Tíminn - 11.02.1962, Blaðsíða 8
I
]S*
Shay var maður rúmlega
þrltugur að aldri og starfaði
sém deildarstjóri í dómara-
skrifstofu Chincheng í Szec-
huen. Yfirdómarinn var mað-
ur að nafni Tsou og undirdóm
ararnir hans tveir hétu Pei og
Lei. Um haustið 758 veiktist
Shay alvarlega. Hann fékk há
an hita og fjölskylda hans
leitaði árangurslaust til
margra lækna. Á sjöunda degi
missti hann meðvitund og
þannig á sig kominn lá hann
svo dögum skipti. Ættingjar
hans og vinir höfðu misst alla
von um að hann vaknaði aft-
ur til þessa lífs. í fyrstu megn-
aði hann að biðja um vatn,
þegar hann þyrsti, en undir
lokin lá hann í djúpu meðvit-
undarleysi og nærðist ekki.
Hann svaf og svaf þar til á
tuttugasta degi — að hann
geispaði stórum og settist upp
í rekkjunni.
— Hversu lengi hef ég sof-
ið? spurði hann konuna sína.
— Tæpar þrjár vikur.
— Já, ég býst við að það láti
nærri. Farðu nú og finndu
starfsbræður mína og segðu
þeim, að ég sé orðinn heill
heilsu. Athugaðu, hvort þeir
eru að snæða soðinn vatna-
karfa á þessari stundu. Ef svo
er, verða þeir að hætta máltið
inni þegar í stað. Eg verð að
segja þeim nokkuð. Og biddu
skrifstofuþjóninn Chang að
koma með. Eg verð einnig að
tala við hann.
Konan sendi nú þjón til
dómaraskrifstofunnar. Hann
kom að starfsliði skrifstof-
unnar þar sem það var ein-
mitt að snæða hádegisverð og
rétturinn var rjúkandi glænýr
karfi. Þj ónninn bar þeim skila
boðin og mennimir fylgdust
með honum til heimilis Shays,
fegnari en frá megi segja yf-
ir bata vinar þeirra.
— Senduð þið þjóninn
Chang til að kaupa fisk?
spurði Shay.
— Já, við gerðum það.
Hann sneri sér að Chang og
mælti:
— Fórst þú ekki til fiski-
mannsins Chao Kao til þess
að kaupa fisk og neitaði hann
ekki að selja þér stóra fisk-
inn? Gríptu ekki fram í fyrir
mér! Þú fannst stóran vatna-
karfa, falinn undir reyr í litl-
um' fiskikassa. Síðan keypt-
irðu stóra fiskinn, en þú
varst gramur fiskimanninum
fyrir svikin og skipaðir hon-
um að koma með þér. Þegar
þú komst inn um hliðið, sat
skrifstofumaðurinn í skatta-
deildinni hægra megin við
það og undirmaður hans sat
gegnt honum og þeir voru að
tefla. Er það rétt? Síðan
fórstu inn í forsalinn og þar
sástu Tsou dómara og Lei
undirdómara vera að spila á
spil og Pei horfði á og nartaði
í peru. Þú sagðir Pei frá við-
skiptum þínum við fiskimann
inn og Pei gaf honum vel úti-
látið högg svo hann veltist eft
ir gólfinu. Síðan fórstu með
fiskinn í eldhúsið og mat-
sveinninn Vang Shihliang
skar hann í stykki og sauð. Er
þetta ekki nákvæmlega rétt?
Þeir spurðu Chang spjörun-
um úr og gengu úr skugga um,
að hvert smáatriði var rétt.
Þeir voru furðu lostnir og
kröfðu Shay sagna, hvernig
Hann er þreyttur á hinum öm
urlegu skrifstofuskyldum,
hann þráir frið hins bláa
fljóts,
hann þráir frelsi og fró
— um óákveðinn tíma —
í konungsríki fljótsins.
Ósk hans um að teljast með-
limur í fiskaríkinu
er hér með uppfyllt.
Hann skal breytast í stóran,
vænan vatnakarfa
og Austurvatn skal skráð lög-
heimili hans.
Ó! Ó! Margar freist!ngar og
gildrur eru búnar
þegnum 'ríkisins.
i Sumir hafa af óvarkárni
ráðizt á báta, og enn aðrir
sem ekk: hafa tamið sér vilja-
'styrk og áunnið sér reynslu,
hafa verið veiddir af brögð-
óttum fiskimönnum.
Svo satt er það,
að gætni er öruggasta trygg-
ing
fýrir löngu og farsælu lífi í
vatninu.
Megi hegðan þín, fyrrverandi
deildarstjóri,
SAGAN AF MANNINUM,
SEM VARD AD FISKI
KÍNVERSKT ÆVINTÝR
hann vissi þetta allt og hér
á eftir fer sagan, sem hann
sagði vinum sínum:
— Eins og þið vitið allir,
fékk ég mjög háan sótthita
eftir að ég veiktist. Magnþrota
af hitanum missti ég meðvit-
und, en hitatilfinning brenndi
mig að innan og ég braut heil
ann um, hvernig mér mætti
létta. Mér datt í hug, að fá
mér, göngu meðfram fljótinu,
tók mér staf í hönd og skund-
aði af stað. Loft var talsvert
svalara, þegar ég kom út úr
borginni og mér leið strax bet
ur. Eg sá hitastróka líða upp
frá húsþökunum og var feg-
inn að hafa komizt burtu. Þar
að auki var ég þyrstur og
þráði það eitt að komast að
fljótinu. Eg stefndi í átt til
hæðarinnar þar sem áin fell-
ur í Austurvatn.
Eg kom að vatninu og hvíld
ist um stund undir pílviðar-
tré á bakkanum. Fljótið, blátt
og lygnt, var ákaflega lokk-
andi. Þýð gola strauk yfir
vatnsborðið og gáraði flötinn
svo minnti á hreistur. Allt var
kyrrt og friösælt. Skyndilega
datt mér í hug, að gott væri
að fá sér bað. Þegar ég var
drengur, iðkaði ég sund, en nú
voru mörg ár liðin síðan ég
hafði synt í vatninu. Eg af-
klæddist og steypti mér í vatn
ið og um mig fór unaðsleg
kennd, þegar svalt vatnið um-
lukti líkama minn og limi. Eg
man, að ég sagði við sjálfan
mig: „Eg vorkenni þeim Pei,
Lei og Tsou og öllum vinum
mínum, sem kúldrast á skrif-
stofum allan daginn. Eg vildi
óska, að ég gæti oröið fiskur
dálítinn tíma og þyrfti ekki
framar að hugsa um skjöl, inn
sigli, undirskriftir og frí-
merki. Æ, hversu ^ll ^rði ég
ekki, ef ég fengi að ve.ralfigiíur
og gæti digum og nót'tum sam
an synt í þessu undursamlega
fljóti“.
— Eg hygg, að ekki sé erfitt
að koma því í kring, sagði fisk
ur nokkur, sem kom syndandi
að mér. — Þú getur breytzt í
fisk að eilífu eins og ég ef þig
langar til. Á ég að aðstoða
þig?
— Eg yrði þér afar þakk-
látur, ef þú vildir gera mér
þann greiða. Já, vel á minnzt,
má ég kynna mig, ég heiti
Shay Vei og er deildarstjóri
inni í borginni. Segið einhverj
um bræðra yðar, að mér væri
heiður og gleði að skipta um
hlutverk við hann. Ef aðeins
ég fæ að synda og synda.
Fiskurinn synti brott, en
kom að vörmu spori aftur með
mann, sem hafði fiskhaus og
reið vava, þáð er kvikindi, er
hefur fjóra fætur og lifir i
vatni og getur klifrað í trjám
og þegar maður hremmir það
eða drepur, rekur það upp
hljóð, sem er svipað bams-
gráti. í föruneyti fiskhöfða
þessa voru fiskar af ýmiss kon
ar tegundum. Hóf hann nú að
flytja ljóð og ykkjar er óhætt
að trúa, að það var laglega
samið. Það var á þessa leið:
Maður! Kvikindi, sem fætt er
á landi, hefur
aðra siði en verur vatna og
sjóa.
Meðan hann heldur sköpulagi
sínu, tekur hann
framförum í vatninu,
Shay Vei. deildarstjóri er
djúphyglismaður,
hann leitar friðar og einveru
í ríki frelsisins.
núverandi vatnakarfi, ein-
kennast af gætni
og heiðarleik,
svo að þú verðir kynstofni þín
um til gleði og sóma.
yertu góður og hraustur fisk-
ur!
Og sem ég hlustaði á ljóðið,
fann ég mig umbreyttan í
fisk og líkami minn þaktist
fögru, skínandi hreistri. Eg
varð ofsalega glaður og synti
tignarlega, og af fullkomnu
öryggi, rak hausinn stöku
sinnum upp á yfirborðið og
dýfði mér í kaf og hreyfði
sporð og ugga eftir þörfum.
Eg synti niður ána og rann-
sakaði hvern krók og kima í
árbakkanum, alla læki og þver
ár, en á kvöldin sneri ég alltaf
aftur upp í Austurvatn.
En nú kemur að því, að dag
einn var ég hræðilega svang-
ur og gat hvergi fundið æti.
Eg sá Chao Kao kasta færinu
sínu og bíða eftir að ég biti á.
Ormurinn á önglinum var
girnilegur og ég fékk bókstaf-
lega vatn í tálknin. Mér var
að vísu ljóst, að þetta var ótta
legur hlutur og ég var vanur
að forðast alla slíka, en nú
fannst mér sem þetta væri
einmitt það, sem ég þarfnað-
ist og gat ekki ímyndað mér
neitt lystugra.
Þá rifjuðust upp fyrir mér
orð yfirfisksins og með því að
beita mig ólýsanlegri hörku,
synti ég burt frá önglinum.
En hungrið nagaði mig og
ég gat ekki barizt á móti leng
ur.
Eg sagði við sjálfan mig:
— Eg þekki Chao Kao, og
hann þekkir mig. Hann þorir
ekki að drepa mig. Ef hann
veiðir mig, segi ég honum að
fara með mig aftur til skrif-
stofunnar.
Svo gleypti ég orminn og
festist auðvitað á önglinum.
Eg spriklaði og hamaðist, en
Chao Kao dró mig hægt og á-
kveðið á land og ég gafst upp
á að veita mótspyrnu þar eð
blæddi úr skoltínum á mér.
Og þegar ég var kominn á
þurrt, hrópaði ég:
— Chao Kao! Chao Kao!
Hlustaðu á mig! Eg er hann
Shay Vei, deildarstjórinn á
dómaraskrifstofunni. Þér skal
refsað fyrir þetta!
Chao Kao heyrði ekki til
mín, losaði öngulinn og henti
mér ofan í kassa og þakti mig
reyr.
Eg lá og beið. Eins og svar
við bænum mínum kom nú
Chang frá skrifstofunni okk-
ar. Eg hlýddi á samræðurnar
og heyrði Chao Kao neita að
selja stóra fiskinn. Samt sem
áður fann Chang mig og tók
mig upp og ég dinglaði þarna,
hjálparvana.
— Chang, hvernig dirfist
þú! Eg er yfirmaður þinn! Eg
er deildarstjórinn, dulbúinn
sem fiskur. Svona, taktu eftir
því, sem ég segi!
En Chang1 heyrði ekki til
mín heldur, eða lézt ekki taka
eftir ópum mínum. Eg öskraði
af lífs og sálar kröftum, bölv-
aði og spriklaði, en allt án ár
angurs.
Þegar við komum inn um
hliðið sá ég skrifstofumenn-
ina sitja að tafli og ég kallaði
til þeirra og sagði þeim, hver
ég væri. En enginn virtist taka
eftr bænarköllum mínum. —
Annar sagði: — Nei, hvað
þetta er fallegur karfi! Hann
hlýtur að vega að minnsta
kosti þrjú og hálft pund.
Þið getið gert ykkur niður-
lægingu mína í hugarlund.
í forsalnum sá ég þá, sem
ég sagði frá áðan. Ghang
sagði frá því, að Chao Kao
hefði reynt að fela stóra fisk-
inn og Pei fylltist bræði og
sló fiskimanninn bylmings-
högg. Ykkur leizt öllum vel á
þennan væna fisk.
— Farðu með hann til mat-
sveinsins. Eg held að Pei hafi
sagt það, — og segðu honum
að sjóða hann og bera lauk og
ætisveppa og gott vín með.
— Bíðið andartak, kæru
starfsbræður, sagði ég við ykk
ur. — Hlustið á mig! Þetta er
misskilningur. Eg er hann
Shay. Hvernig í ósköpunum
stendur á því að þið þekkið
mig ekki? Þið getið ekki feng-
ið af ykkur að láta sjóða mig
eins og hvern annan fisk! Hvi
lík grimmd! Eg hrópaði og
hrópaði.
Eg sá að það var gagnslaust,
því að þið voruð allir heyrnar
lausir. Eg leit bænaraugum á
ykkur og opnaði munninn og
bað um ijiiskunn.
— Laukur, ætisveppir,
flaska af góðu víni! Hvernig
má það ske að þið reyndust
gömlum vini svo fúlmann-
lega? hugsaði ég með sjálfum
mér.
En ég sá enga leið til bjarg-
ar.
Chang fór síðan með mig
fram í eldhús. Augu matsveins
ins urðu eins og undirskálar,
þegar hann sá mig, andlit
hans ljómaði og hann tók t
fram beittasta hnífinn sinn
og skellti mér á eldhúsborðið.
— Vang Shihliang! Þú ert
matsveinninn minn! Dreptu
mig ekki! Eg sárbið þig!
Vang Shihliang tók föstu
(Framhald á 15. sfðu).
b
TÍMINN,. sunnndaginn 11. febrúar 1962