Tíminn - 14.02.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.02.1962, Blaðsíða 9
Ólafur Jóhannesson, prófessor: Þarf að breyta stjórnarskránni? Margir hafa spurt: Getur fs- land gerzt aðili að Efnahags- bandalaginu án þess að stjórn- arskránni sé breytt? Aðrir hafa sagt. Ekki telja Danir sig þurfa að breyta stjómarskránni, þó að þeir gerist þátttakendur í Efnahagsbandalaginu, og liví skyldum við þá fremur þurfa að gera það? Þeir, sem þannig mæla, halda, að ákvæði dönsku grundvallarlaganna og íslenzku stjórnarskrárinnar séu nokkurn veginn samhljóða, að því er varðar samningsgerð ríkis og önnur skipti þess út á við. En það er misskilningur, að svo sé. í dönsku stjómarskránni frá 1953 er sérstakt ákvæði, 2Ó. gr., er lýtur að þátttöku Dan- merkur í alþjóðasamstarfi og alþjóðastofnunum. Hliðstætt á- kvæði er ekki í íslenzku stjóm arskránni. Áður höfðu svipuð ákvæði og 20. gr. dönsku stjórnarskrárinn ar verið tekin upp í stjórnar- skrám Frakklands, V-Þýzkal., Ítalíu, og Hcllands og e. t. v. fleiri ríkja. í 20. gr. dönsku stjómar- skrárinnar segir, að í Iögum sé heimilt aff afsala innan þar nán ar tiltekmna takmarka valdi, sem stjórnarskráin felur hand höfum rikisvaldsins, og fá það ÓLAFURJÓHANNESSON í hendur alþjóðastofnunum, er með gagnkvæmum milliríkja- samningum hefur verið fengið það hlutverk að efla alþjóða- samstarf og alþjóðlega réttar- skipun. Slík framsalslög eru þvi aff- eins löglega samþykkt, að fimm sjöttu hlutar þjóðþings- fulUrúanna'i'gjaldi þeim já- kvæði. Bráðabirgðalög koma þar því aldrei að haldi. Nái siíkt lagafrumvarp eigi tilskildum meirihluta í þjóð- þinginu, en sé þó samþykkt þar sainkvæmt þeim reglum, er gilda um venjuleg lagnfrum- vörp, getur ríkisstjórnin borið frumvarpið undir þjóðarat- kvæði, og fær það þá lagagildi, nema meirihluti þeirra kjós- enda er þátt taka í atkvæða- greiðslunni, hafni því, enda séu mótatkvæðin a. m. k. 30% allra atkvæffisbærra manna. Hér verður ekki fariff út i nánari skýringu á þessu stjórn arskrárákvæðl En þaff er sam- kvæmt þessari heimild og með þeim hætti, er þar greinir, sem Danmörk getur gerzt fullgildur aðili að Efnahagsbandalaginu, án þess að nokkra stjórnarskrár breytingu þurfi að gera. Ef þetta ákvæffi væri ekki fyrir hendi, er líklegt, aff grundvall arlagabreyting hefði veriff tal in óhjákvæmilegt skilyrði fyrir fullri aðild Danmerkur. Það er því ljóst, að þó að Danir þurfi ekki að breyta stjórnarskrá sinni vegna tnn- göngu í Efnahagsbandalagið þá verffur alls ekki þar af dregin sú ályktun, aff fslands geti gerzt aðili án stjórnarskrárbreyting- ar. Þvert á móti virðist augljóst að stjórnarskrárbreyting sé ó- hjákvæmileg, ef ísland gerist fullgildur aðili Efnahagsbanda lagsins. Hér ci þess ekki kostur að rekja efni hin? svokallaða Róm- arsáttmála, en þar er stofnun um bandalagsins veitt víðtækt vald til ákvarffana, sem verða beinlínis bindandi fyrir þegna þátttökuríkjanna án nokkurs at beina stjórnarvalda þeirra. Þar afsala aðildarríkin tilteknu valdi, sem í fJestum stjórnar- skrám er þeint eða óbeint feng ið handhöfum ríkisi'aídsins. f sáttmálanum er ekkert upp sagnarákvæði, svo að það virð- ist ekki vera á valdi hinna ein- stöku rikja að heimta aftur þá þætti ríkisvaldsins, sem þau af sala sér. Þvílikar fullveldistakmarkan ir verða ekki gerðar án sérstakr ar heimildar í stjórnarskrá. Að þeirri niðurstöðu hafa Norð- menn komizt. svo sem kunnugt er af fregnum þaðan. Sú niður- staffa er studd af stjórnarskrár- ákvæðum þeim, sem hér hafa reriff nefnd. Sennilega gæti ísland sótt um inngöngu, áður en stjórnar skránni væri breytt. En þeirri spurningu, hvort breyta þurfi stjórnarskránni, til þess að fs- land geti gerzt fullgildur aðili að Efnahagsbandalaginu, verð- ur að svara játandi. Hitt er aftur á móti miklu erfiðari spurning, sem Ifldega er þó raunhæfari, hvort fslend ingar geti tengzt Efnahags- bandalaginu með sérstökum samningnum samkvæmt 238. gr. Rómarsáttmálans, án þess að breyta stjórnarskránni, þvi aff slíkir samningar virðast geta veriff mjög margvíslegir. Aff þeirri spumingu verffur vikiff siffar. og hvað er höfundarsönnun, ef það er ekki allt það, sem hér hefur ver ið fram talið? Og þótt svo væri far ið aftan að siðum, þá sér hver skyn góður maður, að það hæfir ekki lengur að dæma Hannesi greinina, svo sterk gagnrök. sem komið hafa fram, hvað þá að sæmilegt sé að hafa hana slíkan burðarás sem gert er í ævisögu Hannesar. En raunar eru það fleiri en Krist ján Albertsson, sem fært hafa grein þessa í púss Hannesar. Hinn 4. des. s. 1. ritar dr. Alexander Jó- hannesson, prófessor, grein „Um líf Hannesar Hafstein og stjóra- mál“. Þar segir m. a.: Hann (þ. e. Hannes) er viðstaddur jarðarför Jóns Sigurðssonar og frú Ingibjarg ar 8. mai 1880 og skrifar á eftir fyrstu blaðagrein sína í Norðling Hannes er mjög hrifinn af allri skipulagningu og niðurskipun og lýsir jarðarförinni mjög ýtarlega". Dagsetningarvillan bendir til þess, að þetta sé sprottið af sæði Kristjáns Albertssonar, þó að heim ildar sé ekki getið. Kristján telur í þók sinni jarðarfarardaginn 8., iþótt staðreynd sé, að hún fór fram 4. maí, hvemig sem á þeirri skekkju stendur. Augljóst virðist, að réttmætt sé, að dr. Alexander Jóhannesson geri nokkra grein fyrir áliti sínu á mál- inu, því að öðrum kosti hlýtur það að standa sem skýlaus dómur hans, að Hannes hafi ritað þessa grein, og hæfir það illa svo ágætum vís- indamanni. Hvað sem um allt þetta er að segja, ættu allir að geta verið sam mála um, að mjög æskilegt sé, að bókmenntamenn og sagnfræðingar þjóðarinnar leggi hér með einhverj um hætti lóð sín á vogarskálar, en láti þjóðina ekki búa við togstreitu og óvissu um það, hvor hinna frægu sona hennar hafi ritað þessa grein, sé þess kostur að kveða hér á með sannindum. Kristján Albertsson segir í Mbl- grein sinni s. 1. sunnudag, að eng- in ástæða sé til að ætla, að Grön- dal hafi lesið þessar gömlu blaða- greinar sínar aftur, þegar hann samdi ritskrána. Hér vitna atvikin (Framh. á 13 síðu í kenningum og siðum kaþólsku kirkjimnar get ég fallizt á, en þessa tegund af kirkjuaga vildi ég ekki innleiða hér á íslandi, hvað sem í boði væri. Þeir, sem í róman tizkum draumórum óska eftir gull- öld kirkjuagans, mættu einnig rifja upp fyrir sér söguna um Grenjadals Sigga, á 17. öldinni, þeg ar vöndurinn gein við, ef kirkjan var illa sótt. Á vorum tíma er skóiaskylda, en ekki lögbundin kirkjuskylda, eins og forðum. En það segi ég satt, að ég tel það framför að mega messa yfir fólki, sem kemur af fúsum og frjálsum vilja tii að tilbiðja guð, og ég met kirkju mína að meira fyrir það, að hún leyfir mér að lýsa blessun yfir moldum hvaða guðlastara sem er. IU. Ein krafan enn er sú, að kirkjan snúi tii baka til flóknara helgisiða- forms og gamaila sönghátta. Með því muni aliur vandi leystur. Sízt skyldi ég lasta það, að helgisiða- formið sé endurskoðað. En þó er vert að athuga sinn gang, óður en því er slegið föstu, að eitthvað sér- stakt tímabil liðinnar sögu sé sjálf sögð fyrirmynd. T.d. má benda á það, að í landi eins og Frakklandi er nú komin upp mjög sterk hreyf ing í þá átt að hverfa frá Gregorí usi til Ambrosíusar, eða öllu held- ur að byrja upp á nýtt og reyna að átta sig út frá hinum uppruna- legustu söngháttum fornkirkjunn- ar, sem voru einfaldari en hinn gregoríanski söngur. — Sú hreyf- ing, sem á Norðurlöndum hefur ýtt mest undir endurskoðun helgi- siðanna, hákirkjuhreyfingin, hefur alveg efalaust haft jákvæða þýð- ingu f-raman af, og vakið menn til meðvitundar um það stilleysi, sem orðið var á þessu sviði. En nú virð ist svo, sem hreyfingin sé farin að stefna að hreinkaþólskum skilningi á messunni. Sumir finna einnig í þessari hreyfingu uppgjöf gagnVart verkefni prédikunarinnar, en þá er verr farið en heima setið. Eitt sinn var ég staddur þar sem einn af fremstu mönnum dönsku kirkj- unnar var spurður um álit sitt á þessari hreyfingu. Hann svaraði: Ég varð snortinn af henni fyrst, og taldi henni margt til gildis, en þegar farið er að halda því fram, að ekki hafi verið sungin kristin messa í Danmörku, siðan fyrir sið- bót, þá er ég ekki með lengur.“ — Sannleikurinn er sá, að þrátt fyrir gildi helgisiðanna, hefur hákirkju hreyfingin farið út í þær öfgar á Norðurlöndum, einkum í Svíþjóð, að hún hefu.r átt sinn þátt í að laða suma inn í kaþólskfftia og knýja aðra út í sértrúarflokkana. Ein öfgin býður annarri heim. Sé rétt að farið, er þó sennilega eng- in kirkjudeild betur til þess faliin en lútherska kirkjan að sameina hóflegt og fagurt helgisiðakerfi þeirri predikun orðsins, sem frá upphafi hefur verið lífæð kristinn ar kirkju. IV. Skal ég nú koma að hinu já- kvæða, sem fyrst og fremst er fólg- ið í þessu: Að lútherska kirkjan fullnæglr Islenzku þjóðtnnl bezt, — og sú endurnýjun, sem hún þarfn ast, byggist á því, að þjóðin lifi slg aftur inn í helm frumkrlstnlnnar, Nýja-testamentið. — Ég hef fengið tækifæri til að kynnast fulltrúum margra kirkju- deiida, einmitt á þeim vettvangi, þar sem menn bera saman bækur sínar um hvaðeina, sem sameinar og aðgreinir kristnar kirkjudeildir. Eitt af því, sem einkennir lútersku kirkjuna á slíkum mannfundum, er það, hversu auðvelt henni er að rétta út hÖnd til hægri og vinstri, án þess að glata nokloru af sínu séreðli. Hún getur átt sam- ieið með þeim, sem unna fögrum tilkomumiklum og dramatískum helgisiðum, en hún getur einnig verið með, þar sem guðsþjónustu- formið er einfalt og fábrotið. Hún getur óhikað gengið til guðs borðs með fólki frá hvaða kristinni kirkju deild sem er, þar sem sumir aðrir, t.d. anglíkanar og kaþólskir, verða að halda sig fjarri, vegna þess, að þeir hafa flækt sig í fornum guð- fræðiviðjum, sem mun taka marg- ar aldir að losa sig úr. Þetta er einfaldlega sökum þess, að fyrir lútersku kirkjunni er það aðalat- riðið, að guðs orð, fagnaðarerindi Krists sé boðað sérhverri syndugri mannssál, sem guðs náð þrák og þarfnast, en allt hitt aukaatriði, bæði embætti, stjórnarform og helgisiðakerfi. Lútherska kirkjan telur sig hvorki eiga að vera ein- ráða né óskeikula í trúarskoðunum, heldur sé það hennar hlutverk að leiða einstaklinginn til persónulegs samfélags við guð, og því er enn í gildi meginregla Lúthers, að það sé hættulegt fyrir manninn að breyta gegn samvizku sinni og sannfæringu til að þóknast hvort sem er kirkjulegu eða veraldlegu valdi. Af þessu leiðir, að í lúth- erskri kirkju finnst mönnum ekk- ert athugavert við það, að skoðanir á ýmsurn efnum séu skiptar, og guð fræðistefnur margar, og hún reyn ir ekki að dylja ág-reining, eins og þeim kinkjudeildum hættir við að gera, sem vilja láta líta svo út sem þær séu óskeikular. Af virðingu lútherskra manna fyrir persónu- legu frelsi einstaklingsins er það líka sprottið, að lúthersk lönd skara nú einna mest fram úr i lýð ræðislegum stjórnarháttum. Al- þýðumenning er meiri i þeim lönd um en hinum, sem hin kaþólska kirkja hefur mótað, þrátt fyrir það, þótt hámenning kaþólsku kirkjunn ar verðskuldi ótvíræða viðurkenn ingu. Ég vil ekki blanda mér hér í neinar deilur um efnahagsbanda lag Evrópu. Tii þess er ég ekki nógu vel að mér um málið í heild sinni. En svo mikið veit ég, að sums staðar á Norðurlöndum hafa menn beyg af því, að áhrif hinna kaþólsku landa verði svo mikil, að af því srtafi hætta fyrir menningu Norðurlanda, sem í dag á sér rætur í lútherskri og lýðræðislegri. hugs- un. Það er ekki alveg út í hött, að eitt af þeim málum, sem fluttir verða fyrirlestrar um á norræna prestafundinum i ágúst í sumar, er efnahagsbandalag Evrópu. —■ Ég segi það enn og aftur, að ég virði kaþólsku kirkjuna mikiis, en ég teldi það skýlausa afturför, ef hún næði að nýju tökum á fslending- um, meira að segja þótt ég viti, að guðfræðingar hennar ýmsir geri nú sitt til að sveigja hana til frjáis lyndari áttar. Mér er vel kunnugt, að sumir íslenzkir rithöfundar halda því fram af miklum fjálg leik, að engin kirkjuleg menning hafi verið til í landinu, síðan sið- bót Lúthers varð ofan á. En ég vil halda því fram, að Passíusálmarnir standi ekki kaþólskum helgikvæð- um að baki, eða predikanir Vídalíns hafi verið minna til uppbyggingar en helgra manna sögur, né heldur, að lútherskir sóknarprestar hafi átt minni þátt i því að efla unga menn til mennta heidur en klaustr- in til forna. V. Þrátt fyrir það, sem hér hefur veriö sagt, er ég þeirrar skoðunar, að innan kirkju vorrar þurfi vakn- ingar við. Sú vakning kemur ekki með ofsafullum hrifningaröldum einhverra sértrúarflokka, hvorki hvitasunnumanna né aðventista. — Flokkar þessir hafa, að sínu leyti eins og kaþólska kirkjan sina já- kvæðu hlið, og það skal vera óá- talið af minni hálfu, að þeir sem eiga samleið með þeim, leiti þar svölunar sinni trúarþrá. En sjálfur hef ég aldrei getað fundið, að þeir veiti neitt, sem min lútherska kirkja hefur ekki veitt. Þessir sér- trúarflokkar hafa það sameiginlegt með lúthersku kirkjunni, að þeir vilja leita hins upprunalega, en ég hef ekki getað fundið því stað, að útreikningar aðventista i sambandi við heimsendi né skilningur hvíta- sunnumanna á tungutalinu eigi sér stoð í Nýja-testamenntinu. — Lækning sjúkra vegna fyrirbæna er einnig trúaratriði i vorri kirkju deild, og ég hika ekki við að segja, að ég hafi sjálfur fengið raunhæfa staðfestingu á gildi hennar. í einu orði sagt: Allt, sem glldi hefur fyrir trúaSan mann, veltlr þjóð- klrkjan engu siður en sértrúarflokk arnlr, ef vér aðeins vlljum láta (Framh. ð 13. slðu. i T í MIN N, miffvikudagur 14. febrúar 1962. 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.