Tíminn - 21.01.1962, Síða 14

Tíminn - 21.01.1962, Síða 14
GENGIN SPOR GEYMAST £ góður maður. Þreyttur og ekki sérstaklega hamingju- samur, en áreiðanlega góður. Georg gretti sig með sjálfum sér yfir ölum þesum fífl- um, sem þarna voru viðstödd og virtust ekki sjá þetta. Þegar gengið skyldi til borðs, kom Joyce til þeirra o'g brosti hálf óttaslegin við manni sínum. blái liturinn í hug. Hugsunin hélt fyrir honum vöku drjúga stund. Hugmyndin var kann- ske brjálæðisleg, en hann sá ekki betur en hún væri rétt. Espa mann sinn til að verða sér til skammar á almanna- færi með því að segja réttu oröin, þegar þau hjón voru ein. Smyrja augnskuggum á hálsinn á sér, vera pínulítið — Við eigum að koma að borða, Harry. Ætlarðu ekki að koma? Hún lagði hönd sína hræðslulega undir arm hans og sagði: — Þú hlýtur að hafa ein- hverja matarlyst núna, er það ekki? — Auðvitað! hreytti Harry út úr sér. — Hr. Healey kem- ur með. Hann furðar sig sjálf sagt á þessu. En svoleiðis var, ag ég var ekki. beinlínis svang ur við hádegisverðinn, og það finnst konunni minni aldeilis óskaplegt. Joyce brosti sæl. — Get ég kannske gert að því, þótt ég hafi svona miklar áhyggjur af elsku litla mann- inum mínum? sagði hún. — En fyrst þú hefur nú fyrir- gefið mér þetta asnalega rifr- ildi, sem seinkaöi okkur, finn ég, að ég er líka svöng. Hún tók undir arma þeirra og leiddi þá inn í borðstof- una. Georg var á verði fyrir þessum meinleysislegu at- hugasemdum hennar. „Þetta asnalega rifrildi“ var í sjálfu sér saklaust, en ef það væri tengt við bláu blettina á háls inum, gætu ýmsir fengið feit an fisk á krókinn. Og þá yrði það ekki lengur saklaust. Ge- org reyndi svo að lítið bar á, að athuga, hvort hann sæi eitthvað á hálsinum undir festinni, en hann sá ekkert. Honum datt sem snöggvast í hug, að hún hefði makað á si-g bláum lit, en skammaðist sín og vísaði hugmyndinni á bug í bili. Það var orðið kalt í her- berginu, og Georg dró sæng- ina alveg upp að höku. Hann sofnaði og dreymdi að hann væri að elta unga, hlæjandi konu, sem hljóp á undan hon um og ljósblár skuggi í hvít-, um snjó. Hann var fullur af gögugum ásetningi, en tíminn virtist fljúga frá honum. Það var ekk fyrr en um miðjan febrú ar, sem hann gat snúið sér aftur að málinu. Hann tók fram greinina, sem hann hafði gefið sér tíma til að skrifa, þrátt fyrir mikið ann- ríki —■ efnið var of gott til þes að láta það lenda í papp- írskörfunni — og síðan gekk hann inn til Martin Grahams með lista yfir efni af sömu tegund í greinarflokk. — Þetta er góð hugmynd, sagði Graham. — Æviágrip merkra kaupsýslumanna, sem hafa komizt til auðs og valda af sjálfsdáðun. Hvar náðuð þér í þennan Thomas Bern- hart? — í Ohio um jólin. Hann langaði til að létta á hjarta sínu og segja Martin Graham frá öllu en vogaði sér ekki, þar sem þeir voru ekki einir á skrifstofunni. — Eg legg þetta fyrir næsta ritstjórnarfund.. Eitthvað ann að? — Hernaðarleyndarmálið, sagði Georg. — Hernaöarleyndarmálið? j endurtók Graham. — Nú, já,. eruð þér ekki búnir að ganga j frá því enn? — Langt kominn, en ég verð að fara til Minneapolis í nokkra daga. Eg legg af stað á morgun. Graham teygði sig eftir minnisbók. — Eg skal kippa þessu í lag fyrir yður. Þér getið tekið út það sem þér þurfið hjá gjald- keranum, og einkaritari minn sér um farmiðann. Þurfa nokkrir aðrir að vita, hvert för yðar er heitið eða hvaö? feimin og óttaslegin og koma með sakleysislegar setningar, sem gátu þó virzt tvíræðar, ef út í það var farið — og inn- an skamms myndu allir ljúka upp einum munni og segja: Þorpari! Og ef einhver kæmist aö því, að þetta hefði aðeins ver ið farði, þá var ekkert auð- veldara en segja: — Ó, ég er alltaf svo klaufsk. Þú ætlar þó ekk að segja, að Hannah De- brett hafi haldið, að þetta væri eftir Harry! Almáttugur, þetta verð ég aö segja Harry. Hvort honum verður ekki skemmt! Georg lá í myrkrinu og braut heilann um, að hverju hún stefndi með framkomu sinni. Skilnaður? Nei, hún gat fengið skilnað hvenær sem væri án þess. Kanske yfirlýs- ing læknis um, að Harry væri veill á geðsmunum? Orðið MORÐ stakk upp kollinum í huga hans og hann vissi fullvel, aö það var þarna komið fyrir áhrif Tims Bern- harts, En samt gat hann ekki vísað því frá sér. Þegar allt kom til alls, voru ýmsar leið- ir til að myrða. Ein var sú að æsa hann hvað eftir annað heiftarlega. Auk þess hafði hver löglega gift kona vissan rétt til fjármuna eiginmanns ins. — Iielzt ekki, því að ég vildi gjarnan ferðast undir dul- nefni. Konan, sem ég þarf að hafa upp á, þekkir kannske enn fólkið, sem ég ætla að hitta að máli. — Laukrétt hjá yður. Um að gera að vera varkár sagði Graham og brosti út í annað munnvikið. — Mér heyrist þér kunna lagið á því. Jæja, en ég óska yður ánægjulegrar ferðar. Georg taldi litlar líkur fyrir, að ferðin yrði sérlega ánægju leg. Áhugi hans hafði að nokkru dofnað á málinu, svo og sú tilfinning, er hann hafði fundið til í leikhúsinu, að eitt hvað væri að verða um sein- an. Hann taldi það fyrst og fremst formsatriði að ræða við þetta fólk í Minneapolis, og hann hlakkaði engan veg- inn til. Auk þess veitti það honum takmarkaða gleði að koma fram undir fölsku flaggi, sem Mark Daugherty, auglýsinga- stjóri fyrir eitt að hinum stærri kvikmyndafélögum. Von hans var þó sú, að eng- inn myndi draga þá staðhæf- ingu í efa. Livonia-Verzlunarfélagið var geysimikið og stórt fyrirtæki og var til húsa í byggingu, þar sem skrifstofur voru á mörg- um hæðum. Miles Martzell hafði griðar- stóra skrifstofu og Georg áleit hann einhvern fallegasta karl mann, sem hann hafði fyrir hitt — hávaxinn og spengi- legur, ljós yfirlitum, hárið Klukkan var orðin tvö eftir miönætti, þegar hann kom heim í íbúð sína og þrjú var hún orðin, þegar hann hafði lokið við að berja saman bréf til Kate Douglas: „Harry virðist við góða heilsu, þó gæti ég trúað, að hann hefði of háan blóðþrýst. ing. Honum þótti mjög vænt nm að frétta af yður, og það er enginn vafi, að hann hugs- ar oft til yðar.“ Meira þorði hann ekki að skrifa. Hann hafði einu sinni starf að um hríð með flokki áhuga- leikara á námsárum sínum, og það var ef til vill þess vegna, sem hcnum datt aftur BINGÓ I LlDÓ í kvöld kl. 8.30. VIMNINGAR: Frigaidaire ísskápur — 12 manna matarstell — 12 manna kaffistell — 12 manna krystal ávaxtasett -— Loftljós og standlampi — 5 stálbakkar og skálar —Innskotsborð — 12 bakkar og baðvog — Standlampi og skinn — Myndavél. Stjórnandi: Svavar Gests. — Dansað til kl. \ — Hljómsveit Svavars Gests. Söngvarar Helena Eyjólfsdóttir og Ragnar Bjarnason. — Aðgangur ókeypis. FRAMSÓKNARFÉLÖGIN í REYKJAVÍK. 14 TÍMINN, sunnudagmn 2J. janúar 1962

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.