Tíminn - 14.02.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.02.1962, Blaðsíða 2
TIIVIIN N, miðvikiidagXír 14. febrííar 1962. rT>- if. í Bengalhéraði á Indlandi er lítið þorp, er nefnist Pogiri, ná- lægt Visahanapatnam. Trúléga kannast elski margir íslending- ar við þetta Jitla þorp, en Danir hafa áreiðanlega flestir heyrt þess getið. Þar er nú miðstöð lioldsveikilækninga í Bengal, og ei-u það Danir, sem skipuleggja starfsemína þar. Samtökin, sem fyrir starfseminni standa, nefnast „Red bamet“ („Bjargið barn- inu“), en þau hafa nána samvinnu við Heilbrigðismálastofnun S, Þ. og yfirvöldin á Indlandi. í þorpinu eru starfandi bæði indverskir og danskir laeknar og tvær danskar bjúkrunarkonur. Iloldsveiki er talsvort út- brpidd um þessar slóðir, og eru verkefni því nægileg fyrir starfsfólkið. Starfið er meðal annars fólgið í því að aka um í jeppa og reyna að hafa upp á börnum, sem (ekið hafa holds- veikir.a. Þessi börn eru síðan flutt til Pogiri til frekari með- höndíunar, Nú er í ráði að byggja annað sjúkrahús í Pogiri, þar sem unnt verður að taka fullorðna til meðferðar. Myndin hér til hliðar sýnir, hvernig börnin í Pog- iri fá sér miðdegisblund. Þar fyrir neðan er svo móðir með barn, og myndin til vinstri sýnir indverskan Iækni og danska hjúkrunarkonu með indverskan hnokka í höndunum. BwB ® “t#* Flestar stúlkur í vestræn- um Iöndum myndu án efa neita því, væru þær spurð ar, hvort þær öfunduðu kyn systur sínar í kvennabúrum Austurlanda. En eftir nýj- ustu fregnum að dæma frá Vestur-Þýzkalandi, þá er að verða einhver breyting í þessum efnum. Þar birtist nýlega í víð- lesnu dagblaði auglýsing, þar sem lýst var eftir ungri stúlku, sem hefði löngun til að koma til Austurlanda og verða eiginkona arabísks shciks. Þess var enn fremur getið, að sheikinn ætti 41 konu fyrir. Samt sem áður voru 2.000 stúlkur fúsar til þess að verða nr. 42! HÉR ER STUTT bréf frá „Katta- vini": „í Morgunblaðinu 9. febrúar s.l. er grein í Velvakanda með fyrir sögninni: Á AÐ HENGJA BJÖLL- UR Á KETTI? Kona skrifar þessa greln. Ég vildi því spyrja á móti: Hvað á að hengja á konur, sem éta lömb og fugla? Sennllega er sami tilgangurinn hjá kettinum og mann inum. Það eitt að láta eftir lyst og köllun maga. Annars get ég ekki skilið, að menn hafi neinn forgangsrétt á að drepa og éta bráðina — bæðl fugla og dýr. Nema þá að þessi konu- vesalingur kynni að hafa gamalt sérleyfi. Það er betra að vlta, hvað menn segja, áður en setzt er niður til að rægja kattargreyið, sem ekk ert hefur aðhafzt nema seðja hung ur sitt eins og hún sjálf. Ekki bera kattagreyin út/neinar siúðursögur um fólk, eins og stund um á sér stað hjá konum — og körlum. Nei, þeir eru grandvarir og leggja engum illt til, ef maðurinn kemur fram við þá eins og dýra vinur. Þeir fáras't eltki einu slnni yfir því, að maðurinn skuli drepa og éta fugla. Kattavinur". NÚ ER FORELDRADAGUR í barna- skólum borgarlnnar — og vafalaust fleiri skólum á landinu. Skólarnir hafa undanfarin allmörg ár reynt að hafa þann sið, að einn dag á vetrinum er foreldum gefinn kost ur á að koma í skólann í stað barn anna. Geta þeir þá rætt við kenn ara barna sinna um vandamál kennslunnar, nám barnsips og ann að, sem snertir skólavist þess og heimanám. Framan af tóku foreldr ar þessu heldur fálega og sóttu illa skólana þennan dag. Þetta hef ur breytzt. Aðsókn foreldranna fer sívaxandi, og nú mun svo komið, að foreldruni þykir sjálfsagt að fara, annaðhvort móður eða föður, eða báðum foreldrum og er það skemmtilegast. Margt gott sprett ur af þessum kynnum foreldra og kennara barna þeirra. Milli þeirra skapast kynni og tengsl, sem gera auðveldari lausn vandamála, er síð ar koma upp. Þeir skilja hver ann an betur og tala um vandamálin af melri hreinskilni en áður. Spretta oft af þessu góð kynni, sem verða barninu til góðs og leysa margan vanda þess, áður en í óefni er komið. Foreldrar ættu ekki að láta undir höfuð leggjast að fara í skólana, þegar kennarar kalla þá tll viðtals. Þetta er allt á góðri lelð. — Hárbarður. Skaffar fi! ríkisins Á árunum 1940—1950 fóru ráðherrar SjálfstæSisflokksins meS stjórn fjármála ríkisins. Þ'á komst skattheimta ríkisins í slíkt ófremdarástand, aS aldrei hafa skatíalög líkloga verið ranglátari. 1950—1958 | fer Eysteinn Jónsson með emb- ætti fjármálaráðherra. Á því tímabili eru gerðar margar gagnmerkar ‘ endurbætur á skattakerfinu og verstu agnúar frá fj'ármálatímabili Sjálfstæð- isflokksins sniðnir af. Tekju- skattur á almennar launaíekjur Iækkaður, frádráttarhlunnindi fyrir sjómenn lögfest, sparifé gert skattfrjálst, skattur á tekj ur hjóna lagfærður o. fl. o. fl. — 1858 eru sett ný lög um tekjuskatt félaga, stighækk- andi skattar á félög afnumdir og lögfest hámarksprósenta. Eftir þær endurbætur voru skattar félaga til ríkisins mun lægri hérlendis en í nágranna- löndunum. Velfuútsvarsfarganið ^ Á sama tíma herti Gunnar : Thoroddsen álögur útsvaranna, veltuútsvörin komast í algleym- ing. Þegar Gunnar Thoroddsen ^ kemur í ráðherrastól, Iætur hann þá verða sitt fyrsta verk að lögfesta veltuútsvarsfarg- anið, sem á sér hvergi hlið- stæðu í hciminum. Skattar fé- laga til ríkissjóðs voru því þannig, að fyrirtæki máttu mjög vel við una, en álögur sveitarfélaga með vcltuútsvör- unum var líins vegar óviðun- andi skattlieimta, er brýn nauð syn var að leiðrétta. M» því ætla að flestum hefði fundizt eðlilegra að lækka útsvör fé- laga áður en farig væri að hreyfa við skattinum, sem sannanlega var lægri en í ná- grannalöíidum. En það er byrj að á öfuigum enda, farið aftan að siðunum. Er þetfa hægt? Það, sent skiptir auðvitað höfuðmáli, þegar rætt er um, hvort álögur á fyrirtæki séu um skör fram, er, hverjar álög- urnar í heild eru. Því er óger- legt að fjalla um aðeins annan hlutann af álögum félaga og láta eins og hinn sé ekki til, þót vitað sé og staðfest af öll- um, er til þekkja, að það sé sú skattheimta, sem ranglátust er. Ekki verður því komizt hjá að taka útsvarslög samtímis til athugunar, ef ætlunin er að fjalla um þessi mál af réttsýni. — Hitt er svo annað mál, að það hlýtur að teljast bæði rang látt og óliyggilegt eins og nu stendur á í þjóðfélaginu, er álögum hefur verið mokað á hinn almenna borgara og eng- inn ábyrgur aðili treystir sér þess vegna til að reikna út, hvernig hinir lægst launuðu geti lifað mannsæmandi lífi af launum sínum, að þá sé rokið til og skattar á gróðafélög lækkaðir. Fyrir slíku verða engin rétílætisrök fundin. Og krafar lika! Hið furðulega við þetta allt saman er þó það, að Alþýðu- flokkurinn skuli láta hafa sig til svona verknaðar. — Jaín- aðarmenn hafa þótzt berjast fyrir velferðarríki, en grund- vallarregla þess er sú, að jafna auðnum milli þegnanna, þann- ig að þeir, sem mest eru burð- r.gir skuli bera þyngstu byrð- arnar, en hinir veikustu minnst. Við skattabreytingarn- (Framhald á 13 siðu) —IB— /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.