Tíminn - 18.01.1962, Blaðsíða 13

Tíminn - 18.01.1962, Blaðsíða 13
Framhain al 'i siðu anna. Þessir þingmenn voru þeir Bjarni Jónsson frá Vogi, Einar Jónsson, Guðmundur Björnsson, landlæknir, Hann- es Hafstein og Skúli Thorodd- sen. Breytingartillagan gekk í þá átt að gerðardómur skyldi skera úr, ef ágreiningur yrði. í umræðum lum málið sagði Bjarni Jónsson frá Vogi m. a.: „ . . . En lögin geta verið of hörð. Eg tel það ákvæði rang- látt í frumvarpinu, sem meinar verkamönnum að krefjast upp- bótar á kaupgjaldi sínu, mein- ai' þeim það, nema því aðeins, að þeir í auðmýkt snúi sér til vinnuveitanda. Það þarf ekký svona hörð lög. Það má nærri geta, að vinnuveitendur sinna engum kröfum um kauphækk- un, þegar þeir hafa svona ströng lög að baki sér“. Síðan Bandalag starfsmanna ríkis og bæja var stofnað 1942 hafa þau samtök í framkvæmd öðlazt viðurkenningu sem við- ræðuaðili um launa- ag kjara- mál opinberra starfsmanna, og raunar hefur einnig fengizt lög fest viðurkenning á samtökun- um. í launalögum, sem sett voru 1945 var ákvæði um, að við samning reglugerða samkvæmt lögunum, svo og við endurskoð un þeirra, skuli jafnan gefa Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja kost á að fylgjast með og fjalla fyrir hönd félaga sinna um ágreiningsatriði þau, sem upp kunna að koma. Sams konar ákvæði var sett í núgildandi launalög og einnig í lög frá 1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. — Hvernig hefur þetta verið framkvæmt? — Reyndin hefur orðið sú, að viðræður hafa jafnan átt sér stað á undanförnum árum milli ríkisstjórnarinnar og B. S. R. B., áður en teknar hafa verið ákvarðanir um breytingar á kaupi og kjörum ríkisstarfs- manna almennt. Hitt er svo annað mál, að op- inberir starfsmenn hafa engan veginn verið ánægðir með þær ákvarðanir, sem teknar hafa verið um kjörin, enda telja þeir sig, eins og kunnugt er, bera mjög skarðan hlut frá borði að því er varðar kaup og kjör, og það svo, að ekki sé einast starfs mönnunum til skaða, heldur stafi af þessu mikil hætta fyrir þjóðfélagið í heild, þar sem það / færist mjög í vöxt á seinni ár- um, að menn leita fremur ann- að til starfa en til ríkis og bæj- arfélaga. — Iívað um aðkar réttair- bætur, sem opinberir starfs- menn hafa fengið? — Síðan Bandal. starfsm. ríkis og bæja var stofnað fyrir tuttugu árum hafa opinbeirir starfsmenn vissulega náð fram Notið Sólskinssápu til þess að gera matarílát yðar tandurhrein að nýju. JNotið Sólskinssápu við öll hreinlætiS' verk heimilisins. I Allt harðlelklð 1 nudd er hrein- asti óþarfi. Haldið gólfum og máluðum veggjum hreinum og björt- um með Sól- skinssápu. Vid öll hreinlæiisverk er þessi sápa bezt Segið ekki sápa - heldur Sunlight-sápa Notið hina freyðandi Solskinssapu við heimilisþvottinn, góifþvott og á málaða veggi, í stuttu máli við öll þau störf, þar sem sápa og vatn koma til greina. Hin freyðandi Sólskinssápa fjarlægir þrálátustu óhreinindi á svipstundu, án nokkurs nudds. Munið að Sólskinssápan fer einnig vel með hendur yðar. ýmsum réttarbótum sér til handa, og er fjarri því að þeir vanmeti það, að komið hefur verið til móts við kröfur þeirra á ýmsum sviðum af stjórnar- valdarfna hálfu. Hins vegar er það staðreynd, að vegna þess, að þeir hafa ekki haft sama rétt og aðrar stéttir til að semja um kjör sín, eru launakjör opinberra starfs- manna nú orðin í ósamræmi við það, sem tíðkast á hinum frjálsa vinnumarkaði. Afleiðin.garnar af þessari þró- un eru orðnar alvarlegar og koma m. a. fram í því, að mjög erfitt hefur reynzt á undanförn um árum að fá lækna til að tak ast á hendur læknisþjónustu úti um land. Aðsókn að guðfræðideiid há- skólans fer síminnkandi og ár- um saman hafa mörg af presta köllum landsi'ns verið prests- laus. Mjög erfitt er að fá lærðar hjúkrunarkonur til starfa á sjúkrahúsunum, og hefur af þeim sökum legið við borð, að löka hafi orðið heilum sjúkra- deildum. Nú er verið að reisa þrjú ný, stór sjúkrahús og verð- ur eitt af vandamálunum í sam bandi við rekstur þeirra að fá hjúkrunarlið. Mikið skortir á, að nægilega margir kennarar með kennara- réttindi fáist til starfa við skóla landsins, og á þetta jafnt við um barnaskóla og fram- haldsskóla. Því má svo bæta við, að þeir, sem hafa menntun, er veitir réttindi til sérfræðistarfa í öðr- um löndum, fara fleiri og fleiri til útlanda að leita sér atvinnu, þar sem þeir eiga kost mikiu betri kjara en hér- Þannig mætti halda áfram að telja, og sýnir þetta í hvert ó- efni er hér komið. — Telur þú að samningsrétt ur til handa opinberum starfs- mönnum mundi valda breyt- ingu til bóta í þessum efnum? — Já, tvímælalaust. Ef frjáls ir samningar ættu sér stað milli samtaka opin-berra starfsmanna og ríkisvaldsins og bæjaryfir- valda um kaup og kjör, hlyti að skapast meira samræmi í launakjörunum en verið hefur og af því myndi vafalaust leiða, að hið opinbera stæðist betur samkeppni en nú í sambandi við ráðningu starfsmanna til margra þeirra starfa, sem þjóð- félagið verður að geta átt kost á úrvalsmönnum í, ef vel á að fara. — Það er þá víst óþarfi að spyrja, hvort þú sért fylgjandi samningsrétti og verkfallsrétti til handa opinberum starfs- mönnum? — Eg tel það nauðsynlegt bæði fyrir opinbera starfsmenn og ekki síður fyrir þjóðarheildina, að opinberum starfsmönnum sé veittur samningsréttur um kjaramál sín og verkfallsrétt- ur. Og ég tel, að það geti vald- ið óbætanlegu tjóni, ef ekki verður undinn bráður bugur að því að veita þeim þennan rétt. Að sjálfsögðu verður að gæta þess, að tryggð verði nauðsyn- leg öryggisþjónusta ef til vipnu stöðvunar skyldi lcoma, enda gerir samningsréttarfrumvarpið ráð fyrir því. — Viltu segja eitthvað fleira um þetta mál að lokum? — Ekkert annað en það, að stjórn Bandalags starfsmanna ríkis og bæja er einhuga um að stuðla að framgangi þessa máls, eins og hún hefur frekast tök á, og er hún að vinn-a að því að afla málinu fylgis hjá ríkis- stjórn og Alþingi. Athugasemd frá Jéni Leifs Hér á landi voru er ekki ótítt, að mönnurn haldist uppi að út- breiða ósannindi og óhróður um náunga-nn, án þess að annað sé til varnar en málsóknir og smá- vægilegar sektir. Ekki hefur undirritaður verið vanur að kippa sér upp við slíkt, en seinustu dagana hefur verið birt í nærri öllum blöðum bæj- arins um hann lygafrétt, sem ger- ist nærgöngul þeim undirstöðu- atriðum almennra mannréttinda, sem undirrituðum hefur verið falið að gæta sérstaklega. í blöðunum er sagt, að ég hafi bannað söngvara einum að syngja á þeim forsendum, að hann skorti atvinnuleyfi. Þetta er ósatt. Hvorki ég né fyrirtæki það, sem ég veiti forstöðu, hafa nein af- skipti af veitingu atvinnuleyfa. Hins vegar er óheimilt að flytja verk höfunda, nema leyfi þeirra komi til, og mér hefur verið falið að sjá um slíkar leyfisveitingar með ákveðnum skilyrðum. Leyfis- veiting höfundar felur aldrei í sér leyfi til að flytja verk þeirra í því umhverfi eða samhengi eða á þann hátt, að verkinu eða höf- undinum sé misboðið. Sæmdar- réttur höfundanna (DROIT MOR- AL) er ósnertanlegur. Sannleikurinn í framangreind- um söguburði er þessi: Stjórn franska félagsins „Alli- ance francaise“ fór þess á leit við mig að sjá um tónlistardagskrá fé- lagsins á skemmtikvöldi þess í Leikhúskjallaranum Með ánægju varð ég við tilmælum þessum,- hélt ræðu til að hylla Frakkland og franska menningu og sérstaklega tónskáldið Debussy, en að ræð- unni lokinni léku þeir Björn Ól- afsson og Árm Kristjánsson sein- asta verk tónskáldsins. Svo hóf- ust skemmtiatriði og dans, og fór allt vel fram, unz óviðkomandi maður sté upp á pallinn og tók að öskra með hljómsveitinni á villimannlegasta hátt. svo að ýms- ir nærstaddir, þ.á.m. háttsettir Frakkar, héldu fyrir eyru sér. Fór ég þá til „söngvarans" og sagði: „Þér hafið, ekki leyfi til að syngja SVONA!”#Hætti hann þá „söngnum11 og voru menn þakk látir fyrir. Vel má vera, að maður þessi geti verið sæmilegur söngvari und- ir öðrum kringumstæðum, en í þessu tilfelli voru óhljóð hans móðgun við umhverfið og al- menna tónmennt. Reykjavík, 11. janúar 1961 Jón Leifs. SKIPAÚTGERÐ RÍKISINS M.s. Esja vestur um land í hringferð j hinn 21 þ.m. Vörumóttaka j í dag til Patreksfjarðar, Bíldudals, Þingeyrar. Flat- eyrar, Súgandafjarðar, ísa- ; fjarðar. Siglufjarðar, Dal- víkur, Akureyrar. Húsavtk- ur, Kópaskers. Raufarhafn- ar og Þórshafnar. Farseðlar seldir á föstudag. I TÍ'MINN, fimmtudaginn 18. janúar 1962. 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.