Tíminn - 21.01.1962, Page 9

Tíminn - 21.01.1962, Page 9
......... ..gF'.--—— £//m Við stigabrún í Þjóðminja- safninu hangir konumynd í skrautlegum ramma og mái- aðar skreytingaj í horn mynd arinnar umhverfis mynd kon- unnar. Ekki er sjálf andlits- myndin dráttmikil né eðlileg, gráhvít undir hvítum höfuð- búnaði og svartur hattur þar ofan á. Þessi mynd er sögð vera eftir séra Jón Guðmunds son á Felli í Sléttuhlíð, máluð á skinn, og er af Hólmfríði Sigurðardóttur í Vatnsfirði. I þætti Jóns Olafssonar frá Grunnavík, „um þá lærðu Vída- lína“, er smásaga af Hólmfríði: „Það var sni, sem lét færa sér utan gylltan lit til hárs síns, að sagt er. Og einhverja vinnukonu þvo sér, ef hún tók á nokkru óhreinu, og sú, er sagði: Mun ég þá verða að segja: æ? þá hún fann sig fyrst þungaða. Af þessu fólki er nefnd Vatnsfjarðardramb- semin“. Ekki er ólíklegt, að þessi smá- saga sé sönn að einhverju leyti, því að Jón Ólafsson var í fóstri hjá Páli lögmanni Vídalín, sem kvæntur var Þorbjörgu sonardótt- ur Hólmfríðar. Fleirum fer líklega eins og mér, að þeim komi dálítið á óvart, að kona, sem fædd er árið 1617 og andast 1692, sé svo tilhaldssöm, að liún láti senda sér gullslit á hár sítt, vinnukonu þvo af sér hvern óhreinindablett og kvíði því einu í sambandi við fyrstu barnsfæð- ingu, að hún muni þá neyðast til þess að hljóða. Hver er hennar uppruni og umhverfi? Ekki þarf lengi að fletta bókum, sem fjalla um aldarhátt og ættfræði til að sannfærast um, hve víða hún og hennar ættmenn, bæði forfeður og afkomendur, koma við sögu. Til gamans skulu hér tilfærð fáein atriði varðandi þetta fplk, sem þjóðminjavörður segir, að sér þyki ákaflega vænt um, því að frá því og þess ættum séu runnir svo margir gripir, sem í safninu geym ast. Hólmfríður er dóttir Sigurðar yngra Oddssonar biskups Einars- sonar og er einkabarn hans og Þórunnar ríku Jónsdóttur Vigfús- sonar frá Galtalæk. Hjónaband Sigurðar og Þórunnar varð stutt, 2—3 ár. Hann drukknaði í Ölfusá 1617, er hann fór til móts við konu sína, sem var í berjaferð á Hest- fjalli. Um foreldra þeirra hjóna eru þær sagnir, að Jóns Vigfússon ar hafi lítt verið saknað af alþýðu, þá hann iézt, en um Odd biskup og Helgu, konu hans, að koma myndi aftur hans líki i Skálholt, en seint eða aldrei hennar jafn- ingi, enda kölluð nafnfræg höfð- ingskvinna að röksemd, örlæti, góð gerðum, samt öðrum kvendyggð- um. Þórunn Jónsdóttir hefur fráleitt komið snauð úr föðurgarði, en viðurnefnið „ríka“ fékk hún víst, eftir að hún erfði tvær systur sín- ar, sem báðar dóu barnlausar, en þær voru Helga, fyrri kona Árna lögmanns Oddssonar og Hólmfríð- ur, fyrri kona séra Sigurðar eldra Oddssonar (biskups). Þórunn gift- ist aftur og átti þá Magnús sýslu- mann Arason, bróður Jóns, tengda sonar síns. Hinn 4. september 1636 ganga þau í hjónaband Hólmfríður Sig- urðardóttir og séra Jón Arason Magnússonar í Ögri. Jón hafði verið skólameistari í fjögur ár, en gerðist prestur í Vatnsfirði sama Þt.ít3 er myndin af Hólmfríði Siguröardóttur í Þjóðminjasafninu. SIGRfÐUR THORLACIUS: orðlagt, að frakt þessa skips hefði verið estimeruð fyrir 43 tunnur gulls, nær það sigldi frá Austur- indíen. Þar var idel ldukkukopar fyrir barlest en góssið var allra handa raritet: Silki, skarlat, pell, lérept, etc., ýmislegir dýrmætir eðalsteinar og carbunculi, desmer- kettir og alls kyns þesskonar dýr- mætt góss, af hveriu upprak smám saman í reitingum, og var þetta góss, sem upp rak, flutt til Bessa- staða eptir commandantsins skip- un, hver sýslumaður frá sér til ann ars“. Sigling kom seint þetta árið og ekki auðvelt að afla veizlufanga, því að getið er um hjónavígslu ,,ut- an öls og engum utansveitarmönn- um tilboðið, hvað þá þótti nýtt hér í landi“ Þeim Hólmfríði og séra Jóni fæddust 12 börn. en upp komust þessi: 1. Magnús í Vigur, hafði viður- nefnið digri. Hann var skólageng- inn, en gerðist bóndi, var fræði- maður og hagmæltur og lét skrifa upp ýmsan fróðleik. Stirðlyndur þótti hann og sama var sagt um fyrri konu hans, Ástriði, enda skildu þau með dómi. Þeirra dæt- ur voru Þorbjörg, kona Páls Vída- lin, og Kristín. kona Mála-Snæ- bjarnar. 2. Helga, átti fyrst Teit Skál- holtsráðsmann Torfason. sem drukknaði í skurði skammt frá Skálholti, en síðar séra Þorstein í Laufási. þessu fólki er nefnd Vatnsfjarðardrambsemin" ár og hann kvæntist. Við gifting- una voru honum talin til eigna fimm hundruð hundraða og henni íþrjú hundruð hundraða, svo að ! ekki hefur verið byrjað með nein- um kotungsbrag. En hvernig er þá aldarhátturinn á þessum tima? Ári áður en Hólmfríður fæðist, verða hin illræmdu Spánverjavíg á Vestfjörðum, sem Pétur lögréttu maður Einarsson á Ballará skráir um í annál sinn: „En með hverju móti þeir voru drepnir (sem aum- lega var að farið), vil ég ekki vita eftir mig annálað liggi“. Þegar Hólmfrlður er tíu ára, verður Tyrkjaránið. Sé blaðað í annálum þessa tíma, svo sem Vestfjarða- annálum, sem skráðir eru af þeim feðgum séra Jóni Arasyni og Guð- brandi, sym hans, eða Annálsgrein um frá Holti, sem séra Sigurður, sonur Jóns, skráði, sést, að mörg skuggaleg tíðindi gerast á þessum árum. Harðindi, landfarsóttir og galdraofsóknir geisa. Skipakomur bregðast og varningsskip brotna við landið. Árin 1635 og 6 er skráð: Bólan gekk . . . Gekk samt bólan. Næstum árlega er getið um aftök- ur karla og kvenna, sem gerzt hafa sek um blóðskömm og önnur skír- lífisbrot. 1653 er skráð: Ásókn djöfulleg á nokkrum persónum í Trékyllisvik norður og árið eftir: Brenndir þrír galdramenn í Strandasýslu við Trékyllisvík. Samt kyrrist ekki um í Trékyll- isvík. 1656 eru „galdramál í Borg arfirði og undir Jökli, item í Strandasýslu í Trékyllisvík af þeim ókyrleika, er þar geisar. Voru brenndir 2 galdramenn í Skutulsfirð’*’ . . . og þannig geng- ur þetta hvað eftir annað. Einkum verður fólk fyrir galdraásókn að vetrarlagi, með vorinu léttir henni alloft fyrir Guðs hjálp. Við segjum Nokkrir drættir úr sögu Hólm- fríðar Sigurðardóttur frá Vatnsfirði líklega: Með , hækkandi sól og bættu mataræði. Fleira er þó fréttnæmt. 1617 er útfluttur viður til Bessastaða- kirkju og hún byggð með engum bitum“, hvað byljavindur íslenzkur vel sá“, því að árið 1619 „hrapaði sú bitalausa Bessastaðakirkja í vindi“. Ekkert er verið að fárast um galdrabrennur og aðrar aftökur, en 1622 er „mál dæmt til alþingis úr Árnessýslu um mann einn, Magnús Erlendsson, sem barið hafði kvennsnipt með skammorfi | f leyndarstað hennar líkama, hon- um dæmdist refsing til 13 marka, en stúlkan skyldi hafa 4 hndr. í þann tíð sögðust elztu menn ei hevrt hafa verra mál“. Þegar Hólmfríður Sigurðardótt- ir hefur búið í Vatnsfirði um þrjá tíu ár, v^rður enn einn skiptapinn, sem vert þykir að geta alj ræki- lega, árið 1667. „Steytti hér við landið fyrir austan eitt mikið og stóit aust- indianskt skip, út gert frá Hol- landi, nær það skyldi heim aptur sigla, það hafði í burtu verið 7 ár, en sökum stríðsins Engelskra og Hollenzkra í milli tók það þennan kers, unz það týndist við Sólheima sand austur; komst fólkið á land mestan part en kropnaði þó fj.öldi af því, á land kom, sökum þess það var silki klætt einasta, þó að lyktum komust vel 50 til byggða, en 2V2 hundrað manns hafði þar á verið með það fyrsta. Komu þess ir sér í skip með Dönskum um haustið, en þeir af gengu og ei fengu far, skiptust manna meðal og höfðu hér vetursetu. Það var 3. Ragnheiður eldri, átti Torfa sýslumann Jónsson. 4. Séra Guðbrandur, tók við kalli eftir föður sinn, var mikill gáfu- og fræðimaður, kvæntur Elínu Hákonardóttur frá Bræðra- tungu. 5. Séra Sigurður í Holti í Önund arfirði, var mikilhæfur maður og vel að sér og kom til tals, að hann tæki við biskupsdómi eftir Jón Vigfússon. Kona hans var Helga, dóttir séra Páls í Selárdal, en allir kannast við galdramálin, sem um það heimili spunnust. Voru tveir menn brenndir í sambandi við það mál, annar fyrir norðan og þótti sá enn harðsvíraðri, því að sagt var vestur, að hann hefði skrafað í bálinu nokkra stund. Eitthvað þótti Helga taugaveikluð og óstillt, sem varla er að undra. Er sagt, að hún hafi verið óstjórnlega eyðslu- söm og drykkfelld, svo að eitt sinn er hún seldi jörð, spurði Sigurður, sonur hennar, vitnin, hvort móðir sin hefði verið ódrukkin, en þau svöruðu, að þau héldu, að hún hefði verið „kennd af brennivíni, en ei skert á rænu“. 6. Ragnheiður yngri giftist ein íslenzkra kvenna tveimur biskup- um. Varð hún fyrst 3. kona Gísla biskups Þorlákssonar, en síðari kona Einars biskups Þorsteinsson- ar. Það hjónaband varaði þó ekki nema tæpan mánuð, þá dó biskup og flutti Ragnheiður aftur á eignar jörð sína Gröf. 7. Oddur digri, sem bjó um tíma að Keldum, var um sinn ráðsmað- ur á Hólum og klausturhaldari á Reynjstað. Hann dó að Gröf hjá Ragnheiði, systur sinni. Hann var svo feitur, að hestar báru hann illa, nema 2 eða 3 bæjarleiðir í senn. Dóttursonur hans var Gísli biskup Magnússon. 8. Anna digra átti séra Ólaf Þor varðsson á Breiðabólsstað í Vestur hópi. Hún varð að hafa stiga eða tröppu til að stíga á bak hesti, því að enginn treystist til að lyfta henni í söðulinn og fáir hestar gátu borið hana til lengdar. 9. Yngslur barnanna var Ari, sem bjó á Sökku í Svarfaðardal. Hann var sá eini af bræðrunum, sem ekki var skólagenginn. Er sagt, að hann hafi dáið af vosi og kulda árið 1698. Kona hans var Krístrún Þor'teinsdóttir prófasts á Völlum. Einn afkomandi þeirra var Albert Thorvaldsen mynd- höggvari. Séra Jón Arason andaðist 1673, og flutti Hólmfríður ári síðar norð ur að Hólum til Ragnheiðar, dótt- ur sinnar, og hafði með sér yngstu börnin. Ara og Önnu. Eftir að Gísli b'skun andaðist. fór hún að Sökku til Ara og var þar þriú ár, en það- an að Lauíási til Helsu dóttur sinnar og andaðist þar 1692. Séra Sigurður sonur hennar skráir and- lát hennar í annálsgreinar sínar svofelldum orðum: ..Þann 25. april- is. sem var máiindagur næstur eft ir kong Májestets bænadag, sálað- ist s'ætlega i drottni göfug matróna Hólmfríður Sigurðardóttir. norður '1 Laufási'. Allan sóma hafa börn Hólmfríð ar viljað sýna minningu móður sinnar. Laufáshjón hafa látið gera gf henni myndina, sem nú er í Þjóðminjasafninu og hengt hana í Laufáskirkju, ásamt mynd af þeim sjálfum, sem sami maður hefur gert og nú er í safninu. Þar geym ast líka dúkar tveir frá börnum hennar. Á altarisdúk er þetta saum að: „Þennan altarisdúk gefur Ari Jónsson kirkjunni að Laufási fyrir legstað sinnar blessuðu móður Hólmfríðar Sigurðardóttur sællar minningar 1694“. Og altarisklæði, sem í er saumað: „Þetta altaris- klæði gefur Ragnheiður Jónsdóttir kirkjunni að Laufási fyrir legstað sinnar sælu hjartans móður Hólm- fríðar Sigurðardóttur 1694“. Miklar ættir eru komnar af Hólmfríði og séra Jóni. Meðal af- komenda Magnúsar sonar þeirra er Jón- Sigurðsson. Sagt er, að skólasveinar hafi ver ið fegnir að losna við séra Jón vegna drambsemi hans og að hann hafi þótt drembilátur, er hann var sjálfur s'kólasveinn. Hin síðustu æviár sín var séra Jón mjög heilsu bilaður og varð hann þá „guð- hræddur og auðmjúkur". Ekki þótti séra Jón mikill bú- maður, enda snemma heilsuveill og segir Hannes Þorsteinsson í for mála fyrir Vatnsfjarðarannál, að bústjórnin hafi að mestu komið á Hólmfríði, sem hafi verið dugnað- arkona, en þótt drembilát og hé- gómagjörn. Hver veit, nema það eftirmæli byggist að verulegu leyti á sögunni, sem Jón Ólafsson segjr af henni? Hver er aldarandinn, þegar hin gullinhærða prófastsfrú stjórnar búi í Vatnsfirði, meðan maður hennar situr við skriftir, þýðingar og skáldskap eða segir fyrir um annálaritun? Þetta er grimm öld. Harðæri, landfarsóttir og hungur eltir lands menn hvert spor. Úr hverjum skugga leggur beyg af galdri, hvergi voru menn óhultir fyrir ásókn djöfla og sendinga, ekki einu sinni 1 sjálfum kirkjunum, a. m. k. segir í Ballarárannál árið 1653: „Það haust kom ókyrrleiki og plága af vondum anda eður draugi í Trékyllisvík, með því móti, að mest á einum degi og mest í kirkjunni, þá prédikað var, vissu menn ei betur, en hann hlypi ofan í kverkar á fólki, svo það fékk mikla ropa og síðan ofurfylli, en þá það létti af, fann það á sér Framhald á 15. síðu TÍMINN, sunnudaginn 21. janúar 1962

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.