Tíminn - 11.02.1962, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason. Frétta-
ritstjóri: Indriði G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas
Karlsson Auglýsingastjóri: EgiirBjarnason. Ritstjórnarrskrifstof-
ur í Edduhúsinu, afgreiðsla. auglýsingar og aðrar skrifstofur
Bankastræti 7 Símar: 18300 — 18305 Auglýsingasími 19523 —
Afgreiðslusími 12323 — Prentsmiðjan Ekida h.f. —
Askriftargjald kr 55 á mán innan lands I lausasölu kr. 3 eint.
Dýru verði keypt
Ríkisstjórnin ætlar að rifna af monti út af því að gjald-
eyrisstaða bankanna batnaði nokkuð á síðast liðnu ári.
Því fer auðvitað alls fjarri að breytingar á gjaldeyris-
stöðu bankanna sýni afkomu þjóðarinnar. Ekki fremur
en pyngjan ein afkomu einstaklingsins. Þar koma til lán-
tökur, eignaaukning og mýmargt fleira.
Það er því til minnkunnar hvernig ríkisstjórnin og
stjórnarblöðin ræða um gjaldeyrisstöðu bankanna.
Gjaldeyrisstaða bankanna batnaði fyrst og fremst
vegna metafla úr sjónum, sem hægt var að selja jafn-
óðum, enda minnast stjórnarblöðin nú aldrei á aflabrögð-
in 1961, þótt þau væru óþreytandi að básúna aflabrest
1960.
Á hinn bóginn er það alveg víst, að færri gjaldeyris-
krónur komu inn vegna „viðreisnarinnar" en ella hefði
verið — því að hún hefur dregið mikið úr framleiðslu
þjóðarinnar.
Jafnframt hefur „viðreisnin" minnkað innflutninginn
og það ef til vill átt þátt í að einhverjar gjaldeyriskrónur
stöðvuðust í bili á reikningum bankanna. En sé svo eru
þær áramótainneignir dýru verði keyptar.
Því hvað er „viðreisnin“ sem þannig hefur „heppn-
ast“:
1. Að magna dýrtíðina en halda kaupi og afurðaverði
niðri — til þess að slá niður kaupgetuna. (Með gengis-
lækkunum, sölusköttum, tollum o. s. frv.
2. Að hækka kostnaðinn við íbúðabyggingar, báta-
kaup, vélakaup, ræktun og alla fjárfestingu — en draga
úr lánveitingum (frysta spariféð) og hækka vexti.
Með þessu er búið að skapa þann gífurlega vanda, að
almenningur getur alls ekki lifað af tekjum fyrir venju-
legan vinnudag og uppbyggingin í landinu lömuð, nema
hjá þeim, sem eru nógu ríkir. Búið er að breyta viðhorf-
inu til óhags fyrir almenning frá því sem var 1958.
Og nú er fram undan að glíma við þennan vanda.
Þetta er dýru verði keypt.
Stjórnarskrárbrot ?
í umræðum á Alþingi í vikunni færði Ólafur Jóhann-
esson sterk rök fyrir því að upptaka ríkissjóðs á verð-
bækkun á útflutningsbirgðum vegna gengislækkunarinn-
ar væri brot á stjórnarskránni. Löggjafinn hefur um tvær
leiðir að velja til skerðingar á eignum manna, þ. e. eignar-
nám og skattar. Þegar eignarnám er gert eiga eignar-
námsþolar rétt á bótum. Upptaka gengishagnaðarins get-
ur ekki verið eignarnám að lögum, því að þeir, sem fyrir
þessari eignarupptöku verða eiga engar bætur að fá.
Skattar skulu samkvæmt lögum lagðir á eftir efnum og
ástæðum gjaldenda. Upptaka verðhækkunarinnar er gerð
algerlega án tillits til efna og tekna eigenda útflutnings-
birgða og því getur ekki verið um löglegan skatt að
■ræða og benti Óafur Jóhannesson glögglega á, að þessi
eignarupptaka kæmi einmitt mjög óréttlátlega niður,
þannig að í vissum tilfellum eru fúlgur teknar af eigna-
lausum manni, sem er að berjast með atvinnurekstur, og
færðar yfir til annars manns, sem er svo ríkur að eignum,
að í almannarómi hefur hann fengið viðurnefnið „hinn
ríki“, þótt hann láti ríkisábyrgðarlán standa í óskilum og
falla á ríkið, en Gunnar Thoroddsen segir að gengishagn-
aðurinn eigi að renna til greiðslu á ríkisábyrgðartöpum
ríkissjóðs. — Þannig virðist allt benda til þess, að eigna-
upptaka verðhækkunarinnar sé stjórnlagabrot.
En það er ekki einungis lagarök, sem skortir, heldur
verða engin réttlætisrök fundin fyrir þessari eignarupp-
töku eins og hún er framkvæmd.
Jarðarbúar fá svo að segja alla
fæðu sína af svæði, sem nær yf
ir fjórðung hnattarins. Áhugi vís
indamanna á að nýta hina þrjá
fjórðu hluta jarðarinnar til mat-
vælaframleiðslu fer þó sívaxandi.
Þeir telja líklegt, að mikið af því
eggjahvítuefni, sem þarf til að
fæða mannkynið í framtíðinni,
megi sækja í hin víðáttumiklu
höf.
Vísindamenn hafa ástæðu til
að vera bjartsýnir í þessum efn
um. Athuganir hafa leitt í ljós,
að það er ekki aöeins meiri fisk
ur í höfunum en flesta grunar,
heldur má og rækta fisk í vernd
uðum svæðum í sjó og vötnum
á skemmri tíma og í meira magni
miðað við hektara en annars
staðar, þar sem þeir eru sjálf-
aldir.
Fyrir mörgum árum gerðu vis
indamenn við haffræðistofnun-
ina Woods Hole í norðvestur-
hluta Bandaríkjanna athuganir
á lífi i sjónum neðan við það dýpi
þar sem fiskur er yfirleitt veidd
ur. Athuganir þeirra sýndu, að
hægt væri að auka heildarfisk
afla jarðarbúa verulega á grund
velli þess, að gerðar væru reglu-
lega mælingar á þessu dýpi, en
samkvæmt skýrslum Matvæla-
og landbúnaðarstofnunar S. Þ.
var hann 30 milljónir árið 1957.
Gerðar hafa verið tilraunir til
að hraða vexti fiska með því að
bént'úBiirS'í 'ýötn og sjó og örva
þáiinig jurtagróðurinn. Við Skot
landsströnd voru t. d. byggðar
stíflur á löngu og mjóu svæði,
svo að ekki gætti þar flóðs né
fjöru. Síðan var áburðurinn bor
inn í sjóinn á um það bil 7 hekt
ara svæði. Fyrsta áratuginn var'
blanda af sodiumnitradi og sup
erfosfati borin í sjóinn tíu sinn
um og annað og þriðja árið var
borinn áburöur að auki.
Áhrifin komu fljótt í ljós. Þör
ungar döfnuðu vel og á þeim
lifðu ormar, litlir krabbar og önn
ur smádýr, sem flatfiskar átu
með góðri lyst, Þar eð fiskarnir
fengu miklu meiri næringu en
ella, uxu þeir hraðar og urðu hæf
markaðsvara á tveimur árum, en
það tekur 6 ár, þegar þeir þurfa
að leita sér fæðu, þar sem ekki
er eins mikiö um hana.
Þessi tilraun vakti athygli um
allan heim, og bandarískir vís-
indamenn hófu ráðageröir um
ræktun fiska til manneldis í
nokkrum fíóum undan strönd
Mainefylkis. Hins vegar hefur
verð á áburði og vinnu valdið því
að áætlunin hefur hingað til ver
ið talin of kostnaðarsöm, en með
vaxandi fiskneyzlu og notkun
fiskimjöls ætti fiskrækt í sjó aö
vera framkvæmanleg ekki síður
en fiskrækt í fersku vatni.
Af þeim fisktegundum, sem
sóttar eru í höfin til manneldis,
er síldin og skyldar tegundir, eins
og sardínur og ansjósur þýðingar
mestar, enda eru þær fjórðung
ur heildarfiskaflans í heiminum.
Dænii eru þess, að ársaflinn hafi
verið tíu þúsund milljón síldir,
þ.e.a.s. um þrjár síldir á hvern
íbúa jaröarinnar, þó virðist ekk
ert ganga á síldarmagnið í sjón
um. Síldartorfurnar eru víða risa
vaxnar. Einhverju sinni tilkynnti
skip um síldartorfu, sem var 6
kílómetrar að lengd og um þrír
kílómetrar að breidd og svo þétt
að helzt líktist samfelldri hellu.
. Af þeim sextán þúsund fisk-
tegundum, sem vitað er að lifa
i sjónum, eru aöeins um 200 not
aöar til manneldis, og aðeins fá
ar af þessum 200 svo nokkru
nemi. Þessar fisktegundir eru
m. a. síld, eins og áður getur, en
auk þess þorskur og skyldar teg
undir, (ýsa, kolmúli), makríll,
lax, túnfiskur, flatfiskur síðustu
árin og loks aborri, sem líka er
kallaður rauðfiskur. Þessi síðast
nefnda fisktegund er Ijósrauð í
sárið og vegur um 300 grömm.
Til skamms tíma var honum yfir
leitt fieygt, þar til einhverjum
datt í hug að bragða á honum
og fannst hann bragðgóður. Nú
er sala á aborra um 90 smálestir
á ári.
Sérfræðingar starfa nú á veg
um Bandaríkjastjórnar að þvi að
finna fleiri fisktegundir, sem
nýta má til manneldis. Þegar
þeir hafa fundið eitthvað nýtt,
gefa þeir fiskframleiðendum leið
beiningar um, hvernig búa eigi
vöruna á markað og stundum
gangast þeir fyrir könnunum á
vegum neytendasamtaka um vin
sældir hennar.
í Bandaríkjunum er ársafli á
nytjafiski úr sjó og vötnum
kringum 1.500.000 smálestir, þar
með talinn skelfiskur. Meðal
neyzla á hvern íbúa í landinu
er 4.5 kíló, að frátöldum úr-
gangi. Vatnafiskurinn kemur að
nokkru leyti úr stórám landsins
en éinnig úr tjörnum, þar sem
fiskrækt er stunduð. Fiskrækt er
nefnilega orðinri stór þáttur í
landbúnaði í Bandaríkjunum og
víðar. Oft er hún stunduð í sam
bandi við hrísgrjónarækt. í Ala
bama í suðurhluta Bandaríkj-
anna hafa t.d. 250 hrísgrjóna
bændur stofnað samvinnufélag,
sem rekur fiskrækt á rúmum 20
þús. hektara stórum landsvæð-
um, er vatni hefur verið veitt á.
Reynsla þeirra er sú, að land,
sem fiskar hafa verið ræktaðir
á, gefur af sér allt að helmingi
meira af hrísgrjónum en áður.
,Sem dæmi um þetta má nefna
tilraunir bónda nokkurs í Arkan
sas í suð-austanverðum Banda
ríkjunum. Hann veitti vatni yfir
hrísgrjónaekrur sínar og ræktaði
þar á tveimur árum að meðal-
tali 560 kíló af fiski á hektara.
Þessar ekrur höfðu áður gefið af
sér 49 hektólítra af hrísgrjón-
um á hektara, og var þá notaður
áburður. Eftir að fiskur hafði
verið ræktaöur á þeim í tvö ár,
gáfu þær af sér 87 hektólítra á
hektara, án áburðar.
Fiskrækt bætir ræktarlandið á
margan hátt. í fyrsta lagi skilja
fiskarnir eftir köfnunarefni og
önnur lífræn efni í jarðvegium.
Enn fremur depst allt illgresi,
því að akrarnir eru undir vatni
í tvö ár samfleytt. Þetta er stórt
atriöi, því að illgresið er versti
óvinur hrísgrjónabóndans, og til
þess að eyða því, verður hann að
láta akrana standa ónotaða í 1
til 2 ár, þegar hann hefur ræktað
hrísgrjón í nokkur ár.
Margir sérfræðingar telja, að
fiskrækt muni breiðast út og
verða stunduð ekki einungis á
hrísgrjónaekrunum, heldur einn
ig á baðmullar- og sojabaunaökr-
um, og alls staðar þar sem auð
velt er að kóma því við að veita
vatni yfir akrana. Fisktegundir
þær, sem mest eru ræktaðar á
þennan hátt, eru vatnakarfi,
buffalofiskur, steinbítur og ab
orri.
Bandaríkjastjórn hefur gert á
ætlun um ræktun jarðvegs og
vatna og hefur hún orðið til þess
að auka mjög áhuga manna á
fiskveiðum, jafnt til skemmtun
ar sem lífsviðurværis. Víða taka
bændur þátt í umræddri áætlun
og greiðir stjórnin þá helming
kostnaðar við byggingu fiskrækt
artjarna, og gefur auk þess fisk
seiði og lætur í té leiðbeiningar
sérfræðinga um, hvernig bezt sé
að ala þau upp, þar til þau hafa
náð hæfilegri stærö.
Aðaltilgangur áætlunarinnar
er að koma í veg fyrir spillingu
jarðvegsins og safna jafnframt
vatni til drykkjar fyrir búfé og
til áveitu. En snotur tjörn er til
margra hluta nytsamleg, t. d. til
iþróttaiðkana, sunds og siglinga
og skautaiðkana á vetrum. Loks
veitir hún nokkuð öryggi, ef eld
ur kemur upp. Nú hafa verið
byggðar fiskræktartjarnir á um
milljón bóndabæjum í Bandaríkj
unum og fer þeim sífjölgandi.
Meðalstór tjörn, um hálfur ha.
að stærð, gefur af sér 90 kíló af
fiski árlega.
Áburður er borinn í tjarnir
þessar á sama hátt og gert var
í áðurnefndri tilraun við Skot-
landsstrendur, til þess að örva
þörungagrpðurinn. Á honum lifa
lirfur, sem er fæða litlu fiskanna
en á þeim lifir aborrinn aftur,
eða þeir eru veiddir til mann-
eldis.
DR. BENJAMIN EIRIKSSON:
SKA TTAMÁUN
Ríkisstjórnin hefur lagt fyrir
Alþingi nýtt frumvarp í skatta-
málum. Með tilliti til þess hvern
ig ástandið er í skattamálunum,
má telja víst, að öll nýmæli í því
muni vera til bóta. ,
Eitt a± því sem menn eru yfir-
leitt sammála um, er það, að
skattar þurfi að vera ákveðnir
og eklci handahófskenndir eða
tilviljunarkenndir, hvorki álagn-
ing þeirra né innheimta. í allri
skattalöggjöf okkar undanfarin
ár er samt eitt stórt og mikið til
viljunaratriði. sem ekki hefur
verið leiðrétt. Þar sem málið er
ákaflega einfalt, en þýðingarmik
ið, vil ég leyfa mér að fara um
það nokkrum orðum á opinber-
um vettvangi.
Við skulum taka dæmið þar
sem peningatekjur manna
hækka, segjum tvöfaldast Þetta
þarf ekki að þýða mikið. vegna
þess að verðlagið hefur — segj
um tvöfaldazt — á tímabilinu
Hver króna, sem menn fá í kaup,
er þá aðeins helmingur að gildi
við þaö sem hún áður var Að
öllu öðru óbreýttu eiga menn þvi
að borga tvöfalt fleiri — en helm
ingi minni — krónur í skatt, Nú
hagar þannig til. að skattstigar
eru stighækkandi Af þessu leið
ir, að séu skattstigarnir óbreytt
(Framhaid á 15 siðu)
TÍMINN, sunnudaginn 11. febrúar 1962
/