirri upphæð svarar út úr athafna- og' framkvæmdastarfinu í landinu. í grein þeirri, þar sem Eysteinn Jónsson birti þessar upplýsingar, sagði m. a. á þessa leið: „Það mun nú komið upp í 300 mílljónir, og fer sífellt vaxandi, sem ríkisstjórnin er búin að láta Seðlabankann innheimta til sín af sparifé, sem lagt er inn í banka, spari- sjóði og innlánsdeildir kaupfélaga. Hvaðanæva af landinu senda menn þetta „skattfé“. Allt þetta fjármagn er dregið úr umferð. Sett í Seðla- bankann til að koma í veg fyrir, að það verði lánað út (bankar og sparisjóðir) eða notað sem rekstrarfé (innláns- deildir kaupfélaga). Seðlabankinn borgar kostnaðinn við að láta féð liggja dautt. Hann er ekkert smáræði, því að borgaðir eru 9% vextir. Það kostar því 27 milljónir á ári, að loka inni 300 milljónir. Framleiðendur og almenningur í landinu borga þó kosfnaðinn í raun og veru, því hann er innheimtur m. a. með hinum háu vöxtum, sem Seðlabankinn er látinn taka af lánum sínum út á framleiðsluvörur landsmanna. Er ,hér að finna nokkra skýringu á vöxtum þeim, sem innheimtir eru af afurðalánunum. Það er skattur, sem innheimtur er m. a. til að gera Seðlabankanum kleift að halda sparifénu frá því að vera í umferð í atvinnulífi landsmanna. Á þennan hátt eru mörg hundruð milljónir af fjár- magni þjóðarinnar teknar úr umferð og stórfelldri skatt- heimtu haldið uppi til að halda þessu fé óvirku. Samtímis er mönnum í stórhópum neitað um lán, m. a. tii að auka framleiðni með aukinni tækni og hagnýtingu og' til að efla framleiðslu og iðnað. Mörg iðnaðar- og fram- leiðslufyrirtæki eru þannig sett, að þau njóta sín ekki til fulls vegna rekstursfjár$korts. Það ef nýstárlegt bjargráð þeirri þjóð, sem alls staðar á óunnin verkefni, sem bíða fjármagns og auka mundu framleiðni, framleiðslu og þjóðartekjur, — að taka úr um- ferð og gera óvirkt sparifé sitt með þessu móti.“ Það tjón, sem þegar hefur hlotizt af því að láta þetta sparifé liggja dautt í stað þess að lána það til framleiðslu og framkvæmda, er tvímælalaust orðið gífurlegt. Af þeim ástæðum er framleiðsla og tekjur þjóðarinnar nú mun minni en þær væru ella. Þó bólar ekki á öðru en þessari vitleysu verði haldið áfram, ef ríkisstjórnin fær að ráða. Nýtt fordæmi Þau tíðindi gerðust nú um helgina, að samkomulag náðist milli Bandaríkjanna og Efnahagsbandalags Evrópu um gagnkvæmar tollalækkanir. Þetta er nýtt dæmi þess, hvernig einstök lönd taka nú upp samvinnu eða tengsli við bandalagið með ýmsum hætti. Fyrir íslendinga er full ástæða til að kynna sér vel þessi tengsli milli Bandaríkjanna og Efnahagsbandalags- ins. því að ef til vill geta þau orðið fordæmi þess, hvernig tengslum okkar við það yrði háttað. Hjá því verður ekki komizt fyrr eða síðar, að við tök- um upp einhverja samvinnu við Efnahagsbandalagið, en hún þarf að verða þannig, að ekki sé glatað neinum mik- iJsverðum rétti. Fyrst og fremst þurfum við þó að semja við það um tollamálin, eins og Banaaríkin hafa gert. Að undanförnu hefur a11 mikið verið rætt um samn- ingsrétt til handa opinber- um starfsmönum. Stjórn- skipuð nefnd, sem um mál þetta hefur fjallað, skil- aði áliti í nóvembermánuði s.l., og aukaþing Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, sem haldið var um svipað leyti, ræddi þetta mál og gerði um það ályktun. Blaðið hefur snúið sér til formanns Bandalags starfs- Imanna ríkis og bæja, Kristj- áns Thorlacius, og beðið hann að segja lesendum frá málinu. — Hver er aðdragandi þess, að nú hefur verið sarnið frum- varp uin samningsrétt opin- berra starfsmanna? — Allt frá stofnun Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, hef ur það verið eitt aðaláhuga- mál samtakanna, að opinberir starfsmenn fengju samnings- rétt um launa- og kjaramál sín, og hafa verið gei'ðar ályktanir um málið á ílestum þingum B. S. R. B. Á 19. þingi bandalags- ins, sem haldið var í nóvember 1958 var samþykkt svofelld á- iyktun: „19. þing B. S. R. B. telur óviðunandi, að opinberir starfs- menn hafi ekki samningsrétt um launa- og kjaramál sín, til jafns við aðra launþega. Felur þingið bandalagsstjórn að vinna að því eftir mætti að ná þeim réttindum“. í desember 1959 skipaði þá- verandi fjármálaráðhem, Guð- mundur í. Guðmundsson, nefnd til þess að athuga um og undir- búa löggjöf um samningsrétt opinberra starfsmanna. í nefnd þessari áttu sæti Sigtryggur Klemenzson, ráðuneytisstjóri, formaður, Baldur Möller, ráðu- neytisstjói'i, Jón Þorsteinsson, alþingismaður, Eyjólfur Jóns- son, lögfræðingur og Guðjón B. Baldvinsson. deildarstjóri. Tveir hinir síðast nefndu voru tilnefndir af stjórn B. S. R. B. Þessi nefnd lauk störfum í nóvember s. 1„ en hún þríklofn aði og skilaði þremur frumvörp um til ríkisstjóniarinnar — Voru þessi frumvörp öll til athugunar á aukaþingi B. S. R. B. í vetur? — Bandalagsstjórnin fékk leyfi fjármálaráðherra til að skýra þinginu frá efni allra frumvarp anna, en þar var þó einkum fjallað um efni þess frumvarps, 5 sem fulltrúar B. S. R. B. í nefndinni höfðu skilað til ríkisstjórnarinnai;. — Hver varð svo niðurstaðan á aukaþinginu? Aukaþing B. S. R. B. sam þykkti einróma að lýsa stuðn- ingi við aðalefni frumvarpsins og fól bandalagsstjórninni jafn framt að kynna liinum einstöku bandalagsfélögum efni þess og skyldu athugasemdir þeirra hafa borizt stjói’ninni fyrir 10. janúar, ef einhverjar væru. Var bandalagsstjórninni falið að vinna að framgangi málsins á þessum grundvelli. — Hvert er höfuðefni sanm- ingsréttai'frumvarpsins? — Samkv. fmmvarpinu fá opinberir starfsmenn fullan samningsrétt, þar á meðal verk KRISTJÁN THORLACIUS formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. fallsrétt, sem þó er miklum tak mörkunum háður. í frumvarpinu eru ákvæði um samningaviðræður, sáttaum leitanir, vinnustöðvanir, svo og um sérstaka dómstóla til að skera úr ágreiningi og um vald almennra dómstóla á þessu sviði, o. fl. Aðilum, er samningsrétt hafa samkvæmt frumvarpinu, ber gagnkvæm skylda til að hefja samningaumleitanir, ef annar hvor aðilinn krefst þess. Hvernig er verkfallsréttur- inn? — Samkvæmt frumvarpinu er aðilum heimilt að stofna til vinnustöðvunar,. ef samningar takast ekki, og skal það gert með þeim hætti áð störfum er sagt upp með þriggja mánaða uppsagnarfresti- Þegar löglegri vinnustöðvun lýkur, á starfsmaður rétt á að taka aftur upp sitt fyrra stai'f. Þetta ákvæði er sett til þess að tryggja það, sem starfsmenn- irnir leggja mjög mikla áherzlu á, að óbreytt haldist núverandi skipan um fastar stöður hjá ríki og bæjarfélögum. Gert er ráð fyrir, að ákveðið sé með reglugerð, hvernig ör yggisþjónustu skal sinnt meðan vihnustöðvun varir. Samkvætnt frumvarpinu má eigi stofna til vinnustöðvunar vegna ágreinings um( eftirfar- andi atriði: Um til hvaða launaflokks i samningi eða reglugerð skuli telja stöðu ákveðins starfs- manns. Um endurmat á stöðu starfs- manns. Um breytingar ákvæða um greiðslu fyrir yfirvinnu eða sér le.gar launabætur, sem almenn ákvæði í heildarsamningi taka ekki til. — Hvað er þá unnt að gera, ef samkomulag næst ekki um þessi atriði? — Hvor aðili fyrir sig getur skotið slíkum ági'einingsatrið- um til Kjaranefndar ríkisins, sem kveður upp bindandi úr- skurð um ágreiningsatriðin. Kjaranefnd ríkisins er skv. frumvarpinu skipuð sjö mönn- um, tveimur tilnefndum af B. S. R. B„ tveimur tilnefndum af ríkisstjórninni og þremur hlut lausum mönnum tilnefndum af líkissáttasemjara. Þá gerir frumvarpið ráð fyr- ir svo nefndum Kjaradómi, skip uðum 3 mönnum, einum frá hvorum aðila og oddamanni til- nefndum af félagsdómi. Til þessa dómstóls geta aðilar skot ið ágreiningsmálum, ef þeir koma sér saman um það, þ. e. eí báðir telja slíkt heppilegra en að hefja vinnustöðvun. — Á félagsdómur þá ekkert að fjalla um málefni opinberra starfsmanna? —Jú.frumvarpið gerir ráð fyr ir, að félagsdómur felli úr- skurði um túlkun samninga, ef ágreiningur verður, á sama hátt ag hann fjallar um slíkt málvarð andi samninga annarra stéttar- félaga. — Hafa opinberir starfs- menn í nágrannalöndum okkar samningsrétt? í Danmörku eru launakjör ríkisstarfsmanna ákveðin með launalögum, en í framkvæmd hefur þar í landi verið viður- kenndur réttur ríkisstarfs- manna til viðræðna um breyt- ingar á kaupi og kjörum t Svíþjóð og Finnlandi hafa ' tarfsmenn takmarkaðan samningsrétt, en launakjör eru endanlega ákveðin af ríkisvald- inu. f Noregi fengu ríkisstarfs- menn samningsrétt með lögum á árinu 1958. Samkvæmt þeirn Iögum hafa þeir svipaðan rétt til samninga um kaup og kjör og aðrar stéttir á hinum frjálsa vinnumarkaði. Launalög hafa þar verið afnumin og ríkisstarfs menn fengið verkfallsrétt. — Er samningsréttarfrum- varpið sniðið eftir erlendum fyrirmyndum? — Já frumvarpið er að meg inefni sniðið eftir löggjöfinni. sem um þetta gildir í Noregi — Hver hefur þróunin verið hér á landi varðandi réttindi samtaka opinberra starfs- manna? — Árið 1915 voiu sett mjög harðneskjuleg og ranglát lög. sem bönnuðu opinberum starfs- mönnum að gera verkfall Þessi lög eru enn i gildi. Það er athyglisvert, að þegar þessi lög voru sett voru fimm þingmenn því algerlega mót- fallnir að setja svo ströng lög um verkfall opinberra starfs manna og fylgdu breytingartil lögu til að milda ákvæði lag (Framhald ð 13 *1ðu > TÍMINN, fimmtudaginn 18. janúar 1962. z

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.